Fálkinn


Fálkinn - 10.02.1939, Blaðsíða 10

Fálkinn - 10.02.1939, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N í _STAÐ STUTTPELS. Þægilegur lítill jakki saumaður úr hlýju kameltaui með ágætu sniði; slíkur jakki hel'ir vissulega mögu- leika til að „slá út“ stuttpelsinn, sem — ef hann er ekki úr því dýr- ara skinni er hreint ekki end- ingargóður. PRJÓNUÐ KÁPA. Já, hún er prjónuð þessi kápa, en lítur þó út eins og hún sje úr taui. Hún er dökkgræn með svörtum skinnborðum. NÝTÍSKU PRJÓNUÐ SPORTHETTA, klæðileg og henlug. SKAUTAKJÓLL. Þessi snotri kjóll er sjerstakléga ætlaður fyrir skautaíþróttina, en er líka mjög þægilegur göngukjóll. Hann er gulhvítur með bláu „cape“. Eitraður fugl. „Dauðafuglinn" á Nýju Guineu er eini eitraði fuglinn, sem menn vita um í veröldinni. Hann er á stærð við dúfu og einstaklega meinleysis- legur, en á erfitt með að fljúga og þessvegna er freniur auðvelt að ná honum. En þegar að honum er kom- ið bítur hann frá sjer og bitið er að minsta kosti eins skaðvænt og þó eiturslanga eigi í hlut. Ef maður særist undan bitinu og eitrið kemst í blóðið veldur það miklum kvöl- um og fólk missir sjónina og deyr oft eftir fáeina klukkutíma. Einkennilegir aðgöngumiðar. Það er ekki altaf, sem aðgöngu- miðar að leikhúsum hafa verið gerð- ir úr pappír eða pappa. I Róm var það siður til forna, að leikhúsgestir fengu staf sem aðgöngumerki og skiluðu honum um leið og þeir fóru inn í leikhúsið. Að betri sætum fjekk fólk staf úr fílabeini, en að almenn- um sætum staf úr bronsi. Hafa margir slíkir stafir fundist við upp- gröftinn í rústum Pompejiborgar. KÖFLÓTTUR SKÓLAKJÓLL. Ranð-, blá- og grænköflóttur skóla- kjóll méð þverröndum, sem klæðir grannvaxnar stúlkur sjerstaklega vel. l'VEIR TYRÓLARBÚNINGAR. Skemtilegur Tyrolarkjóll úr tafli grænröndóttur með ísaumi. Blúsan er úr hvítu „organdi“ með lekum og púfermum. SAMKV ÆMISK JÓLL. Þessi samkvæmiskjóll er úr „tyll“ þjettsettur örmjóum riktum flauelsböndum. Hálsmálið, sem er hjartalaga, er bryddað breiðum flauelsböndum, sem halda áfram niður eftir kjólnum. Knippið af flauelslykkjunum í hárinu og tyll- múffan gefa kjólnum sjérstaklega hátíðlegan blæ. SVARTUR KVÖLDKJÓLL MEÐ BLÁU CELLOPHANMUNSTRI. Það kemur fyrir að stóru tísku- húsin búa tit kjóla sem fara öllum konum vel. Hjerna sjáið þið einn mjög óbrotinn, en sjerlega vel saum- aðan. Líka er hægt við mjög hátíð- leg tækifæri að bera við hann alla- vega litt blómsturfhir í hárinu. Einkennilegar námur. Við Boryslaw í Galisíu er 20 hekí- ara landsvæði, þar sem yfir 1000 vaxnámur finnast i jörðu á 100 til 200 metra dýpi. Vaxið er í 40 senli- metra þykkum lögum og er að kalla svart þegar það er unnið úr jörðinni. En við hreinsun verður það eins og biftugnavax á litinn. Um 6000 manns hafa atvinnu af þessum námugrefti. i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.