Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1935, Blaðsíða 2

Fálkinn - 26.10.1935, Blaðsíða 2
2 F A L K I N N ----- QAMLA BÍÓ ---------- „Landssfminn tekur samliandið!" Gullfalleg og skemtileg dönsk talmynd tekin af Palladium undir stjórn Lau Lauritzens. Aðalhlutverkin leika: IB SCHÖNBERG, LIS SMED, EBBE RODE. Sigurhans Hannesson, verkstjóri hjá h/f ísaga, verður 50 ára í dag. Maður í Chicago fjell um daginn niður lyftugang frá 40. hæð í húsi — en sakaði hvergi. Hann bara hló. Þessi kjóll er eins og nýr — og það er RADION að þakka. Jafnvel viðkvæmustu lituð plögg koma eins og ný úr þvottinum, sjeu þau þvegin með Radion. Það er vegna þess, að hið þykka þvæliefni f Radion er GERT ÁHRIFAMIKIÐ MEÐ SÚR- EFNI. Miljónir af örsmáum súrefnisbólum þrýsta þvæli- efninu gegnum þvottinn, þrýsta því gegnum vefinn, þar sem óhreinindin eru föstust og áhrifin: Þvotturinn er eins og nýr. Jafnframt hlífir Radion þvottinum, vegna þess að ekki þarf að núa hann, svo að hann slitnar ekki. Radion inniheldur alt, sem þarf til þess að þvotturinn verði fullkominn í einni atrennu. Reynið það í dag! Hið undursamlega súrefnisþvottaduft. ----- NÝJABÍO ----------- Simameonirnlr. Spennandi og bráðskemtileg kvikmynd tekin af „20. Century Pictures" undir stjórn WILL- IAM WELLMANN. Aðalhlutverk- in eru leikin af: SPENCER TRACY, JACK OAKIE, CONSTANCE CUMMINGS, ARLINE JUDGE. Sýnd bráðlega. Frú Snjáfríður Magnúsdóttir Sellandsstíg Hi átti fimtugsaf- mæli 23. ]>. m. f líína er nú dauðahegning við því að neyta opíums, sem og að selja opíum án leyfis. Allmargir hafa þeg- ar verið teknir af lífi fyrir þá sök og vonar kínverska stjórnin að hún á þennan hátt geti komið j veg fyrir misnotkun á þessu skaðlega lyfi. * Hljóm- og talmyndir. „LANDSÍMINN TEKUR SAMBANDIÐ"! Myndin er tekin af Palladium Film undir stjórn hins góðkunna danska gamanmynda-leikstjóra Lau Lauritsen. — Upphaf myndarinnar gerist í dönskum smábæ; þar er Frost kaupmaður helsti „borgarinn í bænum“ og vill gjarnan Iáta son sinn verða kunnan lögfræðing. Son- urinn er að verða stúdent en tekur slæmt próf, enda hneigist liugur hans allur að hljómlist. Samtimis honum tekur Grethe tollvarðardóttir stúdentspróf og fær ágætiseinkun. Þau fara bæði til háskólans í Kaup- mannahöfn ásamt Tobíasi frænda hans, spaugilegum piparsveini, sem sýnir þeim ýmsa „hættulega staði“ í Höfn og næturlífið þar, til þess að þau geti „varað sig á þeim“. Og snýr svo aftur heim til sín. Stúdentinum sækist námið illa, því að hann er allur í músíkinni. Grethe hjálpar honum eftir megni og þau verða ástfangin hvort af öðru og lifa sæluiífi þangað til þau upp- götva, að þau eiga barn í vonum. Þau flytja saman en eiga það yfir höfði sjer, að Frost gamli komist að öllu saman og svo fer auðvitað um síðir. í flestum lilutverkunum eru ágætir leikendur og kunnir hjer á landi. Þann t. ágúst s.l. átli Guðbrand- ur Þorsteinsson vitavörður við Dyrhólaegjarvita 25 ára vita- varðarafmæli. Margrjet Guðin undsdóttir Bræðraborgarstíg 8 B verður 70 ára 29. október 1935. Holger Reenberg leikur Frost kaup- mann, en son hans leikur Ebbe Rode. Hinn skemlilega frænda leikur Ib Schönberg, sem er eflaust ' einn af bestu gaman- leikurum Dana, þeirra sem leika í kvikmyndum. Olga Svendsen, sem flestir bíógestir kannast við, leikur þarna skemtilega matsölukonu. En unga kvenstúdentinn, Grethe, leikur ung leikkona, Lis Smed, sem vakið hefir mikla athygli þann stutta tíma, sem hún liefir leikið. Myndin er fjörug og sprenghlægi- leg. Verður hún sýnd á næstunni í GAMLA BÍÓ. ----x---- SÍMAMENNIRNIR. Það væri árangurslítið, að ætla að fara að rekja efni þessarar myndar í stutlri grein. Því að það verður varla gert, svo i lagi sje, nema í heilli bók — skemtilegri og spenn- andi bók, meira að segja. Þar ægir öllu saman, en í skemtilegri heild: símabilunum, bankaráni, ástamálum, þorparaskap, fórnfýsi og göfug- mensku. Og fólkið sem ber þetta uppi er öllum þessum ólíku hlut- verkum svo vel vaxið, að myndin er prýðilega skemtileg frá upphafi til enda. Sá sem ber myndina einkum uppi Frh. á hls. 15.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.