Fálkinn


Fálkinn - 24.11.1939, Qupperneq 7

Fálkinn - 24.11.1939, Qupperneq 7
F Á L K I N N Lithauar hafa orðið best úti þeirra smáríkja við Eystrasalt, sem Rússar hafa kúgað til afsláttar á sjálfsæð- inu, enda eru þeir næst Au.-Prússl. og eigi máiske i framtíðinni að vera „vök milli vina“ Rússa og Þjóð- verja.. Þeir hafa að vísu orðið að veita Rússum ýms forréttindi, en í staðinn hafa þeir fengið hjá Rúss- um Vilna-lijeraðið, sem Pólverjar tóku með ofbeldi frá Lithauum, en Vilna var hin forna höfuðborg landsins. Lettar og Estlendingar urðu ver úti, því að nú hafa Rúss- ar full umráð gfir höfnunum Libau og Windan í Lettlandi og Ösel, l)agó og tíaltischport í Estlandi. Hjer er mynd af innreið Lithaua- hersins lil Vilna. Myndin að neðan er frá jarðarför hinna þýsku sjóliða, sem fórust við Möen hjá Sjálandi í október. í líkfylgdinni er m. a. hinn þýski sendiherra í Kaupmannahöfn, Ren- the-Fink. „Kastellet“, hið gamla vígi, sem enn stendur nálægl Löngulínu i Kaupmannasöfu og nú er horfið inn í borgina, þó að það stæði langt fyrir utan bygðina, þegar það var reist af Friðrik þriðja konungi, átti 275 áira afmæli hinn 28. f. m. Þái voru Danir stór þjóð í sanmn- burði við það sem nú er. Nú eru Danir þjóð friðarins, sem síðan þeir háðu styrjöld síðast hafa haft kjörorðið: Það sam út á við tapast skal inn á við vinnast. Þetta hefir tekist svo, að nú er Danmörk að tiltölu við landstærð og fólksfjölda, mesta fyrirmýndarlandið i veröhl- inni. Hjer að ofan er mynd af „Noregshliðinu" á kastalanum. Þýska æskulýðshreyfingin „Hitler- Jugend“ er nú æfð í vopnaburði. Iljer t. v. eru piltar úr elsta árgangi fjelagsskaparins við æfingar.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.