Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1936, Qupperneq 4

Fálkinn - 02.05.1936, Qupperneq 4
4 F Á L K I N N ræðatímar þegar Hitler tók við. Ástandið mun, livað atvinnu- mál snertir vera talsvert betra nú, en þá. En þjóðin hefir mist lýðfrelsið og þeir sem liafa vilj- að standa og sitja öðruvísi en Hitler þóknast, hafa orðið illi- lega fyrir harðinu á honum. Og heill l’lokkur manna liefir orðið að gjalda ætternis síns. Það .sem einkum hefir verið þyrnir í augum þeim útlendingum, er vilja reyna að líta hlutlaust á stjórnmálasögu Þýskalands síð- ustu þrjú árin, er hin taumlausa ofsókn gegn Gyðingum, harð- ýðgisleg meðferð stjórnmála- andstæðinga og ýmsra menta- manna og listamanna, sem ekki hafa viljað játast undir ein- ræðið. En á hinn bóginn hefir Hitler lyft Þýzkalandi, hæði inn á við og þó einkum út á við. Þar er fyrst og fremst kominn agi í stað agaleysis, en sá agi er sumpart fenginn með sviftingu persónufrelsinns. Út á við hafa atliafnir hans verið í einliuga samræmi við vilja mikils meiri hluta þjóðarinnar, sem krefst uppreisnar á nauðungarsamn- ingunum í Versölum, einu versta glappaskoti stjórnmálamann- anna á síðustu 20 árum. Það er enginn vafi á því, að Hitler liefir unnið sjer miljónir fylg- ismanna fyrir sigurvinninga sína í ulanríkismálum. „Fjórum vikum eftir að jeg liefi fengið völdin, skal ekkert atvinnuleysi verða i Þýska- landi“, sagði Hitler. Og liann lofaði ennfremur því, að jarð- eignum stóreignarmannanna skyldi skift niður í smábýli, „vaxlaþrældómurinn" skyldi af- numinn og „hinn raunveridegi socialismi“ komast í fram- kvæmd. Eignir „banka- og kaup hallarfurstanna“ skyldu geróar upptækar, rjettur smálcaup- Fiindur i ríkisþinginu. Max Sleicher kanslari. manna gagnvart stórkaupa- hringunum trvgður, húseigend- ur skyldu fá betri leigjendur og leigjendurnir betri húseigendur. En þegar á þelta er litið eflir þrjú ár, þá hefir ekkert lcomist eins vel í framkvæmd og ein- ræðið. Meira að segja hefir komist á einræði í kirkjumál- um, þrátt fyrir það, að Hitler lijeti kirkjunum fullkomnu frjálsræði. Hitler liefir ofsótt kirkjunnar menn fyrir það að þeir vildu ekki viður- kenna Miiller ríkisbiskup sem einskonar páfa Þýskalands. Efndirnar i landbúnaðarmál- um liafa orðið litlar. Smábýlin liafa ekki komist í framkvæmd, en hinsvegar hafa stórbændur fengið ódýran vinnukraft úr liópi atvinnuleysingjanna. Fyrir- komulag landbúnaðarmála_______i Þýskalandi er í engu fremra en Hinn 30. janúar í vetur voru þrjú ár liðin síðan Hitler fjekk raunverulega einræði í Þýska- landi. En nazistar telja sjálfir valdatöku sina frá dögunum eftir ríkisþingsbrunann i Ber- lin, eða frá kosningunum, sem fram fóru nokkrum dögum síð- ar, 5. mars. Flestum mun hafa komið á óvart, að Hitler náði völdum svo senmma. Flokkur lians var þá hlaðinn skuldum og talsvert ósamkomulag innan hans. En 8tóriðjuhöldarnir, sem höfðu veitt Hitler liðsinni voru orðnir óþolinmóðir eftir að fá eitthvað fyrir snúð sinn og hrintu Sleieli- er kanslara frá völdum. Hann komst að ráðagerð þeirra en hikaði við að hefta byltingará- formin þangað til það var orð- ið of seint. Og Hindénburg for- seti, sem fram að þvi síðasta hafði reynt að varðveita þing- ræðið, sá ekki annað vænna en að ganga Hitler á hönd. Það myndast þjóðsögur um það sem minna er en stofnun einræðisstjórnarinnar í Þýska- landi. Nú á dögum trúa margir þeirri þjóðsögu að Hitler hafi þjargað Þýskalandi úr klóm kommúnismans, en raunveru- lega bjargaði liann þvi úr klóm Sleichers, sem virti einstakl- ingsfrelsið margfalt meira en nú er gert í Þýskalandi. En því verður ekki neitað, að í Þýska- landi var mikið los og vand- Uppgangur Hitlers.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.