Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1939, Qupperneq 15

Fálkinn - 29.09.1939, Qupperneq 15
F Á L K I N N 15 LÆKNISLYF FRÁ ÞÝSKALANDI. „Zone-redningskorpset“ danska, sem gegnir ýmsum hjúkrunar- og hjálpar- störfum bæði a friSartímum og ófriS- ar, var nýlega beSiS um, aS sjá fyr- ir flutningi á bóluefni, sem Danir framleiSa i stórum stíl, suSur til Sviss. Stofnunin sendi bifreiS þá, sem sjest hjer á myndinni, suSur meS bóluefniS, en í bakaleiSinni tók hún tl! flutnings ýms læknislyf frá Þýska- landi. Myndin sýnir bifreiSina er hún kom heim aftur, á RáShústorgiS i Kaupmannaliöfn, undir danska fán- anum, sem liafSi veriS lagSur yfir hana, er hún fór í ferSalagiS. § SIEMENS PROTOS BRAUÐRIST KRÓMHÚÐUÐ. Borðprýði. — Steikt brauð — herramannsmatur. — Tilvalin tœkifærisgjöf. Fæst hjá RAFTÆKJASÖLUM. ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••« | Ný kenslubók í dönsku. • Eftir cand. mag. ÁGÚST SIGURÐSSON. • : Bókin er bygð á nýjum kensluaðferðum, og | hefir höfundur þar notið aðstoðar bestu kenn- j ara og málfræðinga íslenskra og danskra. í bók- : inni eru margar fallega myndir. : Fæst í öllum bókaverslunum. ; AÐALCTSALA: j Bókaverslun ísafoldarprentsmiðju **•••••••••»••••• ••••••••• ........... Bifreið sigraði brynreið. Þegar Páll prins af Jugoslaviu var í opinberri heimsókn í Berlín í vor voru haldnar hersýningar honum til virðingar og m. a. runnu fylkingar at brynreiðum um borgarstrætin. Nú bar svo við, að þarna var danskur læknir á ferð í einkabifreið sinni og rakst á eina brynreiðina. Hrædd- ur varð bann við áreksturinn, en hræddari varð hann, er hann sá, að brynjan á hinni ægilegu vígvjel hafði brotnað i smátt og eftir sálu er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. átta gónandi hermenn. „Brynjan“ var pappi, sem hafði verið málaður stál- grár — til virðingar Páli prins. Berlín—Rio: 34 tímar. Focke-Wulf Gondor-flugvjelarnar þykja nú bera af flestum hinna stærri farþegaflugvjela, sem ætlaíar eru til langferða. Ein af þessum vjel- um hefir nýlega unnið það jirek- virki að fljúga frá Berlín til Rio de Janeiro um Sevilla, Bathurst og Natal á 34 klukkustundum, en sú leio er 11.105 kílómetrar, svo að meðalhrað- inn varð talsvert yfir 300 kílómetra á klukkutímanum. Viðstöðurnar á leiðinni voru alls 7 klukkutímar. Þetta er í fyrsta skifti, sem þýsk landflugvjel flýgur yfir sunnanvert Atlantshaf — milli Bathurst og Natal — en sá áfangi leiðarinnar er um 3000 km. En landvjelarnar eru nú aUsstaðár að ryðja burt sæflugvjei- unum á flugleiðum yfir úthöfin, svo lítil þykir liættan á, að þær þurfi að neyðlenda úti á hafi, í saman- burði við þessar fjarlægðir er aðeins „stutt bæjarleið“ milli íslands og Evrópu. Flugleiðin milli austurlands- ins og Skotlands mundi t. d. ekki taka nema tæpa þrjá tíma með Con- dor-flugvjelum. NORRÆNN RÁÐHERRAFUNDUR. Jafnvel á friðartímum koma utan- ríkisráðherrar allra Norðurlanda — nema íslands — saman á fund til að ræða um sameiginlegt mál þessara þjóða. Eins og vænta má þurfa ekki aðeins þeir lieldur líka forsætisráð- lierrarnir að koma saman nú. Mynd þessi er af síðasta ráðherrafundi Norðurlanda, sem var haldinn um fyrri helgi í Kaupmannaliöfn, og er lekin í anddyi'i konungshallarinnar á Amalienborg, eftir að ráðherrarnir höfðu verið þar í áheyrn hjá konungi. Frá vinstri talið sjást á myndinni: P. Munch utanríkisráðherra Dana (sem einnig var utanríkisráðherra i síðustu styrjökl), Cajander forsætis- ráðlierra Finnlands, Sandler utanrík- isráðherra Svía, Halvdan Kolit utan- rikisráðherra Noregs, Stauning og Per Albin Hansson.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.