Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1936, Blaðsíða 10

Fálkinn - 02.05.1936, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N Nr. 382. Adamson enn óheppinn. S k r í 11 u r. &— ..— Afsakiö þjer, kapteinn. En jep þjáist svo af fótkulda. Piltur og stúlka höfðu sjest á bað- stað og verið kynt þar í fjörunni. Nokkru síðar kemur hann inn i spor- vagn og sjer stúlkuna þar og heils- ar. En hún kemur honum ekki fyrir sig strax en áttar sig von bráð- Hjólreiffainaðurinn slœr tiinblett- inn sinn. Þegar mamma þreyttist á aff sgngja fgrir barniff sitt. ar og segir: — „Æ, fyrirgefið þjer, jeg ætlaði varla að þekkja yður — enda hefi jeg aldrei sjeð yður i föt- unum áður“. Allir ráku upp stór augu og stúlkan hvarf undirleit út úr vagninum á næstu biðstöð. - Þjónn. Má jeg fá einn umgang af mauraeggjum, hundakex, bolla aí mjólk, fuglafrœ og einn enskan buff — konan mín er á ferðalagi. UNDRABARNIÐ. Hún: ■— Hefir þú hegrt hann leika á fiðlu áður. Hann: — Já, þegar hann hjelt hljómleika hjerna seinast, fgrir 30 árum. — Ilvaða bjeaður þorskur er það, sem hefir mist klóróformglasið? — Hvað hefirðu þarna á trumbu- bjórnum? — Mgndin af henni tendgamömmu — þá ber jeg miklu betur. Verkfæri að handleika — sætta.st við óvin. Veiðiför að fara — ánægju. Veigi að liorfa á — ljettúðug ást. Veiðimenn að sjá — l)að er setið um þig. Völundarhús að koma í — óvinir. Y. Yfirvöld að sjá — fátækt og' ör birgð. Yndisleik leyndan að dreyma — efi og óró. Z. Zebrahest að sjá — leikaraflokkur. Zigauna að sjá — mikið happ. Zvíbla að tína — gleði í hjóna- bandinu. Þ. Þjóðhátíð að koma á — áhyggjur. Þjöl að brjóta — áflog. Þjöl að nota — árangurslausa vinnu. Þvott að þvo — raunalegar frjettir. Þaki að ganga eða sitja á — yfir vofandi hætta. Þistil að sjá — smávægis óþægindi. Þjóf að hramsa — liepni í fram- líðinni. Þoku að sjá — góðs viti. Þoku að vera í — óþægindi. Þrumur að heyra — fá jögunar- sama konu. Þræta í svefni — liepni í verslun. Þjófnaði fyrir að verða — óvæni.t hamingju. Æ. Æðstiprestur að vera — innantóm orð. Ö. Ölvað fólk að sjá — ienda í ill- deilum. Örkumlamann að sjá — þægileg ó- vænt fregn. Ösku að sjá — spyrja mannslát. Öklann að brjóta — leiðinleg tíð- indi. Ölmusu að gefa — nýja atvinnu. Önd að sjá — konra á óþægilegan stað. Örn að sjá á flugi — þú verður upp með l>jer. Öxi að nota — ótryggur vinur. Ö1 að drekka — hjónaband á næstunni. Öldur að sjá — árangurslaus til- raun. Öldung að hitta — nytsamur fróð- leikur. Ömmu að sjá — gjafir að fá. Kona ein hafði verið kærð fyrir að berja útsvarsrukkarann þegar bann kom til að krefja hana um út- svarið. Lögreglufulltrúinn spurði hana hversvegna hún hefði gert þett > og þá svaraði hún: — Hann hefði ekki átt að koma eftir að dimt var orðið. Jeg hjelt þetta væri maðurinn minn! Gyðingur einn var afar óheppinn i veðmálum um kappreiðar. — Hvern- ig stendur á því? spurði konan hans, að þú vinnur altaf í spilum, en kem- ur altaf með tóma vasana af kapp- reiðunum. Það stendur svoleiðis á því, að :eg get ekki stokkað hestana.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.