Fálkinn


Fálkinn - 12.01.1935, Blaðsíða 13

Fálkinn - 12.01.1935, Blaðsíða 13
F Á L K 1 N N 13 1 2 3 4 5 6 m 7 8 9 10 11 12 13 14 M 15 »l” m 17 » 18 19 M j» 3$ 20 21 m m 38 22 38 23 38f 24 m » 25 » 1 m 26 27 28 m 29 30 31 » » m 32 33 34 m 35 136 » 37 38 39 ggg 40 » 41 | m 4 2 43 m 44 45 M » 38 -1» 46 1» m 47 | 38 mrn « » 48 m 49 m 50 m 51 m m m 52 m 53 » 54 55 56 m 57 » 58 59 » 60 61 62 m 63 64 m m m 65 66 » 67 m m 68 69 m 70 » » 38 71 72 m m 73 74 » » 75 76 m 38 /Cc 77 m m 38 m 78 79 m. 80 81 82 m m 83 84 85 » 86 87 í3v 88 1 1 Krossgáta Nr. 111. Skýring. Lárjett. 1 kauptún. 7 ræktun. 14 á skipi. 15 flagð. 17 telpunafn. 18 þyngdar- eining. 20 i sölubúð. 23 til smíða. 24 keyra. 25 hluti af Arabíu. 26 til einkennis. 29 óhreinindi. 32 leit. 34 hola. 35 stai'ur. 37 -skammstöfun. 38 óska. 40 fljót. 41 klæðnaður. 42 á sjó. 44 páfagaukur. 46 kona. 47 seig. 48 skera. 50 forfaðir. 53 kaupfélag. 55 í málfræði. 57 grjót. 58 rödd. 60 bæjarnafn. 62 tónn. 63 i húsi. 65 ójafna. 67 skammstöfun. 68 bær í Arabíu. 70 ílát. 71 hreyfing. 73 kvenmannsnafn. 75 eftir slátt. 77 i glímu. 78 tónn. 80 kvenmannsnafn. 83 viðrar. 86 tónn. 87 sálareinkenni. 88 pest. Skýring. Lóðrjett. 1 meiðsli. 2 sjór. 3 skammstöfun. 4 spil. 5 ending. 8 tímamælir. 9 þegar. 10 inngangur. 11 guð. 12 þyngdareining. 13 ensk nýlenda. 16 bið. 19 eining. 20 vöntun. 21 loft- tegund. 22 hljóm. 27 karlmannsnafn. 28 hey. 30 dýr. 31 önd. 33 hirta. 34 vopn. 36 ellimörk. 37 skammstöfun. 39 ensk nýlenda. 43 á skipi. 45 fugl (fornt). 46 hest. 49 ógæfusamt. 51 vatn í Ameriku. 52 rót. 54 slæmar. 56 tónn. 57 sár. 59 ginning. 61 að- gangur. 64 ítalskur bær. 66 bakað. 69 veiðarfæri. 70 líkamshluti. 72 fjall. 74 op. 76 guð. 79 ryk. 80 sam- tenging. 81 þyngdareining. 82 á reikningi. 83 i bát. 84 á skipi. 85 guð. 86 dauf. Lausn á Krossgátu Nr. 110. Ráðning. Lárjett. 1 kræklótt. 7 skrifari. 14 la. 15 rakt. 17 lóna, 18 án. 20 egg. 23 nafta. 24 vor. 25 fress. 26 ráfa. 29 ásar. 32 il. 34 gras. 35 klár. 37 bæ. ljósberinn. 26 yfir á. 27 þvaður. 29 38 kast. 40 inn. 41 kol. 42 alúð. 44 lcös. 46 afi. 47 bakki. 48 gulna. 50 slá. 53 mön. 55 assa. 57 sef. 58 gin. 60 gafl. 62 sá. 63 rati. 65 gögn. 67 Framh. á bls. Í4. tveggja malajiskra gæslumanna. „Þjer hafið ekki hagað yður vel i fangelsinu, en samt ætla jeg að leyfa yður að vera með fólkinu í lcvöid. Þjer skuluð meira að segja fá að sitja hjá lafði Joan“. Lafði Joan hljóp glöð í huga til hans. Hún kysti hann og tók utan um hann. „Ó, ástin mín, en livað þú ert fölur og tekinn“, sagði hún. „Við skulum ekki hugsa um það“, sagði hann og horfði ástaraugum til hennar. „X kapteinn hagar sjer eins og göfug- menni í kvöld“, sagði Branner. „Jeg hefði aldrei húist við, að hann hefði lofað unga manninum að koma inn“. „Þjer slculuð vera viss um, að hann hefir einhvert þorparabragð undir rifjum“, svar- aði Stanton. „Hefir hann ekki ætlað sjer að neyða hana til að giftast Montague? Og hver veit nema hann ætli að gefa þau sam- an strax í kvöld. Auðvitað verður hjóna- bandið ógilt, en það lcærir hann sig eklcert um“. „Þeir voru að segja mjer af Trent“, sagði Weld við ungu stúlkuna. „Hann var besti vinur minn. Hræðilegur dauðdagi! Veslings Vera afber það ekki. Jeg fór að gráta þegar jeg frjetti það“. í fimm hundruð mílna fjarlægð var stór söngflokkur að syngja jólasálmana suður í London. Var það grimd á hæsta stigi, að neyða gestina til að hlusta á sálmana, sem vöktu hina örvæntandi þrá þeirra eftir frelsinu meir en nokkuð annað. Friður á jörðu .... Klukkuna vantaði eina mínútu í tólf þeg- ar X kapteinn stóð upp aftur með glas sitt í hendinni. „Jeg óska að þið standið öll upp og drekkið skál nýja dagsins“, sagði hann. Hann liafði naumast mælt þessi orð, þeg- ar nýr kliður blandaðist saman við sálma- sönginn; heyrðist hark og læti fyrir utan og ókunnugar raddir, en þungt fótatak færð- ist nær. Hurðunum var lirundið upp — árás gerð á höllina! Gestirnir þutu upp og vissu ekki sitt rjúk- andi ráð. Þeir þorðu ekki að trúa sínum eigin eyrum. Allir, bæði gestirnir og heima- fólkið horfðu á X kaptein. Þeir skildu ekk- ert i hvað liann var rólegur. Var þetta að- eins kænskubragð til þess að vekja nýja von hjá föngunum, von sem ætti svo að bregðast, til þess að auka á örvænting þeirra? Tólf menn þustu inn i salinn. Helmingur þeirra voru lögregluþjónar i einkennisbún- ingum. Weld þekti þegar í stað breiða and- litið á Curtis frænda sínum meðal komu- manna og þvínæst Veru Trent í síðri skinn- kápu. Og Brockenhurst lávarður var þarna líka! Og Arguello! Lögreglufulltrúi einn gekk nú fram og tók að sjer stjórnina. „Enginn má hreyfa sig úr sinum stað“, lirópaði hánn. „Höllin er umkringd af mínu fólki og alveg vonlaust að reyna að flýja“. Newton var fyrsti maðurinn sem liand- járnin smullu að úlfliðinum á og næst var Caraboni járnaður. Malajamir botnuðu ekki í neinu og reyndu ekki að verjast. Vera Trent flýtti sjer til Swithin. Joan Crawford fanst hún aldrei hafa sjeð feg- urri konu. „Swithin, hvar er Tony?“ Weld bandaði höndunum í örvæntingu. Hvaða tilgang hafði það, að reyna að leyna hana sannleikanum? Hann sneri sjer við til þess að heilsa frænda sínum. Lögreglufulltrúinn hafði lialdið áfram sínu verki. Allar útgöngudyr voru læstar og heimafólkið alt úrskurðað í fángelsi. „Jeg hefi skipun um að taka X kaptein fastan“, sagði fultrúinn. „Hann stendur þarna!“ sagði Branner. „Varið þjer yður að hann skjóti ekki“. „Herra Branner gerir sjer óþarfa áhyggj- ur“, sagði kapteinninn með alvarlegri rödd. „Jeg slcal ekki skjóta. Það mundi ekki koma að miklum notum nú“. „Eruð þjer X kapteinn?“ spurði fulltrú- inn. / Sá aðspurði baðaði hvitri hendinni. „Fólk virðist vera á þeirri skoðun“. X kapteinn gekk fram á brúnina á pallinum. Nú fyrst var hann kominn fram í birtuna, svo að allir gátu sjeð hann. Hann virtist ekki liræðast neitt, gagnstætt því sem liðs- menn hans liöfðu gert. „Þjer segist hafa skipun um, að taka X kaptein fastan“, sagði hann. „Því miður verð jeg að valda yður vonbrigðum. Þjer munuð ekki fá ástæðu til að nota þá skip- un gagnvart mjer“. Og nú lypti hann báðum höndunum. „Varið ykkur“, kallaði Ludlow. „Hann skýtur!“ En livítu liendurnar lijeldu ekki á neinu. Augnablik hjelt hann þeim upp að gagn- augunum, alveg eins og X kapteinn var van- ur að gera. Svo hreyfði hann hendurnar snögt, og þjetta svarta hárið, sem náði al- veg niður að gagnaugum, var rifið burt í einu vetfangi. Anthony Trent fleygði burt hárkollunni, sem rauðhærði maðurinn hafði notað. Hann brosti vingjarnlega til fólksins kringum um sig. Hann var einvaldur á þessu augnabliki og vildi nota það eins og honum leist. Hverri einustu skipun sem hann hafði sim- að konunni sinni frá Perth, hafði verið hlýtt út í æsar. Þau voru komin þarna öll — bæði þeir, sem höfðu trúað honum og þeir sem ekki höfðu trúað honum. — Og allir hjeldu niðri í sjer andanum og biðu þess að liann tæki til máls. „Hver veit nema sumir ykkar liafi orðið fyrir vonbrigðum þegar þið sáuð, að jeg var ekki X kapteinn", lióf hann máls. „Kap- teinninn situr nú sem fangi uppi í dimma turninum sínum. Minn góði vinur, Collins læknir, mun geta staðfest, að hann er brjál- aður — þó Colliiis læknir kjósi máske fremur, að nota visindalegri heiti á sjúk- dómnum“. Anthony Trent þagnaði. Engir af áheyr- endum lians fá víst nokkurntíma að vita, livað drifið liafði á daga hans frá þvi að hann fann eitrið ræna sig meðvitundinni og þangað til hann vaknaði aftur á siðustu stundu, aðeins nokkra þumlunga frá mann- inum, sem liafði reynt að myrða hann. Collins læknir, sem stóð milli Stantons og Branners liafði talið vísl, að hann mundi fá refsingu, úr þvi að höllin var umsetin af lögreglu. Þessvegna var hann mjög forviða, er hann heyrði hvað Trent sagði. Hann sneri sjer að Branner og hyklaði brúnirnar hugsandi. „Hvað meinar hann með því, að kalla mig vin sinn?“ „Haldið þjer yður saman, bjálfi!“ hvísl- aði Branner í eyra hins. „Skiljið þjer elcki að það er af þvi, að hann ætlar að bjarga líftórunni í yður“. ENDIR.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.