Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 16
Eitt af efnilegri afkvæmum hinnar virðulegu stofnunar — Háskóla íslands alsó — á afmæli um þessar mundir. Ef ég væri að skrifa klausu á poppsiöu einhvers dagblaðsins mætti ég auðvitað ekki segja „efnilegri", þareru gruppurnar nefnilega ein- ungis efnilegar i nokkra mánuði en verða siöan bara einfaldlega „góðar" — nema þær detti hreinlega uppfyrir og séu þá „lélegar" á meðan þær eru í andaslitrunum. Talsfólk Háskólakórsins boð- aði tíðindafólk Stúdentablaðsins, ásamt öðrum blaðasnápum, á sinn fund eitt laugardagssiödegi fyrir skömmu i því skyni að kynna plötuna og afmæliö og leyfa okk- ur að taka þátt i gleði sinni. Þegar saga Háskólakórsins var rifjuð upp kom i Ijós að hann mun vera arftaki Stúdentakórs- ins, sem eitt sinn var og hét, en sá kór var karlakór. Á öndverðum siðasta áratug tóku svo nokkrir krakkar sig saman og stofnuðu blandaöan kór — áreiöanlegafyr- ir áhrif upprisandi jafnréttishreyf- inga og frelsisþráa alls konar! Háskólakórinn söng fyrst við útskrift árið 1972 en hélt siðan sina fyrstu eiginlegu tónleika á jólaföstu ári síðar. Þá hélt Rut Magnússon söngkona á tón- sprotanum sem hún og gerði næstu sjö árin. í tíð Rutar hélt kór- inn sifellt meir út á þá braut að flytja nýja tónlist og var jarðveg- urinn þvi vel undirbúinn þegar Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld tók við stjórninni árið 1980,en siðan þá hefur kórinn einbeitt sér að nýrri islenskri tónlist. Hjálmar, sem heldur þvi fram að kórar lifi auðveldlega af stjórnendaskipti og hafi meira að segja gott af þeim, lét svo af stjórn nú siöast liðið haust er honum hlotnuöust starfslaun listamanna og árni Harðarson, sem er nýkominn frá pöja að j og efnn' ilaði. Svo þvi að mennta sig í Englandi, tók þá viðstjórninni. Þau sem ei bæ nú i jólam til vill svo heppij an óm i fjarsi sömu og láns^ leið sina og ganga aTljoi þar gæti Háskólakór^ verið á ferð -« málefni sem efflSd eiga stuðningiHrrsroli, til að fylgja plötunni ur ætla þau að syngja við hámessu í Landakotskirkju á aðfangadags- kvöld eins og þau hafa gert um margra ára skeið. Með hækkandi sól stefna þau síðan á tónleika- hald og hyggjast þá m.a. frum- flytja verk sem stjórnandinn, áðurnefndur Árni Harðarson, er rétt i þessu að semja. Þá er ekki óliklegt að þau bregöi sér eitt- hvert út á land til tónleikahalds, en kórinn hefur reynt að ferðast eitthvað ár hvert — innanlands eða utan og hefur fariö fjórum sinnum i tónleikaferöir til útlanda. í fyrstu utanlandsferð kórsins var farið til Skotlands, þar sem m.a. var sungið i heimabæ Rutar sem þá stjórnaði kórnum. Þá var næsta ferð farin til Sviþjóðar og Danmerkur og sú þriðja til Irlands. Á fyrri hluta þessa árs fóru þau svo alla leið til Sovét og heilluðu rússana, sem eru óvanir þvi að nútimatónlist berji að hlustum þeirra, alveg upp úr skónum með flutningi sínum á islenskri nú- timatónlist. Það gerðu þau nú reyndar lika viö mig á tónleikum hér uppi i Félagsstofnun stúd- enta og er cantóiö hans Hjálmars mér sérstaklega hugleikiö síðan. Þó eitthvað hafi verið minnst á plötuna hér aö ofan ætla ég ekki að fjalla nánar um hana, til þess er tilheyrandi kritik hér annars staðar á síðunni — nema þá ég láti eftir mér aö hrósa umbúðun- um sem geyma góssið sjálft, sérlega smekklegt plötuumslag og upplýsinga- og Ijóöabæklingur em Helga Stefánsdóttir Jýl ay^agsstiflsai ei kOT’^rSðalnáp Mansöngva Jónasar Tómasson- ar við Ijóð Hannesar Péturssonar og söngva um ástina eftir Hjálmar við Ijóð Stefáns Harðar Grims- sonar. Stúdentablaðiö þakkar Há- skólakórnum fyrir þennan litla en Ijúfa konsert og óskar honum til hamingju með afmælið og plöt- una og langra lífdaga. — sbj. Háskólakórinn heldur upp á 10 ára afmæli sitt nú á jólaföstu, en þaö var 1973 að Rut Magnússon stjórnaði fyrstu tónleikum kórs- ins. Þessi tiu ár hafa einkennst af öflugu starfi og hafa tónleikar kórsins alltaf verið sérstakur og spennandi viöburður. Platan sem nú kemurfyriraugu og eyru tónlistarunnenda, er árangur þriggja ára starfs Hjálm- ars H. Ragnarssonar sem stjórn- anda kórsins og ber vitni hinum kraftmikla og lifandi andblæ, sem rikt hefur. Áplötunni eru eingöngu •verk, sem samin hafa verið fyrir Háskólakórinn, tvö stór verk Kantata IV — Mansöngvar eftir Jónas Tómasson við Ijóð Hann- esar Péturssonar og Canto eftir Hjálmar H. Ragnarsson við texta, sem prófessor Þórir Kr. Þórðar- son og Hjálmar unnu úr gamla testamentinu. Auk þess eru tvö litil lög á plötunni Tveir söngvar um ástina eftir Hjálmar við Ijóð Stefáns HarðarGrimssonar. Mansöngvar Jónasar Tómas- sonar eru fyrir blandaðan kór, klarinell, fiölu, selló og píanó. stuttum þátt- í en fjórir kafl- iljóðfærin ein- |illispil. Kvæðin eru um ástiha hvert á sinn sér- stakajp^, þauæru fulla af lik- Hyndum, sar? hi : sterkum litum, fin lika. Jónas nálgast textann með ýmsum að- ferðum, en stundum er samheng- ið falið undir yfirborðinu eða i formi likinga. Kvæðið Vínlönd er skemmtilegt dæmi um hvort tveggja, æstur aflmikill stormur og ölduföx sem þyrlast í dansi til himna eru túlkuö með látum og ölduhreyfingum í tónlistinni og á orðinu himna hverfa raddirnar upp og út i tómið. Seinna i kvæð- inu er svo tilvitnun i forleikinn að Tristan og Isold eftir Wagner. Hljóðfærin notar Jónas ýmist til að undirstrika söngraddir og texta eða hann lætur þau lifa sjálfstæðu lífi. Hlutverk klarin- ettsins er stórt i verkinu og er það reyndar ákaflega vel leyst af Óskari Ingólfssyni, sama á reyndar við um hina hljóðfæra- leikarana, þau Michael Shelton, Nóru Kornblueh og Snorra Sigfús Birgisson. Hér er um úrvalshljóð- færaleikara að ræða. Kantata IV — Mansöngvar er skemmtileg verk i margbreytileik sinum við fyrstu heyrn, og við ítrekaða hlustun kemur i Ijós allt hitt sem býrundiryfirborðinu. Canto eftir Hjálmar H. Ragn- arsson er magnað verk. Þaö er. samið undir áhrifum frétta af hörmungum og neyð manna i Libanon. Textinn er unninn úr spádómum gamla testamentisins um styrjaldir og ógnir, sem yfir mannkyniö muni ganga. Myndin sem dregin er upp af heiminum er allt annaó en björt, þó örlar ávon i ákalli siöasta erindisins: Djúpið, þér himnar, / og láti skýin réttlæti niður streyma. / Jörðin opnist / og láti hjálp fram spretta / og rétt- læti blómgast. / Drjúpið þér himnar. Verkinu er skipt i fjögur megin- atriði, sem hvert um sig byggir á eigin efni og aðferð. Verkið gerir miklar kröfur til kórsins, sem þarf að vera mjög agaður, en hefur þó ákveðið frjálsræði all innan einnar sannfærandi heildar. Formiö er skýrt og Hjálmar kemur boðskap sinum umbúðalausttil skila. Tveir söngvar um ástina, Steinninn og I lyngbrekku gam- als draums eru stutt, hnitmiðuð og áhrifamikil verk. Hjálmar fer ekki troönar slóðir í samspili Ijóös, tónlistar og nafngiftar. Söngur kórsins á plötunni er þróttmikill og sannfærandi. Hver einasta lina er skýrt mótuð og þrungin spennu og krafti. Hjálmar notfærir sér vitt litróf blæbrigða styrks og radda og teflir gjarnan fram sterkum andstæðum. Flutn- ingurinn er markviss og sannur og er þar fullt samræmi milli tón- listarinnar á plötunni og túlkunar. Þetta samræmi nær einnig til plötuumslags Helgu Stefánsdótt- ur, það er stilhreint og einfalt, svart og hvítt. Tæknivinna hefur tekist vel, upptökur eru góðar, eins og vænt má frá Bjarna Rún ari Bjarnasyni. Bæklingur, sem fylgir með er greinagóður og smekklegur. Þessi plata Háskólakórsins er sprottin beint úr samtiðinni, tón- listin lætur sig varða það sem er að gerast, ekki bara rétt i kringum okkur heldur alls staðar. Þetta er tónlist sem þorir að taka afstöðu, tónlist sem skiptir máli. Karólína Eiríksdóttir.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.