Fálkinn


Fálkinn - 01.09.1934, Side 12

Fálkinn - 01.09.1934, Side 12
12 F Á L K I N N Dularhöllin Skáldsaga eftir WYNDHAM MARTIN. gripið hann. Hann var stór og sterklegur, með mikið skegg. Trent var nú þarna einn óvopnaður gegn þremur mönnum, sem vissulega voru allir vopnaðir. En eigi að síður virtist hann vera mjög rólegur. „Mikið takið þjer þessu stillilega“, sagði ljóshærði maðurinn ungi og horfði á Trent. Annars get jeg ekki neitað þvi, að mjer finst framkoma yðar einstaklega viðfeldin. Og' þetta er ekki nema gott, því að við eigum eftir að hafa margt saman að sælda“. „Hvaða vitlausra-hæli er þetta eiginlega?“ spurði Trent. „Þjer eruð varla að hugsa um að flýja“, svaraði hinn. „Það mundi jeg ekki reyna í yðar sporum. Það er alveg vonlaust. Má jeg kynna yður fjelaga mínum. Þessi maður, sem greip yður með svoddan lægni, er lækn- irinn okkar. Fyrrum daga var hann frægur vísindamaður. Hann hefir víst áreiðanlega vonað að þjer munduð snúa handlegginn á yður úr liði, svo að hann fengi tækifæri til að kippa yður í liðinn aftur. Hann heitir Collins og hefir meðal annars unnið heið- ursgullpening háskólans í Edinhorg. Jeg ræð yður til að umgangast hann með var- kárni, því að hann hefir ekkert gaman af flimtingum". Collins kinkaði kolli til samþykkis. „Og þessi maður, sem mundi jafnan lenda þar sem hann fór frá ef hann ljeti nefvísina ráða, er Honey kapteinn. Meðan hann var skipstjóri á flutningaskipi var honum gjarnt til að misþyrma skipsmönnunum sínum. Einu sinni hleypti hann skipinu sínu í strand til þess að fá vátrygingarféð greitt, en þetta mistókst svo að liann gekk í lið með okkur“. Það var langt frá því, að Honey liti blíð- um augum til Trents. „Ef þú ætlar þjer að henda gama nað nafninu á mjer, þá skal jeg gefa þjer annað, ekki fallegra“. Trent ypti öxlum. „Og jeg heiti Adrian Montague. Jeg byrj- aði æfiferil minn sem sendisveitaritari og á stríðsárunum komst jeg í lífvarðarsveit- ina.. Þjer takið vonandi eftir, að alt sem jeg minnist á i sambandi við okkur tilheyrir fortíðinni“. Montague brosti vingjarnlega. „Kæri, gamli vinur, farið þjer ekki að lileypa brúnum og láta yður detta í hug, að þjer verðið látinn vera aleinn í köldum og dauðum heimi. Áður voruð þjer Antony Trent, Ameríkumaðurinn sem svo margir listelskendur standa í þakklætisskuld við, meðal annars sjálfur jeg“. „Jeg þakka“, sagði Trent. En mjer þætti afar gaman að fá að vita, hvenær þessum skollaleik á að verða lokið. Jeg þarf nauð- synlega að tala við Wadham, og ef svo væri að hann gæti heyrt til okkar, þá verð jeg að játa, að þetta tiltæki lians er sniðugt“. „Wadham!“ mælti Montague hlæjandi. „Wadham býr í annari götu, sem liggur samhliða þessari. Hefðuð þjer þegar notað augun betur muiiduð þjer hafa tekið eftir, að þetta er Greftrunargata. Finst yður ekki vera einskonar táknmynd i því, að þjer skul- uð vera staddur í Greftrunargötu?" „Ekki get jeg fundið það“, svaraði fang- inn. „Það er þá vegna þess, að yður hefir ekki skilist ennþá hvað er á seiði. En í stuttu máli: Þjer eruð lifandi grafinn“. „Þjer getið aldrei sannfært mig um slík- an þvætting!“ hrópaði Trent. „Jeg skal nú sýna yður það svart á hvitu bráðum“, tók Honey fram í. „En nú megum við ekki vera að þessu bulli lengur. Við verðum að komast niður að ánni áður en fjarar“. „Honey ræður öllu, sem snertir sjóinn“, tók Montague fram til skýringar. „Aðrar upplýsingar verða að bíða þangað til við erum komnir um borð“. Trent stóð hægt upp. Hann þráði það mest að geta fengið tækifæri til að flýja. Ekki svo að skilja að hann langaði til að hverfa frá hlutverki þvi, sem hann hafði tekist á hendur. En bæði sjálfur hann og vinir hans höfðu verið óviðbúnir, og gæti hann fengið tækifæri til að gefa þeim fyrirskipanir, var hann reiðubúinn þess að ganga í gildruna í annað sinn. Hann virti mennina þrjá gaumgæfilega fyrir sjer. Collins læknir var stór og þrekinn, en að öllum likindum var hann seinn í snúning- um. Montague var líklega miklu liðugri en varla ramur að afli. En honum varð star- sýnast á Honey kaptein. Hann var breiður um brjóst og herðar og varla gat leikið vafi á því, að afskræmda nefið hafði hann feng- ið í áflogum; auk þess var á nauðrökuðum vanga hans ör eftir hnífstungu. Gluggi var á bak við Collins. Voru tæp- lega meira en fimtán fet til jarðar. Að vísu var glugginn lokaður, en Trent hafði áður stokkið út um lokaða glugga án þess að skera sig. „Svo að þjer eruð læknir“, sagði hann við Collins. Það var heppilegt, því að þá getið þjer líklega svarað spurningum um dálítið, sem jeg er í vafa um“. „Hvað er það?“ „Já“, sagði Trent hrosandi, „það, er við- víkjandi þessum depli þarna á vanganum á yður. Jeg held það hljóti að vera þarna, sem ....“. Hann keyrði hægri höndina af öllu afli á kjálka læknisins. Svo sneri hann sjer að Honey og barði hann á skælda nefið, sem hafði auðsjáanlega svo marga liildi háð. Honey misti jafnvægið, en þegar Trent ætl- aði að skrefa yfir hann til þess að komast að glugganum greip Honey um öklann á honum. Augnahliki síðar sat Trent bundinn og keflaður, eftir öllum reglum sjómenskulist- arinnar. Þegar Honey sýndi á sjer snið til þess að skeyta skapi sínu á bundnum mann- inum, lirinti Montague honum til hliðar. „IJætlið, kapteinn“, sagði hann önugur. Þetta er ekki heiðarleg viðureign. Jeg leyfi það ekki“. Hann sagði þetta með svo mikl- um myndugleika, að vinur hans hlýddi óð- ar. En bágt átti liann með að stilla sig, enda verkjaði hann sárt í nefið eftir höggið. „Þetta var allra skemtilegasta brella, sem þjer gerðuð Collins“, sagði Montague. „Það leiðinlegasta við hana er, að hann liefir ekki metið hana að verðleikum sjálfur. Jeg vona að liann vakni bráðum til lífsins aftur, þvi að varla liafið þjer drepið hann?“ „Hann vaknar bráðum“, urraði Honey. „Það var ráðist á hann óviðbúinn, eins og á mig“. Montague sneri sjer að kapleininum. „Nú brá mjer!“ hi'ópaði hann. „Svei mjer ef hann hefir ekki slegið nefið á þjer rjett aftur!“ Sjómaðurinn gekk að speglinum, svo sneri hann sjer við og brosti. „Jeg set á það plásíur þegar jeg kem um borð“, sagði hann og var nú runnin reiðin. Trent datt í hug, að rjett væri að sýna á sjer reiði yfir því, að í ráði væri að flytja sig um borð í skip. „Jeg fer ekki um borð í neitt skip“, sagði hann. „Er ykkur annars ljóst, hvaða refs- ingu þið bakið ykkur með þeim verknaði, sem þið eruð að fremja?“ „Það skil jeg miklu betur en þið“, sagði Montague og brosli. „Læknir yðar telur það ráðlegt fvrir yður að láta yður sigla nokkra daga til þess að breyta um andrúmsloft. Og við erum ekki að telja það eftir okkur að gefa yður kost á þessu: Jeg er viss um, að London verður altaf í fögru ljósi fyrir yður framvegis, þegar þjer yfirgefið hana fyrir fult og alt um miðja blómaangandi júnínótt. „Er það tilgangurinn að neyða út úr mjer fje“, sagði Trent og ljet sem hann æðraðist. ,,Ef svo er þá er jeg reiðubúinn til að semja við ykkur“. „Nú er það orðið of seint“,. sagði Mon- tague. „Það sem einu sinni er gert verður ekki aftur tekið og við getum ekki gabbað skiftavini okkar. En lítið þjer á — læknir- inn er að ranka við sjer“. Læknirinn reisti sig upp við dogg og bölvaði, en hjelt um hökuna á sjer. „Þetta kom mjer á óvart“, sagði hann. „Annars skyldi það ekki hafa orðið. Og ef þjer eruð heiðarlegur maður, þá verðið þjer að gefa mjer kost á að sanna þá fullyrðingu mína síðar. . . Jeg er ekki eins gamall og ætla mætti og þjer eruð áreiðanlega ekki eins slyngur hnefleikamaður og þjer haldið“. „Biðið þjer snöggvast“, sagði Trent ákaf- ur. „Jeg skil vel að hjer eru öll sund lokuð. Hversvegna þið hafið gert þetta skil jeg ekki, en það hlýtur að liafa verið til þess að græða á því peninga. Jeg þýðst til að borga vður fimm dollara fyrir hvern einn, sem þið hafið fengið“. „Það stoðar ekkert“, svaraði Montague. „Þjer getið ekki freistað okkar með slíkum tilboðum“. „En hvernig stendur að þið hafið gert þetta?“ spurði Trent aftur. Collins læknir hafði staðið upp og horfði ánægjulega á Trent. „Þjer hafið orðið fórnardýr elsta samsær- isins í veröldinni1*, sagði hann. „Þjer eigið fallega konu og nánan vin. Og nú er hún orðin leið á yður og óstfangin af lionum. Og þau hafa borgað til þess að ryðja yður úr götunni“. „Svo þið ætlið að myrða mig!“ Æsing Trents var ósvikin. „Nei, fjarri fer þvi“, sagði Montague. Þjer megið ekki taka þetta svona alvarlega. Col- lins hefði getað sagt yður frá áformunum með meiri nærgætni, en hann er svo hisp-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.