Fálkinn


Fálkinn - 24.11.1939, Blaðsíða 6

Fálkinn - 24.11.1939, Blaðsíða 6
F A L K I N N „Eru sextán verulegar fallegar stúlkur til í New York? Lanny Dell vantar 16 stúlkur í nýja leikinn sinn á Silver Cholet-leikhúsinu í sumar. Og hann vill borga þeim þrjú hundr- uð krónur á viku. Kunnátta á dansi æskileg, en ekki nauðsynleg. Lítið enn einu sinni í spegilinn áður en þjer gefið yður fram i leikhúsinu á mið- vikudag klukkan tvö". — Jeg vona, að þetta sje eitthvað meira en venjulegt auglýsingaskrum. — Það er það. Jeg ætla að niinsta kosti að reyna. — Gott og vel! sagði Maidie við Idu systur sína. mjer ennþá. Þú hefir ótakmarkað lánstraust. Og systir þín er undur- falleg. Jeg efast ekki um, að hún verður tekin. Skömmu síðar athugaði Maidie að- gerðir Louise á sjer í speglinum og var harðánægð. Hún var forviða og nærri þvi hrædd að sjá, hve blátt áfram hún leit út núna, eftir að hafa ekki sjeð sig nema málaða í mörg ár. — Og Ida! Ida var ágæt. Hún var einmitt eins og leikhússtjórarnir og fólkið vildi hafa hana. Það vissu bæði Maidie og Louse. — Jeg kem heim eftir eina mínúlu, Maidie, sagði Ida, þegar þær komu SÖNGMEYJARNAR Smásaga eftir James Ashwell. I hálfdimmunni bak við leiksviðið sat Maidie á stól. Ofurlítið bros Ijek um munn hennar, sem nú var alveg ómálaður. Lanny staðnæmdist hjá Idu. Það komu hrukkur í ennið. „Því miður!" sagði hann. Það var eins og Ida fengi sina- drátt. — Er það jeg, sem þjer eigið við? sagði hún fokvond. —• Jeg á við yður, já, sagði Lanny kuldalega. — Fólk er orðið þreyll á slúlkum eins og yður, barnið gott. Jeg get fengið þær fyrir tíu aura iylflina. Nú sá Maidie hvað var á seiði. Hún gekk nokkur skref fram til þess að hjálpa systur sinni. Lanny baðaði út höndunum, sneri sjer við og kom auga á Maidie. Hann horfði á hana góða stund. — Hvar hafið þjer verið? spurði hann. — Lítið þið á hana, stúlkur! Þarna sjáið þið stúlku, eins og þær sem jeg er að leita að. Blátt áfram en fallegar. Það eru svoleiðis stúlkur. sem fólkið vill hafa núna. — Manstu þegar við hittum hann George White á götunni í vetur: hann sagði að jeg væri blátt áfram yndis- leg Og annars hefir þú sagt sjálf, að úr því að jeg væri orðin leið á hljóð- færinu, þó jeg sje ekki nenia seytján ára, þá geti jeg eins vel reynt að verða söngmær. Þú ferð nú að verða of ¦ gömul til þeirra hluta, en ein- hvernveginn verðum við að fá mat. — Já, þvi miður — við verðum að borða. Þó að þetta væri um morgun var einskonar blágrátt rökkur í bakher- berginu á þriðju hæð, þar sem Maidie Mimms og Ida, yngri systir hennar áttu heima. Maidie sat á öðru rúm- inu í ljósrauðum, en upplituðum nærklæðunum, og hnyklaði brúnirn- ar, er hún las auglýsinguna. Hún var óvenjuleg stúlka. Það mátti sjá á andlitsfalli hennar, að hún var af góðum ættum. Það var aðeins plat- inulitað hárið, sem bar vitni um, að hún væri leikhússöngmær Og farð- inn um munninn. Hún var tuttugu og fjögra ára og hafði verið söngmær i sjö ár. En siðustu þrjú skifti, sem auglýst hafði verið eftir „spriklstelpum" hafði hún ekki getað fengið starf. Hún sá letrið á veggnum: hún var orðin of gömul. En hver veit nema hún gæti fengið ejtthvað í annari grein.... Ida var hinsvegar barn samtiðar- innar. Of mikil málning i andlit- inu — og margar hrykkjur í hárinu. — Jeg verð þá vist að láta laga á mjer hárið, sagði Ida fullorðins- lega. — Og andlitið líka. Þú hefir altaf sjeð um það, að jeg væri eins og krakki í framan. — Þú ert krakki, sagði Maidie. — En jeg geri ráð fyrir, að það verði að dytta eitthvað að þjer — það er það, sem leikhússtjórarnir heimta. Jeg hugsa, að Louise láni okkur í þetta skifti. — Okkur báðum? —Já, auðvitað, sagði Maidie og hló. — Jeg ætla að láta þvo litinn úr hárinu á mjer og fá eðlilegan hárlit aftur. Mig langar til að koma með þjer á æfinguna og langar ekki til að gamlir kunningjar þekki mig. Mínu Ieikhúslífi er lokið. Fyrir fult og alt. Hjeðan i frá ert það þú, sem verður að sjá okkur fyrir fæði og húsnæði. Og jeg ætla að verða gömul systir eða mamma. — Heyrðu, sagði Louise meðan Maidie sat undir hárþurkunni. — Þú skalt ekkert hugsa um að borga út í sólskinið. — Þú getur farið upp. Og svo bætti hún við hikandi: Þarft þú að fara með mjer á æfinguaa. .íeg get vel sjeð um mig sjálf. — Nei, það geturðu ekki. Jeg þekki þetta út i æsar. Skrifarinn á fremri skrifstofunni starði á Maidie er hún kom inn úr fordyruum og augun á lyftustrákn- um urðu stór og hvit, þegar hann sá hina nýju Maidie. Tveimur mínút- um siSar barði Ida að dyrum á herbergi i artistagistihúsinu hinumeg- in við götuna. — Hvernig líst þjer á mig núna? spurði hún ungan mann. — Betur en whisky. Þú hefir látið laga á þjer hárið. — Ertu viss um, að þjer litist á mig? Ida brosti. Og svo hefi jeg fengið atvinnu. Jeg er að minsta kosti viss um það. Og undir eins og jeg hefi fengið samninginn ætla jég að sigla minn sjó og þá getur Maidie gert það sem henni list. Föli mjóninn starði aðdáunaraug- um á hana. — Og þá getum við kanske gift okkur? — Áreiðanlega. — En hvernig heldurðu að henni Maidie verði viS þegar hún uppgötvar, að jeg ætla ekki að ala önn fyrir henni til æfi- loka. Jeg þoli hana ekki. — — — Á leiksviðinu og bak við leiksvið- ið í Silver Ctalet-leikhúsinu var alt á tjá og tundri. Stúlkur — stúlkur ¦— stúlkur. — Langar og stuttar, gamlar og ungar, mjóar og digrar og þarna malaði hver sem betur gat og allar voru svo ánægðar með sjálfa sig, að það var hörmung að sjá það. Alt i einu var sterku hvítu kast- Ijósi beint á leiksviðið. Til hliSanna var dimt og eins í sjálfu leikhúsinu, þar sem vinir Lanny Dells sátu og horfðu dómaraaugum á kvenfólkið og athuguðu Lanny, sem var að velja úr. — Stúlkunum hafði verið skipað í tvær raðir upp á íeiksviðinu og á milli raðanna gekk Lanny og að- stoðarmenn hans tveir. Hann snerti við einhverri stúlkunni við og við og sagði henni að fara inn i búnings- herbergið og fara i baðföt. En stund- um stansaði hann og sagði: Því mið- ur! við stúlkuna, sem hjá honum stóð. Ida, sem stóð þarna státin í nær- skornum silkikjól, sem Maidia hafði saumað handa henni upp úr kjól af sjálfri sjer, var hárviss um, að hún yrði valin. Hingað til höfðu aðeins tvær verið valdar og þær voru tals- vert eldri en hún. BAÐHETTUR, sem blásnar eru út nieð Jofti, er nýj- asta nýtt í Ameríku. En eigi er ljóst til hvers þær þykja hentugastai'. Furstinn og hjúkrunarkonan. Riku furslarnir á Indlandi eru smátt og smátt að komast að þeirri niðurstöðu, að Vestur-Evrópumenn- ingin sje ekki sem bölvuðust, og hafa gaman af að dvelja við bað- staðina í Evrópu á sumrin og koma á veðreiðabrautir, leikhús og spila- viti. Frægast er dæmi Aga Khan, sálnahirðisins austræna, sem dvelur lcngstum í Frakklandi og á mestu góðhestana, sem sjást á veðreiðunum í Frakklandi og Englandi.— Og þessum furstum Jíst svo vel á vestræna kvenfólkið, að þeir kjósa heldur búðastúlku í Vesturlöndum en prinsessu heima hjá sjer. Aga Khan kvæntist stúlku úr sælgætisbúð og fleiri hafa farið að dæmi hans. Nýjast er það, að maharajahinn af Indora kvæntist núna i vor hjúkr- unarkonu frá Los Angeles. En þessi fursti er einn af þeim ríkustu í Ind- landi. Hann er nú 30 ára gamall. Árið 1938 lá hann a sjúkrahúsi i Los Angeles og var ristur á kviðinn. — Hjúkrunarkonan Marguerite Lawler annaðist um hann. Og það hefir áð- ur „komið fyrir á bestu heimilum", að sjúklingar yrðu ástfangnir af hjúkruriarkonunni sinni, svo að það CLAUDETTE COLBERT DANSAR. Leikritið „Zaza," sem fyrir nokkr- um áratugum fór eins og eldur um alla veröldina, hefir nú verið kvik- myndað og leika Claudette Colberl og Herbert Marshall aðalhlutverkin. Leikurinn gerist í París um alda- mótin siðustu og aðalpersónan er dansmærin Zaza, sem hefir gert hálfa borgina bandvitlausa með hinum trylta dansi sínum. Claudette Colbert sýnir i myndinni afburða dansfimi í hlutverki þessu. En einn dansinn, „rancan", sem var í leikritinu var slrikaSur út úr myndinni. Zukor leikstjóri taldi ekki að hann hæfði Claudette. — Hjer sjest hún í hlut- verki dansmærinnar. Veiddi á sundi- Stúlka ein vestur í Ameríku var að synda að gamni sínu en rakst þá á fisk eiriri og tókst að taka hann ífleð berum höndum og synda með hann í land. Ljótur var hann, en þrjú kíló vóg hann og var talinn manna- matur, svo að sundferð stúlkunnar varð ekki til ónýtis. Það mun vera sjaldgæf veiðiaðferð, að taka fiska þannig. En það ber svo margt við í Ameriku. var ekkert tiltökumál, þó mahara- jrhinn yrSi ástfanginn af Marguerite. En nú vildi svo til, aS hjúkrunar- kona þessi var gift og hjet frú Bann- yan, þó að hún kallaði sig ungfrú Lawler. Og Bannyan var sprenglif- andi eins og silungur í sjó. Svo að þetta kostaði hjónaskilnað. Hvað var Bannyan á móti ríka furstanum ind- verska? — Maharajahinn hafði líka veriS giftur, þegar hann lá á spítal- anum. Hann hafði verið giftur þegar hann var 15 ára, ellefu ára gamalli dóttur furstans af Kargal. En hún dó 1937 og þá var furstinn frjáls ¦— og Marguerite skildi í hvellinum við Bannyan sinn og er nú komin heim í ríki sitt, þar sem gull og gim- sleinar bíða hennar, og sem vesling- urinn hann John P. Bannyan gat ekki gefið henni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.