Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1935, Blaðsíða 8

Fálkinn - 26.10.1935, Blaðsíða 8
8 F Á L K 1 N N / dýragarðinum í Moskva er sjerstök deild fyrir alt ung- viði og vekur þessi deild eigi síst athygli og dregur að. Bjarnarungarnir hafa fengið braut til að renria sjer á og kvað vera góð skemtun að horfa á þá í þessum leik. Sjá myndina til vinstri. Zuluhöfðingi einn kom ný- lega til London og fór þar í dýragarðinn. Þar sá hann meðal annars gíraffa og hefir víst fundist hann vera kominn heim til sín, því að hann vildi helst ekki við hann skilja. Á myndinni til hægri sjest zuluhöfðinginn vera að gefa gíraffanum að jeta. Þegar Bretakonungur hjelt „garden party“ fyrir 10.000 manns í sumar í tilefni af ríkisstjórnarafmæli sínu, var litli maðurinn, sem sjest lijer á myndinni, meðal á- horfenda við innganginn til þess að skoða gestina þeg- þeir komu inn um hallar- hliðið. Eftir að spánska stúlkan Alicia Navarro Cambronero var kjörin fegurðardrotn- ing Evrópu í sumar, fór hún til París í skemtiferð. Hjer á myndinni til hægri sjest hún á götu í París ásamt systur sinni, en lögreglu- þjónn er að vísa þeim til vegar. 1 Kqliforníu hafa menn fundið upp þessa vinnuvjel. Hún er notuð til þess að lxlaða heyinu á vagnana og flýtir mikið fyrir. Þessir kanó-menn eru að æfa sig undir samkeppni. Þeir eru fimir í því, að halda bátnum á fleygiferð áralaust, með því að rugga honum. * * 4

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.