Fálkinn - 10.08.1929, Síða 7
F A L K I N N
7
JÓNSM ESSU NÓTTIN.
EFTIR KRISTJÁN SIQ. KRISTJÁNSSON.
Hjörtur ritstjóri sal við skrif-
borSið. Blaðið var að mestu bú-
ið til prentunar. Honum hafði
borist dánarfregn. Áslaug skáld-
kona var dáin. Hann hafði skrif-
að nokkur minningarorð í lilað-
ið með fregninni. Æfiniinning
hennar átti að koma síðar og
mynd af henni. Myndin stóð
fyrir framan hann á borðinu.
Hann sat með hönd undir kinn
og horfði á myndina.
Það var eins og kviknað væri
i kulnuðum glæðum. Hugur
hans var í uppnámi. Gamlar
minningar brutust fram
•Jonsmessunótt. — En hvað þctta
var einkennilegt. Jónsmessu-
nóttin var komin. — Og það var
einmitt minningin um Jóns-
messunótt fyrir 32 árum, sem
nú var að blása upp eldinn í
gömlu glæðunum.
Það rifjuðust upp fyrir hon-
um æskuárin heima. Faðir hans
var prestur í sveit. Hann var í
miklu áliti hjá sóknarbörnum
sínum, elskaður og virtur af
öllum, sem kynni höfðu af hon-
um. Hjörtur var einbirni. En
foreldrar hans höfðu alið upp
þrjú fátæk og umkomulaus börn.
Eitt þeirra var Áslaug. Þau
höfðu þvi alist upp saman. Og
nú komu minningarnar Ijóslif-
andi upp i huga hans. Hann
hjelt þó um eitt skeið að kuln-
að væri að fullu í þeim glæðum.
Og hafði hann ekki gert sjer
far um að kæfa það alt? Höfðu
ekki vonir um auð og upphefð
slegið fölskva á eldinn? Og
hafði ekki fátæka, umkomulausa
stúlkan heima smá gleymst og
mynd hennar í huga hans dofn-
að við ljómann af annari, sem
hraust þar fram.
— En allar rósir liafa þyrna.
Og nú var það svo, að gömlu
myndirnar gægðust fram. Hann
var allra snöggvast orðinn ungl-
ingur í föðurhúsum. — Það
var síðasta Jónsmessunóttin
heima. Hann hafði verið sendur
i kaupstao, og var einn á ferð.
Það var margt, sem bar fyrir
nugun. Vorið hafði kyst alla
hlómknappana og i raun og
veru alt lif, sem gægðist upp úr
i'ótinni. Alt var þrungið af
þrótti vaxandi lífs. — Vor, vor,
yndislegt vor. — Draumveldi
næturinnar hafði heillað huga
hans. Og það var eins og sólin
v*ri að opna augun. Og nú var
hann bráðum kominn heim.
Hvar skyldi nú Áslaug vera?
Hnn hafði kosið sjer að vaka
.yfir túninu þessa nótt. Það hafði
hún gert siðustu árin.
— Hjartað fór að slá örara,
þegar mynd Áslaugar kom upp
1 hugann. Þegar hann koin
þeini á hlaðið, þá sat Áslaug í
hæjarsundinu og var með
hvæðabók i höndunum. Hún
vakti yfir túninu.
— Komdu sæl Ása, kallaði
hann og snaraðist upp i sundið
til hennar.
Komdu sæll. svaraði hún
glaðlega.
Þú ert alveg eins og Jóns-
inessunóttin, hafði hann jiá sagt,
uin leið og hann settist þar hjá
lxenni. En hvað þú ert skrítinn
núna, sagði Áslaug. Og ]iú líkir
mjer við Jónsmessunóttina.
Hvað sýnist þjer líkt með
okkur?
— Já, Jónsmessunóttm er
með opna kvæðabók í höndun-
um, alveg eins og þú. Hún leit
hrosandi til hans og það var
einkennilegur glampi í augun-
um.
— Gastu nokkuð lesið í bók-
inni?
- Já,. jeg las þar nokkur
ástarkvæði.
Voru jiau falleg?
— Já, yndisléga falleg, alveg
eins og kvæðin þín.
— Jeg hefi aldrei búið til
ástarkvæði.
— Nei, en jiað er sami unað-
urinn í hvorutveggju.
— Þú ert að gera gis að
mjer. Og þú gerir Jiað nú ekki
fyrir ekki neitt. Það máttu vera
viss um.
— Nei, Lauga, jeg er ekki að
gera gis að þjer. Jónsmessu-
nóttin cr unaðslegust allra nótta.
Unaðslegri en allar aðrar stund-
ir ársins. En j>ú ert yndislegust
allra stúlkna, sem jeg þekki.
— Fekstu jiessa gullhamra í
kaupstaðnum?
— Nei, ekki fjekk jeg þá þar.
En hafi jeg fengið þá hjá öðr-
um, jiá hefir Jónsmessunóttin
gefið mjer þá.
— Ekki get jeg skilið Jiað.
— Jeg get sagt jjjer hvernig
jiað er. Sjerðu ekki hvað hún er
unaðsleg? — Finnurðu ekki til
hrifnmgar í Jiessari unaðslegu
dýrð? Heldurðu ekki að hugs-
anirnar verði fegurri og orð
okkar ljúfari, þegar sálin andar
að sjer jiessari dýrð? — Og ef
þær þyrftu að mótast og verða
að föstu efni, J>á mundi Jiað efni
auðvitað verða gull.
Já, Hjörtur, Jiá mundum við
nú verða rík, — rík af gulli.
Já, . en jiá ættum við ekkert
nema gull. — Engar fagrar
hugsanir. — Enga unaðslega
drauma. — Það væri voðalegt.
— Þú mundir Jiá ekki vilja
skifta? —
— Nei, Ása. Það vildi jeg
ekki. — En nú skal jeg segja
þjer hvað jeg held.
— Hvað er það nú?
— Jeg held að draumadísir
Jiessa lands haldi draumþing
sitt Jjessa nótt.
— Hvers vegna heldurðu
Jjað?
Mjer finst jeg andi að rnjer
einhverri sltáldlegri fegurð.
Það er nú máske frá þjer.
— Heyrðu Ása. Þú ert lifandi,
holdiklæddur draumur.
— Þykir þjer vænt um alla
drauma? Ijótu draumana iika?
— Nei, Ása, mjer líykir að
eins vænt um fallega drauma.
Ljótu draumarnir eru aftur-
göngur gamla tímans, og upp-
vakningar þeirra, sem einatt
horfa í skuggana. Það eru
skammdegisdraumar. í nótt
skulum við lofa skammdeginu
að eiga sig. Nú hafa vordraum-
arnir völdin. Og svo er það nú
þetta, sem jeg las í bókinni.
— Hvaða bók?
Bók Jónsméssunæturinnar,
sem jeg sagði Jjjet frá áðan.
Já, þú sagðist hafa lesið
Jiar kvæði.
—- Já, Jiað var nú meira en
jeg læsi Jiau. Fuglarnir sungu
þau fyrir mig. — Þeir súngu
svo unaðslega um ástir þeirra,
sem unnast, um Jirár jieirra,
vonir þeirra og drauma. — Og
Jiá fanst mjer eins og sál mín
opnaði augun og sæi Jng, og eyru
hennar lykjust upp og hlustuðu
á j)ig. — Hann tók hönd henn-
ar í sínar hendur. —
Áslaug, — bætti hann við og
röddin var jirungin af tilfinn-
ingu. — Viltu vera söngfuglinn
minn meðan við lifum bæði? —
Hún leit upp og horfði i augu
hans, eins og hún vildi lesa Jiar
örlagaspádóma framtíðarinnar.
—. Á jeg ekki að gera neitt
annað en syngja fyrir Jiig'?
Hann tók hana í faðrn sjer og
þrýsti brennandi kossi á varir
hennar. — Þú átt að verða kon-
an mín Ása, elska mig alla æfi,
elska mig í lífi og dauða. —
Hún hallaði sjer að brjósti hans.
Það var algleymisunaður í hjört-
um þeirra beggja, Jónsmessu-
nótt í sálum þeirra, ineð ólgandi
þrótti vorsins.
Minningarnar röktu sig eftir
Jiví, sem atburðirnir höfðu gerst
síðasta sumarið, sem hann var
lieima.
Hvar var Áslaug nú? —-
Spurningin kom eins og eld-
ing í huga hans.
— Var hún máske í nánd? —
Hann fann hönd vera lagða á
öxl sína. — Honum hrá. — Og
nú leit hann snögglega um öxl
sjer. -— Nei, það var ekki Ás-
laug. — Það var önnur lcona.
— Frú Brynhildur, konan hans,
sem stóð að baki honum. —
— Jeg hel'i beðið þín lieima,
mælti hún, og Jiað var Jmngi í
röddinni. — En jeg sje nú að Jjú
hefir öðrum hnöppum að
hneppa. Ritstjóranum varð orð-
fall. Hann fann sig sekan um
Jjað að liafa látið g'amlar minn-
ingar hlaupa með sig í gönur.
— Það er ójjarfi fyrir Jiig að
koma með afsakanir, hætti hún
við. — Jeg er komin fyrir
stundu og hefi veitt þjer at-
hygli. — Hún tók myndina af
borðinu, reif hana úr ramman-
um og svifti henni sundur í
tætlur. Sneplunum kastaði hún
á gólfið og tróð J)á undir fótun-
um. Ritstjórinn stóð agndofa
og horfði á aðfarirnar. —
— Þú lætur nú reiði Jjína
bitna á mynd af dáinni konu,
sem ekkert hefir til saka unnið,
mælti hann og það var festa í
röddinni.
— Þjer Jjykir líklega miður
að geta ekki liaft hana sjálfa á
skrifborðinu þínu.
Ritstjórinn rjetti úr sjer.
Hann stóð teinrjettur frammi
fyrir henni.
—Þú telur Jjig hafa staðið
mig að ótrúmensku. Þú hefir nú
ekki eins rjett fyrir Jjjer .og þú
hyggur. Myndin er af Áslaugu
skáldkonu. Nafnið kannast þú
við. Þú hefir oft og einatt dáðst
að skáhlskap hennar. Jeg hefi
getið Jjess við J)ig áður, að við
Ásláug vorum alin upp saman.
Hitl er Jjjer því miður ekki
kunnugt, að hugir oklcar hneigð-
ust saman í æsku.
Og Jjetla segir ])ú mjer nú,
eftir að hafa tignað hana og til-
hiðið á bak við' mig i 24 ár.
—- Þetta er ekki satt, Bryn-
hildur.
—- Leyfir þú J)jer að segja
jjað lýgi, sem jeg er sjónarvott-
ur að, og sem ])ú varst sjálfur
að kannast við. Og nú braust
geðshræringin fram í óstjórn-
legum gráti. Hún kastaði sjer í
legubekkinn yíirbuguð af harmi
og sársauka. Ristjórinn kraup
við hli.ð hennar.
Brynhildur, - elsku Bryn-
hildur. Röddin var blíð eins
og hlær Jónsmessunæturinnar.
.Tarðarförin var fjölmenn.
Dómkirkjan var alveg troðfull.
Presturinn hjelt langa og hjart-
næma ræðu.
Bim, bim, — bam, —
sagði likklukkan og kistan var
látin síga niður í gröfina. En
utarlega í fólksþyrpingunni í
garðinum stóðu þau ritstjónnn
og Brynhildur. Það vottaði fyrir
sársauka í andlitinu, þegar hún
leit framan i mann sinn
ÖLYMUÍULEIKARNIR í LOS ANGELOS
Þó að Ólympiulcikarnir ættu að
byrja eftir sex vikur, ])á værum við
tillninir hvað undirbúning snertir,
segir Mr. Former, sem er formaður
undirbúningsnefndar næstu Olympiu-
leilcja i Los Angclos 1932. Þar sem
Olynipíuleikarnir eiga nú að fara
fram, var fyrir 40 árum ekki annað
að sjá, en óræktaða jörð og hrörleg
bændabýli. En frá þvi um aldamót
og fram á þenna dag hefir tala íbú-
anna aukist frá 100000 upp i 1400000.
Amerika er þekt fyrir öll sín met, en
aukning íbúanna i Ivaliforniu siðustu
20 árin slær öll önnur met.
Olympisku leikirnir í Los Angelos
1932 eiga að fara fram á leikvangi
þar sem 125 þúsundir geta setið, en
þurfa ekki að standa eins og algengt
hefir verið á undanförnum leikjum.
Ameríka er lífsþægindanna land. og
við getum gert oltkur grein fyrir
muninum á útbúnaðinum þarna, þar
sem 125 þúsundir geta setið og í
Amsterdam í fyrra, þar sem leik-
vangurinn tók aðeins 30 þúsund
manns. Leikvangurinn í Los Angelos
er risavaxinn skemtigarður úr stein-
steypu, með þægilegum tignum lin-
um, hin eina ytri prýði lians er röð
af steinstólpum. En fjöllin í Kale-
forníu og loftið þar er yndisfagurt,
svo að engu þarf að kvíða er ytri
fegurð snertir þaðan.
Meðfram leikvanginum á að byggja
sundlaug, sem verður 90 metra löng,
30 metra hreið og 5 metra djúp. Sitt
hvoru mcgin verða bygðir pallar, er
taka 20 þúsund manns. Fyrir innan-
liúss iþróttir svo sem glimu, hnefa-
leik og sltylmingar verður rutt og yfir-
hygt slórt svið, sem rúmað getur 12
þúsund áliorfendur. Ný gistiliús eru
bygð, þó að Kalefornía sje vel út-
búin fyrir að þeim, því að Kalefornía
er mikið ferðamannaland. í Los
Angclos er fjöldi auðmanna, scm gef-
ur of fjár til undirbúnings lcikunum,
svo að þeir megi takast sem best og
verða borginni til sóma.