Fálkinn


Fálkinn - 24.11.1939, Blaðsíða 8

Fálkinn - 24.11.1939, Blaðsíða 8
F A L K I N N T-7 IGINLEGA þekti jeg Carstairs ekki neitt, en hann var nágranni niinn og nýfluttur í húsiS. Han hafði marg- sihnis beðiS mig að koma til sín og rabba við sig. Jeg hafði fyrir skömmu fengið gest, sem hjet Jackson. Hann var verk- fræðingur og kom beina leið frá Suð- ur-Ameríku til þess að gefa skýrslu um námu, sem fjelag mitt hafði lagt fje i. Við áttum fá sameiginleg áhuga- mál, svo að okkur gekk illa að halda uppi samtölum til lengdar. Þessvegna datt mjer það í hug eitt sunnudags- kvöldið að fara með hann og heim- sækja Carstairs svona til tilbreyting- ar. Carstairs þótti vænt um að við komum. Hann bjó aleinn, þegar frá er skilio1 vinnufólk lians. Jeg skildi ekki hvað hann hafði við þetta stóra hús að gera, en hann um það. Hann bauð okkur velkomna og við settumst í þægilega hægindastóla og fórum að rabba. Einhvernveginn hafði jeg fengið hugboð um, að Cartairs hefði græðsl fje sitt á námum, en jeg var þó ekki viss um það. Þeir Jackson og hann voru áður en varði farnir að tala um verkfræði. En hún hefir aldrei verið min sterka hlið, svo að jeg sat hljóð- ur og naut hvíldarinnar, og andaði að mjer ilmandi kvöldloftinu. Þá var það sem leðurblakan kom fram á sjónarsviðið. Þær fljúga út og inn um opna gluggana á sumarkvöld- um. Fallegar éru þær ekki, en alveg meinlausar. En aldrei hefi jeg sjeð mann verða eins hræddan við leður- hlöku og Carstairs varð. — Rekið' þið hana út! hrópaði hann og huldi andlitið i sófasvæflunum. Jeg hló að honum og sagði, a'ö það tæki ekki að gera veður út af einni leðurblöku. Svo slökti jeg á lamp- anum. Leðurblakan flögraði um stofuna um stund og svo hvarf hún út um gluggann — jafn hljóðlega og hún hafði komið inn. Kringluandlitið á Carstairs var náfölt þegar það gægð- ist fram úr svæflunum aftur og spurði: — Er hún farin? — Já, þaS er hún, svaraði jeg, — en mjer finst skrítið hvernig þjer tókuð þessu. — Já, það getur verið. En gerið þjer svo vel að loka glugganum, sagði hann. Svo blandaði hann sjer sterkf whisky. Mjer fanst synd að loka glugganum í svona góðu veðri, en þetta var hans heimili en ekki mitt. Og Jackson lokaði glugganum. Carstairs bað okkur að afsaka, að hann skyldi hafa orðið svona uppvæg ur, og svo settumst við aftur. Það var eiginlega ekkert undarlegt, að samtal- ið snerist að hræðslu og þvílíku. Jackson sagðist hafa heyrt ýmsar kynjasögur úr frumskógum Brasilíu, en jeg ljet mjer það i ljettu rúmi liggja, því að hann virtist vera af mongólaættum, og austurlandabúar eru trúgjarnir. Hinsvegar var Car- slairs svo enskur, sem best varð á kosið, og er hann spurði mig í fullri alvöru hvort jeg tryði á dularöfl, þá hló jeg ekki, en ljet mjer nægja að neita því afdráttarlaust. — Jeg held yður skjátlist eigi að siður, sagði hann. — Jeg skal segja yður, að það er dulrænum öflum að kenna, að jeg er staddur hjerna. — Yður er ekki alvara! sagði jeg. — Jú bláköld alvara. Jeg hefi ferð- ast um Suður-Afríku í þrettán ár og tekið hverju því starfi, sém jeg átti kost á. Og jeg býst við, að jeg væri þar enn, ef jeg hefði ekki komist í kynni við svörtu listina. Jeg græddi f je á henni, og úr þvi að jeg hafði kynt mjer hana á annað borð, hjelt jeg á- fram að sýsla með hana. ÞaS eru 22 ár síðan og jeg er orðinn ríkur maður og er kominn heim til að taka mjer hvild. — Carstairs var auðsjáanlega alvara með það sem hann sagði, og jeg verð að játa, að orð hans höfðu áhrif á mig. — En jeg er jafn vantrúaður þrátt fyrir þetta, sagði jeg. — Kanske er þaS' af því, aS jeg hefi aldrei heyrt neitt um þetta áður. Viljið þjer segja okkur dálítið nánar frá því'? Hann horfði bláum augunum hvasl á mig um stund. — Já, jeg skal koma yður og vini yðar á aðra skoðun, ef þið kærið -kkur um. Við heltum i glösin og hann bóf máls: — Þegar mjer lá við að segja áð- an: „Þessi leðurblaka er kölski sjálf- ur", þá var það ekki eiginlega það, sem jeg meinti. Það kunna að vera tii nienn, sem geta sært fram kölska sjálfan, jeg veit það ekki og hefi aldrei sjeð það gert. En það er tii illur kraftur í heiminum. Maður skyldi halda, að hann væri i sjálfum ljósvakanum, og ýms kvikindi eru mjög næm fyrir þessum krafti. Þau safna honum i sig, alveg eins og út- varpstæki dregur ósýnilegu öldurn- ar að sjer. vitað voru allir grannar okkar svert- ingjar — þarna var engin hvítur maður í dagleiSar fjarlægS, nema Mary, kona Bobbys. Jeg var bókari hans — vitanlega voru allar bækurnar falsaSar. Rauð- ur kandís þýddi tvær öskjuiv af skot- hylkjum, en hvítasykur þýddi þrjár. Yfirleitt fór hann ekki illa með mig. Eitt kvöldið í svækjuhita, rjett eftir að jeg kom til hans, barði hann inig niður með einu einasta hnefa- höggi. Eftir það var jeg altaf vanur að ganga dálítinn spöl, ef jeg var liræddur um, að jeg misti stjórn á sjálfum mjer í bræöi. Þegar jeg kyntist öllu betur komst jeg að því, að Bobby lánaði líka pen- inga með okurvöxtum. Og í þessari grein var það, sem honum lenti ó- þyrmilega saman viS svertingjana. TEG VEIT EKKI hvernig Bobby ** komst í kynni viS særingamann- inn Umtonga i fyrstunni. Hann kom til okkar öSru hverju og Bobby fag.i- aði honum ávalt eins og höfSingja. an aS vanda — tólf alls — og nú hóf hann særingar sínar. Þeir fengu hon- um tvo lifandi hana, hvítan og svart- an, og Umtonga settist á dyrapall- inn og drap hanana á óvenjulegan hátt. Hann grannskoðaði i þeim lifrina og síðan fór hann aS vagga sjer og sveigja sig um mjaðmirnar og raulaði ámátlega einhverja langlokuþulu með hálfbrostinni og annarlegri raust. ¦— Sveinarnir sátu flöturn beinum kring- um hann á hlaðinu. Svona sat hann raulandi i hálftíma, þangao til hann fór að dansa. Jeg sje enn glögt beltið hans, í huganum — með lafandi apa- rófurnar dinglandi i takt við hreyf- ingar hans. Enginn skyldi hafa ætlað. að þessi gamli skorpni skrjóður hefði orku og úthald til að dansa eins og liann gerði. Alt í einu var eins og liann hefSi fengiS slag: hann ná- fölnaði og hneig niður á grúfu. Þeg- ai' sveinar hans sneru honum við, sá jeg að froðan stóð út úr vitun- um á honum. Þeir tóku hann upp og báru hann á burt. DENNIS W. HEATLEY: SVARTA-MAMBA-NAÐRAN Þessi kvikindi eru meinlaus meðan þau eru ekki undir áhrifum annara, en komist þau undir áhrif manns- viljans, geta þau orðið hættuleg. Eins og jeg gat uni áðan, hefi jeg flækst um Suður-Afriku i þrettán ár, frá Durban til Damaralands, frá Oranje til Matabel, sem garðyrkju- maður, námumaður, farandsali, af- greiðslumaSur — jeg tók, í stuttu máli, við því, sem mjer bauðst. Loks komst jeg til Portugalsný- lendunnar i Austur-Afríku, við Lor- enzo Marques og Delagoaflóann. — Viðfeldnara land er tæplega unt að hugsa sjer. Að vísu hefir það nú verið gcrt að griðastað innborinna .nanna, en þá voru margir hvítit menn þar á strjálingi. — Það var á veitingahúsi þar, sem jeg hitti Bobby Corham, og hann bauð mjer at- vinnu. Jeg var á hvínandi hausnum um þær mundir, svo að jeg tók boð- inu, þó að Bobby væri sá þorpara- legasti maður, sein jeg hefi nokkurn- tíma sjeð. Hann var hærri en jeg, nteð svart, þjett og hrokkið hár og afar kinnbeinamikill. Hann var rauð- ur í framan, eins og blótneyti, og lymskuleg augun i honum skiftu lit- um, eins og kameleón. Sagði hann mjer, að pakkhúsmaðurinn hans væri nýdáinn — og sagði það á þá leið, að mjer datt í hug, að hann mundi ekki hafa dáiS eðlilegum dauðdaga. Við fórum nokkrar mílur inn í land, þangað sem svonefnd pakkhús hans voru, en í þeim pakkhúsum var ekki annaS en ein dauS rotta og tvær niðursuoiidósir — og var mjer l.jóst, aS Bobby gat ekki bygt atvinnu sína á þessu. Jeg efast ekki um, að hann muni hafa gengiS að því vísu, að jeg mundi ekki fara að hnýsast um það og spyrja. Jeg gætti þess vel, að láta ekki bóla á neinni forvitni, þvi að jeg hafði óljóst hugboð um, að fyrir- rennari minn hefði beðið bana af forvitni einni saman. Bobby virtist verða mjög ánægður með mig, þegar fram í sótti, og fór nú ekki eins dult með sín eiginlegu slörf og í fyrstu. — Hann smyglaði vopnum til innfæddra manna og seldi brennivin á laun, i stórum stil. Auð- Svo ^sátu þeir saman liðlangt kvöldið og drukku glas eftir glas af besta brennivíninu, sem til var í bænum, þangað til sveinar Umtonga báru hann heim dauðadrukkinn. Mig grun- ar, að særingarmaðurinn hafi selt Bobby alt það kvenfólk, sem afstans var þarna í nágrenninu, og hann hafi svo flutt það til sjávar og selt þaS um borS í skip. Þetta var átta mánuðum eftir að jeg kom, sem alt komst i tippnám þarna. Umtonga gamli var mesti eyðsluseggur og það var farið að minka um kvenfólk i bygðinni. Svo fór hann að taka út til láns hjá Bobby og gat vitanlega ekki borgað. Og nú urðu viðræður þeirra ekki eins vinsamlegar og þær höfðu verið; Umtonga fór stundum frá Bobby ó- fullur og otaði stundum stafnum sín- um um leið og hann fór. En Bobby ljet það ekki a sig fá. Hann sagði Umtonga, að ef hann gæti ekki útvegað sjer kvenfólk af öðrum bæjum, þá yrði hann að láta sig fá eitthvað af konuntnn sinum, því að hann átti margar. Og svo kom hann einn góðan veð- urdag með þrjár konur — þær áttu auðsjáanlega að nægja fyrir því, sem hann skuldaði — en Bobby vildi nú hafa sitt lag á endurgreiðshmni. Um- tonga átti að greiða mun meira, en hann hafði fengið til láns, og því eldri ' sem skuldin varð, þvi meira átti hann að borga. Nú heimtaði Bobby þrjátíu stúlkur til þess að jafna skuldina — og þær yrðu að vera laglegar og vel vaxnar. Særingamaðurinn tók þessu rólega og kuldalega. Hann kom seinna um kvöldíð en hann átti vanda til, og slóð ekki við nema tuttugu mínútur. Þilin voru svo þunn, að jeg gat heyrt mest af því, sem þeir skröfuðu sam- an. Hann bauð Bobby þrjár konur — eða dauðann fyrir næstu aftur- elding. Ef Bobby hefði veriS forsjáll mað- ur, hefði hann þegið konurnar þrjár, en það var hann ekki. Hann sagði Umtonga að fara fjandans til og Um- tonga fór. Sveinar hans höfðu beðið fyrir ut- Eins og þið vitið, þá dimmir ákaf- lega fljótt í hitabeltinu. Umtonga hafði byrjað særingar sínar í fullri dagsbirtu, og þó þær tæki ekki lang- an tíma, þá var komið svartamyrkur áður en hann var búinn. — Við átum kvöldverðinn, Bobby. Mary og jeg. Hann virtist vera dá- Jítið viðutan, en þó ekki frekar en jeg mundi hafa verið undir slíkum kringumstæðum. Eftir kvöldverðinn fór hann inn á skrifstofu sina fil þess aS gera yfirlit um viSskiftin þann daginn, eins og hann var vanur, en jeg fór aS hátta. Um klukkan tvö um nóttina fann jeg aS tekiS var i mig. Það var Mary gamla. Hún sagðist vera nývöknuð og hafði þá sjeS, að Bobby var ekki komin'n í bólið ennþá. Við fórum um húsið og fundum hann. Hann sat í hnipri í skrifborðsstólnum sínum með augun starandi og galopin, eins og hann væri að fela sig fyrir ein- hverjum. Fallegur hafði hann aldrei verið, en nú hafSi eitthvaS djöfullegt bland- ast því sem fyrir var í gljábleiku andlitinu. Hann hafði verið dauður í svo sem tvo tíma. Mary lagði rýju yfir andliið á hon- um og fór að gráta. Þegar jeg hafSi komið henni á burt úr skrifstofunni, fór jeg að rannsaka, hvað hefði orð- ið Bobby að aldurtila. Jeg var þá alveg eins og þjer eruð nú — jeg vildi ekki trúa, að Umtonga gamli hefði drepið hann — hvergi nálægur. Jeg rannsakaði húsið grandgæfi- lega, en hvergi sást þess merki, að nokkur hefði brotist inn eða yfirleitt verið á ferli í húsinu. Jeg horfði lengi á Bobby. Hann hafði auðsjáan- lega dáið af slagi, en af hverju hafði hann fengið slag? Hann hlaut að liafa sjeð eitthvað ferlegt. Jæja, við grófum Bobby daginn eftir. Venjleg útför — með grátandi konum og körlum, sem þömbuðu o- keypis whisky, og þarna var hálf Afríka saman komin. Umtonga var þarna líka og sýndi hvorki á sjer hrygð nje gleSi, en stóS og horfSi á athöfnina. Jeg vissi ekki hvernig jeg skyldi haga mjer

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.