Fálkinn - 12.01.1935, Qupperneq 6
B FÁLKINN
Besti fjelaginn.
ALBERTA WILLIAMS.
Það ætti að vera til sjerstak-
ur heiðurspeningur handa ung-
um stúlkum sem geta í raun og
veru brosað, þegar pilturinn
sem þeim þykir vænst um kem-
ur til þeirra og segir: Hún er
yndislegasta stúlkan í heimin-
um. Þú ert hesti kunninginn
minn og þessvegna segi jeg
þjer þetta hreinskilningslega!
Það voru um það bil þessi
orð, sem Bradford Seaton not-
aði þegar hann sagði Carol
Courtland, að liann ætlaði að
giftast Marjorie Winslow, stúlk-
unni sem einna mesta eftirtekt
vakti meðal heldra fólks í
Chicago. Og Carol, sem hafði
verið ástfangin af Braddie Sea-
ton frá því að hún var sextán
ára, brosti og rjetti honum
hendina yfir diskinn í Harts-
liorn Magazine, þar sem hún
var innanbúðar og sagði: „Jeg
vona að þú verðir hamingju-
sámastur allra manna“.
Hafi hros hennar verið fölv-
að þá var þó ekki hægt að taka
eftir því, og hafi klakanálar
hnyklast um hjartarætur henn-
ar við fregnina, þennan heiða
sólskinsmorgun, þá rendi þó
Braddie engan gru'n í það.
Það voru sex ár síðan Tom
bróðir hennar hafði komið með
Braddie Seaton heim á látlausa
heimilið þeirra í Oak Park.
Hann kom frá Windy City,
smábæ í Iowa. Þeir lásu lög
saman, Braddie og Tom, báðir
unnu fyrir sjer og báðir voru
svo kappsamir við námið, að
þeir höfðu lítinn tíma til kvenna
kynna. Carol með jörpu hár-
liðina og litla ófyrirleitna nef-
ið, var ekki annað en „indæl
stelpa“ í þeirra heimi. Og
Braddie, sem varð fastur sunnu
dagagestur á Courtlandsheimil-
inu, var vanur að erta liana,
taka utan um hana og segja:
„Carol, þú ert stúlkan mín, er
það ekki?“ Og þegar dansað
var í stúdentafjelaginu var hún
jafnan daman hans. „Þú skilur
að jeg get elcki farið þangað
einn“, sagði hann.
Á laugardagskvöldin hringdi
hann til hennar og spurði hvort
hún vildi koma með sjer i bió.
„Þú skilur, Carol, að það er
ekki svo vel, að jeg eigi stúlku
sjálfur“, sagði hann. Og svo var
það þegar Courtlandslijónin
tæptu á þvi að ungir piltar ættu
að gifta sig undir eins og þeir
hefðu fengið stöðu og ekki vera
einir fjnrstu starfsárin. Þá liafði
Braddie brosað og sagt: „Ónei,
ekki jeg. Ungur málaflutningsL
maður hefir of annríkt til þess
að hugsa um hjónaband. En
þegar jeg er orðinn sjötugur,
með falskar tennur og Carol er
falleg gömul kona um hálfsjöt-
ugt, þá skulum við gifta okkur
og eiga góða daga í ellinni“.
Og Carol hafði látið sem hún
tæki ekki eftir stingnum, sem
hún fann í hjarta sjer, og hleg-
ið með hinum.
Þannig hafði Carol haldið á-
fram að vera besti kunningi
hans. Tom og Braddie tóku
embættispróf samtimis. Tom
fluttist vestur á Kyrrahafs-
strönd og fjekk stöðu þar.
Braddie hjelt áfram sunnu-
dagsheimsóknunum hjá Court-
land. Carol fylgdist með gengi
hans og gladdist yfir uþpgangi
hans, sem málafærslumanns i
Chicago. Hann komst í tölu
hinna „400 helstu“ í borginni.
Boðsbrjefin streymdu til lienn-
ar. Hún varð að vera með hon-
um í hverri veislunni eflir aðra,
í klúbbunum, á dansleikjum
og hátiðum kunningja hans og
starfsbræðra. Braddie var glæsi-
menni, laglegur, greindur og
átti mikla framtíð og miljóna-
eigendaheimilin á Lake Shore
stóðu honum opin.
Og nú kom hann til að segja
Carol frá, að liann ætlaði að
giftast Marjorie Winslow — og
Carol gerði það eina, sem gert
varð -— að taka á móti þessu
höggi í andlitið með brosi.
„Hefir þú kynst Marjorie?“
spurði Braddie.
„Jeg hefi aðeins hitt hana
Ivisvar eða svo“, svaraði Carol.
„Hún liefir komið hjerna í húð-
ina. í fyrrahaust kom hún
hingað með móður sinni til
þess að panta boðskort undir
stórt samkvæmi“.
„Jæja, þá veistu hve yndis-
leg liún er‘-‘, sagði Braddie
fagnandi.
„Já, jeg veit það“. Carol
mundi vel eftir henni. Köld,
sjergóð stúlka með hefðarfasi
og íklædd Parísartiskunni. Hún
hafði verið að sproksetja gest-
ina við móður sína, þar sem
þær stóðu við diskinn. Carol
rann kalt vatn milli skinns og
hörunds er hún hugsaði til
þess, að þetta væri stúlkan,
sem Braddie ætti að eiga fyrir
konu.
„Og nú verðurðu að koma
með mjer“, hjelt Braddie á-
fram. „Jeg ætla í skrautgripa-
verslunina til Harry frænda og
líta á trúlofunarhringa. Jeg
hafði ekki hringinn með mjer
í gærkvöldi, þegar jeg bað
liennar. Hafði ekki liaft hugs-
un á því. Þetta bar svo hráðan
að .... þú skilur, svona gerist
í einu vilfangi. En nú eigum
við að borða hádegisverð sam-
an á Bitz og þá verð jeg að
liafa hringinn með mjer, og
svo komum við til baka og
pöntum okkur giftingarkort.
Marjorie hefir ekki trú á löng-
um trúlofunum. Heldurðu að
Harry frændi verði hissa?“ —
Hafi hann orðið liissa, þá ljet
hann það að minsta kosti ekki
á sjá. Það var fyrir milligöngu
Harry Seaton, sem liafði stjórn-
að skrautgripadeildinni hjá
Hartshorn í 25 ár, sem Carol
hafði fengið stöðu i bólcadeild
sama verslunarhúss. Harrv
frændi liafði sagt lienni ítarlega
til fyrstu vikurnar, og sjer í lagi
hafði liann innprentað henni
hvernig hún ætti að umgang-
ast sjerviturt og heimtufrekt
auðkýfingafólk. Hún var þarna
í pappirs og bókadeildinni og
hafði náð mikilli leikni i að
velja liti á ýmiskonar boðsbrjef ■
um, trúlofunarkortum og brúð-
kaupstilkynningum. Harry
frændi liafði trúað henni fyrir
þvi, að hann hefði lært alt sem
lært varð um rúbina, smaragða
og demanta hjá Hartshorn, og
almannarómur var það, að
Ilarry vissi lika alt sem liægt
var að vita um fólkið, sem
gengur með demanta og smar-
agða á fingrunum.
Þessi gamli mannþekkjari
brosti undurfurðulega er Brad-
ford sagði honum frjettina, og
spurningunni: „Þekkir þú Mar-
jorie, Harry frændi?“ svaraði
hann rólega með þssum orðum:
„Já, jeg hefi gert tilraunir með
hana oft og mörgum sinnum.
Jú, ætli jeg þekki hana ekki.
Maður hefir i rauninni ágætt
tækifæri til að kynnast fólki,
af athugasemdunum sem það
gerir, þegar það er að kaupa
skartgripi, sem það ætlar að
skreyta sjálft sig með“.
Og Carol hraut heilann um,
hvort Harry frændi gæti lesið
hugsanir hennar á þessari
stundu.
„Marjorie sá hring hjerna i
glerskápnum um daginn, sem
henni leist ljómandi vel á“,
hjelt Bradford áfram. „Það átti
að vera stjörnu-safír, hvað sem
það nú á að tákna — settur
demöntum".
„Jæja, svo hún velur á sig
hringinn". Það varð ekki ráðið
af rödd Harrys hvað hann söng.
„Nei, ekki beinlínis svo að
skilja“, tók Bradford fram í.
„Ungar stúlkur hugsa mikið
um slíkt, og hún mintist á það
í gærkvöldi, að þessi hringur
væri fallegri en ....“
„En hringarnir sem vinstúlk-
ur hennar eiga“, bætti Ilarry
við. Og það ætti liann líka að
vera, fyrir 12.000 krónur“. Hann
tók fram safírhringinn — með
Pjórum geislandi demöntum.
Braddie varð orðlaus. „Tólf
þúsund krónur fyrir einn hring!
Ungur málaflutningsmaður hef-
ir ekki ráð á sliku óhófi. Það
hljóta að vera til sæmilegir
trúlofunarhringar fyrir minna
verð ?“
„Já, feiknin öll“, sagði Harry
frændi. „Líttu á, þennan seldi
jeg Clark Donaldson rjett áðan.
Þú manst eftir ho'num, Braddie.
Hann er úr sama bænum og
þú“.
Harry frændi rjetti fram lít-
inn og óbrotinn en einkar falleg
an liring úr hvítagulli. „Þessi
kostar fjögur hundruð krónur“,
sagði hann hvíslandi. „Clark er
í bankanum að sæl.ja pening-
ana. Hann kemur aftur að
vörmu spori“.
Braddie leit vandræðalega
kringum sig. „Marjorie sagði
að sig langaði i safirhringinn.
Kanske jeg gæti fengið hann
með afborgun? Jeg borga nokk-
uð út i hönd og afganginn síð-
ar‘“.
Harry frændi ypti öxlum.
„Vitanlega hefiröu lánstraust
hjá mjer“, sagði hann og ljet
svo Carol afgreiða Braddie en
hvarf sjálfur frá.
Bradford Seaton horfði dimm
um augum á safirhringinn. Alt
í einu leil hann á Carol. „Hvað
heldurðu Carol, mundir þú
verða mjög vonsvikin ef þú
fengir ekki einmitt þann hring-
inn, sem þig hefði langað mesl
í?“
Carol liorfði á hann undrandi.
„Æ — jeg veit ekki — jeg hefi
aldrei hugsað svo mikið um
hringi. En jeg lield mjer mundi
standa á sama um hringinn, ef
jeg aðeins fengi manninn, sem
jeg væri ástfanginn af“.
Bradford hikaði um stund.
„Hvað heldur þú, Ilarry frændi“
sagði hann, er Harry kom inn
aftur.
Harry horfði á Carol. Leit
síðan hvast á Braddie. „Sagð-
istu ætla að giftast Marjorie
Winslow?“ spurði hann svo.
Braddie hló. „Jeg hefði ekki
farið að biðja hennar, ef jeg
ætlaði mjer ekki að giftast
henni“, sagði hann.
„Þá ættirðu að kaupa safír-
hringinn“, svaraði Harry kæru-
leysislega.
„Meinar þú að hún kæri sig
ekki um mig, ef hún fær ekki
þennan dýra hring?“ spurði
Braddie milli vonar og ótta.
„Jeg segi ekki annað en það,
að ef þú hugsar þjer að giftast
henni þá áttu að kaupa hring-
inn sem liún vill“, sagði Harry
ákveðinn. „Farðu nú upp á efri
hæð í bankadeildina og gerðu
samning um skuldina; þá skal
jeg setja hringinn í ljómandi
fallega öskju og hafa hann til-
húinn þegar þú kemur aftur“.
Harry frændi sneri sjer frá
honum og sleit samtalinu.
Carol fór inn í sína deild. Hún
lók fram pappírsblokk og fór