Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1936, Blaðsíða 14

Fálkinn - 02.05.1936, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Grjetar Fells: Fulltrúarnir tveir. Erindi flutt á Rangæingamóti, 13. febr. 1936. Háttvirla samkoma! Ein er sú bók, sem jeg tel eugum Hangœing vansalaust að hafa ekk: lesið og kynt sér rækilega. Jeg býst við, að þjer getið undireins giskað á, bver sú bók muni vera. Það er Njála. Er það ekki fyrst og fremst vegna þess, að höfuðpersónur sög- unnar eru Rangæingar og margir helstu og örlagaþrungnustu atburð- irnir, er sagan segir frá, gerast í Hangárþingi, iieldur og vegna þess, að mennirnir, sem sagt er frá, eru merkilegir menn og það svo, að af ber. Varpa sumir þeirra ennþá ljóma yfir hið fagra hjerað, og eru að mörgu Ieyli sígitdar fyrirmyndir. Jeg •etlíf í þelta sinn aðeins að taka tvær höfuðpersónurnar ofurlítið til athugunar, vegna þess, að þær mynda til samans eina fagra lieild, að sínu leyti einsog likami og sál mynda eina heild eða hverjar aðrar sam- stæður, sem bæta hvor aðra upp og mega belst ekki livor án annarar vera. Jeg á hjer við þá Gunnar Há- mundarson, bónda á Hlíðarenda, og Njál Þorgeirsson, bónda á Bergþórs- hvoli. Þessir tveir menn eru full- trúar tvenskonar verðmæta, sem enga þjóð má vanta, ef vel á að fara, og sem æskilegast er lika, að hver einstaklingur sameini í fari sinu í sem jöfnustum hlutföllum, þótt það sje tiltölulega fremur sjaldgæft. Á jeg lijer við líkamlegt atgerfi og andlegt atgerfi. Gunnaf bóndi á Hlíðarenda er fulltrúi hins líkam- lega atgerfis og ytri glæsimensku, íþróttamaðurinn, kappinn, ofurliug- inn, en um leið prúðmennið og hinn góði drengur. Njáll á Bergþórshvoli er fulltrúi hins andlega atgerfis, spekinguri n n, dj úphyggjumaðurin n, draumamaðurinn, sem á heima i tveimur heimum, en á þó ef til vill fremur lieima í hinum ósýnilega heimi. Eitt af því, sem gefur forn- bókmentum vor íslendinga ekki hvað síst gildi, er það, hve auðugar þær eru að undurfögrum mannlýsingum. En þó held jeg að lýsing Njálu á Gunnari og Njáli sje með þeim allra fegurstu, enda þótt sagt sje frá tveim ólíkum mönnum, mönnum, sem tvímælalaust geta talist einskonar fulltrúar tveggja manntegunda. Um Gunnar segir Njála meðal annars: .. .. „Hann var mikill maður vexti og slerkur og allra manna best vígur. Hann hjó báðum liöndum og skaut, ef hann vildi; og hann vá svo skjótt með sverði, að þrjú þóttu á lofti að sjá. Hann skaut manna best af boga og hæfði alt það, er hann skaut til. Hann hljóp meira en hæð sína með öllum lierklæðum og eigi skemmra aftur en fram fyrir sig. Hann var syndur sem selur. Og eigi var sá leikur, að nokkur þyrfti við hann að keppa, og hefir svo verið sagt, að engi væri hans jafningi. Hann var vænn að yfirliti og ljóslitaður, rjett nefið og hafið upp að framan vert, bláeygur og snareygur og rjóður í kinnum, hárið mikið og gult og fór vel. Manna var hann kurteisast- ur, harðger í öllu, ráðhollur og góð- gjarn, mildur og stiltur vel, vin- fastur og vinávandur ....“. Njáli er aftur lýst á þessa leið: „.... Hann var lögmaður svo mik- ill, að engi var lians jafningi, vitur og forspár, heilráður og góðgjarn — og varð alt að ráði það er hann rjeð mönnum — hógvær og drenglyndur, langsýnn og langminnugur. Hann leysti hvers manns vadræði, er á hans fund kom ....“. Eftir þessum lýsingum að dæma er engu líkara en að flestum líkam- legum og andlegum yfirburðum hafi verið einsog þjappað saman í þess- um tveimur mönnum. Það er einsog Hangárþing hafi verið útvalið til þess að ala tvo mestu snillinga, hvorn á sinu sviði, sem fornbókmentir vor- ar segja frá. Þeir eru einsog tveir voldugir vitar, sem varpa birlu sinni yfir alt Hangárþing, og svo vel vald- ir og fullkomnir eru þessir vitar, að þeim, sem nýtur Ijóss þeirra, og leyfir því að leiðbeina sjer, er vel borgið bæði í líkamlegum og and- legum efnum, og svo vel samvaldir eru þeir, að hvorugur má í rauninni án annars vera, og úr þeim báðum til samans verður einn stór viti, á- gætur og ægifagur. Jeg segi fyrir mig, að mjer þykir vænt um að vera Rangæingur, en fyrst og fremst vegna Njáls og Gunnars. Þvi enda þótt ákveðnir staðir séu oss öllum kærari en aðrir, vegna þeirra sjálfra, þá er það nú samt svo, að það eru fyrst og fremst mennirnir, sem gefa á- kveðnum stöðum gildi. Náttúrufegurð er góð, en mennirnir eru hluti nátt- úrunnar og einskonar afkvæmi henn- ar, og þeir eru „kóróna sköpunar- verksins", eins og komist er að orði í fornum fræðum. Mennirnir eru einskonar armar jarðarinnar, og suma af þessum örmum rjettir hún til liimins og seilist með þeim til sólar og stjarna, en með öðrum rót- ar hún ef til vill aðeins upp sínu eigin dufti. Hin íslenska mold hefir teygt arma sína einna liæsl í Rang- árþingi, og svo göfguð var lnin orð- in í Njáli Þorgeirssyni, að Hjalti Skeggjason komst svo að orði, er liann kom að Bergþórshvoli skömmu eftir brennuna til þess að veita liin- um dánu nábjargir: .... Likami Bergþóru þykir mjer að likindum og þó vel. En líkami Njáls og ásjóna sýnist mjer svo bjartur, að jeg hefi einskis dauðs manns líkama sjeð jafnbjartan“. — Það er að vísu svo, að Njála hefir auðsjáanlega mikið dálæti á Njáli, og enda Gunnari lika, en ekki verður sjeð, að það dálæti sje að neinu leyti óverðskuldað. Og einsog altaf þegar um verulega mikla menn er að ræða, á það sjerstaklega við um Njál, að sagan lætur oss renna grun í, að liann liafi verið meiri maður en hægt er að ráða af frásögninni sjálfri í fljótu bragði. Allir miklir menn erú í meðvitunil fjöldans mikið stærri lieldur en öll afrek þeirra samanlögð gefa tilefni til að ætla. Það er engu líkara en inenn óri fyrir þvi, að mikilmennin hafi átt í fórum sínum einhvern and- legan varasjóð sem þeir hafi þó aldrei þurft að taka til eða a. m. k. aldrei opinberað. Jeg held, að eitt af þvi merkilegasta, sem Njáll hafi átt i þessum varasjóði sínum, liafi verið andi hins unga kristindóms, sem nokkru fyrir dauða hans var lögtekinn á Islandi. Það er mjög 'erfitt að komast undan þvi að álykta svo, að Njáll hafi beinlínis viljað deyja ásamt konu sinni og sonum. Dauði lians og þeirra var fórnar- dauði. Njáll lagði sjálfan sig og syni sina sem fórn á altari hins nýja guðs, og með þvi var hann að greiða gamlar skuldir og afstýra því, að stofnað væri til annara nýrra. Jeg ge't ekki rökstutt þetta nánar, í þetta sinn, en vil aðeins vekja athygli á þvi, að ef til vill er Njáll Þorgeirs- son bóndi á Bergþórslivoli fyrsti maðurinn á íslandi, sem kaus sjer Garðyrkja og áburður Það hefir oft verið bent á það í blöðurn og tímaritum live nauð synlegt sje að efla garðræktina i land- inu. í smáritinu „Garð rækt og áburðúr" eft- ir Árna G. Eylands, sem út kom í fyrra er á það bent, að ár- ið 1932 hafi verið fluttar inn kartöflur fyrir nál. 360 þúsund krónur og gulrætur, rófur og kál fyrir um 35.000 krónur. En jafn framt þessu ber að líta á, að notkun garðávaxtar mundi aukast að miklum mun ef innlend framleiðsla væri nægileg. Lækn- arnir eru sífelt að ráð- leggja fólkinu að borða meira grænmeti en gert er, og sumar mestu menningarþjóð- ir heims, t. d. Þjóðverj ar, eta margfalt meira af kartöflum en við. Það lilýtur því að vera fyrsta tak- mark allra hugsandi manna, að auka sem mest þann gróður íslenSkrar moldar, sem hægt fer að nota til manneldis. En fram að þessu hefir vankunnátta verði slæmur Þrándur i Götu fyrir þessum vexti. Kartöflu- ræktin hefir alls ekki gefið þann arð sem lnin gæti gefið, bæði fyrir ljelegt val á útsæði og þó einkum fyrir ranga hirðing og ónógan áburð. Og ýmsir sem hafa byrjað ræktun á kálmeti, hafa gefist upp á því eftir fyrstu tilraunina, er hún mishepn- aðist — í flestum tilfellum fyrir þelckingarskort. Það er nú viðurkent af öllum, að áburðurinn sje undirstaða allrar garðræktar. Og ekki áburður lield- ur rjettur áburður. Húsdýraáburð- urinn er vitanlega góður og nauð- synlegur, ekki sist til þess að „fita“ jarðveginn sjálfan. En næringarefn- in handa jurtunum má einnig á auð- veldan hátt fá með því að nota til- búinn áburð og er þar um ýmsar tegundir að ræða, eftir þvi hvers kyns ræktunin er. Við garðrækt er Nitroplioska lang hentugasti áblirðurinn sem völ er á. Inniheldur liann köfnunarefni, fos- fórsýru og kalí, og auk þess kalk. Sú tegund Nitrophoska sem hentug- ust þykir i kartöflugarða inniheldur áðurtalin þrjú næringarefni í hli föllunum: 15:15:18. Húsdýraáburð er best að bera i garða áður en þeir eru stungnir upp, því að áburðurinn þarf að blandast nioldinni sem best. En tilbúinn á- burð á að bera á um leið og sáð er eða sett niður i garðana og þó ekki allan áburðinn í einu lieldur geyma nokkuð þangað lil byrjað er að spretta og bera þá á — en gæta þess að láta áburðinn ekki koma á plönt- urnar sjálfar heldur milli raðanna. Ef áburðurinn hefir slæðst á plönt- urnar er ráðlegt að vökva garðinn á eftir, svo að áburðurinn skolist af plöntunum ofan í jörðina. Mjög er það misnnmandi hve ýms- ar tegundir garðávaxta þurfa mikinn áburð og eins fer áburðarþörfin eft- ir því, hve miklu garðinum er ætlað að kasta af sjer. En gera má ráð fyrir, að 100 fermetra reitur, sem gefur af sjer 250 kg. af kartöflum ilauða fremur en líf, vegna kristi- legrar trúarsannfæringar. Og ekki verður Ijóminn, sem af honum staf- ar, í mínum augum minni fyrir það. Jeg sagði áðan, að mennirnir væru liluti náttúrunnar og einskonar af- kvæmi hennar. Þeir eru vissulega samvaxnir náttúrunni og háðir á- hrifum hennar, og það svo mjög, að sumir halda þvi fram, að svipur og yfirbragð fólks sje í nákvæmu samræmi við svip og yfirbragð þeirrar náttúru og þess umhverfis, er það elst upp við. Flestir næm- ir menn, sem koma austur i Rang- árvallasýslu munu fljótt verða þess varir, live náttúran þar er þrung- in miklum töfrum. Hún er full af kyngi. Jþklarnir með liinn eilifa snjó eru sem ímynd hreinleikans, og tignin, sem í tindunum býr, mótar sálarlif og framkomu fólks- ins, sem elur aldur sinn upp við fjöllin. Dimm og drungaleg hraun vekja geig og grunsemdir um liuliðs- verur, er til alls sjeu búnar, — for- ynjur og nornir. Yndisleg heiðalönd með hjalandi læki og lindir láta oss dreyma um dísir og álfa. Og yfir öllu þessu hvílir hin undursamlega öræfaþögn, — þögn, sem er svo djúp, að vér heyrum vor eigin hjörtu slá og radd- ir náttúrunnar tala. Hvernig er ann- að unt, en að slikt umhverfi seiði frain alt hið besta, sem til er í sál- um þeirra inanna, er njóta þess umhverfis? Vjer skiljum, að í þessu umhverfi hlutu Gunnar og Njáll að fæðast og alast upp. Kyngi þagnar- innar, liugboð það, sem hraunin vekja og tignin i tindunum líkam- aðist og safnaðist saman í Njáli. Hinn heilbrigði og kjarnmikli gróð- ur heiðalandanna og hinn ljetti nið- ur lækjanna tók á sig mynd Gunn- ars. Og þessir tveir mildu yfirburða- menn fela því i sjer alt hið besta, sem hjeraðið á, og eru sjáífkjörnir fulltrúar þess á ölhim þingum þar sem stefnt er saman andlegu og líkamlegu atgerfi. Og jeg get einskis betra óskað Rangárþingi og Rang- æingum á þessu fyrsta Rangæinga- móti liins nýstofnaða Rangæingafje- lags en að spor þeirra Gunnars og Njáls verði aldrei grasi gróinn, — þ. e. a. segja, að dæmi þeirra lifi sem Jengst í hugum og lijörtum allra Rangæinga og megi verða þeim sí- feld hvöt til drengskapar, mannvits og dáða. Lifi Rangárþing!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.