Fálkinn


Fálkinn - 24.11.1939, Blaðsíða 5

Fálkinn - 24.11.1939, Blaðsíða 5
F Á L R I N N brautum, hann á skip, sem flytja bifreiðárnar hans til Evrópu og Asíu og skipin eru smíðuð á skipasmíða- stöðvum haris í Chester í Pennsylv- aniu úr hans eigin timbri og járni. — Hann hefir sjerverksmiðjur fyrir alla vjelahluta og meira að segja fyrir smiðatól handa verksmiðjunum sínum. Bifreiðarnar eru settar saman í landinu, sem þær eiga að seljast í. Hann á 60 samsetningarsmiðjur í Ameríku og 48 í öðrum löndum. Stóriðjuhöldur nútímans er alþjóð- legur. Hann er ekki bundinn við jörðina sína eins og ensku erfðalá- varðurinn.-------— John D. Rockefeller, sem stofnaði Standard Oil átti meiri hlutann í 117 fjelögum árið 1910, og af þeim vöru 30 í Evrópu. Nettótekjurnarvoru frá :1911—20 162.9 miljón dollarar og hlutafjeð var aukið um 50% á ári. Það er taiið, að þegar Rockefeller dó hafi hann verið um það bil eins ríkur og Ford; þó hafði hann gefið mörg hundruð miljónir dollara til ýmsra fyrirtækja. Þýski auðkýfingurinn Hugo Stinn- es, sem átti manna mest sökina á verðfalli marksins eftir stríð — er. við það misti fjöldi fólks aleigu sína — átti skömmu fyrir dauða sinn 572 verksmiðjur. Af þeim voru 86 í Aust- ekki gengist fyrir nýjungum í iðnaði eða samgöngum, ekki rutt nýjum uppfinningum braut, eða lagt fje i nýlendur i fjarlægum löndum. Og það hefir ekki sannast á þeim, aS auðsafn dreifist og verði að engu, er erfingjarnir taki við því. Þeir Rot- shildar, sem nú eru uppi, eru fimti og sjötti ættliður frá hinum fyrsta bankara, en eigi að síSur er taliS aS ættin eigi meira en miljarS krónur. Hver á heiminn, eSa: hver ræður heiminum? Það gera mennirnir, sem hjer hafa veriS nefndir, og þeirra líkar. Þeir eiga land og skóga, fljót og námur, verksmiðjur og samgöngu- tæki. Og þeir „eiga" mennina. Þeir ákveða örlög heimsins. Þeir koma af stað styrjöldum, veita lán til víg- búnaðar, leggjá fram fje til flokka- áróðurs (eins og Krupp, Thyssen og Deterding oliukongur, sem fyrstur styrkti nasismann í Þýskalandi fjár- hagslega) — þeir ráða yfir her og flota. Þegar hermaðurinn er kvaddur til vopna, heldur hann, aS hann sje aS berjast fyrir ættjörSina. En hvaS er ættjörS hans? Hvað mikið á hann af henni? Bóndinn sem er að plægja akur sinn á ekki þann akur. Hann finnur það þegar hann er að greiða vextina i búnaðarbankann. MaSurinn, Frá 14. öldinni niöurlag. urriki, 35 i Tjekkóslóvakiu, 29 í Ung- verjalandi, 47 á Balkanskaga, 41 i Póllandi og Danzig 40 í Eystrasalts- ríkjunum nýju, 43 á NorSurlöndum, 12 í Englandi, 17 í Belgíu, 20 í Frakk- landi, 17 i Sviss, 31 í ítaliu, 8 í Portú- gal, 3 á Spáni, 5 í Kina, 10 á SuSur- hafs'eýjum, 48 í Suður-Ameríku, 7 í NorSur-Ameríku og 6 í Afríku. — Þessar verksmiSjur náSu til hinna ólíklegustu vörugreina. Basil Zaharoff var mesti hergagna- sali Evrópu á styrjaldarárunum, en Piermont Morgan var aSal-hergagna- salinn i Ameriku, þvi aS hann rjeS mestu í stálverksmiSjunumvestanhafs. Og um leiS var hann sá, sem mestu rjeð i peningamálum og sá þessvegna ríkisstjórnunum fyrir lánum til aS kaupa hergögnin fyrir. Af lánmn þeim, sem hann útvegaSi hafSi hann um 20 miljón dollara i umboðslaun, og um ágóða hans af hergagnasölu geta menn gert sjer nokkra hug- mynd af því, aS á árunum 1914-1916 hækkaSi ágóðinn af stálhring hans úr 71 miljón upp í 33 miljón dollara. t lok heimsstyrjaldarinnar unni'. 250.- 000 manns í „United States Steel Corpor.aHon", sem hann ræSur mestu i. Það': var Morgan, sem bjargaði franska frankanum frá hruni, hann sluddi Dawesáætlunina og Lundúna- samninginn 1924 og græddi óhemju. fjár á því, aS koma þýska Dawes- láninu i kring. Morgan er af bankaeigendaætt, eins og Rotschildarnir í Evrópu. Hann hefir jafnframt bankastarfseminni og meS aSstoS peningavalds síns eign- ast fjölda stóriðjufyrirtækja, en Rot- schildarnir hafa aldrei við annað fengist en peninga og lánsútveganir. í þvi efni hafa þeir löngum þótt sjéSastir allra manna, en þeir hafa Hugo Stinnes, sem feldi þýska mark- ið með fjárbralli sínu. Að eðan: Bank of England — merkasta fjár- málastofnun i heimi. sem segist eiga húsið sitt, á það í rauinni ekki, aS minsta kosti, ef hann gleymir að greiða i veðdeild- ina í tæka tíð. Mennirnir i verk- smiSjunum eiga ekki vjelarnar, sem þeir láta ganga. Námumaðurinn á ekki kolin sem hann brýtur, sjómað- urinn ekki skipið, Sem hann siglir á. Öll erum við aS vinna aS því, hvert á sinn hátt aS auka auSsafniS í ver- öldinni. í hvert skifti, sem viS kveikj- um á eldspítu aukum við eignir eld- spítnahringsins. í hvert skifti, sem við ökum í bifreið aukum við auð olíufjelaganna. Auðvaldið ræður yfir fimm sjöttu aí' jörSinni. Tiltölulega fáir menn „eiga" landið, húsin, borgirnar, skip- in, járnbrautirnar, námurnar og verk- smiðjurnar. Einn sjötti af jörðinni er ekki á valdi einstaklingsins eða auðvaldsins. Það er Rússland og önnur ráðstjórnarlönd — þar sem enginn ma ei<*o noitt. Eldsumbrotin. Fregnir af eldgosum fyrri alda, eru bæði slitróttar og ó-árvissar, eigi síSur en harSærin. En þó verSur aS tjalda þvi litla og stærsta sem til er. Og mun jeg þó (eins og fyr) leiða hjá mjer stærsta þjóðsagnaskáldskap og munnmæla ýkjur, sem enga sann- sögulega stoð hafa til aS stySjast viS.*) 1300. Árið tilheyrir að vísu 13. öldinni, en afleiðingar h. 14. Um þessi aldamót er talið svo miki? Heklugos, að fjallið rifnaði og barst öskufallið norður um land, svo að myrkt var þar sumstaðar um 2 daga Má nærri gela, að ógnatjón hefir gos þetta valdið á nálægum jörð- um, grasvexti, skógaþrifum og bú- peningi bænda. En að Þjórárdalur hafi sjerstaklega „brunnið" eða al- eySst þá, þykir mjer næsta ótrúlegt. Og sjerstaklega vegna þess, að viS þetta gos er ekki getið um, að annað hafi brunnið1, en þökin • af húsunum i Næfurholti, „sem stendur neðan undir Heklufjalli." (Varla þó minna ei; 5 km. frá Heklu). Meira virði var skógurinn i Þjórsardal, en fáein torf- þök á einum bæ. Og því skyldi þá hvergi getið um það, ef allir við- lendu skógarnir, sem þá hafa verið í Þjórsárdal hefðu „brunnið" í þessu eða öðru gosi einu, og bygðin þar með öll eyðilagst? Hitt mun sönnu nær að skógarnir þar — og á öSr- um nálægari stöSum — hafi sviönað og eyðst meira og minna af ösku og vikri í mörgum gosum, en náð sjer aftur nokkuð á milli, likt og grasiS. Og aS foksandurinn, aska, vikur og uppblásinn jarSvegur, hafi smám saman og hvaS eftir annaS fækkaS býlum í Þjórsárdal, rjett eins og í næstu sveitum. Og ekki á einu ári eða i einu gosi, heldur á fleiri en einni öld. Þannig er víst um síðasta bæinn í sjalfum dalnum Sandár- tungu,, að hún lagðist ekki algjörlega í eyði fyr en í Heklugosinu 1693. 1332(31). Eldur uppi i Knappa- fellsjökli (í Austur-Skaptafellssýslu), með miklu sandfalli. — Má ætla að þá hafi spilst mjög jarðir þar i ná- grenni, í Öræfunum, eða farið alveg Það þarf ekki annað en aS minn- ast armæSu Vaderbilts gamla til aS skilja, að ýmsir auSkýfingar hafa gefiö stórfje til liknarstofnana og ýmsra framfara. Manni finst ósjdlf- rátt, aS Vanderbilt hefði átt að spara sjer allar harmtölurnar og gefa aleigu sína, svo aS hann væri laus viS „byrðina". Enginn hefir verið eins stjórgjöfull og Rockefeller, og lík- lega hefir enginn gefið eins viturlega og hann gerði. Aðrir gefa í áróðurs- skyni, eins og t. d. Henry Foíd, sem er sagður styrkja leynifjelagskapinn Ku KIux Klan. Basil Zaharoff var gjafafár, en rausnaðist þó til að gefa 200.000 franka handa — dýrunum, dýrunum, sem voru í svelti í dýra- íarðinum í París í stríðslokin. ÞaS sýnir nokkuð innræti þessa niðings, sem safnaði fje á því, að selja morð- vopn, er sviftu miljónir kvenna og barna fyrirvinnu sinni og öllunv möguleika til sjálfsbjargar. Það var engin furða, þó Frakkar gerðu hann að stórkrossriddara af heiðursfylk- ingunni. Effir Uigfús BuÖmundssDn í eyði, sumar þeirra. „ Á sama tíma sást Ijós út í hafi, bæði fyrir sunn- an og norðan land". 1340(41). Eldur uppi i Heklu, með svo miklu öskufalli, að næst- um eyddust 5 hreppirnir næstu". Hjer með fylgdi snjóvetur mikill og feilir. (Sjá fyr.) Þó eyðing „næstmn 5 hreppa" sje ýkjum blandið, eins og fleira hjá þeim mæta manni, sjera Jóni Egilssyni, þá má þó ætla, að ein- mitt þetta gos hafi eytt meiri hluta Þjórsárdals. Og þar með framundir % Gnúpverjahrepps. Líkt gat þá farið á Landi og Rangárvöllum, en varla i fjærliggjandi hreppum. í slað 5 hreppa ættu þvi sennilega að vera 3, og „næstum eyddust" í svip eða nokkur ár, en ekki alfariS. Á þessum árum telja annálar 2 elda (1 annáll 5) aðra uppi sam- tímis, annar i Knappafellsjökli, hinn i Herðubreið. 1360(57). „Eldsuppkoma i Trölla- dyngjum ok eyddust margir bæir í Mýrdal af öskufallinu, ok víða þar nálægt gjörði mikinn skaSa. Leiddi þar af miklar dunur ok stórar, en vikurinn rak alt vestr á Mýrar, ok sá eldinn af Snæfellsnesi". 1362(61). Þá voru uppi 3 eldar sySra. „Eyddist þá Litla-hjerað og mikiS af Lónshverfi i Hornafirði. Tók af tvær kirkjusóknir: Hofs- (um sinn?) og Rauðalækjar í Öræfum. Tók sandurinn á sljettu í miðjan legg", og komst öskufallið á Norður- Iand, og vikurinn fyrir Vestfirði. Á Rauðalæk var þá auðug kirkja, og bygð af timbri. StóS hún ein eftir, þá er bærinn fórst, og var síSar flutt aS Hofi og sameinuð þeirri sókn. En þar var áður litil torfkirkja — og svo er enn. Litlar kirkjur voru líka á þremur stóðum öðrum á þessum slóðuni: Á Eyrarhorni (áSur lögS til Hofs), á Jökulfelli, og á BreiSá — fram undir 1500. Og eftir þaS hjelst jörð- in Breiðá í bygð fram aS miSri 17. öld. — BreiSá mun hafa verið vildis- jörS. Þar bjó fram yfir aldamótin 1000, Özurr Hróaldsson, frændi SiSu Halls. Og þar skilur Njáls saga viS Kára Sölmundarson, búandi með siðari konu sinni, Hildigunni, ekkju Höskuldar Hvitanesgoða — nálægt 1020. — V. G. ") Nefni jeg þar til dæmi: 1. Að ein stúlka aðeins hafi sloppið lif- andi úr Þjórsárdal, þegar hann „all- ur stóð í björtu báli". (Árbók Flfél. 1885, 57).. Gröftur í sumar á Stöng og Skeljastöðum sannar ó- tvírætt, að ekki einungis fólkið þar hefir bjargast, heldur hefir það líka getað flutt burtu fjenað sinn, og hverja spýtu úr húsum sínum og annað verðmæti. 2. Að 18 bæir milli Heklu og Keldna „hafi tekið af á einum morni". 3. Að (á Í4. öld?) hafi „á einum morni og i einu flóði" tekiS af 40 bæi i Öræfum, en 8 staðið eftir, sem riú standa þar. (Það er á 17. öld — eins og sjera J. E. segir. Safn. t. s. ísl. I. 32 og 36). 4. Munnmæli um það — á sama stað — að' eldur frá Rauðukömbum hafi brent Þjórsárdal, telur Þorvaldur Thoroddsen ekki bygð á rökum. (Lýsing ísl. II. 132). <á©2li Schreibmascliinen

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.