Fálkinn


Fálkinn - 12.01.1935, Síða 11

Fálkinn - 12.01.1935, Síða 11
F Á L K I N N 11 VMCS/W ttftNMJRNIR fielurtn sjálfoi gert teiknlkvikmynd ? Flest börn, sem á annað borð hafa komiS á kvikmyndaleikhús kannast við Micky-Mouse og ýmsar aðrar skemtilegar teiknimyndir. Sá sem fyrstur teiknaði Mickey-Mouse kvik- myndirnar heitir Walt Disney og er nú orðinn heimsfrægur fyrir þær og stórríkur að auki, því að engar teiknimyndir eiga eins miklum vin- sældum að fagna eins og Mickey- Svo færðu þjer mjóan blýant eða færð lánaðan trjeprjón hjá henni mömmu þinni og vindur nú efra blaðið fast utan um prjóninn (sjá mynd c og d) og þegar það er bú- ið geturðu byrjað á myndasýning- unni. Þú heldur pappírnum föstum i brotinu með vinstri hendi. En með Teikningin er gerð á miðreitinn a blaðinu. Til hægri og vinstri eru opnir reitir. Mouse myndirnar. En nú er hann hættur að teikna allar myndirnar sjálfur heldur býr aðeins til sög- urnar og gerir uppdrátt að fáein- um myndum, en lætur svo aðstoð- armenn sína, en það eru fjölmargir teiknarar, teikna einstakar myndir í kvikmyndina. Fáðu þjer þykt skrifpappírsblað (a). Það á að vera álíka breytt og til dæmis blaS i stílabókinni þinni. Á hægri helminginn teiknar þú, eða aíritar með lcalkerpappír, mynd af öðrum hestinum á hlaupum, sem þú Örin sgnir hvernig þú átt að hregfu blýantinn fram og aftur. hægri hendi tekur þú um endann á blýantinum með prjóninum sem er innan í uppsnúna pappírnum. Nú hreyfir þú blýantinn fram og aftur, eins og örin sýnir og þá vinst efra pappírsblaðið ýmist upp eða flest út og þú sjerð hestmyndirnar á víxl, ýmist þann, sem teygir fram lappirnir eða hinn, sem er í kút með lappirnar undir sjer og fyrir auganu renna þessar tvær teikning- ar saman í eitt og þú sjerð hest, sem hleypur í álcafa. Riddarinn hreyfir sig líka fram og aftur, í samræmi við hreyfingar hestsins. Ef sjerð myndina af hjerna. Svo brýl- ur þú blaðið í miSju og teiknar hina myndina af hestinum, þvi sem næst beint ofan í þeirri fyrri (b). þú h^fir litakassa, þá geturðu mál- að riddarann og hestinn og þá verð- ur þessi lifandi mynd ennþá fallegri Ef þú getur ekki teiknað og hefir Tvær riddaramgndir fluttar á paþpírinn. ekki tök á að afrita myndirnar hjerna úr blaðinu, þá geturðu klipt burt myndirnar, sem hjerna eru prentaðar og límt þær á skrifpapp- írinn, áður en þú vefur öðrum blaðhelmingnum um blýantinn. Settu vel á þig hvernig þú ferð aS þessu, því að einhverntíma ætla jeg að gefa þjer myndina af Indi- ánanum, sem er að elta kúrekann og seinna koma kanske fleiri, ekki lakari. En hver veit lika nema þú getir sjálfur búið þjer til einhverja skemtilega kvikmynd. Tóta frænka. Simskejrtaleikurinn. í þessum leik geta tekið þátt svo margir sem vilja. Hver þáttakandi fær blað og blýant og nú skrifa all- ir stutt mannsnafn á sitt blað, t. d. „Jón Ólafsson“. Að svo búnu er öll- um blöðuum ruglaS saman og svo dregur hver eitt blað úr, handa sjer. Nú á hver þátttakandi að skrifa símskeyti á blaðið sem hann hefir fengið, og orðin i skeytinu eiga að byrja á stöfunum í nafninu, sem skrifað hefir verið á blaðið, og í sömu röð. Til dæmis verður sím- skeytiS fyrir Jón Ólafsson að hljóða eitthvað á þessa leið: „Jeg óska nýja ól lánaða aftur, færð silung skyr ofanað næst“. Nafnið á helst ekki að vera nema með tíu bók- stöfum og tíu mínútur eru hæfi- legur timi til að skrifa símskeytið á. ---x---- Knútur ð Kiuftnm. Katrín á uppsölum hafði orðið þess vör að altaf var verið að hnupla einhverju frá henni. Það leið ekki langt á milli að silfurskeið hvarf eða gaffall eða þessháttar fé- mæti, og ýmislegt benti á, að þjóf- urinn væri á heimilinu. En það var viðurhlutamikið að þjófkenna fólk út í bláinn. Þá var það að henni datt i hug að leita lil hans Knúts gamla á Klul't- um, sem var greindari en fólk flest og var sagður vita jafnlangt nefi sínu eða kannske lengra. Hún bar upp vandræði sín fyrir honum og spurði hvort han mundi geta hjálp- að sjer að finna þjófinn. Knútur hugsaði sig um dálitla stund og sagðist svo skyldu reyna. Daginn eftir kom Knútur að Upp- sölum og var með stóra svarta kött- inn sinn í handakrikanum. Hann talaði dálitla stund við Katrínu hús- freyju í einrúmi og að þvi loknu sagði Katrín öllu fólkinu að koma inn i baðstofu. Knútur settist á mitt gólf með köttinn sinn, og alt heim- ilisfólkið þyrptist kringum hann. Hann rendi augunum yfir söfnuð- inn og tók svo til máls: „Eins og þið vitið, gott fólk, þá liefir horfið hjerna ýmislegt af silf- urborðbúnaði og öðru þessháttar, og þessvegna er um aS gera að finna bjeaðan þjófinn. Þessvegna er jeg hingað kominn með köttinn minn, og hún kisa mín er svo viðkvæm, að hún mjálmar, ef einhver sem hefir stolið strýkur henni bakið“. Nú tók hann málhvíld og hjell svo áfram: „Nú ætla jeg að biðja ykkur að koma hingað, eitt og eitt í einu og strjúka kattarsköminni og svo skul- um við sjá hvað situr“. Nú kom röðin af fólkinu og allir gerðu eins og Knútur hafði fyrir lagt, en kötturinn ljet ekki á sjer bæra og mjálmaði ekki fremur en lús, heldur malaði hann í mestu makindum og pírði með glyrnunum. Þegar allir höfðu strokið og kött- urinn ekki mjálmað, klóraði Knút- ur sjer bak við eyrað og sagði spek- ingslega: „Jæja, það virðist svo sem enginn ykkar sje þjófurinn, þegar til á að taka. En nú ætla jeg að biSja ykk- ur öll að sína mjer lófana á ykkur“. Nú komu þeir sem viðstaddir voru l'ram aftur og Knútur sá, að allir voru svartir í lófunum nema hún Berðis-Manga, vikastúlkan, sem hafði fengið þetta viðurnefni af því að hún var altaf svo illa greidd og sóðaleg. En aldrei þessu vant var hún tandurhrein í lófunum núna. Knútur stóð upp og hvesti á hana augun. „Þú ert þjófurinn, Manga“, sagði hann og þreif i öxlina á henni. Hún neitaði og sór og sárt við lagSi, en Knútur sat við sinn keip. „Mjer skjátlast ekki“, sagði hann. „Nú getur þú leitað í koffortinu hennar, Katrín mín“. Katrín Ijet undir eins sækja koff- ortið hennar Berðis-Möngu. Manga grenjaði svo aS þaS söng i bað- stofunni, en hún varð að láta af hendi lykilinn, þvi að nú var farið að síga í Katrínu. Og á næsta augnablii kom haugur af silfurmun- um, dúkum, hringum og brjóstnál- um, sem húsfreyjan átti, upp úr koffortinu. Og Berðis-Manga varð að meðganga alt. Svo að það var ekki að ástæðu- lausu, að Knútur i Kluftum var tal- inn vita jafnlangt nefi sinu, ónei. Og skýringin á síðasta meistara- verkinu var sú, að hann hafði sáldr- að kinroki á hrygginn á kettinum áður en hann fór að heiman, og af hræðslu við að kötturinn gæti fund- ið á sjer hvort þjófurinn stryki. honum, þorði Berðis-Manga ekki að koma viS hann þegar hún strauk, en þetta var ástæðan til þess aö hún gekk í gildruna, sem hann Knút- ur hafSi sett. LEIKARINN. Framh. af bls. 7. og dansaði. Jú, jeg skal hengja mig upp á að hann dansaði. Hann kink- aði kolli og veifaði með framlöpp- unum i takt við lírukassann — alveg eins og hálfbera dækjan á markaðinmu i haust. Þegar lírukassaflakkarinn fór að athuga hvað unga fólkið væri að horfa á, kom hann auga á gamla brún. Hann hætti að snúa. Hljóðið þagnaði og það mun Brúnn hafa tekið sem merki um, að sýningin væri á enda. Hann kom labbandi og lagðist á hnje fyrir framan söfn- urinn. „Hvaðan hefirðu fengið þennan hest?“ spurði lírukassaflakkarinn, og tárfeldi, en Brúnn hnusaði i skeggið á nonum. Þetta er hann Prins minn. Við höfum ferðast með sama fjölleikaflokknum í mörg ár. Niels glápti um stund. „Jæja“, sagði hann svo. „Jeg hjelt að jeg heiði keypt mjer ærlegan mykju- dráttarhest — en svo er það þá leikari, sem jeg hefi lent á“. FLUGIÐ TIL ÁSTRALÍU. Framh. af bls. 5. meira en ár til þess að komast yfir að gegna því. Enda er för þeirra hið mesta þrekvirki. Þeim mönnum er ekki fisjað saman, sem leggja upp einn laugardagsmorgun að haustdegi norður í Englandi og lenda næsta þriðjudagsmorg- un suður í Ástralíu — á vor- degi — án þess að liafa látið sjer koma dúr á auga á leið- inni.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.