Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1936, Blaðsíða 12

Fálkinn - 02.05.1936, Blaðsíða 12
12 falkinn GEORGES SIMENON: Líkið á krossgötunum. staddur veðreiðarnar, og það var spaugileg- ast, að hann stakk stundum að mjer riota- drjúgum upplýsingum .... Skál! Jæja, góða mín, er hann búinn?“ ,,Já“. Unga konan, sem var að koma inn aftur, staðnæmdist vandræðaleg á miðju gólfi, eins og hún vissi ekki, hvað hún ætti af sjer að gera. „Komdu liingað og drektu með okkur . . Hann er enginn gikkur, lögreglufulltrúinn, og liann hefir ekkert á móti þvi að klingja við þig glasi, þó að þú sjert ineð liðanálarn- ar í hárinu“. „Má jeg nota talsímann?“ greip Maigret fram í. „Auðvitað .... Það er ekki annað en snúa sveifinni. Ef þjer ætlið að síma til Parísar, fáið þjer sambandið strax“. Maigret leitaði fyrst í símaskránni eftir númeri þeirra Dumas & Sonar, veggfóðurs- framleiðendanna, sem Andersen hafði ætl- að að innlieimta hjá peinga. Samtalið var stutt. Gjaldkerinn, sem kall- aður var i símann, staðfesti það, að Carl Andersen ætti tvö þúsund franka inni, en bætti því við, að hann hefði ekki gert vart við sig ennþá, á skrifstofunum. Þegar Maigret kom fram í eldhúsið, njeri Oscar saman höndunum, ánægður á svipinn. „Það er rjett að jeg kannist við það, hrein- skilnislega, að mikið þykir mjer gaman að þessu .... því að jeg kannasl við lagið, skal jeg segja yður .... Það gerist atburður á krossgötunum. Hjer eru aðeins þrjú hús, — og eins og eðlilegt er, þá erum við öll, fólkið í þessum þrem húsum, grunuð .... þetta er satt. Verið þjer nú ekki með nein látalæti .... Jeg er svo sem ekki í nokkrum efa um það, að þjer gáfuð mjer ilt auga, og þjer vilduð ekki koma inn fyrir og drekka glas með mjer. Hjer er um að ræða íbúa þriggja húsa. Vátryggingamaðurinn er svo frámuna lega aulalegur, að ekki kemur til nokkurra mála að ætla, að hann liafi framið glæp. Burgeisinn er, eins og við vitum, lmarreist- ur lierramaður. Og þá er komið að minni lítilfjörlegu persónu, — jeg, sem ekki er annað en vesall og óbrotinn verkamaður, sem hefir unnið sig áfram í lífinu. Og jeg hefi illa aðstöðu til þess að bera hönd fyrir höfuð mjer, ef á mig eru bornar sakir. Jeg er gamall linefaleikari .... Ef þjer spyrjist fyrir um mig á lögreglustöðinni, myndi yður verða sagt, að mjer hefir verið stungið inn nokkrum sinnum, þegar gerð hafa verið lög- regluáhlaup, af því að mjer hefir þótt gam- an, að fá mjer snúning í Rue de Duppe, einkum í þá tið, sem jeg fjekst við hnefa- leika .... 1 eitt skiftið hafði jeg flatt út and- litið á einum lögregluþjóninum, sem altaf var á liælum mjer .... Skál, fulltrúi“. „Þakka“. „Þjer afþakkið ekki? Sólberjalikjör hefir aldrei gert nokkrum manni mein .... Jeg skal segja yður, að mjer fellur best, að leggja spilin á borðið . ... . Mjer gramdist það, að þjer voruð að snuðra hjer í kring- um hifreiðaskálann, og virtust líta niður á mig .... Er það ekki satt, væna mín, að jeg var einmitt að segja þetta við þig í gær- kveldi? Þarna er fulltrúinn á ferðinni .... Hversvegna kemur hann ekki inn, og rann- sakar húsið hátt og lágt .... látum hann rannsaka mig! .... Og látum hann svo við- urkenna það á eftir, að jeg er flekklaus, eins og skíra gull .... Það, sem veldur mjer mestum heilahrotum i þessu máli, eru bif- reiðarnar því að þetta er nú, meðal annars, hifreiða-mál . . . .“ Hálf-tólf. Maigret stóð upp. „Má jeg nota talsímann aftur?“ Hann var all áhyggjufullur, og Iiringdi nú upp umferðarlögregluna, og gaf fidltrúa hennar fyrirskiþun um, að senda öllum lög- reglustöðvum og landamæravörðum lýsingu af fhnmhesta hifreið Andersens. Herra Oscar var búinn að drekka fjóra snapsa, og var hann farin nað verða enn rjóðari í kinnum, en honum var eðlilegt, og talsvert glaðlegri í yfirbragði. „Jeg veit það svo undur vel, að þjer mynduð ekki vilja borða með okkur kálfs- kets-kássu .... og allra síst hjerna í eldhús- inu, þar sem við erum vön að borða .... Æi-jæja! Þarna er hann að koma, flutn- ingsbíllinn frá Groslumeau. Hann er á heim- leið, frá torgunum. Þjer fyrirgefið, full- trúi?“ Hann fór út. Maigret sat einn eftir, hjá iingu konunni, sem stóð við eldavjelina og var að hræra í skaptpotti. „Þjer eigið skemtiiegan mann“. „Já. Það liggur altaf vel á honum . . . .“ „En sennilega dálítið harður í horn að taka, öðru hvoru?‘“ „Hann vill ógjarnan láta andmæla sjer .... En ágætismaður er hann“. „Jeg gæti trúað því, að stúlkunum litist á hann?“ Hún svaraði engu. „Og alveg er jeg handviss Lim það, að hann gerir sjer glaðan dag, svo að um mun- ar, endrum og eins?“ „Hann er nú eins og allir karlmenn, að því leyti“. Röddin varð beiskjuleg. Maigret heyrði mannamál, utan úr bifreiðaskálanum. „Láttu liann þarna! .... Við höfum hringjaskifti seinna, — snemma i fyrramál- ið“. Oscar kom inn, og var allur eitt gleðibros. Það var auðsjeð á homim, að hann langaði mest til að syngja og gera sjer glaðan dag. „Jæja, — ætlið þjer ekki að borða með okkur, fulltrúi? Jeg trúi ekki öðru, en að við gætum fundið gamla flösku í kjallaran- um, ef því væri að skifta .... Ilverskonar svipur er það, sem þú ert búin að setja upp, Germaine? .... Nei, blessað lcvenfólkið. Það getur aldrei verið i sama skapinu tvær stundir samfleytt . . . .“ „Jeg verð að fara aftur til Avraiville“, íriælti Maigret. „Á jeg að skjóta yður þangað í bifreið? .....Jeg er enga stund að því“. „Þakka yður fvrir, en jeg vil heldur fara gangandi1. Það var komin sumarhlýja í loftið, og gult fiðrildi flögraði fyrir framan Maigret, á leiðinni til Avraiville. Spölkorn frá kránni, mætti hann Lucas yfirlögregluþjóni, sem kom til móts við hann. „Jæja?“ „Það var eins og yður grunaði .... lækn- irinn er húinn að ná út kúlunni .... það var riffilkúla". „Annars ekkert?“ „Jú. Það eru komnar upplýsingar frá París.....Isaac kom þangað í sinni eigin hifreið, — stórri langferðabifreið, sem hann var vanur að nota til langra ferðalaga, og stýrði sjálfur .... Og sennilega liefir hann komið frá París að krossgölunum í þeirri söniu hifreið. „Er þetta alt og sumt?“ „Það er beðið eftir upplýsingum frá belg- isku lögreglunni“. Stóra leigubifreiðin, sem frú Goldberg hafði stigið út úr, þegar hún var myrt, var farin lil Parísar aftur, og liafði sami bif- reiðarstjórinn ekið henni til haka. „Líkið?“ „Það er húið að flytja það til Arpajon .. Glæpamálafulltrúinn var órólegur . . Hann bað að skila til yðar, að liann vænti þess, að við gerðum það sem unt væri i málinu .... Houm var einkum órótt vegna þess, að hann var hræddLir um, að blöðin i Bruss- el og Antwerpen myndn gera hvell af þessu máli“. Maigret fór að raula fyrir munni sjer, gekk inn í krána og settist við borð. „Er hjer talsími?“ „Já. En honum er lokað frá tólf til tvö. Nú er klukkan orðin hálf-eitt“. Maigret neytti matar síns þegjandi, og Lucas þóttist vita, að liann væri í djúpum hugsunum. Yfirlögregluþjónninn reyndi hvað eftir annað, að hefja samtal. Þetta var einliver fyrsti fagri vordagur- inn. Og að lokinni máltiðinni, tók Maigret stól sinn með sjer út á hlað, setti liann upp við vegg, innan um hænsni og endur, og svaf í honum hálfa klukkustund. Eu nákvæmlega klukkan tvö, stóð hann á fætur og gekk að talsímanum. „Halló! .... Lögreglustöðin .... Hefir fimm-hesta bifreiðin fundist?“ Neitandi svar. Ilann fór að ganga um lilaðið. En tíu mín útum siðar var hann kallaður í símann aft- ur. Það var Quai des Orfevres. „Maigret fulltrúi? .... Yið vorum rjett í þessu hrigdir upp frá Jeumont .... Þar er bifreiðin .... Hún hefir verið skilin eftir rjett hjá járnbrautarstöðinni .... Það er á- lilið, að sá, sem bifreiðinni stýrði hafi lield- ur kosið að komast yfir landamærin fól- gangandi eða með lestinni“. Maigret liringdi ekki af strax, heldur bað liann um samband við Dumas & Son. Hann fjekk þær uplýsingar þar, að enn hefði And- ersen ekki komið þangað, til þess að sækja tvö þúsund frankana. Þegar þeir Maigret og Lucas fóru framhjá bifreiðaskálanum um klukkan þrjú, kallaði Oscar til þeirra, glaðlega: „Hvernig gengur ykkur?“ Maigret svaraði með því einu, að ypta

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.