Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1939, Blaðsíða 8

Fálkinn - 29.09.1939, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N ■dÆRINN KOSLOVSK stóð við ána Kama, aðalgatan lá meira að segja eftir endilöngum árbakkanum. Þetta var ómerkilegur bær; jeg veit ekki einu sinni, hvort hann er sýndur á nokkru iandabrjefi, en þó held jeg það. Enginn vissi upp á víst, hve margt fólk var því böli bundið, að eiga heima í Koslovsk, en jeg giska á, að það hafi verið tvö til þrjú þúsund. Og ekki hefi jeg hugmynd um, á hverju þetta fólk lifði. Það mun tæp- lega hafa vitað það sjálft. Þetta var sofandi smákytrubær, þar sem tímin stóð altaf kyr. Dagarnir fóru hjá án þess maður vissi, þó að þarna væri vetur, sumar, vor og haust, eins og annarsstaðar á hnett- inum. En þarna skeði aldrei neitt, hvorki sumar nje vetur. Og bæjar- búar skiftu sjer ekkert af tímanum heldur. Ef þjer hittuð ósvikinn Koslovskbúa og spyrðuð hann hvaða ár væri í ár, þá mundi hann góna á yður langa stund og segja svo hikandi: — Ætli það sje ekki 1914 eða— kanske það sje 1913. Þeir hafa nefni- lega timatal fyrir sig þarna. Það var árið sem húsið hans Popoffs brann, segja þeir. Eða: — Það var árið sem hann Mihailov druknaði í pyttinum. Frá því á vorin og fram á haust var hjólabáturinn „Kama“ vanur að koma þarna við vikulega, aðra vikuna i austurleið og hina vikuna í vestur- leið. Það kom reyndar fyrir, að hann gleymdi að koma við. Og það gerði hvorki til eða frá, því að það kom aldrei maður til Koslovsk og fór al- drei nokkur maður þaðan. Þeir Kos- lovskbúar kvöldust ekki af útþrá. Það er gersamlega óskiljanlegt tivernig Ivanov Brambani sirkuseig- anda gat komið sú fáránlega fluga i hug, að fara í sýningarleiðangur upp með Kama-á. — En einn góðan veð- urdag í júlí, eða kanske það hafi ver- ið í ágúst, lagði hjólabáturinn upp að bryggjunni í Koslovsk og Ivanov Brambani forstjóri stje i land ásamt sýningarfólki sínu og dýragarði. Þetta var rjett upp úr miðdegismatnum. Alt gott fólk í Koslovsk át miðdegis- matinn sinn klukkan þrjú, og af því að þetta var á þriðjudegi, átu allir ketsúpu og hirsigraut. Og þegar skip- ið kom að landi voru allir að hrjóta miðdegisblundinn sinn. Þessvegna voru ekki önnur vitni að landgöngu hinna tignu gesta en Prohor gamli bryggjuvörður og tveir strákar, sem voru að dorga. Prohor gamli bryggju- vörður hneig niður á kassa, sem hafði staðið þarna síðan um aldamótin, og góndu steinþegjandi og með galopinn hvoftinn á fólkið, kassana og dýra- búrin, sem skipið spúði upp á brygg- una. Hann lokaði ekki munninum fyr en svertinginn Bimbo stje i land. Þá stundi hann ámátlega og hljóp upp í bæ, eins og fjandinn væri í hælun- um á honum. Og þá voru strákarnir horfnir og höfðu skilið eftir steng- urnar sínar í ofboðinu. Hálftima síðar vissi allur bærinn, að Brambani-sirkusinn var kominn. CVO að segja allir borgarar bæjarins ^ voru saman komnir uppi á flötum, þar sem sirkustjaldið hafði verið sett upp. Það vantaði bara Önnu vitlausu og Lomov gamla. En Anna var svo vitlaus að hún skildi aldrei neitt og Lomov gamli hafði verið máttlaus i báðum fótunum i síðustu tiu árin. Kúsma málari var þarna ekki heldur. Hann lá og svaf blindfutlur heima í bólinu sínu. Fjöldi forvitinna áhorfenda hafði safnast kringum kennarann. Öðru hverju heyrðust dimm öskur innan úr tjaldinu. —- Þei, heyrið þiðt Nú er tjónið að öskra! sagði kennarinn ákafur. — Nú, heyrið þið — þetta er tigrisdýr. Það fór hrollur um gjörvaltan söfn- uðinn við tilhugsunina um öll þessi Tigrisdýrtð §lapp! bandóðu villidýr, sem komin voru þarna í bæinn, svo að segja að stofu- dyrunum hjá vopnlausu meinleysis- fótki. Það var Foma einn, sem leyfði sjer að efast um fræðslu kennarans, enda hafði hann fyrir löngu fengið viður- nefnið „hinn vantrúaði Tómas“.- — Hvað ætli þú vitir, hvort það er ljón eða tígrisdýr sem öskrar? sagði liann við kennarann. — Aldrei hefir þú verið í Afríku eða svoleiðis villi- dýraheimsálfum! — En jeg hefi lesið um það, sagði kennarinn. — Lesið um það? Hvernig getur þú lesið þjer til livernig röddin er i ljónum og tígrisdýrum? — Hvað ætti það annars að vera, sem öskrar svona? sagði Popoff kaupmaður. — Kanske þú haldir að það sje hann Snati þinn? Nú fanst öllum sjálfsagt að hlæja. — Hann Snati minn getur öskrað þegar svo ber undir, sagði Foma reiður. — En það getur eins vel hugsast, að þetta sje svertinginn sem er að öskra, eins og að það sje ljón- ið ...... Svona var það þegar Brambani-sirk- usinn kom til Koslovsk. Og með hon- um kom harmsagan, sem átti að kosta tvo menn og einn hund lífið. --------Vanjka Ermolov, villidýra- hirðirinn, var ákaft en vonlaust ást- fanginn af Olgu, dóttur forstjórans. Annars hjet hún ekki Olga, á aug- lýsingunum. Þar hjet hún „Fimreiða- disin, Doloressa fagra“. Og falleg var hún, ekki var hægt að neita því. Þetta gerðist á þriðja degi eftir að ftokkurinn kom .... Vanjka dýra- hirðir var á gangi út í bæ. Hann hafði gefið öllum dýrunum og hafði nú ekkert að gera þangað til sýningin byrjaði um kvöldið. Það var fátt um fólk á götunni: rjettara sagt var þar enginn maður. Klukkan var riefnilega rúmlega þrjú. En í sama bili og Vanjka gekk fyrir kirkjuhornið mætti hann Kusma, málaranum og fylliraftinum. Kusma var fullur eins og vant var .... það hafði ekki runnið af honum síðan hann var átján ára og nú var hann kominn yfir þrítugt. Kusma staðnæmdist fyrir framan Vanjka og reyndi að horfa á hann gegnum glýjuna i augunum. — Ert þú einn af þessu hjerna sirkusfólki? spurði hann. — Já, svaraði Vanjka. — Ertu fífl eða eitthvað svoleiðis. —Nei, jeg er dýrahirðingarmeist- ari, svaraði Vanjka stoltur. — Labbaðu með mjer, þá getúrðu sagt mjer hvað tjónin og hin kvik- indin jeta .... Jeg ó tvær flöskur af brennivíni heima. Þegar komið var fram undir klukk- an átta, það er að segja að sýningar- tíma, kom Vanjka slagandi og sigl- andi beitivind upp að sirkustjaldinu. Ivanov Brambani var í iltu skapi. Fyrst og fremst af því, að þetta hyski þarna í Koslovsk keypti ekki nema ódýrustu sætin og í öðru lagi af því, að hann varð að bíða þarna i þessu Bakkabræðrahreiðri í fjóra daga enn, þangað til báturinn kæmi. Það var fyrirsjáanlegt tap á ferðinni. Og þegar hann sá Vanjka koma slag- andi afrjeð liann að láta reiði sína bitna á honum. Hann gekk á móti lionum og öskraði i fjarlægð: — Afhrakið þitt! Hefirðu nú drukk- ið þig fullan aftur. Og það rjett fyrir sýninguna?“ Vanjka reyndi að lyfta blýkollinum og starði á tvo forstjórana, sem komu á móti honum. Hann hafði lieyrt að einhver kallaði lil hans, en alls ekki skilið hvað kallað var. Og þegar hann sá forstjórann datt honum nokkuð i hug, því að nú var liann djarfur og bjartsýnn. Hann ypti öxlum og hneigði sig: — Jeg ætlaði að spyðja foðstjóðann .... hvoðt jeg megi ekki givtast henni .... henni Olgu .... Doloð- esju, meina jeg. En hann hafði ekki valið hinn hentuga timann, eins og postulinn Páll segir: — Hvað ertu að þvæla, skripið þitt! öskraði forstjórinn. — Jeg .... jeg æddla að givdast henni Doloðesju, tautaði Vanjka og pirði augunum á forstjórana, sem nú voru aftur orðnir tveir og vögguðu í þoku þarna einhversstaðar fram undan honum. Nú tók hann líka eftir að fiflið, fimleikamaðurinn og Olga stóðu við tjalddyrnar og horfðu á hann. — Jeg vil givdast henni, sagði hann aftur og benti á Olgu. —Vanskapaði fressköttur! hrópaði forstjórinn og rak í hann hnefann. Vanjka flaug nokkur skref undan högginu; jörðin reis upp og rak sig í ennið á honum. Hann ætlaði að standa upp, en þá var sparkað í hann, svo að hann lenti í nýjum faðmlögum við móður jörð. Hann heyrði hlátur frá tjalddyr- unum. Hún hló líka, lians útvalda. Hann þekti svo sem þennan hvella hlótur. AÐ var komin nótt og sýningin var úti þegar Vanjka vaknaði. Hann settist upp og starði örvinglaður kringum sig. Dimt og hljótt .... Alt í einu mundi hann alt — niðurlæg- ingu sína. Ilögg og spark forstjórans, hlátur Olgu. Hann riðaði þegar hann stóð upp, og reiddi hnefann ógnandi. Hann hafði ekki sofið úr sjer ennþó. — Jeg kveiki i bölvuðu ruslinu, og verði honum svo að góðu. Kanske hann venjist þá af að sparka í heið- arlegt fólk. Vanjka stakk hendinni í vasann, en eldspíturnar voru horfnar. Svo stóð hann um stund og horfði á villi- dýrabúrin. — Jeg hleypi þeim út, blessuðum skepnunum. Það er synd að parraka þau inni. Og svo er best að hann smali þeim sjálfur, ef liann getur, — bölvaður þorparinn. Og áður en Vanjka hafði hugsað þetta nánar var hann kominn að fyrsta búrinu, skaut slagbrandinum frá og opnaði grindarliurðina. Ljónið, sem var inni i búrinu, hafði legið og sofið og rjetti nú lir sjer og leit á opna grindina. Það glytti í augun á því í myrkrinu. En Vanjka liljóp áfram að tígrisdýrsbúrinu, opnaði það, og síðan að leoparðabúrinu og opnaði það lika. En þegar hann stóð við sjakalabúr- ið, æpti hann alt í einu: — Hvað hefi jeg gert? Hann sneri við að leoparðabúrinu til að loka því aftur. En það var of seint. Leoparðinn straukst framhjá lionum út úr búrinu, um leið og hann kom. Vanjka æpti og bað’aði út öllum öngum. En leoparðinn stökk yfir kassa og hvarf út í buskann. — Tígrisdýrið! Jeg verð að minsta kosti að reyna að læsa tígrisdýrið inni, hvíslaði Vanjka og varirnar titruðu. Það var alveg runnið af honum. Hann rjetti hendina út til að loka búrinu, en í sama bili kom gult flykki fljúgandi út og stefndi beint á hann .... Vanjka liafði sjálfur orðið fórn síns eigin þorparabragðs. Tígrisdýrið var ekki soltið. Það þefaði aðeins af líkinu og hjelt siðan af stað og hvarf út i myrkrið .... Gamla ljónið lá lengi og góndi á opnar dyrnar. Svo stóð það upp og labbaði út i hægðum sínum. Stóð kyrt um stund og hnusaði — nætur- loftið var svo milt og gott. Kanske rifjuðust upp fyrir því gamlar nætur endur fyrir löngu, þegar það var suður i Afríku og hnusaði eftir bráð. En það var svo skelfing langt siðan. Nú var ljónið orðið gamalt og farið o" tannlaust. Svo lallaði það hægt ut í bæinn. A NNA vitlausa stóð við eldavjelina sína og var að sjóða súpu. Hún var svona, hún Anna vitlausa. Svaf nærri því allan daginn, en var á sí- feldum fyrirgangi á nóttinni. Dyrnar fram á hlaðið stóðu opnar, það var svoddan hiti og svækja í eld- húsinu. Þá heyrði hún eitthvað' læð- ast fyrir aftan sig og þegar hún leit við stóð ljónið þar og horfði ó hana og pottinn, sem góða lyktin kom úr. „Ertu soltinn, greyið initt? sagði Anna vitlausa og gekk að ljóninu og klappaði þvi á kollinn. Nú skal jeg gefa þjer súpulögg með mjer, namm, namm. Ljónið geispaði og lagðist á gólfið og fylgdi hverri hreyfingu Önnu vit- lausu méð augunum, eins og sníkinn hundur. Það var svo gamalt — og þreytt — og tannlaust. .... Ilinn vantrúaði Tómas vaknaði af værum blundi. Settist upp í bólinu og hlustaði. Hvað var þetta? Hvers- vegna gelti Snati svona tröllslega1? Konan lá og hraut. Það veitti ekki af fallbyssum til að vekja hana, svo að það hreif lítið þó að gamall liund- ur gelti. Snati hjelt áfram að gelta. — Strákaskrattarnir eru líklega að stela eplum frá mjer, hugsaði hinn vantrúaði Tómas. Hann hleypti sjer í brækurnar, fór í inniskóna og hljóp út. Jú — Snati var í garðinum. Hinn vantrúaði Tómas liljóp þangað líka. Máninn hátt á himni skein og bað- aði jörðina í dularbjarma sínum. Hinn vantrúaði Tómas hljóp til hundsins og hrópaði: — Nú skul- uð þið fá fyrir ferðina, prakkararnir! En þá tók hann eftir að hundurinn hríðskalf og góndi út til runnanna við girðinguna. Hann leit þangað lika .... Hvað var þetta stóra gula, sem hreyfðist þarna? Draugur? Nú sá hann glytta í tvö stór, græn augu. — Hver .... hver er þar? hvísl- aði hann. í sama bili öskraði tígrisdýrið og Gamansaga eftir Nic. Henriksen

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.