Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1935, Blaðsíða 3

Fálkinn - 26.10.1935, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finseu og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Bla'ðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraðdaraþaikar. Jeg hefi nýlega lesið dálítið kver sem heitir „Samvinna um mentun duglegra verkmanna". Og i þessari bók eru margar frjósamar hug- myndir. Eitt af því mikilsverðasta, sem höfundurinn minnist á, er það hve afar fátt fólk veljist til þeirra starfa, sem best á við það. Herbert Iloover telur, að af hverj- um þremur iðnmönnum, sem taldir eru dugandi, sje aðeins einn, sem sje starfi sínu vaxinn og af hverjum sex sjerfræðingum í|5eins einn. Eitt af aðalviðfangsefnum heims- ins í dag er það, að eignast æfða og sjerfróða starfsmenn, þvi að þeir eru heiminum svo miklu meira virði en ólærðir starfsmenn. Heimurinn á ekkert stærra viðfangsefni, en að liver maður lendi á rjettri hillu. A síðustu áruin liefi jeg fengið fjölda brjefa frá fólki, sem er óánægt með hlutverk sitt í lífinu og kvartar um hve erfitt það sje að fá starf, sem þvi líki. En jafnframt eru vinnuveitendur á varðbergi eftir lærðum starfsmönn- um, sem hafi æfingu og þekkingu á ákveðnu sjerstarfi. Og hvaða þýðingu hefir svo æf- ingin? Sainkvæmt áliti höfundar ofan- nefnds kvers hefir liver einstakl- ingur fimm ákveðna undirstöðu- eiginleika. Fyrst og fremst gáfnafarið eða hæfileikana til að skilja rjett, melta og framkvæma hugmyndir. Líkamlega eiginleika, eða góða lieilbrigði og mikið starfsþol. Siðferðilegt þrelt, sem þýðir, að maðurinn vinni skyldustörf sin sam- kvæmt hestu siðferðilegum hug- myndum. Að maðurinn þekki grein- armun góðs og ills og lifi samkvæmt þeim hugmyndum. Og næst kemur samstarfs-tilfinn- ingin, sem þýðir umburðarlyndi með skoðunum annara og hæfileikann til að starfa í einingu með öðrum og sýna yfirboðurum sínum virðingu. En með hinu sjerstaklega starfi einstaklingsins er átt við, að hann geti unnið verk sitt í samræmi við það, sem almenningsálitið krefst um vel unnið verk og að vinnubrögðin sjeu fyrsta flokks. Maður sem er „æfður“ verður að hafa þessa eiginleika. Frank Crane. OXFORD-HItEYFINGIN. Fyrsti íslenski þátttakandi Ox- ford-hreyfingarinnar heimfrægu er nýkominn i heimsókn til frænda og vina á íslandi. Hann er að lovi er vjer frekast vitum fyrsti íslendingur- inn, sem vakið liefir atliygli á sjer erlendis í sambandi við Oxford- hreyfinguna. Eins og fjölda margir Oxfordmenn er hann ungur maður, rúmlega tvítugur. Hann heitir Bene- dikl Jónsson, sonur Jóns Ögmunds- sonar og Solveigar Nikulásdóttur að Vorsabæ í Ölfusi. Benedikt hefir hjer litla viðdvöl, en vjer hittum hann að máli og gaf liann oss tæki- færi til að spyrja tíðinda frá Ox- ford-hreyfingunni. — Hvernig komust þjer í samband við Oxford-hreyfinguna? — Jeg kyntist henni fyrst á versl- unarskólanum í Winnipeg. Þar var hún farin að ryðja sjer til rúms meðal stúdenta og kennara. Einn þeirra bauð mjer að taka þátt í einu húsþingi (house-party) þar í borginni, og þar öðlaðist jeg þekkingu á hvað stefnan hefir að takmarki og gjörðist jeg henni al- gjörlega fylgjandi. -----Hvaða fólkí mætir maður á þessum húsþingum? spyrjum vjer. — Maður mætir þar fólki af ýms- um stjettum og stefnum: Listamönn- um, sósialistum, biskupum, atvinnu- leysingjum, millionerum, kommún- istum, prestum, rithöfundum, íþrótta mönnum, lávörðum, blaðamönnum og fjölda stúdenta. — Hvað sameinar svo þessa menn af svo mismunandi stjettum og stöðum, sem koma saman á þessum húsþingum? — Það er hin nýja lífsstefna, sem hefir lyft þssu fólki upp yfir stjetta- ríg, sundrung og kynflokkahatur. í staðinn ríkir þar skilningur, vel- vild og eining. — Hefir Oxford-hreyfingunni orð- ið mikið ágengt? — Hún er þegar komin til meira en 50 þjóða og milliónir taka þátt í henni. Áhrif hennar eru meiri en ..o. kru sinni áður. — Og hvaða þátt hafið þjer sjálf- ur tekið í starfi hreyfingarinnar? — Jeg hefi starfað með alþjóða- flokknum (International team) i vor og í sumar i Evrópu auk þess sem jeg hef starfað í Ameríku. Enn- fremur sat jeg á alþjóðaþinginu sem haldið var við Oxford-háskóla s.l. júlí. — Var mikil þáttaka í þessu þingi? — Yfir 40 þjóðir áttu þar fulltrúa og þátttakendur voru um tiu þúsund. — Ilvernig gætum vjer íslending- ar kynst þessari áhrifamiklu al- þjóðahreyfingu? — Því verður auðvitað ekki svar- að í stuttu máli, en margar bæk- ur hafa verið ritaðar um hreyfing- una á ensku og norðurlandamálun- um. Sumar þeirra fást í bókaversl- unum hjer í bænum. Geta menn þannig kynst stefnu og starfi hreyf- ingarinnar. — — — Frú Dagbjört Brandsdóttir og Guðmnndu,r Einarsson múrari Baldursgötu 22a, eiga gullbrúðkaup 31. þ. m. Hjónin Einar Eyjóifsson og Guðrún Jónsdóttir að Grímslæk í Ölfusi eiga gullbrúðkaup þ. 29. þ. m. Helene Jónsson og Egild Carlsen hafa nýverið byrjað dansskóla sinn á Laugavegi 34. Er þetta þriðja árið, sem þau kenna dans í höfnðstaðnum og hefir aðsóknin aldrei verið meiri en nú, enda er kent í 24 mismun- andi flokkum, auk allra einka- tíma. Ungfrúin er dóttir Jó- lianns skipherra Jónssonar en Carlsen er Kaupmannahafnar- búi, sem hefir dansað frá blautu barnsbeini, því að hann var aðeins þriggja ára, er hann var innritaður á balletskóla kgl. leikhússins í Khöf.n. Auk hinna eldri dansa, sem einlium eru kendir i barna- flokkunum er kendur ballet- dans og látbragðslist — að ógleymdum nýtískudönsunum og breytingum á þeim. í haust er tango kominn fram i breyttri mynd, þvi að hann hefir verið færður nákvæmlega í það horf, sem Argentínumenn dansa hann i, en frá þeim er dansinn i fyrstu kominn. Charleston er nú dansaður miklu rólegar en áður. Loks má geta um aðal tísku- dans vetrarins, sem fjekk 1. verðlaun á dansþinginu í Englandi í sumar. Heitir hann „Ingrid“ eftir krón- prinsessunni og er saminn af Carl Carlsen danskennara í Khöfn, sem er bróðir Egilds, og konu hans. Danssýningar þær, sem þau Hel- ene Jónsson og Carlsen hafa haldið í Reykjavik og viðar um landið, bera þess vitni, að þau eru hin ágætustu í list sinni, og nemendasýningarnar færa öllum heim sanninn um, að þau kunna líka að kenna. Síðasliðið sum- ar voru þau ráðin í Jirjó mánuði til þess að sýna listdansa og tísku- dansa á skeintistaðnum St. Tliomas í Höfn og hafa Jiau verið ráðin þang- að aftur næsta sumar. Oss dylst ekki að Oxford-hreyfing- vantar — en sém er éinkenni hinna in hafi veitt Benedikt nolckuð sem ungu Oxford-manna meðal nágranna- marga æskumenn á voru landi þjóða vorra. J—n.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.