Fálkinn - 12.01.1935, Side 8
8
F Á L K I N N
Vígbúnaður Þjóðverja bakar hinum
fornu fjandmönnum þeirra, og þá
einkum Frökkum, liinar mestu á-
hyggjur. Þykir það sannað, að Þjóð-
verjar hafi fullæfðan margfalt stærri
her, en þeim er leyfilegt samkvæml
Versalasamningunum, en sjálfur hinn
opinberi landvarnarher þeirra, er tal-
inn langbest æfði herinn í veröldinni.
Iijer til hægri sjást landvarnarher-
menn að æfingum. Þeir eiga að hlaupa
upp úr rúmunum ná sjer í mótorhjóla-
föt sin og geysa síðan af stað yfir
allskonar iálmanir.
Kappakstursmót eru vinsælustu skeml-
anir Parísarbúa og kappmótið, sem
haldið er fyrir börn, er engin undan-
tekning frái þeirri reglu. Hjer að neð-
an er mynd af einu slíku móti.
í Barcelona bar það við í haust, að
flugvjel ein hrapqði á flugi og lenti
niður á eina af aðalgötum borgarinn-
ar. Sjest vjelin brotin hjer á myndinni
að ofan. Þó að umferð væri mikil um P
þessa götu slasaðist enginn nema þeir
sem í flugvjelinni voru.
Vegna þess hve miklum sandi fennir
í Súes-skurðinn hjá Port Said er mjög
erfitt að halda dýpinu nægu þar og
verða skipin því að fara mjög gæti-
lega. Hjer á myndinni til vinstri sjest
skip á siglingu yfir þessar grynningar.