Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1935, Blaðsíða 15

Fálkinn - 08.06.1935, Blaðsíða 15
F Á I. K 1 N N 15 Dansmaðurinn og demanturinn. Frú Manúella Garrett hafði verið fyrirmyndarhúsmóðir og eiginkona mannsins sins í tiu ár og aldrei dottið í hug, að hún muni nokk- urntima eignast stærsta demantinu, sem nokkur kona í Bandaríkjunum hefir getað kallað sinn. Hún hugs- aði um heimilið og börnin sín tvö og lifði brotalaust eins og i'ólk flest. Fn svo var það einu sinni að mað- urinn hennar græddi stórfje á kauphöllinni hann var miðlari og siðan rak hvert happið ann- að. Meðan auðkýfingarnir mistu eigur sínar græddu Garrett mil- jónir dollara og eignaðist fjöJda af verslunum. En auðkýfingsfrú verður að stássa sig og nú breyttist frú Garr- ett. Hún sagði upp fjögra herbergja ibúðinni og keypti skrauthýsi i staðinn og hjelt veislur á liverjum degi fyrir fólk, sem var svo vin- samlegt að gleyma því, að frúin tiafði verið þvottakona i æsku og átt barn i lausaleik. Hún gerði sjer lar um að skara fram úr miljónafrúnum frægu, Astor, ’Vanderbilt og Bockefeller. Hún fór til París og jós pöntunum í tískuverslanirnar þar. Fatareikning- arnir hennar urðu gífurlegir og þegar Garrett tókst að ná í 90 kar- ata demant fyrir of fjár, rættist leyndasfa ósk hennar. Þetta var steinn, sem Rússakeisari hafði átt á sínum tíma. Hvorl þetta verður sannað skal ósagt látið, en svo inikið er víst að frú Garrett var „frúin með stærsta demantinn“. Hún varð methafi en áður hafði Peggy Joyce haft þetta veglega inet. Frú Garrét Jangaði vitanlega til að láta það sjást úti i heimi, hvei- ætti þennan demant, henni nægði ekki að þeir fáu útvöldu sem heim- sóttu hana, vissu það. Hún fór lil París með demantinn. Garrett fór varlega og keypti vátryggingu á gripnum. Hann sendi Jíka einka- spæjara með frúnni, til þéss að sjá um að steininum yrði ekki stolið. í Paris heimsótti frú Garretl vil- anlega ekki eingöngu tískuverslan- irnar heldur líka allskonar skemti slaði. Hún jós út peningum á báða bóga, sjerstaklega eftir að hún hafði kynst 29 ára gömlum Spán- verja i kveldboði einu. Maðurinn var ágætur dansari, enda var það þessvegna sem hann hafði verið boðinn. Garretl varð mjög hissa er hann fjekk brjef frá spæjaranum, þess efnis, að nú hefði Pedro Cantera Spánverjinn stolið ekki de- mantinum heldur hjarta frú Gar- ret. Hann sendi reikninga frúar- innar með brjefinu og voru þar táldir peningar fyrir ýmsar gjafir og þær ekki smáar, sem liún hafði gefið elskhugá sínum. Og Garret áleit rjettast að sækja konuna þeg- ar í stað. Þegar frúin neitaði simleiðis að l'ara aftur til New York tygjaði Garrett sig og sigldi til Evrópu. Þar tók frúin á móti honum með rog- bullandi skömmum, og Garrel fánst alt framferði hennar svo grunsam- legt, að hann taldi rjettast að ná í geðveikralækni. Komu tveir af l'rægustu vitfirringalæknum Parísar og skoðuðu frúna hát og lágt og töhlu nauðsynlegt að hún hefði bú- stáðaskifti. Hún var flutt af gisti- húsinu og i ofurlitla kytru á geð- veikrahæli. Frúin hafði með sjer 32 kjóla á þennan Parísar-Klepp og svo stóra demantinn. En Gar Leyodarmál, sem jeg segi frð með ánægju! Þvoið allan viðkvæman þvott með LUX. Enjíin þörl' er á því að nudda þvottinn þegar LITX er notað. Þegar mjúka froðan er kreist í gegn losna öll óhreinindi, og fötin verða eins og ný aftur. í LUX er enginn sódi til að skemma viðkvæman þvott. LUX varðveitir nærfötin vndislega falleg! /jó við Jóhanna keyptum okk- ur nærföt samtimis, voru min stiindum komin í hengla, án þess aÖ nokknö stvi verulega <i hennar fötum. Þegar jeg sagöi henni frá þessu, sagöi hún mjcr. nö jeg mundi ekki þvo þau riett og rjeö mjer aö nota LVX. X-LX 456-392 / fgrsta sinn, sem jeg notaði LUX. skildi jeg, hvernig ./<>- hanna fór aö þvi aö láta fötin sín endast svona vel. LVX þvwr fljótt og vægilega. Og það var ekki skömm aö þvottinum á eft- ir. Xú no'a ieg altaf LVX. LEVER BROTHERS LIMITED. PORT SUNLIGHT, ENGLAND Vikublaðið FÁLKINN er lesið af öllum, hvort heldur er til sjós eða sveita, og varð á sköminum tíma útbreiddasta blaðið á Islandi. Hversvegna? Vegna þess, að Fálkinn flytur efni, sem cr lesendiim kærkomnara en það, sem önnur blöð hala að bjóða. Vegna þess, að Fálkinn flytur fleiri inyndir, inn- lendar og útlendar en öll önnur blöð landsins til samans. Vegna þess, að i Fálkanum er svo ljölbreytt efni, að jiar er jafnan eitthvað handa öllum. Það stendur á sama, hvort það er húsbóndinn, húsmóðirin, vinnu- fólkið, börnin — unglijígarnir eða gamalmennin. f Fálkanum finna allir lesmál, sem verður jieim kæi t. Gerist áskrifendur. Ársfjórðungurinn, um 250 síðu'' að jafnaði, kostar aðeins 4.50 krónur. Skrifið afgreiðslunni og biðjið um sýnishorn, sem send verða um liæl ókeypis og hurðargjaldsfritt. Pósthólf 777. Bankastræti 3. Simi 2210. ret fór heini aftur og taldi öllu óhætt meðan frúin væri á Kleppi, og að spanski dansarinn mundi ekki komast i tæri við hana l)ar. En Pedro Cantera var sniðugur. Hann mútaði varðmanninuin og fjekk að fara til frúarinnar. Við- staðan var aðeins stutt því að hann kvaðst liræddur um, að hann find- ist þarna. Hann kysti frúna innilega og laumaðist á burt. En stóri dem- anturinn hvarf um leið og dansar- inn. Þá ofbauð frúnni og hún ljet sima Garret sinum hvernig komið væri. Garrett skellihló þegar hann fjekk simskéytið. Þetta var notalegasta augnablikið sem liann hafði lifað á æfi sinni. Daginn eftir sigldi hann til Evrópu og i vasa hans var leð- urhylki með demantiiiiim — þeim rjetta. Sá sem Pedro Cánlera liafði stolið var aðeins eftirlíking, Þegar Garret kom lil Parísar hafði frú Garret fengið lækningu ástarmeina sinna en hrygg var hún — þangað lil hún hafði fengið dcmaiitinn. Prólessoi- Emile Baugeard, éiiui af frægustu málfræðingum háskól- ans i París misti gjörsamlega minn- ið nýlega. llann kunni ’ 45 tungu- mál og meðan liaiin var að læra þau hafði hann að jafnaði fjögui mál undir í einu. Læknarnir telja, að hann lial'i mist íninnið al' of- inikilli áreynslu og að það sje efa- samt hvort liann fái það nokkurn- tima aftur. Nú hefir hann m. a. gleymt ölluni erleiidu málun'um og talar rneira að segja hjagaða frönsku. ----x---- Sjötug kerling, Anna Konie að nafni, sem alla æfi sína hafði flakkað og lifað á betli, dó nýiega. Hún var jörðuð á sveitarinnar kostnað eins og lög gera ráð fyrrr, og enginn af ættingjum hennar var þar viðstaddur. Þegar lögregláii fór að liirða reitur liennar fann hún þar 8000 krónur í verðbrjefum og peningum og mi hafa ættingj- arnir sýnt sig. ----x_——: Einkenniieg lóðasala l'ór nýlega fram í Texas. Stjórnin þar seldi olíufjelagi einu lóð á hafsbotni í Mexicoflóa fyrir 500.00(1 dollara. .Etlar íjelagið að byggja turna og bora eftir olíu á hafsbotni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.