Fálkinn


Fálkinn - 24.11.1939, Blaðsíða 3

Fálkinn - 24.11.1939, Blaðsíða 3
F Á L K I N N s«-«;^^feJ' VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern föstudag. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. BERBERTSprent. Skraðdaraþankar. Stjórnmálamennirnir eru að reyria að hvetja menn til að taka upp um- ræður um sambandsmálið, því að iiú 'sje skamt óliðið til uppsagn- artímans. En það er eins og fólk sje ákaflega latt á að hefja umræður um það mál, og þeim röddum, sem uni það hefjast er oftast látið ósvarað. Þetta er óskiljanleg Jeti, ekki síst af þjóð, sem hefir látið það á sjá hingað til, að henni sje ljúft að tala um stjórnmál. Sjálfstæðismálið er þó mál málanna, undirstaða allra annara mála, því að á þvi byggist það, hvort við erum rjettbærir til að tala um önnur mál. Við eyðum miklum §dálka • rúmi í blöðum og miklum tima á mannfundum til þess að ræða öll möguleg og ómöguleg mál, en sjálf- stæðismálið fær lítið af því rúmi og tíma. Á sjálfu Alþingi hefir lítið verið sagt um málið síðan Sig- urður Eggerz bar fram fyrirspurn sina árið 1928. Að vísu hafa einstak- ar raddir — einstaklinga eða flokka — iátið til sín heyra síðan. Og af þeim röddum má ætla, að flokkarnir sjeu einhuga um, að krefjast endur- skoðunar á sambandslögunum eftir árslok 1940. Sumir menn, sem um málið hafa skrifað, virðast ekki vita betur, en að konungssamband og samningar sam- bandslaganna sje eitt og hið sama. Um það mál var enginn i vafa, þegar sambandslögin voru sett, en þetta er talandi vottur um, hve mikilvæg at- riði geta gleynist fljótt, jafnvel hjá þeim mönnum, sem hafa atvinnn af þvi að fást við stjórnmál. Menn tala um lýðveldi árið 1943 alveg eins og konungurinn væri uppsegjanlegur, eins og utanrikismál eða jafnrjettis- ákvæði. Ef ísland á að verða lýðveldi, þá er það mál alveg sjerstakt mál, sem alls ekki kemur við ákvæðum sam- bandslaganna. Þetta verða íslending- ar að gera. sjer ljóst og haga sjer eftir þvi. Það er alls ekki vitað nema það gæti gengið slyðrulaust að losna við konungssambandið, og gera inn- lendan mann að æðsta manni þjóðar- innar, en það mál verður að hlíta alt öðrum undirbúningi en endur- skoðun og uppsögn sáttmálans við Dani frá 1918. Og það væri þarft, að opinberar umræður hefðust um þetta mál sem fyrst, svo að almenningur fái tækifæri til að átta sig á því og stjórnmálamenn flónski sig ekki á því lengur að tala um konungdæmið sem uppsegjanlegt samningsmál. Fríkirkjan í Reykjavík. FRÍKIRKJUSÖFNUÐURINN ( REYKJAVÍK FJðRUTÍU ÁRA Söfnuðurihn, sem á hverjuhi lielgidegi kemur saman til guðs- þjónustu í turnháu kirkjunni suður með Tjörninni, á 40 ára afmæli um þessar mundir. Eru þeir margir, sem muna það, að upptök fríkirkjusafnað- arins er raunverulega að finna auslur á Reyðarfirði kringum 1880? Þar varð þá ágreiningur með söfnuðinum og veitinga- valdinu. Söfnuðurinn fjekk ekki þann prest, sem hann óskaði eftir. Sjera Lárus H. Halldórs- son, prestur að Valþjófsstað ljet málið til sín taka og varð prest- ur fríkirkjusafnaðarins, sem þá var¦ stofnaður á Reyðarfirði. — Árið 1899 fluttist sr. Lárus til Reykjavíkur og sama árið var fríkirkjusöfnuðurinn stofnaður. Sjera Lárus Halldórsson Er það vafalaust, að frábær dugnaður og forystuliæfileikar sr. Lárusar hafa miklu valdið um stofnun þessa safnaðar. Frí- kirkjumálið var honum heilagt alvörumál, eins og reyndar öll- um stofnendunum. Það er strax hægt að sjá af fyrstu yfirlýsing- unni, að hjer er ekkert flas á ferðum. Stofnendurnir segjast þar ekki sætta sig við ýmislegt i fyrirkomulagi Þjóðkirkjunnar og vera þvi „komnir til þeirrar sannfæringar, að fríkirkjufyrir- komulagið muni reynast heppi- legra." Sr. Lárus Halldórsson varð að sjálfsögðu fyrsti prestur frí- kirkjusafnaðarins og gegndi þvi til 1902. Þá tók við starfinu sr. Ólafur Ólafsson og gegndi þvi þar til er sr. Árni Sigurðsson tók við, 1922. Segja ýmis sókn- arbörn hans, að sr. Ólafur hafi verið flestum prestum snjallari i ræðustól, — að öðrum ólöst- uðum. Auk þess var sr. Ólafur frábær mannkostamaður, bjálp- samur og þróttmikill og maður fjörugur og glaðlyndur utan kirkju. Af honum tók svo við sr. Árni Sigurðsson, sem allir íslendingar þekkja, og er einn binn vinsælasti prestur landsins. Formaður safnaðarins er nú Sig- urður Halldórsson, húsasmíða- meistari, sem er einn stofnend- anna. Sigurður sá um Nsíðustu slækkun kirkjunnar. Vöxt safnaðarins má nokkuð marka af byggingarsögu kirkj- unnar. Fyrst hafði söfnuðurinn bækistöð sína í Goodtemplara- húsinu, siðan var kirkjan reist 1902—3, stækkuð 1905 og stækk- uð öðru sinni 1924. Framh. ú bls. ík. HVER EB MABUBINN Nr. 8. Maðurinn er

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.