Fréttablaðið - 24.09.2009, Síða 30

Fréttablaðið - 24.09.2009, Síða 30
 24. SEPTEMBER 2009 FIMMTUDAGUR Ingólfur Kolbeinsson, eigandi verslunarinnar Vesturrastar, telur gæsaveiðina hafa gengið vel það sem af er tímabili. „Það hefur viðrað ágætlega til veiða á hálendi og nú er farið að kólna og þá eykst veiðin á lág- lendinu. Þegar snjór kemur í fjöll fer heiðagæsin af landi brott, sem þýðir að í upphafi tímabils veiða menn heiðagæs en færa sig svo yfir í grágæsina enda er hún lengur á landinu, jafnvel út nóv- ember.“ Ingólfur segir grágæs- ir veiðast mest á ökrum. „Akur- yrkja eykst ár frá ári og kornakr- ar finnast um land allt. Grágæsin er þar sem henni líkar að borða og henni finnst korn gott enda fær hún miklu meiri orku úr korni en grasi.“ Ingólfur segir gæsastofnana fara stækkandi og að veiðar hafi greinilega engin áhrif þar á enda séu gæsir duglegar að koma upp ungum. Hann bendir einnig á nýja landnema. „Kanadagæs er farin að sjást hér oftar og verpa líka. Ef hún nær fótfestu á henni eftir að fjölga mikið.“ En er munur á veiði eftir gæsategund- um? Ingólfur segir svo vera þar sem heiðagæs sé veidd aðallega á hálendi, en grágæsin verpi og sé skotin á láglendinu. En hvað þá með bragðið? „Heiðagæs er minni og lifir á heiðargróðri en grágæs- in lifir á grasi, rótum og korni svo það er minna villibragð af henni. Mér finnst heiðagæs betri,“ viður- kennir Ingólfur og bætir við að hann snæði gæs yfir veturinn og þá einkum til hátíðabrigða. „Mér finnst að villibráð eigi að vera til hátíðabrigða og vera sérstök en ekki hversdagslegur matur. Rjúpu borða ég einu sinni um hátíð- ar, enda eru tilmæli til manna að veiða hóflega og miða við að hafa einu sinni í matinn.“ Ingólfur segir veiðimenn hafa farið eftir tilmæl- um um að veiða hóflega enda sé lykilatriði í veiði að bera virðingu fyrir náttúrunni. „Ég ber mikla virðingu fyrir dýrum sem ég veiði, það eru forréttindi að fá að veiða í sínu heimalandi og skilyrðin eru að menn gangi vel um bæði landið og veiðidýrin.“ Ber virðingu fyrir náttúrunni Ingólfur Kolbeinsson hjá Vesturröst umgengst náttúruna með virðingu enda telur hann það frumskilyrði fyrir því að fá að veiða. MYND/ÚR EINKASAFNI www.hlad.is Hlaðskotin Íslensk framleiðsla fyrir íslenska bráð Vatnsheldur galli með öndunarfilmu, ynnri jakka, poka á baki og hólf fyrir skot í vösum. Sterk vatnsheld taska fyrir skot og aukaútbúnað Benelli Super Black Eagle II í felulitum Zabala tvíhleypa 12 ga., yfir/undir.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.