Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 14

Stúdentablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 14
14 STUDENTABLAÐIÐ Fávísleg árás á Háskólakennara í öðru hefti Frelsisins 1982 má lesa m.a. ritdóm um aðra útgáfu á þeirri bók sem tímaritið dregur nafn af. Frelsinu eftir John Stuart Mill í islenskri þýðingu Jóns Hnef- ils Aðalsteinssonar og með forspjalli Þorsteins Gylfasonar háskólakennara. Undir ritdómn- um standa stafirnir H.H.G, sem eru upphafsstafirnir i nafni rit- stjóra timaritsins Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Menn hafa það fyrir satt aö ritstjórinn hafi sjálfur samiö ritdóminn. I rit- dómnum segir m.a. aö Þorsteinn kunni ekki gamla reglu rökfræö- innar, reductio ad absurdum (óbein sönnun á islensku, og ein af helstu undirstöðum allrar rök- fræði.) og bætir við „Það er furðu- legt að maöur, sem þó hefur lokið B.A. prófi i heimspeki, kunni ekki meiri rökfræöi." mótmælalaust i heilt ár. Hinn kosturinn var aö ég greiddi kostn- aöinn sem hlýst til viöbótar af þvi „að birta grein þina i 1. eða 2. heftinu, þ.e. vegna fjölgunar arka um eina og uppprentunar á kápu, en þessi kostnaður er ekki undir 10 þúsund krónum, eins og ég hef þegar sagt.“ Nú sá ritnefnd Frelsisins sóma sinn i þvi að ógilda þessa úrslita- kosti ritstjórans. En síðari hug- mynd ritstjórans mátti ég til með að koma á framfæri. Ég veit ekki betur en að sum reykvisku dagblööin berjist i bökkum. nú er viðreisnar von: bara að birta sem ofsafengnastar árásir á fólk og rukka það svo, kannski eftir aug- lýsingataxta, þegar það hefur fengið svörsin birt. Þorsteinn Gylfason. Stúdentablaðinu þykir leikur Hannesar ritstjóra Ijótur og sér ekki ástæöu til aö kaupa áskrift að Frelsinu. Þingsályktunartillaga um húsnæðismál námsmanna Stefán Guðmundsson og fleiri frammarar hafa lagt fram á Al- þingi svohljóöandi tillögu sem er á þessa leiö. Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni aö kanna sérstaklega á hvern hátt megi bæta úr þeim mikla húsnæðisvanda sem námsmenn utan Reykjavíkur og nágrennis búa við vegna staö- setningar Háskóla íslands og flestra sérskóla. Áhersla skal á það lögö að Ijúka þessari könnun svo fljótt sem kostur er. ígreinargerðmeð tillögunni segir m.a. „Stærstu árgangar Islands- sögunnar eru það æskufólk sem nú er á aldrinum 18—25 ára. Menntun, og þá sérstaklega framhaldsmenntun, er orðin mun algengari en nokkru sinni fyrr. Menntastofnanir framhalds- og sérnáms eru aðallega á Reykja- vikursvæðinu. Námsfólk utan af landsbyggðinni leitar því i miklum mæli til höfuðborgarinnar eftir menntun sinni. Á undangengnum árum hafa verið settir á stofn fjölbrauta- og menntaskólar víða um land, auk menntaskólanna sem voru fyrir. Á skólaárinu 1982—1983 voru 5733 nemendur utan Reykjavikur i þessum skólum, þar með taldar framhaldsdeildir grunnskólanna. Öllum er nú Ijóst að húsnæði er ein af forsendum þess að hægt sé aö stunda nám i Reykjavik. Álitið er að um 5500—6000 ibúö- ir séu til leigu í Reykjavík. Ásókn í þær er gifurleg, sbr. umfjöllun leigjendasamtakanna, svo og skýrslu Félagsstofnunar stúd- enta frá 1982 um húsnæöisað- stöðu háskólastúdenta. Sam- keppnin um of fáar ibúðir gerir þaö að verkum að mikil fyrirfram- greiðsla og tiltölulega há húsa- leiga er oft forsenda fyrir þvi aö fá íbúð á leigu. Þetta eykur mjög til- kostnaö landsbyggðarnemenda við öflun menntunar i Reykjavík, og mismunar þess vegna fólki vegna búsetu sinnar. Stór hluti þeirra 5733 nemenda, sem nú stunda undirbúningsnám utan höfuðborgarsvæðisins, á eftir að leita á þennan þrönga húsnæðis- markað. Með flutningi þessarar tillögu til þingsályktunar er reynt að vekja umræðu og leita leiða til aö bæta úr þvi slæma ástandi sem nú rikir og búa betur í haginn.“ Stúdenta- blaðið fagnar þessari þingsálykt- unartillögu og skorar á Alþingi að samþykkja hana sem fyrst. Hér er á ferðinni fávisleg árás á Þorstein Gylfason og honum bor- ið á brýn vanKunnátta í einni helstu kennslugrein hans við Háskólann. í nýjasta hefti frelsisins gerir Þorsteinn athugasemdir viö rit- dóminn og segir m.a. frá því aö hann hafi stundum áður reynd aö segja Hannesi til um skýra hugs- un og skipulegan málflutning, en ævinlega árangurslaust. En gef- um Þorsteini oröið. „Hvers vegna gat hann ekki heldur sagt til dæmis að ég kunni ekki á flautu, eða aö mér þyki gott í staupinu, eða að ég hafi reynzt honum — og ugglaust mörgum öðrum — alveg ómögulegur kennari? Af hverju þurfti það endiiega að vera þekkingarskortur í rökfræði sem hann brigzlar mér um? En hver voru viðbrögð ritstjór- ans við athugasemd Þorsteins, og er nú komið aö rúsinunni i- pylsuendanum. Þorsteini segist svo frá. „Þegar ég hafði sett ofanritað mál á blaö, og sent það Frelsinu til birtingar, voru viðbrögð ritstjór- ans þau í löngu bréfi til min að rekja öll tormerki á þvi aö birta greinina þegar í stað. Ein ástæð- an var sú að greinin væri naumast birtingarhæf vegna munnsafnaö- arð: og um sömu mundir og bréfið var skrifað, er mér sagt, hljóp ritstjórinn útundan sér í einn- hverri Morgunblaðsgrein um Sverri Kristjánsson til að kveina undan þvi hvað ég væri skömm- óttur í skrifum, sem skilja má aö sé nú heldur betur eitthvað annað en hendir ritstjórann sjálfan. Þessir kveinstafir minna mig á ummæli Voltaires um eitthvert dýr: „Þaö er ægilega grimmt. Það ver sig ef ráðizt er á það. Ritstjórinn gerði mér í bréfi sínu tvo kosti. Annar var sá að grein mín birtist ekki fyrr en i lokahefti yfirstandandi árgangs, meö þeim afleiðingum að fávísleg árás hans á mig fyrir fullkomna vankunnáttu i einni helztu kennslugrein minni i Háskóla Íslands fengi aö standa Jólagetraun Ungfrú Yndisfríð býður yður hið landsþekkta ián frá LÍN Hvar er lánið hans Jóa? Það er alltaf sami leikurinn i henni Yndisfriö okkar hún hefur falið lánið hans Jóa einhversstaöar i landinu (t.d. Seðlabanki, Álverið, Flugstöð) og heitir góðum verö- launum handa þeim sem getur fundiölániö. Verölaunin eru stór kassi, fullur af peningum og lánardrottinn er auövitað Lin. Síðast fékk verölaun Alþert Guömundsson Hólmgarði 23. Vinningsins má vitja á skrifstofu þlaðsins. Fréttfrá menntamála- ráðuneytinu Styrkir til háskólanáms í Danmörku Dönsk stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa Islendingum til háskólanáms í Danmörku náms- árið 1984—85. Styrkirnireru mið- aðir við 8 mánaða námsdvöl en til greina kemur aö skipta þeim ef henta þykir. Styrkfjárhæðin er áætluö um 3.060 danskar krónur á mánuöi. — Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavik, fyrir 30. desember n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðu- neytinu. Menntamálaráöuneytið 15. nóvember 1983. Styrkur til náms við lýðhá- skóla eða menntaskóla í Noregi Norsk stjórnvöld bjóöa fram nokkra styrki handa erlendum ungmennum til námsdvalar viö norska lýðháskóla eða mennta- skóla skólaárið 1984—85. Ekki er vitað fyrirfram hvort nokkur styrkjanna kemur i hlut Íslend- inga. Styrkfjárhæðin á að nægja fyrir fæði, húsnæöi, bókakaupum og einhverjum vasapeningum. — Umsækjendur skulu eigi vera yngri en 18 ára og ganga þeir að öðru jöfnu fyrir sem geta lagt fram gögn um starfsreynslu á sviði fé- lags- og menningarmála. — Um- sóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytis- ins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavik, fyrir 10. janúar n.k. Sérstök um- sókrlareyðublöð fást i ráðu- neytinu. Menntamálaráöuneytið 28. nóvember 1983 Háskólakórinn Háskólakórinn óskar eftir þvi að eftirfarandi athugasemd verði birt í stúdentablaðinu. Að gefnu tilefni má koma fram að Háskólakórnum barst ekki að þessu sinni tilmæli frá 1. des. nefnd um að syngja á fullveldis- hátíö stúdenta 1. desember. í hans staö var fenginn kór sem ekki tengist Háskóla islands á nokkurn hátt. Umræða fólks i þá átt að Há- skólakórinn hafi ekki fengist til aö koma fram við þetta tækifæri er þvi ekki á rökum reist. Kórinn hefði aö sjálfsögðu tekið sliku boði vel og harmar raunar að ekki skuli hafa verið leitað til hans úr því kórsöngur var hafður á dagskrá hátiðarinnar á annað borð. Háskólakórinn Hugmyndir kennslustjóra Halldór Guöjónsson, kennslu- stjóri Háskólans hefur nýlega rei fað hugmyndir um breytt form á kennslu við Háskóla íslands. Við slógum á þráöinn til hans og fengum að heyra út á hvað hug- myndin gengur. „Þetta eru tvær hugmyndir sem vel má greina með rökum, en ekki i raun. Ann- arsvegar séhægt að yngjastúd- enta upp um eitt ár. Stilla þannig til að menn taki stúdentspróf, jafnaðarlega 19 ára. Og ég er þá ekki að meina að minna eigi aö leggja i stúdentsprófið sömu kröfur og þá sem næst sama námsefni.“„Hitt var þaö að há- skólanám yrði þannig skipulagt að það yrði sameiginlegt með stórum hópi stúdenta, fyrstu árin. Helsta fyrirmyndin að þessari hugmynd er i Frakklandi. Þar er háskólanámi skipt i hringi, 1 hringur er tvö ár aö lengd. 4-upp- hafi eru nokkrar brautir 6—8, kannski mismunandi eftirháskól- um. Þannig að t.d. stjórnmála- fræði, lögfræöi og viðskipafræði sé kennd saman fyrstu árin. Þetta er forsmekkurinn, Halldór kennslustjóri gerir itarlegri grein fyrir hugmyndinni, i grein sem hann hefur skrifað og birtast mun i janúarblaðinu. Frá SHI Reynsla i félagsstörfum og skrifstofustörfum eræskileg. Umsóknum skal skilað til Skrif- stofu Stúdentaráös Stúdenta- heimilinu v/Hringbraut fyrir kl. 16 þriðjudaginn 20/12. Slúðurdálk- urinn hættir Frá og meö þessu tölublaði hættir slúöurdálkurinn göngu sinni á siðum Stúdentablaðsins. En hann er ekki dáinn, þvert á móti. Hann „leggur af stað“ i Varöarferð (það er huggun harmi gegn). Með öðrum oröum: Slúðurdálk- urinn hefur þegar hafið göngu sina „handan móðunnar miklu“ á siðum blaðsins Nýr Vöröur, sem gefiö er út af umbótasinnuðum stúdentum við Háskóla islands. Stúdentablaðið þakkar samstarf- ið s.l. ár.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.