Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1935, Blaðsíða 12

Fálkinn - 26.10.1935, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Mazaroff-morðið. DULARFULL LÖGREGLUSAGA EFTIR J. S. FLETCHER. Jeg fór fram og gamli maðurinn sneri sjer að mjer og grannskoðaði mig frá hvirfli til ilja. „Þjer eruð máske mr. Holt?“ sagði hann. „Nafn mitt er Lincoln Crole, í lögfræðisstofu Crole & Wyatts, Bedford Row. Jeg las í kvöldblöðunum í London í gær um hið dul- arfulla hvarf mr. Mazaroffs og hjelt þegar í stað liingað, með járnbrautinni. Er hann fundinn, eða hefir nokkuð heyrst af honum ?“ „Já“, svaraði jeg. „Hann fanst í morgun — myrtur!“ Hann hrökk við er liann heyrði síðasta orðið, og benti síðan á herbergið, sem jeg hafði komið út úr. „Við skulum lieldur koma þarna inn“, sagði hann. „Þetta er mr. Frank Maythorne“, hjelt liann áfram um leið og jeg benti þeim inn og lokaði hurðinni á eftir okkur, yð- ur er máske kunnugt, að hann er einn af fremstu einkaspæjurum Englands. Og nú ætla jeg að skýra yður frá hvernig í mínum erindum liggur, mr. Holt. Eins og jeg var að segja yður áðan, las jeg um þetta í blöðun- um, já, og nafn yðar varð auðvitað nefnt í sambandi við málið — og með því að jeg hefi verið lögfræðiráðunautur mr. Mazaroffs síð- an hann kom til Englands, þá snertir málið einnig mig. Jeg ákvað því að fara hingað og fjekk mr. Maythorne með mjer. Jeg vissi að Mazaroff átti hvorki ættingja nje vini hjer i landinu, ef hann yfirleitt á þá nokkursstaðar, og, nú jæja' — af vissum ástæðum var mjer órótt út af lionum. En nú veit jeg, að það versta er komið fram. En heyrið þjer nú, við höfum verið á ferð í alla nótt og gátum ekki fengið neitt að eta í Rlack Gill, þar sem við skiftum um lest, svo að við verðum að reyna að fá eitthvað hjerna. Og jeg vona að þjer innið okkur alt af ljetta á meðan“. Mjer var í einlægni sagt gleðiefni að liitta mr. Crole og förunaut lians. Það var mjer svo mikill Ijettir, að hitta menn, sem jeg gat sagt frá hinu einkennilega leyndarmáli, menn sem voru vanir að kynnast slíkum leyndar- málum. Jeg bað um morgunverð handa þeim, sett- ist við borðið, og meðan þeir átu og drukku, ræddum við mr. Crole um aðalatriði málsins. Hann var mjög viðfeldinn maður í viðræðu og athugasemdir hans stuttar og skýrar. „Jeg skal í sem stytstu máli segja yður alt, sem jeg veit um Mazaroff“, ságði hann, um leið og hann tók til við steikta fleskið og eggin. „Fyrir nokkrum vikum kom hann á skrif- stofu mína í Bedford Row, og sagði mjcr, að hann væri Englendingur að uppruna, en hefði verið að heiman í mörg ár, og að lionum hefði safnast mikið fje í Indlandi og Suður- Afriku, sjerstaklega i Suður-Afriku. Hann sagði mjer ennfremur, að liann væri kominn hingað til veru og ætlaði að kaupa sjer hús i London og setjast þar að. Hann hafði heyrt að við fengjumst mikið við fasteignasölu og ætlaði að biðja okkur um ráð og leiðbeining- ar. Jeg lofaði honum að svipast um eftir hentugri húseign handa honum meðan liunn væri í ferðalaginu norður — og — já — meira fór eiginlega ekki okkar á millí“ „Og jeg veit eiginlega lítið meira“, sagði jeg. „En jeg skal segja yður á hvern hátt jeg kyntist honum“. Hann brosti og tók fram í fyrir mjer og bandaði hendinni. „Já, mjer er kunnugt um það, mr. Holt! sagði liann. „Það var jeg sem rjeð honum til að fá yður með sjer. Jæja, livernig gekk það, • samdi ykkur vel?“ „Já, okkur samdi prýðilega“, sagði jeg. „Sjerstaklega vel! Það getur ekki liugsast alúðlegri og nærgætnari maður en hann við urðum fljótlega bestu vinir!“ „Sjáum til!“ svaraði liann. „Já, mjer virt- ist liann vera einstaklega viðfeldinn maður. En — eftir að þið urðuð svona góðir vinir - hafið þjer ekki tekið eftir neinu einkenni- legu í háttum Mazaroffs — einhverju sem — svo að jeg segi það berum orðum — liefir valdið mjer áliyggjum, og sem eiginlega varð til þess, að jeg gerði mjer þessa ferð á hend- ur hingað og fjekk Maythorne með mjer, undir eins og jeg frjetti um hvarfið. Hafið þjer það ekki?“ „Ekki get jeg eiginlega sagt það“, svaraði jeg. Hann laut fram á borðið og horfði með al- vörusvip á Maythorne og mig. „Jeg snæddi nokkrum sinnum með Mazar- off“, sagði hann lágt. „Og jeg tók eftir ýmsu, sem mjer þótti einkennilegt við liann. Vitið þjer ekki, mr. Holt, að liann gekk með dem- anta í vösunum — lausa demanta — eins og þeir væri venjulegir koparpeningar“. Jeg kiptist við af undrun. „Nei, það hafði jeg engan grun um“, sagði jeg. „Jeg hefi aldrei sjeð demanta hjá honum. Aldrei!“ Corle hló — einkennilegum þurrahlátri. „Hann liefði betur skilið þá eftir í London!“ sagð: hann. „En það efast jeg um að hann hafi gert, jafnvel þó að þjer yrðuð þeirra ekki varir. Jeg benti honum oft á, hve mikil óvar- kárni þetta væri, en hann hló bara að mjer. En spyrjið nú Maythorne um álit lians — við skulum láta sjerfræðinginn tala“. Maythorne hrosti. „Mitt álit er það, að þeg- ar maður gengur með lausa demanta í vös- unum og tekur þá upp á almannafæri, þá hljóti honum að vera Ijóst að það endi með skelfingu. Það er alt sem mælir með því, að hann liafi verið „skygöur“ alla leið hingað norður“. „Jeg hefi aldrei tekið eftir neinum grun- samlegum mönnum í námunda við okkur, hvorki hjerna, nje annarsstaðar á leiðinni“, sagðijeg. „Nei, því trúi jeg“, svaraði Maythorne þur- lega. En svo bætti hann við, liægt og alvar- lega: „segið okkur nú í stuttum dráttum það helsta, sem fyrir ykkur bar á leiðinni, mr. Holt. Staðreyndirnar sjálfar“. Jeg sa_gði þeim nú alt sem gerst hafði frá því augnabliki að Mazaroff gekk einn upp í heiði þangað til um morguninn, er hann var fluttur heim að gistiliúsinu, limlestur. Og eft- ir að jeg hafði sannfært mig um, að við yrð- um ekki truflaðir, sagði jeg þeim ennfremur, orði til orðs alt, sem okkur Mazaroff liafði farið á milli, annað kvöldið sem við vorum á gistihúsinu. Þeir hlýddu á með athygli og eft- irtekt og komu ekki með neinar athugaseind- ir fyr en jeg liafði lokið máli mínu. En und- ir eins og jeg þagnaði, sagði Maythorne hvössum og ákveðnum rómi: „Jú, eitlhvað þessu líkt gat jeg hugsað mjer. Jeg þóttist viss um, að Mazaroff byggi yfir einhverjum leyndarmálum. Og hjerna er þá lausnin. Það fyrsta sem okkur ber að gera, er að segja frú Elpliingstone frá, hvernig í öllu liggur. Og það verðum við að gera þeg- ar í stað“. „Já,sem allra fyrst“, tók Crole undir. „Holt, þjer og jeg verðum að fara þangað undir eins — heitir bústaðurinn þeirra ekki Marras- dale Tower? Þetta getúr maður kallað upp- götvun!“ Jeg sýndi svo Crole leiðina þvert yfir lieið- ina til Marrasdale Tower og á leiðinni sagði jeg honum dálítið frá fólkinu, sem liann átti í vændum að hitta. Áður en við komumst að húsinu, liittum við fyrsta lieimilismanninn — Slieilu, sem kom út í sömu svifum. Og jeg gat undireins sjeð á henni, að hún hafði heyrt tíðindin. VII. KAPÍTULI: MINNINGARSPJALDIÐ. „Jeg samln’yggist yður út af þeim viðburð um, sem orðnir eru“, sagði Sheila. „Því að þetta er víst satt, því miður?“ „Já, þvi miður er það satt“, svaraði jeg. Jeg kynti mr. Crole fyrir henni og sagði, að hann langaði til að hafa tal af móður hennar „Mamma hlýtur að vera lijer einliversstað ar á næstu grösum“, sagði liún. „Pabbi er á fundi og kemur ekki heim fyr en síðdegis í dag“. Hún fór með okkur gegnum garðinn og inn i stofu eina, þar sem frú Elpliingstone sat við skrifborðið. „Mamma“, sagði hún. „Það fór eins og okkur grunaði um mr. Mazaroff. Hann hefir fundist dauður upp á heiði, og þetta er lög fræðisráðunautur hans, lierra Crole frá Lond- on. Hann langar til að tala við þig“. „Mig langaði aðeins til að spyrja yður nokkurra spurninga i sambandi við fráfal! skjólstæðings míns“, sagði hann. „Fyrst ætla jeg að leyfa mjer, að segja ykkur frá stað- reynd, sem livorug ykkar mæðgnanna veit um. Mr. Mazaroff liefir verið myrtur!“ Áheyrendurnir tveir tóku þessum orðum livor upp á sina vísu. Sheila hrökk við og tautaði eitthvað fyrir munni sjer, gagntekin af skelfingu. En frú Elphingstone leit snögt á Crole. „Gerið þjer svo vel og fáið yður sæti“, sagði hún og reyndi að virðast kurteis. „Þjer segið, að yður langi til að leggja fyrir mig spurningar í þessu samhandi? Jeg get ekki gert mjer i hugarlund, hvaða spurningar það ætlu að vera! Jeg þekki ekkert þennan vesal- ings mann, sem þið eruð að tala um“. ,Ef mjer skjátlast ekki, þá sáuð þjer skjól- stæðinginn minn heitinn núna á dögunum?“ hóf mr. Crole máls. „Þjer genguð framhjá, þegar hann og mr. Holt stóðu við garðsdyrn- ar fyrir utan veitingahúsið“. „Já, jeg minnist þess“, sagði frú Elphing- stone, „Jú, jeg mun liafa sjeð hann — liáan mann með skegg, var ekki svo? Jeg sá hann aðeins í svip. „Og þjer könnuðust ekki við hann, frú?“ spurði Crole og einblíndi á bana. Frú Elphingstone starði á liann, og augun voru köld sem ís.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.