Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 15

Stúdentablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 15
STÚDENTABLAÐIÐ 15 Umburðarlyndir stúdentar á 1. des. - Vaka, félljgí lýöræöissinnaöra studenta, sá úijn fullveldisfagnaö stúdenta þetta áriö, i fyrsta^ipti imeiraenáratug. Umræóuefniö var ..Friður, tslsi, Mannréttindi". þeir stud- tar sem fylgdust meö hátióinni, höföu á orði aö það væri af sem áöur var: Stúdentar væru farnir að krefjast lifsréttar handa dauð- anum. Um 150 manns mættu á dag- skrána i Háskólabiói. ' Dagskráin fylgir hér meö til gagns og gamans fyrir þá sem ekki komust vegna ófæröar, eöa sátu heima og hlustuðu á rás 2. 1. Stúdentamessa i Háskóla- kapellu kl. 11.30. 2. Hátiöadag- skrá stúdenta, Háskólabiói kl. 14.00—16.00: setning Gunnars J. Birgissonar, formanns 1. des.- nefndar, ávarp Guðmundar Magnússonar háskólarektors, einleikur á gitar, hátiðaræða Daviös Oddssonar borgarstjóra, Gubjón Guðmundsson og is- landssjokkiö (hljómsveit), Matt- hias Johannessen les upp úr eig- in verkum, Kvartett MK^amleik- ur á'pianó ogfiólu, ræða stúd- entsinsr-Ólafs Arnarsonar} Karla- KQrinn flkstbræóur. 3. Eifiyeldis-^.',. KQrinn Hkstbræöur. 3. tetBjYeidis- kiginsleilw' á Hófel SögYr*Súlna- ‘sal kl. 26.d)0r^.00, Hl|ómsveif:, .MagnusarKjartárissonar. ' ’ I , Segðu okkur Sigurður, hve mikið lánar LÍN Maður er nefndur Siguröur Skagfjörð Sigurösson. Sigurður er maöur ábyrgöar- mikill og hefur ýmsan starfa fyrir stúdenta. Er hann m.a. stjórnar- formaður LÍN og i forsvari fyrir Fé- lagsstofnun stúdenta. Bar nú svo viö aö Sigurður var staddur á fundi S.H.I. ásamt helstu ræðuskörungum stjórn- málaflokkanna. Rætt var um námslán. Stóöu þar hjá nokkrir aumir nemar er veltu fyrir sér hvernig þeir ættu aö fjármagna framhaldsnám sitt en fundu engin svör. Sjá þeir þá hvar hinn mikli maöur Sigurður Skagfjörö Sig- urðsson kemur gangandi i átt til þeirra. Hrósa þeir happi og vænta þess aö þar komi sá sem gæti leyst vanda þeirra. Ávarpa þeir hann og spyrja: „Segöu okkur Siguröur, hve mikil lánar L.I.N. okkur aumum námsmönnum til framhaldsnáms?" Siguröur æðir framhjá og svarar snaggaralega: „Iss, allt of mikiö." Hinum aumu þótti svariö i ætt viö svör pólitik- usa þeirra sem i Hátiðasal töluöu og hváöu þvi. Sigurður litur þá viö, horfir á hina aumu, hristir höfuöiö og heldur áfram göngu sinni. Kunnum viö stjórnarformannin- um bestu þakkirfyrirsvarhans. HallgrímurT. Ragnarsson Siguröur K. Kolbeinsson Þorleifur Þór Jónsson HVAR ER NÁMIÐ STUNDAÐ? Ritstjóri Stúdentablaðsins gaf undirrituöum kost á aö svara um- mælum þriggja vióskiptafræöi- nema sem þeir sendu Stúdenta- blaöinu. Til aö valda ekki of mikl- um misskilningi vil ég taka fram ^firfarandi: Spurningin var lögö fram i kaffi- stofu Háskólans er ég var á hraö- ferðeftirkaffisopa. Spurt var um hve mikið lán menn fengju til graduate — náms. Svar mitt heföi ef til vill átt aö verða ábyrgðarfyllra, en ekki reiknaði ég meö aö þessir menn tækju þaö svo bókstaflega. Sannleikur málsins er sá aö ógjörningur er aö svara þessari spurningufyrren mun nákvæmari lýsing námsins liggur fyrir, t.d. hvar námiö væri stundað (þaö eru t.d. 3 framfærsluflokkar i Banda- rikjunum), hve há skólagjöld skulu greidd, tekjur námsmanns- ins o.s.frv. Aö þessum upplýsing- um fengnum er hægt aö gefa nokkuð nákvæma tölu. Aö lokum vil ég benda viðkomandi aö hafa timalega samband viö deildar- stjóra Lánasjóösins og fá þar allarupplýsingar. Meö þökk fyrir birtinguna Siguröur Skagfjörö Sigurösson. Viðskiptafræðinemar... Viöskiptafræöinemar eru orðnir þreyttir á háu veröi i Bóksölu. Þeir eru ákveðnir i aö byrja sjálfir aó kaupa inn bækur. Þannig telja þeir sig geta lækkaö um helming verð á kennslubókum viðskipta- deildar. Viðskiptadeild Háskóla íslands í þessari grein verður leytast viö meö fátæklegum efnum aö segja frá námi innan viöskipta- deildar eins og nýtt kerfi býöur upp á. Ennfremur veröur fræösla á félagsstarfsemi Mágusar og al- mennar hugleiöingar svona um allt og ekkert. I seinni tiö er farið aö vera erfitt aö finna þaö náms- mannsgrey sem lagt hefur leiö sína i gegn um viðskiptadeild án þess aö falla í þaö minnsta einu sinni i einhverju prófi. Ástandiö er orðið slíkt aö þegar undirritaöur hóf sinn feril dró hann um 160 manns meö sér á fyrsta ár, þegar útar leifar þessa stúdentsunga lita yfir farinn veg og á eftirlifend- ur blasa um 50 manns viö. Kenn- arar hafa sett sér þaö mark aö um 40 til 50 manns skuli útskrifast á ári hvaö svo sem reynir aö kom- ast i gegn um flöskuhálsi sem exemeler má tilreiöa aö í hinu guöelskaöa landi USA er náms- ferill í Masters gráöu hafin meö þvi aö taka fyrir bókfærslu og undirbúning i stæröfræöi. Flest- um þykir þvi kyndugt aö viö klakabúar skulum vera aö hangsa þetta i fjögur ár þegar hægt er aö taka piparsveins- gráðu i hraðlest á leið til vinnu i henni New York samkvæmt þvi sem einn skóli þarlendur auglýsti á dögunum. Þaö er nú þaö. Viö segjum bara þaö kemur þá niöur á þeim sjálfum. Þessa dagana eru fyrsta árs nemar ansi kvektir yfir þvi aö skella eigi á þá tveimur 50% fallfögum þann næsta jan- úar og nú falla vötnin i Dýrafirði i það aö meiri afföll veröi á vesal- ings busunum en á skreiðarförm- um til Nigeriu. Þaö fyrirkomulag sem nú veröur við liði hin næstu ár er þannig aö fyrstu tvö árin eru hugsuö sem breiöur undirbúning- ur fyrir seinni tvö árin og i raun standa þessi ár fyllilega fyrir sinu sem vænn visku(i)brunnur sem engum geröi mein en öllum mikiö gagn sem á annað borö ætluöu aö koma nálægt viöskiptum á annað borð. Samkvæmt kerfi hinu nýja er tviskipt á þriöja ári og á fjórða ári er hverjum kjarna margskipt og nú siðast i tölvu- kjörsviö og eitthvaö á þjóöhags- kjarna (sem ég hef ekki hugmynd um hvaö er) en nýtt er aö ein- hverju leyti. Sem sagt einfalt og þægilegt, þar sem fyrstu árin eru mjög erilssöm og litlu grisirnir lærandi frá morgni til kvölds er varöstöö félagsstarfsemi bundin viö lesstofu viöskiptanema á Bjarkagötu 6 (R6) svona dags daglega en starfsemi félags viö- skiptafræöinema er blómleg um þessar mundir og er á uppleið. Einhver var nú samkeppnin um nafn á þetta Blik Himinsins og geri ég þaö hér meö aö tillögu minni aö þaö „OECON“ heiti. Nemendur viöskiptadeildar hafa staöiö meó pálmann i höndunum hvað varöar fjölbreytileik og vökvamagn kynningarleiöangra sinna út á hinum haröa islenska vinnumarkaöi miöaö viö aörar deildir háskólans fyrir utan aörar skemmtanir sem sælir nemendur fyrrgreindrar deildar njóta um- fram sótsvartann almúgann. Fyrst aö sú staöreynd aö fleira skuli vera kennt innan háskólans en viðskiptafræöi hafi rótast upp á yfirboröið er rétt að kynna af- stööu mina til starfsemi þeirrar sem stúdentapólitik nefndist. Frá þvi aö fyrst sem þessi starfsemi bar til vitundar minnar hefur mér þótt sem hún væri skyld einhverju sem einstöku sinnum veldur klóakrörsstíflu í hibýlum manna. Embætti formanns stúdentaráös hefur veriö nokkurs konar stökk- pallur fyrir veröandi þingmenn Sjálfstæöisflokksins eða Alþýöu- bandalagsins. Til þess að æðislegra tel ég aö nemendur á aðalfundi sinna eigin félaga ættu aö gera stúdentaráö virkara og lýöræöislegra ættu stúdentar á aöalfundi deilda sinna aö kjósa fulltrúa sinn í stúdentaráð og til aö gera kerfið enn einfaldara fengi hver deild einn fulltrúa sem hefði fjölda nemenda i deildinni sem atkvæðamagn bak við sitt atkvæöi á fundi stúdentaráðs. Þannig yröu tryggö áhrif þeirra deilda sem flesta nemendur hafa og þurfa því meiri aöhlynningu stúdentaráös. I stuttu máli er ég aö segja aö þessi stúdentapólitik sé alveg fyrir neöan allar hellur og höfði litiö til hins almenna stúd- ents innan háskólans sem best sést á kosningum til stúdenta- ráðs. Aö hugsa sér alla þá orku sem hefur fariö í persónulegt skítkast og óhróöur um andstæö- ing sinn við allar kosningar til stúdentaráðs frá þvi sögur hóf- ust. Hvaö kemur kapitalismi eöa kommúnismi viö hagsmunum stúdenta? Flestir sem maöur ræöir við úr rööum stúdenta hafa sinar pólitisku skoöanir en telja stúdentaráö jafn góðan vettvang og safnaöarnefnd Áskirkju- prestakallsfyrirfarsapólitik. Guðjón Viöar Valdimarsson fyrrv. form. FVFN Rvík.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.