Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 10
Fyrir nýnema “Mannlífsrekkr, heldur verða þama hvers kyns læknisfræðirit, viðskiptafræðirlt og fagtímarit úr ýmsum öðrum greinum, þótt sitthvað íleira fái eflaust að íljóta með. Ný Útgáfudeild Félags- stofnunar - Við erum að setja af stað sér- staka útgáfudeild sem starfrækt verður í beinum tengslum við Háskólafjölritun. Hlutverk þeirrar deildar verður að sjá um útgáfu á ýmis konar efni sem tengist einstökum námskeiðum, t.d. endurútgáfa á ýmsu kennsluefni sem Bóksalan hefur gefið út, vinnsla á prófheftum, hugsanlega útgáfa á góðum glósum. Við munum leggja áherslu á allt það efni sem mönnum getur nýst við nám í tilteknum námskeiðum í Háskólanum. Þessi nýja deild yfirtekur þannig útgáfuhlutverk Bóksölunnar og bætir við þá þjón- ustu. Ritgerðaþj ónusta - Hluti af starfi útgáfudeildar mun miðast svo við að veita ritgerðaþjónustu fyrir þá sem eru að vinna að lokaritgerðum. Þeir geta fengið hér ákveðna ráðgjöf varðandi upsetningu og frágang og við getum tekið að okkur að útvega ritvinnslu. Við erum með tölvuútprentun og getum unnið myndir og hjálpað fólki að ganga þannig frá ritgerðunum sínum að þær verði smekklegar . Þjónusta við félögin - Við munum einnig geta veitt félögum innan Háskólans ýmsa þjónustu við útgáfustarf sitt, t.d. við fréttabréfaútgáfu. Varðandi stærri ritverk er allt miklu óviss- ara, miðað við núverandi tækja- kost, enda er vinnsla þeirra í all- föstum skorðum hjá einstökum félögum. Það er þó verið að skoða þetta allt. Minni fréttabréfin get- um við hæglega aðstoðað við. Við getum auðvitað ekki tekið á okkur kostnaðaráhættuna, en við getum séð um að setja þau upp, prenta þau út, íjölfalda og jafnvel komið þeim í dreifingu. Það er þess vegna alveg mögulegt íyrir deildarfélög og önnur félög að hafa samstarf við útgáfudeildina um nánast allt sem þau gefa út., - fréttabréf, dreifibréf, dagskrár og annað slíkt. Ekki Háskólaforlag - Útgáfudeildin sem slík er einnig jöfnum höndum hugsuð sem eins konar áhættusjóöur, að við getum íjármagnað útgáfu á námsefni eöa tengdu efni, án þess að það þurfi endilega að skila sér alveg strax. Við getum þannig bundið einhveija peninga í að vinna upp hluta af námsefninu. Við hugsum þetta út frá hags- munum stúdentanna fyrst og fremst. Við ætlum ekki að taka að okkur að gefa út bækur eða ritgerðir sem kennarar hafa áhuga á að gefa út. Það er í raun og veru verkefni háskólaforlags eða einhverra annarra aðila. Hitt er svo annað mál, að ef Háskólinn hreyfir sig ekki varðandi stofnun Háskólaforlags, þá þróast þetta hugsanlega með tímanum yfir í eitthvað slíkt. Það eru sennilega ein 10-12 ár síðan gerðar voru úttektir á þörfinni fyrir slíka starfsemi sem við erum að brydda upp á. Þá var þetta auðvitað rætt í tengslum við hugmyndina um háskólaforlag. Mér skilst hins vegar að nefndin sem ijalla átti um þetta mál af hálfu háskólans hafi hægt verulega á sér. Við urðum því að fara af stað. En við munum a.m.k. til að byija með forðast að fara inn á verksvið háskólaforlags. Er Félagsstofnun að verða félagslegri? Það er að vísu erfitt fyrir mig að dæma um það hvort Félags- stofnun hefur breyst eitthvað að ráði, þar sem svo skammt er síðan ég kom hingað. En ég er ekki frá því að í raun og veru hafi tvennt gerst. Undanfarin ár hefur verið í gangi viðhorfsbreyting meðal allra pólitískra fylkinga varðandi almenna rekstrarstefnu Félags- stofnunar. Menn hafa fallist á að hún skuli sinna rekstri út frá við- skiptalegu sjónarmiöi. Þótt allt sé gert til að bæta þjónustuna vlð stúdenta þá verði starfsemin aö standa undir sér. Það er sennilega róttækasta breytingin. - Hitt atriðið er að nýjum mönn- um fylgja alltaf nýjar áherslur, og það hefur sjálfsagt gerst hjá mér líka. Því er ekki að leyna að ég hef kannski meiri áhuga á að líta á það sem stúdentum stendur næst og reyna að eíla það. Uppbyggingin á síðustu árum hefur ef til vill verið meiri á þeim sviðum sem standa daglegu lífi stúdenta íjær, t.d. Feröaskrifstofan, sem hefur tekiö mjög mikinn tíma og mikla krafta hér innan stofnunarinnar. Óhjákvæmilega hljóta hins vegar hlutir eins og Garðabyggingar að beina sjónum okkar meira að daglegu lífi stúdenta og þeim vandamálum sem verða til í lífi þess fólks sem hér stundar nám. Það er líka auðveldara fyrir okkur að einbeita okkur að slíkum verkefnum nú þegar við þurfum ekki sífellt að vera að bjarga okkur frá degi til dags út úr einhveijum rekstrarlegum vandræðum og stofnunin fær að blómstra svolítið. Um leið og við fáum að reka þessi íyrirtæki okkar eins og íyrirtæki, skapast miklu betra svigrúm til að sinna ýmiskonar hlutum sem ekki hafa beinlínis rekstrarlegt gildi, getum leyft okkur að setja peninga í hluti sem aldrei geta borgað sig en skipta stúdenta miklu máli. Viðskiptasjónarmiðið er nú að skila sér til stúdenta sem aukið svigrúm. - GSæm. 10 Stúdentablaðið

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.