Fálkinn


Fálkinn - 08.11.1930, Blaðsíða 7

Fálkinn - 08.11.1930, Blaðsíða 7
F A L K I N N 7 Greipur frá Stapa Eftir Gunnar Andnesið teygir sig eins og hrikalegur tröllsarmur móti út- hafinu, víðu, stórfenglegu. Náttúran þarna úti við hafið ,er oft dutlungafull og stirðlynd. Dag eftir dag næðir svalur haf- vindurinn um ströndina og kveð- ur órimuð ljóð um þrá úthafsins En haföldurnar byltast, ein á fætur annari upp að klettunum, faðma þá, sleikja þá, — eða hvæsa froðufellandi með óstjórn- legum ofsa um leið og þær falla dauðadæmdar — að eilífu. 1 einni grjóturðinni, þarna yst á nesinu, stendur kofi, og sjest ekki af skipunum, sem fyrir nes- ið sigla. Þar dvelur nú á hverjum vetri einbúi, undarlegur maður og einrænn, tröll að vexti og frábær að líkamsþreki. Hann lieitir Greipur og er kendur við Stapa. Þegar skamdegisliríðarnar hamast um útnesið, heldur Greip- ur kyrru fyrir í kofanum og liggur við skotopið. Annars er hann oft á stjái til og frá um nesið.. Bærinn Stapi, sem Greipur er kendur við liggur nokkru innar þar á ströndinni og er ysti bær- inn á nesinu. Furðaði niarga ókunnuga á einræningshætti Greips, en bak við þessa breytni lá æskusaga hans og atvik eitt er nú skal greina. — -— í barnæsku þótti Greip- ur einkennilegt afbrigði frá öll- um öðrum börnum í lijeraðinu. Vöxturinn þótti frábær og mikilfenglegur, skapið stórgerð- ara, einráðara og djarfara en títt var og framkoman hjákátleg. Það var eins og stórlynd út- kjálkanáttúran hefði mótað Greip á einrænan hátt. Snemma bar á því, að hann undi best utan veggja. Móðir hans bannaði lionum að fara langt frá bænum, því að hættur biðu á alla vegu. En það var Greipur, sem rjeði. Stundum kom það fyrir, að hann hvarf lieila daga. Hafði hann þá þrætt eftir tæpum ein- stigum í fjallinu, en ekki komist aftur, svo að mannhjálp þurfti, til þess að ná honum. Móðir hans sagði ekki margt, en hristi höfuðið og bað liam- ingjuna að hjálpa sjer með þenna óstýriláta dreng. Þegar haustvindarnir gnauð- uðu, tylti hann sjer upp á steina fremst á hökkúnum og gólaði lagleysu af öllum niætti móti vindinum. Vinnukonur voru stundum sendar, tii þess aðsækja liann. En það var Greipur, sem rjeði. Og móðir hans hræddist hætti lians. — Einhverju sinni er faðir hans ætlaði í fiskiróður, elti M. Magnúss. Greipur hann til sjávar. Faðir hans skipaði honum lieim, en Greipur stóð eftir á skerinu og mændi eftir bátnum. Greipi dvaldist í fjörunni við eitt og annað dund. Loks klæddi hann sig úr fötunum og fór að busla í sjónum. Lausamaður á heimilinu hafði lcent honum sundtökin á þurru landi. Eftir þetta varð lionum tíð- gengið til sjávar. Þangað sótti hann á hverjum degi, livernig gem viðraði og hvað sem hver sagði. Þó að faðir lians bannaði hon- um harðlega, var það Greipur, sem rjeði. Hann kannaði alla bása og alla voga milli skerjanna, klifraði upp í klettadrangana, þar sem brim- ið skall á og ljet löðrið leika um fætur sjer. Þrá hans að sjónum varð foreldrunum áhyggjefni. Hann klæddi sig úr fötunum á liverjum degi og synti með landinu, þegar kyrt var. En þeg- ar órói var í sjónurn, óð hann móti öldunum og reyndi að stinga sjer í þær. Móðir hans bað hann með góðu að hætta þessum leik, — en það var Greipur, sem rjeði. Loks tókst honum að kafa gegnum bárurnar og leika sund- leiki sina fyrir utan brimgarðinn. Foreldrarnir horfðu með skelf- ingu á þennan fifldjarfa ungling, þegar liann hvarf í hvitfyssandi brimlöðrinu. En Greipur kom alt- af heill og óskaddaður. Greipur talaði ekki margt um fyrirætlanir sínar. öllum sýndi hann fálæti, en engum vináttu. Hjeldu flestir, að lítið væri um kærleika og fórnfýsi í skapi hans. Fjelagsslcap kærði hann sig ekki um. Hann var latur heima. En hann undi við veiðiskap. Fjórtán ára eignaðist hann byssu. Eftir það var hann sjald- an heima. Hann dvaldi hingað og þangað um nesið og lá fyrir tó- um og selum. Svo var það haustdag einn, er Greipur var tvítugur, að hann gekk frá bænum með byssu sína. Hirti hann ekki um að láta neinn vita af ferðum sínum fremur venju. Stormur stóð af liafi og liafði svo viðrað undanfarin dægur. Þegar svo viðraði barst oft reki upp að ströndinni. Var það yndi Greips að ganga á rekann, bisa við stór og þung tré og koma þeim undan briminu. Hirti hann hvorki um myrkur eða liríð, væri hami í þeim móð, að svala ólg- andi skapi sínu. I þetta skifti tafðist hann nokk- uð við trje, er liann fann á leið- inni út á nesið. Var degi tekið að l'.alla og hauströkkrið byrjað að síga yfir, þegar hann fetaði sig eftir stórgrýtinu lengra út með nesinu. Hann ætlaði út á nestá, skeð gat, að eitthvað bæri þar upp, sem skolaðist aftur út, ef það væri ekki liirt. Þegar út undir nestána dró, herti Greipur á sjer og starði öðru hvoru fast út í brimgarðinn. Honum liafði sýnst þetta á lang- leið og nú var ekki um að villast. Það var skip strandaðyst ískerja- garðinum. Það var einhver undarleg til- finning, sem greip hann alt í einu. Hann kannaðist ekki við þetta og lagði hendina á brjóstið. Það var i fyrsta skifti, sem honum liafði fundist lijartað skifta sjer nokk- uð af framferði hans. Það hljóp hiti um hann, og hann varð móð- ari en venjulega. Hann starði stundarkorn á skipið. Afturhluti þess var liðað- ur og brotinn, en framlilutinn virtist heill. Þar höfðu skipverjar safnast saman. Öldurnar brotnuðu alla vegu og köstuðust hvæsandi upp að ströndinni. Það var ógurlegt að vera einn af þeim, sem þarna stóðu á þil- farinu. Þar virtist dauðinn einn framundan, en í hvert skifti sem stórbrotinri sjór gekk yfir slcipið, greip hver og einn í kaðla eða aðra handfestu, í þeirri djúpu logandi þrá að lengja lif sitt nokkur augnablik með því að hanga — hanga svolitið lengur. Greipur liljóp fram og aftur í fjörunni og veifaði húfu sinni. En enginn skipverja kom auga á hann i hálfrökkrinu. Þá tók liann byssu sína, hljóp upp í bakkana og skaut tveim skotum út í loftið. Skipverjar heyrðu skothvellina gegnum storminn. Og nú skerplu þeir sjónina og komu auga á manninn í fjörunni. En Greipur var búinn að taka ákvörðun með járnvilja sínum. Hann fleygði af sjer jakka, peysu og ytri brókum og stóð þar á ysta steininum á nærklæðunum einum. Um mittið girti liann sig með snærisspotta. Þarna stóð liann kyr. Undar- legt, að hann skyldi vera hrædd- ari við öldurnar nú, þegar eitt- hvað reið á, heldur en þegar hann var að leika sjer. Vitleysa. — Skipverjar sáu manninn steypa sjer í hvítt löðrið. Þetta var stór- kostleg stund — eilífð. Alda reið yfir skipið. Skip- verjar lijeldu sjer fastar en nokkru sinni fyr. Þegar þeir máttu slaka á tökum og litu kringum sig, sáu þeir liöfuð Greips, líkt og selsliöfuð skamt frá skipinu. Innan stundar stóð hann þar á meðal þeirra og heimtaði kaðal, til þess að synda ineð í land. Þetta skifti engum togum. Eng- inn vissi hver þessi maður var og Greipur spurði einskis. Hann komst lieilu og liöldnu með kaðalinn á land og strengdi hann þar við stóreflis bjarg. Þetta var happastund. Skips- menn yfirgáfu skipið, einn á fæt- ur öðrum og komust í land með Greips hjálp, sem synti öðru hvoru út að skipinú. Myrkrið var skollið á. Skip- verjar áttu örðugt með ganginn inn með ströndinni. Gafst einn upp á miðri leið, en Greipur bar hann, það sem eftir var inn að Stapa. Um kvöldið varð fólki hverft við í Stapabaðstofu. Greipur snaraðist inn á gólfið, votur, úf- inn og hlæjandi. Slíkur liafði hann aldi’ei sjest fyr. Síðan snjeri hann sjer að föð- ur sínum. „Þú kemur út og hirðir veiðina mína, eins og fyrri daginn“. Greipur hló aftur og skálmaði út. Þar stóðu hinir sjóliröktu menn, sem bóndi tók við með liöfðingsskap. Nokkru seinna byrjaði Greipur að byggja kofann í urðinni, úti á nesinu. Það er haft eftir honum, að hann ætli að bíða þar, þangað til viti verði byggður á nesinu. Tali'ð er að 10 miljónir og 400 þús- und manns hafi fallið i heimsstyrj- öldinni. Ef líkkistur allra þessara manna væru settar i röð hver fram af annari mundi röðin ná frá Paris austur að Vladivostok á austurströnd Asíu. En vaeri þessl fjöldi í fylking- um, með 20 manna röð hver fram af annari mundi vera 75 daga gángur meðfram fylkingunum. ----x----- ítalskur maður, Resentera aðlnafni framdi nýlega sjálfsmorð í fangelsi i Lyon i Frakklandi, til þess að komast hjá að verða sendur heim til ítalíu. Hafði hann verið tekinn fastur vegna þess að hann hlýðnað- ist ekki skipun um að koma heim sjálfviljugur. í fangelsinu hafði lion- um tekist að skera á slagæðina á úlf- liðnum á sjer og þegar fangelsis- læknirinn kom að og ætlaði að hefta blóðrásina lenti þeiin i handalög- móli honum og fanganum og sárið víkkaði enn, svo að maninum blæddi út. Kvaðst hann heldur vilja deyja fyrir eigin hendi en koma til talíu meðan Mussolini sæti þar við völd. ■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■ Hráslagalegt veðnr 'orsakar gjarnan ofkæling. Notið þvi kveflinunar og varnarmeðalið gegn særindum i munni og hálsi. Yfir 13000 meðmæli frá. kunnum læknúm. Fæst i öllum lyfjabúðum í giösum með 50 og rcrum með 20 töflum. Sje ítarleg'ri upplýsnga óskað, þá útfyllið miðann og semjið til: A/S Wiilfing Co., Köbenhavn V. St.Jörgensallé 7. Sendið r.;jer ókeypis og burðar- gjaldsfrítt: Formamintsýnishorn og bækling Nafn ........................... Staða........................... Heimili.........................

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.