Fálkinn


Fálkinn - 12.01.1935, Síða 5

Fálkinn - 12.01.1935, Síða 5
F Á L K I N N 5 Scotts og Blacks, þá komust þeir til Ástralíu (Port Darwin) á hádegi á mánudag og höfðu þá verið alls 2 sólarhringa, 4 tíma og 38 mínútur á leiðinni frá London til Ástralíu. Ilve geypilegt met þetta liafi verið má ráða af því, að enski flug- maðurinn Ulm, sem hafði hraðamet áður á leiðinni milli Englands og Ástralíu, var 6 sól- arhringa 17 tima og 45 mínútur á leiðinni og þótti flug hans mik ið afrek fyrir aðeins einu ári. En ennþá voru þeir Scott og Black ekki komnir á áfanga- staðinn. Þeir áttu enn eftir tvo áfanga, frá Port Darwin til Charleville og þaðan til Mel- bourne, sem var lokaáfanginn. I Indlandshafi hafði annar hreyfill þeirra bilað, svo að þeir urðu að fljúga á öðrum hreyflinum einum í 2% tíma. Gerðist þetta yfir Timor-hafinu og seinkaði þeim mjög. Hjeldu þeir um eitt skeið að þeir yrðu að fresta fluginu og leita að- gerðar á hreyflinum og að það tæki svo langan tíma, að Holl- endingarnir yrðu fyrstir. En Scott og Black urðu fyrst- ir til Melbourne, eins og þeir höfðu verið fyrstir á fyrri á- fangastaðina. Þeir voru um tvo sólarhringa og 23 tíma á leið- inni -— og leiðin sem þeir fóru, telst mönnum til að hafi verið 18176 kílómetrar. Meðalhraði þeirra hefir því verið um 257 kílómetrar á klukkustund og er þá meðtalinn viðstöðutimi þeirra á leiðinni, svo að flug- hraðinn liefir verið talsvert meiri. Að vísu voru viðstöðurnar stuttar. Þeir fjelagarnir liöfðu ekki sofnað dúr á allri íeiðinni! Og þegar húrra-hrópin kváðu við frá þeim 30.000 manns, sem liöfðu safnast saman á flugvell- inum í Melbourne til að bjóða sigurvegarana velkomna, þá heyrðu þeir þau ekki. Bæði voru þeir svo úrvinda af svefn- leysi og þreytu og svo var hitt, að sífeldur hávaðinn í hreyfl- unum hafði gert þá heyrnar- lausa um sinn. Fregnin um þennan glæsilega sigur barst eins og eldur i sinu um allan heim. Enginn liafði búist við slíku flugafreki — að tekist gæti að lælcka flugtíma- metið miþi Englands og Ástr- alíu um meira en hehning. Meðal þeirra, sem fyrstur varð til að bjóða ensku sigur- vegarana velkomna var lioli- enski konsúllinn í Melbourne. Hann hafði með sjer hlómvönd frá kgl. loftferðafjelaginu lioll- enska, sem gert hafði út þá Parmentier og Moll, og átti að efhendast sigurvegaránum — hver sem liann yrði. En Ilollend ingarnir ljetu eklci lengi á sjer standa. Þeir komu til Charle- ville í Queensland, næstu á- fangastöðvarinnar við Mel- bourne, þremur tímum eftir að Neðst á myndinni sjest ,,Irish Swoop“, vjel Irans Fitz Maurice, sem þóttist eetla að slá met Scotts. Vjel- in er Ballance-ilugvjel. sama tegund og komst einu sinni sjóleiðis á hafnarbakkann í Reykjavík, þegar verið var að leita að Courtoul Grænlandsfara. Mynclin er tekin á Mildennall-flugvellinum, þegar flugvjelarnar voru að Ijetta i Ástralíuflugið, og sýnir kvikmyndarana að verki. Scott og Black höfðu lent í Mel- bourne. Og í raun og veru vakti flug þeirra engu minni athygli en sigurvegaranna, vegna farþeganna sem þeir höfðu með sjer. Svo mikið er vist, að Englendingar sjálfir öfunduðu þá af flugafrekinu, og Bobinson forstjóri enska loftferðafjelagsins Imperial Airways falaðist þegar eftir að fá keypta flugvjel þeiiTa Holl- endinganna og hauð í hana 400.000 krónur. Þessi vjelateg- und er smíðuð af Plessmans- verksmiðjunum i Amsterdam og þykir hafa sýnt ágæti sitt í þessu mikla þolflugi. Amerikumennirnir Turner og Pangborn komu til Mel- bourne á líkum tima og Holl- endingarnir og var einnig tekið með miklum fagnaðarlátum af mannfjöldanum. En nú voru Melbourne-húar orðnir þreyttir og áhuginn farinn að dofna. Þegar fjórða flugvjelin kom þangað, með þá Jones og Wal- ler voru aðeins nokkur hundr- uð manns á flugvellinum til að Danski þáttakandinn í Ástralíuflug- inu, Michaei Hansen liðsforingi. taka á móti þeim. Og svo leið langur tími þangað til litlu flugvjelarnar, sem aðeins tóku þátt í hinu svonefnda „handi- cap-flugi“ fóru að tínast að. En þeim var næsta lítil eftirtekt veitt. í þeim hóp voru m. a. tvær flugvjelar af sömu gerð og Jolm Grierson flaug á vest- ur yfir ísland og Grænland i sumar, og einn danskur maður var í þeim hóp, Michael Hansen liðsforingi, sem flaug á svo- nefndri Desoutier-vjel. Alls voru sjö vjelar í ferðinni, sem ekki tóku þátt í samkepninni um aðalverðlaunin, en ekki komust þær allar til Ástraliu en strönduðu margar i Indlandi. Þeir Scott og Black verða rík- ir menn á þessum flugsigri. Fyrst og fremst fá þeir aðal- verðlaunin, sem eru yfir 220.000 krónur. En svo hafa þeir feng- ið rausnarlegt tilboð um fyrir- lestrahald, blaðaskrif, kvik- myndanir og þessháttar, í svo ríkum mæli, að þeir þurfa Framh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.