Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1935, Blaðsíða 14

Fálkinn - 26.10.1935, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Einkennilegt fólk. VII. Eftir GUÐBRAND JÓNSSON. Guðmundur dúllari. Guðmundur var ættaður að jeg held úr Hnappadalssýslu, og man jeg naumast hvers son hann var, enda skiftir það minstu um slíka menn, þeir eru ekki það, sem þeir eru, í krafti ættar og uppruna. Þvert á móti er þeim um geðsmuni og gáfur oftast úr ætt skotið, — þeir eru beinlínis afbrigði og einmitt þessvegna kallaðir einkennilegt fólk. Guðmundur var að eðlisfari meinhægðar maður, uppáslátt- arlaus og heldur gufulegur og skifti víst mjög sjaldan skapi. Auðvitað kom þetta fram i fleiru, og þá því, sem síst skyldi, en það var vinnuhæfi manns- ins. Þar til Guðnnindur lióf flakk sitt var hann vinnuhjú, og það allviða. Var ástæðan sú, að vinnubrögðin voru eins dauf einsog skapið, því að Guðmund- ur var satt að segja framúr- skarandi latur og hyskinn til allra vinnubragða, og það svo að augljóst var, að naumast var hægt að segja það, að liann gæti unnið fyrir sjer. Guðmundur var fæddur ein- hvern tíma fyrir miðja öldina sem leið, og var þá, úr þvi að hann var svona gerður, ekki nema eðlilegt að hann legðist í flakk. Flakkararnir voru, með- i þeir voru til, nokkurskonar loddarar fyrir almenning, því þótt að koma þeirra á bæi þætti stundum hvimleið, var þó að því lilbreyting að þeir kæmu, ])ví að bæði höfðu menn þá að skotspæni gáska síns og eins reyndu þeir sjálfir að koma sjer i mjúkinn hjá fóllci á þann hátt, sem því líkaði, svo að þeir gæti sest upp lengur í hverjum stað og flakkað víðar. Þurftu þeir því að temja sjer einhverjar „listir“, sem þessu hæfði, enda var þeim venjulegast eitthvað slíkt til „lista“ lagt frá náttúr- unnar hendi. Guðmundur liafði sjálfur fundið upp þá list, sem hann flakkaði með, það var dúllara- listin. Hvort öðrum, sem heyrðu þá list leikna, hafi þótl hún jafn merkileg og höfundinum, er annað mál, en hann var mjög hreykinn af henni og þótti hún göfug. Það er ekki gott að flolcka hana svo rjett verði, en nánast verður þó að telja hana til sönglistar. Athugandi er það, að margt af frændum Guð- mundar var og er frábærlega söngvið og listfengt á því sviði, svo að vel getur verið að dúllið hafi verið kræklótt grein, sem vel hefði mátt vaxa rjett og verða falleg, ef skilyrði hefðu lil þess verið, og að Guðmund- ur hefði þá orðið rjettur lista- niaður. En það er víst, að skil- yrðin hrast, livað sem hefur verið um eðlisgetu Guðmundar. Það er ekki unt svo vel sje að líkja dúllinu, sem Guðmund- ur kallaði svo, við nein önnur ldjóð, sem úr mannlegum harka koma, en eigi það að heita eitt- hvað, var það einna skildasl sönghljóðum Týrólbúa, þeim sem kölluð eru „Jodl“ á þeirra máli, og flestir kannast við af grammófónplötum. Þegar Guð- mundur dúllaði settist hann niður, krosslagði fæturna, hall- aðist fram á vinstri olnbogann, stakk fingri í vinstra eyrað og tók svo til. Um leið og karl söng var neðri skolturinn á sí- feldu iði, og fingurinn titraði i eyranu. Var það einhverskonar lagnefna, sem hann sönglaði, og veit jeg ekkert livaðan úr bark- anum ldjóðið kom, en það var alt skjálfandi, mjög hátt og lieldur en ekki ófagurt. Ekki var neinn teksti undir þessum söng, en legði maður eyrað við, virtist atkvæðarunan „liagldagl- dagldagldagldagld“ koma fyrir oft og endurtaka sig í sifellu. Guðmundur var að vísu hreykinn af list sinni, en þó með hógværð, og ljet heldur lílið yfir sjer jafnvel þótt drjúg- ur væri með dúllið. Það mat liann og dúllið mikils, að hon- um datt ekki í liug að leika list- ina ókeypis, og kvað það full- lcominn ógerning. Var taxtinn hjá honum 25 aurar og þaðan af meira, og voru það allmiklu meiri peningar í lians tíð en nú. I hvað Guðmundur hefur eytt þeim peningum veit jeg ekki, en ekki er mjer kunnugt um, að hann hafi verið drykkfeldur, og það bendir til að hann hafi verið aðsjáll, að liann vildi ekki dúlla ef svo mætti segja í guðs- þakkaskyni. Ekki voru föt hans lieldur svo, að hann liafi getað UERn smiLhon Hallyu/ood — París — REykjavík Fllt tii uiðhalds fögru og hraustu hörundi, Heildsölubirgðir: 5kúli Júiifinnsson & co. eytt miklu í þau, enda hafa vafalaust óðir menn rjett meg- inið af þeim að honum. Ekki munu legsteinakaupin, sem síðar getur heldur hafa verið það út- dráttarsöm, að þau liafi gleypt þá peninga alla, sem karl safnaði með dúllinu. Jeg sá Guðmund dúllara oft, og heyrði mjög oft til hans, og fanst ekki til um, en einu sinni hafði jeg þó gaman af. Jeg var staddur í húsi einu í Reykjavilc uppi á efri hæð, og kom Guð- mundur þar; ljetum við hann þá nokkrir dúlla fyrir liæfi- lega borgun. Á neðri hæðinni var embættismaður einn, sem nú er látinn, að vinnu sinni, og var hann feiknadrykkfeldur og sjaldnar ódrukkinn en drukkinn. Var hann þennan dag gráttimbraður, sem svo er kallað, og þegar Guðmundur dúllaði svo liátt að gnast í hverju trje í húsinu, þá gnast þó einna mest í timbruðum kollinum á manninum, því hljóð Guðmundar gengu einsog tvíeggjað sverð beint gegnum höfuðið. Kom maðurinn þá vaðandi á bæxlunum uppá.loft, og jós skömmunum yfir Guð- mund og kallaði liann bæði landeyðu og flakkara. En Guð- mundur tók þessu með meslu stillingu og spurði okkur hina ósköp hóglega: „Hvað er að manninum? Hann hlýtur að vera drukkinn". Hvað drukkinn sem þessi maður liafði verið, höfðu fáir, að minsta kosti útí- frá, orðið til að segja honum það, svo að það var vafalaust í fyrsta sinn, sem liann lieyrði það af ókunnugum vörum, og þar eð liann lagði ekki miklar mannvirðingar á Guðmund og var auk þess hrokabelgur, varð hann skömmustulegur við og snáfaði þegjandi hurt. Síðustu flakkaraárin var Guð- mundur i fylgd með Símoni Dalaskáld, og kallaði Símon hann skrifara sinn og þótti mik- ilmannlegt að vera ekki einn á ferð, en ekki lagði hann miklar virðingar á Guðmund og lá ekki á því, en Guðmundi blöskraði hinsvegar sitthvað í fari Símon- ar, og voru þeir því allajafna stórlineyxlaðir livor á öðrum, enda var sambúðin skrykkjótt, þótt alt færi stórslysalaust. Síðustu æfiárin var Guð- mundur austur í Fljótshlíð og andaðist þar skömmu siðar en Símon förunautur hans. Stolt Guðmundar af dúllara- listinni skildi hann ekki eftir á grafarbarminum. Allir menn liafa eitlhvert takmark, er þeir vilja ná, sem skapar æfi þeirra tilgang og. alt starf þeirra hein- ist að og gerir æfina bærilega fyrir þá. Takmörkin kunna að virðast mismerkileg, og eru það, mæld á borgaralegan kvarða, enda þólt þeim, sem setja sjer þau þyki á annan veg. Takmark Guðmundar var í sjálfu sjer á- gætt, því að liann vildi að sín sæi einhvern stað og starfs síns að sjer látnum. Slikt er mark- mið margra, og vilja þeir þá að verk þeirra lifi og aðrir njóti þess áfram. Svo var ekki fyrir Guðmundi og takmarkið lijá honum var því ekki annað en að legsteinn geymdi nafn lians og dúllaralistarinnar um aldur og æfi, því að hún fór í þá daga út í veður og vind, þar sem ekki voru hjer til tæki lil að hand- sama dúllið og varðveita, enda efasamt að svo hefði gert verið, jafnvel þó þau hefðu verið til. Þetta sá Guðmundur í hendi sjer og festi því kaup á leg- steini yfir sig allöngu fyrir dauða sinn og stendur hann nú yfir moldum karls í Hlíðarenda- kirkjugarðí. Er vísa eftir Guð- , mund sjáll’an letruð á steininn, og segir í henni, að andvirði steinsins sje goklið með fje, er honum áskotnaðist með hinni „þjóðfrægu list“ sinni — dúll- inu. Er þar því nokkuð af dúll- fjenu komið sem steinninn er og er hann talandi vottur þess, að engin list, hvað ómerkileg sem hún kann að þykja, hafi ekki varanlegt gildi. Þegar „Lusitania“ var skotinn nið- ur af þýska kafbátnum í heimstyr- jöldinni fórst hinn þekti leikhússtjóri Charles Frohman. Honum hefir ver- ið reistur ininnisvarði i rLondon, sein margt leikliúsfólk, viðsvegar að, æf- inlega skoðar, er það kemur til London. Fæstir vita þó, að á Savoy- gistihúsinu er dálitil myndastytta af Frohman. Hún stendur við það borð í veitingasalnum, þar sem Frohman æfinlega var vanur að sita. Og hvert einasta ár kemur systir lians til London til þess að leggja blóm við minnisvarðann og sitja við sama borð og lianii var vanur á Savoy.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.