Fálkinn


Fálkinn - 12.01.1935, Síða 10

Fálkinn - 12.01.1935, Síða 10
10 F Á L K I N N S k r í 11 u r. — Yður þýðir ekkert að tala við mig, góði maður, því að jeg er heyrnariaus, skal jeg segja yður. — Jeg er ekki að tala — jeg er að tyggja. — Vertu ekki að gráta. Jeg held það sje nóg af vatninu samt. — Góðan daginn, frændi, jeg hefi leitað átta sinnum til þin í dag, en árangurslaust. Já, og þú finnur mig núna — á- rangurslaust. — Okuleyfið mitt? Jeg liefi ekk ert ökuleyfi, jeg er gangandi. Sárt augnablik í tilveru veiði- mannsins. — Er þetta hundahúsið þitt? Já, og eins og þú sjerð með öllum nýtísku þægindum. — Jlver skrambinn. Jeg hjelt það væri trje, sem jeg væri að höggva! — Hjerna er maðurinn, sem ætl- aði að kvarta yfir matnnm. Nr. 314. Adamson rjettir upp hendurnar. Maður sem hafði unnið alla sína æfi á skipsmíðastöð, fortók með öllu að láta skíra barnið sitt, vegna þess að presturinn mundi rota það, þegar hann hitti það með flöskunni. Kennarinn: — Hvað mörg al' ykkur, börn, langar til að komast til hirnna? Öll börnin rjetta upp hendurnar nema Nonni litli. — Hvað er þetta, Nonni litli, langar þig ekki að komast til himna. Nonni: — Hún mamma sagði mjer að koma beina leið heim úr skólanum. Sjóveikur farþegi (á skemtiskipi vinar síns): — Hvað segirðu um að snúa við. Þegar þú hefir sjeð eina ölduna þá hefirðu sjeð þær allar. Petersen stórbóndi er dáinn. Hann hefir altaf búið á sama gisti- húsinu þegar hann kom til borg- arinnar, en aldrei gefið dyraverð- inuni neina drykkjupeninga. Þegar vörðurinn heyrir lát hans, verður honum að orði: „Ef hann kemst inn í Himnaríki, er sankti Pjetur arg- asti fjelagsskitur“. Bókhaldarinn kemur inn til for- stjórans. „Mig langaði til að grensl- ast eftir, hvernig það verður með frí í sumar“. Forstjórinn „Já, það er satt, jeg tek mjer frí í sex vik- ur og vona, að þjer gætið skrif- stofunnar vel á meðan“. Dómarinn: Hafið þjer áður kom- ist i tæri við rjettvísina? Vitnið (roðnar): Já, jeg hef einu sinni verið trúlofuð lögregluþjóni. Jeppi hefir verið að skammast við kerlinguna sína og beðið lægra hlut að vanda. Hann tautar við sjálfan sig: „Þó jeg hafi ekki lært mikið um dagana hef jeg þó verið það vitrari en Salomon að eignast ekki n’ema eina konu“. Forstjórinn er að skamma skrif- stofumanninn: „Hvenær sem jeg er fjarverandi eruð þjer mesti leting- inn hjer á skrifstofunni". 1. strákur: Faðir minn tók þátt i Zúlúkaffastriðinu. 2. strákur: Hvoru megin? Dómarinn: Voruð þjer einn í þessu innbroti? Ákærði: Auðvitað. Hvern ætli maður sosum geti reitt sig á í at- vinnumálum nú á dögum. Kaupmaðurinn (að skamma send- ilinn): Þú sagðist vera fjarskyldur þessum Jakob Jensen og svo eruð þið bræður. Sendillinn: Það er ekki nema satt þvi hann er elstur af okkur sextán systkinunum og jeg yngstur. Gamla sendlinum þykir sopinn góður. Einn dag segir forstjórinn við hann: „Ef þjer gætuð afneitað flöskunni, Hansen, gætuð þjer von bráðar orðið bókhaldari. Hansen svarar: Mjer þykir það ekkert betra, því þegar jeg er full- ur, finst mjer jeg vera forstjóri. Madsen húseigandi, sem er í máli við brunabótafjelagið, á að vinna eið að þvi, að ekki hafi kviknað í hjá honum af mannavöldum. Eftir nokkra umhugsun segir hann: „Jeg væri til með að gefa eftir helming af tryggingarupphæðinni, fyrir að sleppa við að sverja“. A:: Hvað segirðu við einum viskísjússi? B.: Jeg segi ekki neitt, en drekk hann bara. Er forstjórinn við? — Hann er í önnum sem stend- ur; viljið þjer ekki fá yður stól á meðan. — Þjer vitið víst ekki, hvern þjer talið við. Jeg er umboðsmaður fyrir Bruun og Lachmann. — Nú, jæja, fáið þjer yður þá tvo stóla. A. : Jeg hefi heyrt, að liann C. vinur okkar fái 200.000 krónur í heimanmund með konunni sinni. B. : Já, eða kannske öllu heldur í skaðabætur. írinn og Skotinn komast í úrslit í skotkeppninni. Fyrstu verðlaun eru bikar, en 2. verðlaun 5 sterl- ingspund. Þegar hvor hafði skotið 10 skotum, sagði Skotinn. Þetta er í lagi. Jeg skaut öllum mínum ut- an við. írinn: Jeg var við því bú- inn og skaut þessvegna öllum mín- um i þína skifu. Þú getur hirt bik- ar!nn.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.