Fálkinn


Fálkinn - 04.07.1931, Blaðsíða 6

Fálkinn - 04.07.1931, Blaðsíða 6
6 F A L K I N N Torgið á Rouen með riddaralíkneski Jeanne d’Arc á sama blettinum og hún var brend fyrir 500 árum. Skrúðganga kaþólskra presta geng- ur framhjá. að tapa, svo að áhættan við að trúa stúlkunni var ekki mikil. Karl konungur fjekk henni litla herdeild til umráða og Jeánne ■d’Are sýndi hrátt, að hún var bú- ín afbrags herstjórnarliæfileik- um og undirmenn liennar urðu gripnir af guðmóði hennar og fylgdu henni út í rauðan dauð- ann. Tveimur mánuðum eftir að Iiún hafði náð konungsfundi hafði henni tekist tekist að rjúfa umsátur f jandmannannaog kom- ast inn i Orleans til borgarbúa, sem voru aðfram komnir af Iiungri og vonleysi. Færði hún þeim vistir og liðsauka og þeim óx hugrekki vð þessa óvenjulegu heimsókn hinnar brynjuðu skjáld meyjar, sem til þeirra var kom- in og kvaðst send af Guði sjálf- um. Og nú breiddist fregnin um afrek hennar um land alt og von- leysi þjóðarinnar breyttistíbjarta von. Jeanne var meira en dul og trú- uð stúlka. Hún átti tvímælalaust afburða herstjórnarhæfileika og auk þess var eins og frá lienni slafaði undraverður kraftur, sem hafði álirif á alla, sem komu i námunda við liana. Hún fjekk nú æðstu herstjórn Orleans borg- ar í hendur og 8. maí tókst henni að fá Englendinga til þess að hætta umsátinni og hypja sig burt og sleppa ýmsum víggirt- um stöðum, sem þeir höfðu náð undir sig meðfram ánni Loire. Ásamt hertoganum af Alencon gerði Jeanne áhlaup á þorpið Jargeau og tók höndum yfirher- stjóra Englendinga, greifann af Suffolk. Hinn 18. júní vann hún sigur á stórri enskri herdeild við Patay, undir stjórn Talbot lá- varðar og loks fór hún með Karl konungi til Reims 16. júlí og ljet krýna hann þar til konungs yfir Frakklandi, með mikill vðliöfn. — Að launum fyrir starf sitt beiddist Jeanne aðeins þess, að íbúarnir í fæðingarþorpi hennar, Domremy, mættu verða skatt- frjálsir framvegis og var það vit- anlega veitt og auk þess var henni og foreldrum hennar veitt aðals- tign. En eftir þetta fór vegur henn- ar að lækka. Eftir krýninguna setti hún sjer það mark að reka alla f jendur Frakklands úr landi. En þrátt fj'rir öll afrek hennar var hún enn liáð yfirlierstjórn- inni, og bæði liún og konungur- inn brugðust Jeanne d’Arc jafn- an þegar mest á lá. Stafaði þetta hæði af öfund og ódugaði þeirra. Jeanne d’Arc Jjeið nú ó- sigur hvað eftir aimað, vegnaþess að liana vantaði hermenn og vist- ir, og men nfóru að missa fyrri tröllatrú á henni. Árið 1430 höfðu Englendingar búið sig undír nýja sókn og að vinna aflur það, sem þeir Iigfðu mist árið áður. Karl konungur ljet þetta afskiftalaust og lifði andvaralaust í sífeldu svalli. Þá var það, að Jeanne rjeðist i það, að fara með lítið lið á móti sam- einuðum herum Burgunda og Englendinga, sem voru margfalt stærri. Stóð orustan við Cam- piegne og fór á þá leið, eins og við mátti búast, að Jeanne d,Arc beið algerðan ósigur og fjell í hendur Burgunda, 23. maí 1430. Næstu 4 mánuði var hún höfð i haldi í Beaurevoirhöll og farið vel með hana. Ivonungur eða Frakkar yfirleitt gerðu ekkert til að ná henni úr grcipum óvin- anna, livorki með valdi nje með tiíboðum um lausnarfje. Ilins- vegar buðu Englendingar fje til að fá hana á sitt vald og loks neyddu þeir hallareigandann til þess að framselja hana fyrir 10.000 lívra. Nú var farið með Jeanne til Rouen og hjer var liafin kæra á liendur henni fyrir galdra og guðlast og nokkrir þorparar af klerkastjett leigðir til að bera fram ljúgvitni gegn henni. Voru hinar ótrúlegustu svívirðingar bornar á þessa ungu stúíku, en ekkert sannaðist. Til dæmis um vopnin sem beitt var gegn henni má nefna það, að klerlcarnir töldu henni til áfellis, að liún hefði gengið í karlmannsfötum. en það væri bannað í lieilagri ritningu! Jeanne varðist vel og hyggi- lega hinum svívirðilegu árásum og aðdróttunum, en það stoðaði ('kkerl, því að úrslitin voru fyr- ir fram ákveðin. Eftir miklar þjáningar og Iiarðneskjulega meðferð var henni loks tilkyntur dómurinn, 24. jnaí 1431. HÚn skyldi brend á báli nema hún ynni eið að því að hún hefði drýgt þá glæpi, sem henni voru bornir á brýn. Og það gerði hún i skelfingunni, sem hún sá fyrir sjer er hún hugsaði til bálsins og böðulsins Henni var og skipað að taka upp kvennaklæðnað, en til þess að reyna að fella hana voru karlmannsfötin látin liggja íklefa hennar og varð henni það þá einu sinni á, að fara í þau af gömlum vana, og það þótti næg ástæða. Nú var það talið sannað, sem á hana liafði verið borið og nú var dómnum, sem var æfi- langt fangelsi, breytt í dauða- hegriing. Henni fanst nú einnig helra, að líða dauðann en sitja í fangelsi æfilangt og tók svardaga sinn aftur. Og 30. maí steig hún örugg og róleg á bálið og dó eins og hetja. Líkneslci mærinnar frá Orlcans fyrir framan kirkju- dyrnar í Reims. Myndin er eftir Paul Dubois. Nitján árum seirina Ijet Karl konungur taka upp mál Jeanne d’Arc til nýrrar rannsóknar o^ eftir sex ára rannsókn var hún dæmd sak- laus. Nú sjest . minnismerki . hennar á fjölda mörgum s.töðum i Frakklandi, vit- anlega einnig á aftökustaðnum i Rouen. Og saga hennar hefir orð ið viðfangsefni fjölda margra sagnaritara og yrkisefni fjölda skálda. Mærin af Oiv leans var tekin i dýrlingatölu árið 1894 af Leó páfa þrettánda, Jeanne d’Arc í fangelsi i Rouen,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.