Fálkinn


Fálkinn - 24.11.1939, Blaðsíða 2

Fálkinn - 24.11.1939, Blaðsíða 2
2 F Á L K 1 N N GAMLA BIO Förumenn voru lijer áður oft dálítið skrýtið fólk, og gátu oft verið skemtilegir. í myndinni, sem Gamla Bíó sýnir núna bráð- lega, sjáum við góða og lijarta- lilýja húsmóður, sem öllum föru- niönnum vill gott gera. En það er misjafn sauður í mörgu fje og þessir flakkarar eru ekki allir vandaðir. Einn þeirra gerir svo vel og hirðir allan silfurborð- húnað þeirra Kiihex-ns-hjónanna og hverfur með hann. Það er því sist að furða, að húsbóndanum og börnunum sje ekkert um þessa óhoðnu gesti. Svo er það einn góðan veðurdag, að maður nokkur kemur í Iiúsið, ungur, en illa klæddur og órakaður. Frúin heldur, að þetta sje flakkari og vill ógjai'nan láta hann frá sjer fara án einhverrar úrlausnar. Og áður en maðurinn kemst að að segja nokkuð, hýður frú Kilhern honum bílstjórastöðu á heimil- inu. Maðurinn verður alveg hissa og heldur, að frúin sje eitthvað hiluð i höfðinu. Hann er nefni- lega enginn flakkari, en hefir hlekkst á á bíl sínum og er i þeim erindagjörðum að lána síma- En nú kemur heimasætan til skjalanna og er ekki elsku- legri en það í fyrstu, að hún ætl- ar að fleygja unga manninum á dyr. En hann verður samt sem áður ástfanginn af henni og snýst nú hugur og tekur stöð- una.Og nú gerist margt sögulegt og skemtilegt. Síðasti flakkarinn, sem kom í liús þeirra Kilberns- hjóna hljóp á brott með silfur- borðbúnaðinn, en okkur fer fljótt að gruna að þessi nýi gestur ætli að leika sama bragðið með bjarta heimasætunnar. Unga stúlkan er leikin af Con- stance Bennett, en maðurinn, sem hún er svo ógestrisin við í fyrstu, af Brian Aberne. Nánar munu menn kynnast myndinni í Gamla Bíó bráðlega. ttbreiðið Fðlkann. í HÆSTR BLRÐl FÓLKfiHS / sumar voru liðin 100 ár frá því, aö Frakkanum .1. Daguerre tókst að búa til fyrstu Ijósmyndirnar í heim- inum. Fálkinn segir frá Daguerre og hinum fyrstu til- raunum hans, í næsta blaði. Sögurnar í blaðinu heita „Endurfundir“ eftir Adrien Vely og „Perlur“ eftir Carr. Forsíðumyndin er af Hlöðufelli. Hver er maðurinn? Hafið þið fylgst með framhaldssögunni. SKRIFTAFAÐIR HOLLYWOOD. Kvikmyndagestir liafa sjeð Lewis Stone sem þann mann, í hlutverki Hardys dómara, sem ávalt ráðlegg- ur Andy og Mai’ion, börnum sín- um, það sem þeim er fyrir bestu. En Stone er í einkalífi sínu mjög líkur því, sem hann er í þessu hlutverki, hollráður og hjálpsamur þeim, sem til hans leita. Þessvegna er hann orðinn einskonar ski'iftafaðir leik- aranna í Hollywood. Ungur skrifstofumaður kom ein- hverju sinni á kvikmyndastöðina og bað um að fá að tala við Lewis Stone. Hann hafði aðeins sjeð hann á kvikmynd, en var sannfærður um, að hann mundi hjálpa sjer. Piltur- inn lxafði verið rekinn af skrifstof- unni fyrir smáræðis fölsun, og nú langar han til að sannfæra húsbónda sinn um, að hjer væri aðeins um augnabliks hugsunarleysi að ræða. Lewis Stone vorkendi piltinum og sendi hann til eins kunningja síns, þar sem liann fjekk smáatvinnu til bráðabirgða, og gat borgað af skuld sinni við húsbóndann. Eftir hálft ár hafði hann borgað skuldina að fullu og tókst að komast aftur í fyrri stöðu sina. Er þetta dæmi aðeins eitt af mörgum, um hjálpsemi Lewis Stone. Konan frá í gær vildi vera börn- um sínum móðir. Konan frá i dag vill vera systir barna sinna, en kon- an á morgun vill vera dóttir þeirra. GÓÐ LÆKNING. Eleanor Powell, steppdansarinn frægi, hefir gefið út bók með ráð- leggingum og upplýsingum um stepp- dans. — Þegar hún var krakki þótti hún einstaklega ljót, og svo var hún afar feimin. Hún kvaldist af feimni i skólanum. Loks fór móðir liennar til læknis, til að leita ráða við þessu, og ráðlagði hann henni, að hún skyldi láta telpuna læra að dansa. Frúin fór til danskennara og sagði honum, hvernig í öllu lá. Hann lagði alúð við kensluna og tók smámsam- an að eyða ailri feimni hjá Elenor. Eftir þrjá mánuði var hún orðin duglegasti nemandinn í skólaum. — Myndin er af Elenor Powell. *f» Alll með Islenskum skrpum1 «fi Hjer hvílir — —. í kirkjugarði einum i Praha er nýlega kominn iegsteinn, sern segir á yfirlætistausan hátt, frá hinum raunalegu kjörum Tjekkóslóvakíu. — Þar stendur: — „Hjer hvílir Karel Hacmyl. Hann fæddist í Austurríki, lifði i Tjekkóslóvakíu og dó í Þýska- landi, en átti lieima í Praha alla sína æfi.“ — NYJA BIO Hin riisastóru farþegaskip vekja mönnum jafnan forvitni og eftir- tekt. Nýlega hefir heimurinn margt talað um stói-skipið „Brexnen", sem farið hefir huldu höfði undan herskipum banda- manna. í myndinni, sem Nýja Bíó sýnir bráðlega sjest eitt þess- ara miklu skipa, því að liún ger- ist einmitt að nokkru levti um borð í risaskipinu „Normandie", svo að ekki er umbverfið neitt fráhrindandi. Fyrir utan ráðhúsið stendur iing stúlka og bíður. Hún er mjög hamingjusöm, því að hún bíður unnusta síns. Þannig hefst mynd- in. En örlögin leggja ýmsar lykkj ur á leið hennar, eins og oft vill verða. Það átti ekki fyrir Margot Wieston að liggja að njóta þess hjónabands, sem þá átti að stofna til. En liún eignast litinn son, sem hún ann öllu öðru fremur, en aðstæðurnar leyfa henni ekki að liafa hann hjá sjer, þótt hún óski einskis framar. Ungur lækn- ir. Jim Howard, bjargar lienni úr nauðum og verður henni ör- uggur og hollur vinur. Þau unn- ast og áhorfendur telja það sjálf- sagt eðlilegast, að þau njótist. En þá gátu, og endir lieiinar er best að menn fái í Nýja Bíó. Efni myndarinnar er skemtilegl og spennandi, en hún liefir fleira sjer til gildis en það, því að bún lúlkar móðurást og móðurfórn á fagran og bugðnæman liátt. Það mun flestum hlýna um hjarta- rætur við að liorfa á samvistir þeirra mæðginanna, Margot W,eston og Roddys litla, sonar hennar, t. d. á hinu mikla Al- landsliafsskipi á leiðinni til New York frá París. En þó má Margó’t Weston ekki láta það uppi, að hún er móðir drengsins, en ást hennar til lians er þrátt fyrir það heit og fölskvalaus. Myndin túlk- ar lieitar og stórar tilfinningar og aðalpersónan gengur ekki fvr- irliafnarlaust til gæfu sinnar. Og þung byrði er lögð á hennar grönnu herðar, þegar i upphafi mvndarinnar. Aðalþlutverkið í „Örlagaleið- inni“, Margot W,eston, leikur Barbara Stanwyck, en læknirinn vin liennar, leikur Herbert Mar- shall. Myndin er tekin af Fox. Auk þess, sem myndin gerist um borð i „Normandie“, fara sumir þættir hennar fram í New York og París. Verður hún sýnd í Nýja Bíó á næstunni. I'rú Nielsen: — Skelfing leiðist mjer að heyra þig altaf tala um „þitt“ .... eins og jeg væri ekki til: bílinn þinn, liúsgögnin þin, son- inn þinn og þvi um líkt. Geturðu ó- mögulega lært að segja okkar? Að hverju ertu að leita þarna í klæða- skápnum? — Buxununi okkar!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.