Fálkinn - 11.09.1937, Blaðsíða 12
12
F Á L K I N N
Ránfuglar.
Leynilögreglusaga. 12.
et'tir
JOHN GOODWIN
15.
Maðurinn á vegarbrúninni.
I>að er skrítið' ástfangna fólkið.
Meðan Jeff Ballard var að bera kvöld-
verðinn á borð handa sjer hætti hann alt í
einu að raula, fór út í dyr og horfði út.
Ilann gal ekki sjeð langt vegna þokunnar,
sém fyrir skömmu virtist vera að.gisna, en
nú var orðin þjettari en nokkurntíma áð-
ur. Svo var Jika farið að dimma.
Jeff hleypti brúnum. — Þetta er hræðilegt
kvöld, sagði hann upphátt við sjálfan sig.
Jeg liefði aldrei átt að láta hana fara eina.
Hann fór inn aftur og lokaði liurðinni. Það
kraumaði í katlinuin yfir eldinum og loft-
lága stofan var vistleg og notaleg við
lampaijós, en Jeff tók ekkerl eftir þessu,
l>ví að honum var annað í hug. Ilann var
að liugsa um all það, sem gæti komið fyrir
Joyce. Hann hugsaði sjer að hún kynni að
aka á hest á leiðinni eða ef til vill útaf
vegdnum. Og svo komu honum alt í einu
í hug strokufangarnir tveir.
Hann var í þann veginn að hella uppá
lekönnuna sína, þegar honum datt þetta i
hug og fyrir hugskotssjónum sínum sá
liann lifandi mynd af manni, sem kom
skríðandi meðfram veginum og gerði lil-
raun til að hlaupa á bifreiðina og ryðjast
inn í hana. Tekannan datt i gólfið og fór í
mjel. Jeff slökti á lampanum, þreif húf-
una sína og þaut út eins og örskot, hlaup-
andi þangað sem hifreiðin hans stóð.
Bifreið Jeffs var í fullu samræmi við
fjárhagsástæður hans, hvorttveggja var
smávaxið. Þetta var dvergbíll, einn af þeim
fvrstu af sinni tegund, og hann var svo
gamall og skrítinn í laginu, að fólk leit við
og góndi þegar það sá hann. En Jeff hirti
vjelina vel, svo að hifreiðin hafði góðan
gang ennþá. Jeff hafði keypt hana fyrir
tólf pund og veðjaði fúslega um, að eng-
inn hefði gert betri kaup.
Hann lagði á sveifina, því að vilanlega
var ekki sjálfknúandi á bifreiðinni, settist
inn, ók varlega út á veginn, en þegar hann
var kominn út úr hliðinu ljet hann bílinn
renna á fullri ferð, sem var um 30 kiló-
melrar á klukkustund. Hann þekti véginn
blindandi, svo að þokan var honum síður
lil ama en Joyce, en mein var honum að
því að þurfa að breyta um gír, hvað lítil
hrekka, sem fyrir var, enda var hann rösk-
an hálftíma á leiðinni til Taviton.
Hann ók beina leið á járnbrautarstöðina
og frjetti þar að lestin frá London væri
komin og farin fyrir rúmu kortjeri.
Já, jeg sá unga konu hjerna, sagði
einn hurðarmaðurinn. Hún ætlaði að
hitta einlivern sem ekki kom. Jeg hugsa
að hún hafi ekið beina leið heim lil sín.
Hann hristi höfuðið. — Það er ekki hent-
ugt fyrir kvenfólk að vera eitt síns liðs á
ferð á svona kvöldi.
Jeff var enn órórra en áður og ók haml
nú gegnum bæinn og stefndi til Steepy Tor.
Hann vissi, að liann mundi ekki geta ell
bíl Joyce uppi, því að hann var miklu
hraðskreiðari, en ef eitthvað hefði orðið
að, gæti hann máske komið nógu snemma
til að hjálpa.
Það heyrðust fáránleg hljóð úr vjelinni,
þegar liann beitti henni upp hrekkuna, og
það var ekki nema eðlilegt, að kælivatnið
færi að sjóða. Hann neyddist til að hægja
á sjer.
Þegar hann var kominn rjett upp á hæð-
iua sýndist honum hann grilla í mann, sem
hallaði sjer upp að einhverju vinstra meg-
in við' veginn, en þokan var svo þjett, að
hann gat ekki sjeð þelta greinilega.
Jeff nam staðar. — Halló! kallaði hann.
Þessi vera hreyfðist ekki og Jeff kallaði
aftur. Halló! Hafið þjer sjeð bifreið fara
hjerna yfir hálsinn?
Enn kom ekkert svar. Jeff furðaði sig á
þessu, liann setti hemilinn á, steig úl úr
hilnum og í áttina til mannsins. Hann sat
á stórum steini rjelt við veginn, en þegar
hann kom rjett að honum, sá hann að
maðurinn var í fangahúningi, með hláum
og rauðum röndum. Hann var með stóra
skeinu á hægri kjálkanum.
Jeff hugsaði til Joyce og varð enn hrædd-
ari og rykti í öxina á manninum. Hafið
þjer sjeð bifreið fara hjerna hjá? spurði
liann.
Willard, því að vitanlega var þetta hann,
var fyrst nú að rakna við eftir rothöggið,
sem Dench vinur lians hafði gefið honum.
Skrokkurinn var húinn að ná sjer, en sálin
eins og fjaðrafok. En þó að hugurinn væri
hrenglaður, þá áttaði liann sig saml á orð-
inu bifreið, og nú mintist hann óljóst með-
ferðarinnar, sem hann hafði orðið fvrir.
Bifreið, tautaði hann og starði á Jeff. —
Varst það þú, sem slóst mig?
Ef Jeff hefði liugsað ofurlítið meira um
sjálfan sig mundi hann hafa tekið eftir
villidýrsæðinu, sem skein út úr Willard,
en það var aðeins Joyce, sem fjekk rúm
i huga lians.
Bifreið, sem á að vera nýfarin Iijerna
lijá, hjelt Jeff áfram, —- bifreið með konu i.
Svarið kom fljótt og Jeff fullkomlega á
óvænt. Hægri handleggur Willards kom
eins og steini væri grýtt og Jinefinn liitti
Jeff undir hökuna, svo að hann datt kylli-
flatur á bakið. Áður en hann gat komið
fótunum fyrir sig aftur var Willard kom-
inn ofan á hann og þeir veltust i svifting-
iinipn niður á hlautan veginn.
Jeff var undir. Willard ofan á og lamdi
eins og óður maður. Hann var stærri og
þvngri en Jeff, en Jeff var heilbrigðari
maður og þegar hann loksins hafði áttað
sig á þessu skyndilega álilaupi fór hann
að' svara höggunum. Hann gat komið
vinstrihandar höggi á nefið á Willard, sem
höívaði sóðalega, er hann fjekk höggið og
rak honum höfuðhögg i staðinn, svo að
liann sá neista. Jeff dró að sjer hnjeð og
þrýsti Jjví í rnaga Willards og upp að
bringsmölunum, svo að hann átti erfitt með
að ná andanum. Tókst Jeff nú loks að
komast ofan á, en Willard náði taki utan-
um liann og hjelt fast.
Og þarna veltust þeir og hyltust i myrkr-
inu og voru komnir langt frá ljósunum á
hifreið Jeffs. Alt i einu lievrðu þeir bi!
-lilistra i þokunni og griltu i ljós uppi k
hæðinni. Þeir heyrðu ískra í hemlum og
að einhver kallaði: — Hjerna eru þeir
háðir, Bill! Þeir fljúgast á eins og kettir!
Jeff vihli gjarnan liafa skýrl frá, hvérnig
í öllu lá, en gat það ekki. Hann stóð á
öndinni eftir viðureignina við Willard. A
næsta augnabliki liöfðu tvær sterkar hend-
ur þrifið í hann og dregið hann frá and-
stæðingnum, en einn maðurinn hograði vf-
ir Willard og var að setja handjárn á
liann. Mennirnir sem hjeldu Jeff á milli
sin drógu liann með sjer í ljósið frá fang-
elsisbílnum. Það er þá ekki Dench!
sagði annar maðurinn vonsvikinn.
Auðvitað er jeg ekki Dench, flónið þitt,
stundi Jeff, sem var allur í uppnámi yfir
því, sem við hafði borið síðustu mínúturnar.
Þeir sleptu takinu á honum. Hver eruð
þjer þá? spurði annar þeirra, ungur og
sterklegur varðmaður.
Jeg er Ballard frá Wonnacot, svaraði
Jeff, sem ennþá var erfitl um andardrátt-
inn eftir alla áreynsluna. Jeg kom
hjerna upp brekkuna í bílnum mínum og
sá þá þennan mann, sem sal hjerna við
vegarhrúnina. Hann svaraði mjer ekki,
þegar jeg kallaði til lians, svo að jeg fór
út úr bifreiðinni. Og þá rauk hann á mig,
og svo .... já, þið vitið um það, sem á
eftir fór.
Þjer liafið ekki sjeð hinn strokufang-
anri, spurði eldri varðmaðurinn, sem hjel
Willard.
Nei, mjer var nóg að sjá þennan eina,
sagði Jeff svo þyrkfngslega að hinir hlóu.
Jeg efast ekki um það, sagði annar.
Það eru ekki margir okkar, sem mundu
kæra sig um að taka á nróti Willard ein-
um. Hann er duglegur hnefakappi. Og við
erum yður þakklátir fyrir, að þjer hjelduð
í hann. Getum við gert yður nokkurn
greiða?
Já, segið þið mjer, hvort þið hafið
mætt híl, litlum tveggja manna bil, með
konu við stýrið. <
Nei, við höfum engum mætt. í hvaða
átt hefði hún átt að fara?
Frá Taviton til Deeping Royal.
Eigið þjer við frú Nishet? Hún er
komin heim fyrir góðri stundu. Það var
hún sem símaði til okkar og vísaði okkur
á Willard hjerna.
Jeff Ijetli stórlega við þessa frjett, en sú
næsta var honum jafn óvænt: Það lítur
út fyrir að Willard liafi reynt að stöðva
hílinn hennar, en hún hefir ekið á hann
og felt hann. Hún er hugrökk, verð jeg að
segja.
Já, hún er engin tepra, sagði Jeff ró-
lega, og það kemur af þessu, að Will-
ard var svo utan við sig, þegar jeg liitti
hann; það varð mjer til bjargar, sagði
hann og horfði á fangann.
Willard sagði ekki neitt, en augu lians
í óhreinu og órökuðu andlitinu lýstu vel
hugarfari hans.
Eruð ])jer viss um, að þjer sjeuð nú
jafngóður eftir þetta? spurði eldri varð-
maðurinn.
Jeg verð jafngóður undir eins og jeg
hefi þvegið mjer og fengið mjer einhvérja
hressingu. Það er best að þjer snúið hif-
reiðinni í áttina heim aftur. Jeg kem á
eftir.