Fálkinn - 12.01.1935, Blaðsíða 14
14
F Á L K I N N
SETNING HAFNARHÁSKÓLA.
Myndin hjer að ofan er tekin í
hátiðasal Háskólans i Kaup-
mannahöfn, þegar síðasta setning-
arhátið fór fram og tekið var á
móti nýju stúdentunum. Meðal gesti
þar voru konungurinn og krón-
prinsinn og prinsarnir Valdimar og
Haraldur. — Myndin er tekin i
byrjun hátíðarinnar og sjest fráfar-
andi rektor, Nörlund prófessor a
ræðustólnum. Konungsliðið sjesl
í stúkunni til hægri.
----x----
Sunnudags hugleiðing.
Eftir Pjetur Sigurðsson.
„Gefið og yður mun gefast“.
Mikið er til í heiminum af
gulli og þó er kept og barist
um gull. Mikið er til í heimin-
um af brauði og þó byltast þjóð
irnar um og berjast út af brauði.
Það er lilfinnanlegur skortur á
meðal þjóðanna á hinum sönn-
ustu verðmætum lifsins og þó
virðist eftirsókn þeirra litlum
eða engum uppþotum og bylt-
fátækur af þeirri auðlegð, —
þeim mannkostum og gæðum,
sem gerir alt fjelagslif og við-
ingum valda. Heimurinn er enn
skiftalif mana heilbrigt og gott.
Af hverju stafar sú fátækt? Er
ekki nóg til af andlegu gulli i
námu hjarta manna og sálnanna?
Er þar ekki ótæmandi upp-
spretta andlegrar auðlegðar, —
samúðar og kærleika? Jú, en
gull hjartnanna er oft falið und
ir sandi hverflyndis, aur og
leir ódrengskapar og hlágrýti
harðneskju og kærleiksleysis.
En í hjarta hvers einasta manns
er til sá segulmálmur, sem get-
ur dregið gullið upp úr hjarta-
djúpi náungans upp á yfir-
borðið. „Gefið og yður mun
gefast“. Þetta gildir engu síður
um andleg verðmæti heldur en
efnaleg. Gefið öðrum af bliðu
yðar, alúð, innileik, kærleika
og samúð, og gefið óspart. Yður
mun þá aftur gefast ríkulega
það, sem sanna farsæld og ham-
ingju veitir. Þetta eru gjafirn-
ar, sem hjörtun þrá og sálirnar
hungra eftir. Þetta eru gjafirn-
ar, sem auðga sálirnar og hinda
enda á fátækt, kulda og ömur-
leik fjelagslífsins. Opið hjarta,
sem býður upp á hið besta mun
aftur fá heimboð og finna
hjörtun opin og fjársjóðu
þeirra. Hvenær hefir hjarta sleg
ið í brjósti manns jafn opið
vinalausu sálunum, jafn gjaf-
milt, fult elsku, innileik, sam-
úðar, fórnfýsi, fyrirgefningar-
anda og dásamlegum skilningi
á lífinu, og hjarta Krists? Hjarta
heimsins opnaðist honum. Hver
er stærri? Hver er meir tignað-
ur og tilbeðinn en liann? Hann
gaf — gaf liið besta og gaf ó-
spart, og honum gafst aftur liið
besta. Iljörtu manna og sálir
liafa elskað hann með guðdóm-
legum styrkleika. Vjer eigum að
gefa liið besta, sem vjer eigum
lil og fá aftur það besta sem
aðrir eiga til. Enginn nemur
lönd í heimi hjartnanna nema
liann gefi töluvert af sjálfum
sjer. í starfi mínu reyni jeg að
fylgjaþeirri reglu, að gefa það
litla sem jeg á til. Jeg er ekki
hræddur við að tæma mig. Jeg
fæ margfalt aftur. Jeg opna
hjarta mitt fyrir mönnum og
ber á borð fyrir þá helgustu
og viðkvæmustu tilfinningar
mínar, og jeg finn hjörlun op-
in livarvetna. Jeg leitast við að
gefa mitt besta og fæ aftur hið
besa. Jeg uppsker sextugtfalt
og hundraðfalt. Með því að
dæma og lítilsvirða menn og
sýna þeim vantraust gerum vér
þá vonda menn. Með því að
virða menn, fyrirgefa þeim og
treysta þeim, gerum vjer þá
góða menn. Kærleikurinn fell-
ur aldrei úr gildi. Hann einn
skal halda velli að lokum. Með
því að vera góðir við aðra, ger-
um vjer þá góða, og góðir menn
er einmitt heimsins mesta þörf.
Lausn á krossgátu 110.
Framhald.
ás. G8 Rósa. 70 kafa. 71 Nanna. 73
lár. 75 makki. 77 ská. 78 vje. 80
land. 83 ella. 8G án. 87 fugl. 88 slitr-
ótt.
Rúðning. Lóðrjett.
1 Klondike. 2 ra. 3 kr. 4 lakari.
5 ók. 6 tt. 8 kl. 9 ró. 10 innfrá. 11
fa. 12 rá. 13 innstæða. 1G ego. 19 If.
20 Eva. 21 grá. 22 re. 27 áni. 28
fans. 30 skot. 31 all. 33 la. 34 stakk-
ar. 36 raflögn. 37 bú. 39 skass. 43
linna. 45 spá. 46 aum. 49 Casanova.
51 meis. 52 Riga. 54 alstirnt. 56 sá
57 stó. 59 nöf. 61 fá. 64 Ararat. 66
gamalt. 69 Als. 70 krá. 72 nú. 74
Áki. 76 kg. 79 jel. 80 la. 81 nr. 82
do. 83 el. 84 li. 85 ögn. 86 át.
BERGENSBRAUTIN 25 ÁRA.
Hinn fyrsta desember síSastliðinn
voru liðin 25 ár síðan Bergens-
brautin tók til starfa. Er það merk-
asta járnbraut norðurlanda og af-
ar þýðingarmikill liður í samgöngu-
Ilitlersblaðið „Stiirmer“ birtir
svolátandi aðvörun til fólks, um að
leita ekki til lælcna af gyðingakyni:
„Gyðingurinn í læknastjett hefir
aðeins þann tilgang að græða fje
á sjúklingunum. Samkvæmt munn-
legum erfikenningum gyðinga, sem
allir gyðingar fylgja með mestu
samviskusemi, eru allir aðrir menn
en þeir aðeins skepnur, sem það er
guði þóknanlegt verk að útrýma.
Af þeirri ástæðu leggur kristinn
maður líf sitt í hættu er hann leit-
ar til gyðingalæknis, ekki síst nú
á tímum, er gyðingar svífast ekki
neins til þess að skaða Þýskaland.
Sá sem nú á tímum leitar til lækn-
is af gyðingakyni er ekki aðeins
kerfi Noregs, því að hún er eina
samgönguæðin að kalla má, miili
austur og vesturlandsins. Hjer á
myndinni sjest járnbrautarstöðin á
Finse og Nielsen samgöngumála-
stjóri, sá sem mest beitti sjer fyrír
lagningu brautarinnar.
þjóðníðingur heldur stofnar hann
jafnframt sínu eigin lífi i hættu.
-----------------x-----
Betty Compson, filmdísin fræga,
sem giftist hinum alræmda borgar-
sljóra Jimmy Walker frá New York,
er nú skilin við hann og komin til
London og farin að filma þar.
----x-----
Þegar verið var að grafa fyrir
leikvanginum, sem ætlaður er til
Olympsleikjanna í Berlín 1936 fund-
ust rústir af indo-germönsku þorpi
frá 2500—2000 árum fyrir Krists
burð. Þar fundust leirker allskonar
og mikið af steináhöldum.
----x-----