Fálkinn


Fálkinn - 12.01.1935, Qupperneq 12

Fálkinn - 12.01.1935, Qupperneq 12
12 F Á L K I N N Dularhöllin Skáldsaga eftir WYNDHAM MARTIN. lítinn hníf á sjer. Og það fyrsta sem nú varð að gera, var að losna við böndin. Og síðan . .. .! X kapteinn hló hátt við tilhugsunina. Hatrið sem hann fyrrum hafði borið til ann- ara bliknaði í samanburðinum við hug þann sem liann bar til Anthony Trent. Trent, þessi fífldjarfi oflátungur, sem hafði tekist það ómögulega, sem hafði fengið frelsið, en afsalaði því að nauðsynjalausu. X kapteinn færði sig nær Trent til þess að komast í vasa lians. En alt í einu stað- næmdist hann við það, að stríkkaði á band- inu. Manninum, sem lá þarna meðvitund- arlaus, hafði tekist að komast úr námunda við hann. Og þó munaði varla meira en feti, að hann næði til hans. X kapteinn lagð- á gólfið og reyndi að mjaka Trent nær með fótunum. en það varð árangurslaust. Hann gat aðeins snert aðra hönd Trents með fæt- inum; og hann sá að jafnvel þó að Trent væri óvígur, þá var ekki þar með sagt að hann hefði tapað. X kapteinn hafði legið við brjálsemi lengi og nú öskraði hann og jós úr sjer hræðilegustu formælingum, þó hann vissi, að það stoðaði ekki hót. Þarna í turninum, sem hann hafði valið sjer að dvalarstað vegna öryggis sjálfs sín, gat eng- 'inn heyrt til hans eða veitt honum hjálp. Hann gat ekki sjeð live miklu eitri hon- um hafði tekist að koma í bolla Trents. Ætl- un hans hafði verið að drepa hann, og ef eitrið hefði haldið fullum krafti mundi Trent vera dauður núna. En hver mundi af- leiðingin verða af því fyrir X kaptein? Ör- væntingin var að yfirbuga hann, er liann hugsaði til þessa. Hann mundi sjálfur svelta hægt og hægt í hel meðan fórnardýr hans rotnaði þarna fyrir augunum á hon- um. Hann eygði aðeins einn möguleika — ákaflega hæpinn möguleika, til þess að fá aftur fjör og frelsi. Hugsast gæti að eitrið hefði ekki verið nógu sterkt til að drepa Trent. Þá yrðj hann að vera vel á verði þeg- ar Trent fengi meðvitundina aftur. Hann gerði sjer í hugarlund hvernig það mundi verða; Trent mundi setjast og ekki ranka við sjer, ekki vita hvar hann væri, og hreyf- ingar hans mundu verða óstyrkar og veikar. Og þá yrði alt undir því komið livort hann sneri til hægri eða vinstri. Ef Trent rjetti aðeins hendina fram mundi X ná í hana — og þá væri útsjeð um úrslitin. X kapteinn sat og beið fram á morgun. Aldrei hafði liann lifað jafn langa nótt. I herberginu var rafljós en ekkert dagsljós komst inn, því að tjaldað var fyrir alla glugga. Hann vissi ekki að það var komið fram yfir hádegi þegar Trent sýndi fyrsta lífsmarkið af sjer. Það kom kippur i allan líkamann; líkari titringi en eiginlega hreyf- ingu. Svo engdist liann saman, það var eins og hann væri að reyna að velta sjer, en vöðvarnir hefðu ekki mátt til þess. Dýrsleg gleði fór um X þegar hann sá, að Trenl mundi velta sjer á hægri hliðina. Þá mundi hann lenda i klóm óvinar síns — magnþrota og ósjálfbjarga. X kapteinn brosti. Gæfustjarna hans hafði verið yfirskýjuð um stund. Nú mundi hún aftur skína bjart, lífið mundi á ný verða hans og hann gæti gert eins og hann vildi. En það líf, sem Trent mundi hljóta er hann vaknaði skyldi verða honum dýr gjöf. Mótlætið, sem liafði leyst liatur X kap- teins úr læðingi var eingöngu lionum að kenna, þráa hans og vilja til að drotna yfir öðrum. Og þarna fyrir framan hann lá mað- urinn, sem hafði þvi nær tekist að vinna bug á honum, sem liafði auðmýkt hann og bundið hann við þilið, eins og hvert annað villidýr. Og ekki var X kapteinn sjer þess meðvitandi að hann sleikti út um eins og villidýr. Hann vissi aðeins að hann sleikti út um eins og villidýr. Hann vissi aðeins að hann hafði fengið nýjan þrótt og var al- tekinn af hatandi gleði; hann skyldi á ný verða foringinn, sem gat ráðið örlögum annara. XIV. KAPÍTULI. Það var 24. desember. Snjógangur var úti. Akrarnir voru mjalldrifnir og trjen teygði naktar greinar sínar upp í loftið. Is var á öllum pollum og tjörnum, aðeins salt- vatnið í virkissíkinu var autt og stakk í stúf við hvíta litinn. Bæði Monague og Newton bjuggust við því, að X kapteinn mundi snæða jólamat- inn niðri, með fólkinu. Það var vani sem hann brá aldrei af, að borða með föngum sínum á hátíðisdögum og halda þá eina af meinlegu háðræðunum sínum. Nú var borð- ið hans þakið blómum og gestirnir vissu ekki livort þeir ættu að bjóða hann velkom- inn eða fyllast ótta við óþægindin, sem leiða mundu af nærveru hans. Fólkið var milli vonar og ótta um afdrif Welds og Collins, — hvernig mundi þeim reiða af? Veslings lafði Joan gerði enga tilraun til að sýnast glöð. Hún þóttist viss um, að Swithin væri kvalinn og píndur í einhverjum kjallaran- uní i höllinni. En þar skjátlaðist henni. Newton og Montague, sem báðir liötuðu Weld, þorðu ekki að gera lionum neitt fyr en þeir hefðu fengið skipanir frá foringjanum um livað gera skyldi. Montague hafði sagt lafði Joan, að það ætti að gefa þau saman á nýjárs- dag, og að X kapteinn mundi framkvæma vígsluna eftir skotskum lögum'. Og í kvöld átlu þau von á X kapteini. Hún tók eftir að fólk lians var á einlægu iði. En enginn í höllinni var eins harmþrunginn og hún. Ef öll önnur sund yrði lokuð, ælaði liún að fyrirfara sjer. Og eins og ástatt var fyrir henni, var ekki hægt að lá lienni það áform. Montague, sem liafði staðnæmst innan við dyrnar, furðaði sig á mörgu, en ekki fanst lionum það minst furðulegt, að X kapteinn skyldi hafa frestað yfirheyrslunum yfir Weld og Collins svona lengi. Ekki gat það stafað af því að liann væri veikur, því að bæði Newton og Caraboni höfðu mætt hon- um nýlega og hestunum lians hafði verið riðið illa. Foringinn hafði tekið upp á nokkru óvenjulegu. Hann liafði lileypt hest- inum, þeim brúna á ysta steingarðinn, að því er Davidson sagði. Montague mintist ekki að hafa sjeð gestina nokkurnlíma jafn órólega og núna. Hann vissi ekki, að það var einmitt í kvöld, sem Trent liafði lofað, að gefa þeim frjálsræðið aftur. Og vonleysi þeirra varð ennþá átak- anlegra fyrir þá sök, að þeir vissu, að þessi frelsisengill þeirra mundi naumast koma nokkurntíma í höllina aftur. Alt i einu tóku gestirnir eftir því að Mon- tague brosti. X kapteinn kom inn úr dyrun- um og með honum Newton og Caraboni. Hann gekk framhjá þeim án þess að lieilsa, hjelt áfram upp á pallinn og settist þar í sæti sitt. Þegar cocktail hafði verið borinn gestunum, stóð hann upp með glas sitt í hendinni. „Herrar mínir og frúr“, sagði hann. „Mjer þykir leitt, að andlitin sem jeg sje kringum mig eru ekki eins glaðleg, eins og sæmandi væri á þessari hátíð, sem vera ætti gleð- innar hátíð. Látið mig þvi mæla fyrir skál gleðinnar og skál vonarinnar!“ Þegar skálin var drukkin bað liann.alla um að setjast. En sjálfur stóð liann áfram. „Leyfið mjer að bæta nokkrum orðum við“, sagði hann. „Mjer þykir gaman að hugsa til þess, að það var þennan dag, og máske einmitt við þessa máltíð, sem herra Trent liafði lofað að steypa mjer af stóli og gefa ykkur frelsið aftur. Þó að tilgangur þessa staðar sje sá, að gefa ykkur öllum nýtt heimili, þá takið þið því öll með óánægju, sem jeg er hissa á. Það ér vanþakklátt af ykkur, að vilja komast burt frá mjer, sem sýni ykkur svo mikla hugulsemi! Það gæti flökrað að mjer, að mig langaði til að refsa ykkur öllum, sem liafið reynt að gera upp- reisn gegn mjer, svo sem Stanton hershöfð- ingja og Ludlow. En á slíkum degi sem þessum, sæmir ekki að hugsa um hefndir. Jeg ætla að fyrirgefa og reyna eftir bestu getu að gleyma. Til þess að sýna, að jeg ber ekki kala til ykkar, hefi jeg sent eftir Coll- ins lækni og Weld“. „Gaman væri að vita hvað hann ætlar sjer nú“, hvíslaði Stanton að Branner. „Hann er djöfullinn uppmálaður", sagði Branner af tilfinningu. „Það bítur ekkert á liann“. „Sjáum til, þarna koma þeir!“ hrópaði Stanton. „Weld er skelfing aumingjalegur Og Collins hefir lagt af, að svo miklu leyti sem liægt er að sjá það fyrir skegginu“. „Herra Weld“, sagði X kapteinn og sneri sjer þangað sem fangarnir stóðu milli Áskriftarverð „FÁLKANS" lækkar. Frá 1. janúar lækkar áskriftarverð „FÁLKANS“ niður í kr. 1,50 á mánuði. — Útgefendur sjá sjer þetta fært vegna hinnar sívaxandi útbreiðslu blaðsins. — Gerist kaupend.ur og fáið blaðið borið heim til yðar hvern laugardagsmorgunn. — „Fálkinn“ er besta og fróðlegasta blaðið á íslandi.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.