Fálkinn


Fálkinn - 24.11.1939, Síða 8

Fálkinn - 24.11.1939, Síða 8
8 F A L K I N N p IGINLEGA þekti jeg Garstairs ekki ■^neitt, en hann var nágranni niinn og nýfluttur í húsið. Han liafði inarg- sinnis beðið niig að koma til sín og rabba við sig. Jeg hafði fyrir skömmu fengið gest, sem hjet Jackson. Hann var verk- fræðingur og kom heina leið frá Suð- ur-Ameríku til liess að gefa skýrslu um námu, sem fjelag mitt hafði lagt fje í. Við áttum fá saineiginleg áhuga- mál, svo að okkur gekk illa að halda uppi samtölum til lengdar. Þessvegna datt mjer það í hug eitt sunnudags- kvöldið að fara með hann og heim- sækja Carstairs svona til tilbreyting- ar. Carstairs þótti vænt um að við komum. Hann bjó aleinn, þegar frá er skilið’ vinnufólk hans. Jeg skildi ekki hvað hann hafði við þetta stóra hús að gera, en hann um það. Hann bauð okkur velkomna og við settumst i þægilega hægindastóla og fórum að rabba. Einlivernveginn hafði jeg fengið hugboð um, að Cartairs iiefði græðst fje sitt á námum, en jeg var þó ekki viss um það. Þeir Jackson og hann voru áður en varð'i farnir að tala um verkfræði. En hún hefir aldrei verið mín sterka hlið, svo að jeg sat hljóð- ur og naut hvíldarinnar, og andaði að mjer ilmandi kvöldloftinu. Þá var það sem leðurblakan kom fram á sjónarsviðið. Þær fljúga út og inn um opna gluggana á sumarkvöld- um. Fallegar eru þær ekki, en alveg meinlausar. En aldrei hefi jeg sjeð mann verða eins liræddan við leður- blöku og Carstairs varð. — Rekið þið hana út! hrópaði hann og huldi andlitið i sófasvæflunum. Jeg hló að honum og sagði, að þaö tæki ekki að gera veður út af einni leðurblöku. Svo slökti jeg á lamp- anum. Leðurblakan flögraði um stofuna um stund og svo hvarf hún út um gluggann — jafn hljóðlega og hún hafði komið inn. Kringluandlitið á Carstairs var náföll þegar það gægð- ist fram úr svæflunum aftur og spurði: — Er hún farin? — Já, það er hún, svaraði jeg, — en mjer finst skrítið hvernig þjer tókuð þessu. — Já, það getur verið. En gerið þjer svo vel að loka glugganum, sagði hann. Svo blandaði hann sjer sterkt whisky. Mjer fanst synd að loka glugganum í svona góðu veðri, en þetta var hans heimili en ekki mitt. Og Jackson lokaði glugganum. Carstairs bað okkur að afsaka, að hann skyldi hafa orðið svona uppvæg ur, og svo settumst við' aftur. Það var eiginlega ekkert undarlegt, að samtal- ið snerist að hræðslu og þvilíku. Jackson sagðist liafa heyrt ýmsar kynjasögur úr frumskógum Brasilíu, en jeg ljet injer það i ljettu rúmi liggja, því að hann virtist vera af mongólaættum, og austurlandabúar eru trúgjarnir. Hinsvegar var Car- slairs svo enskur, sem best varð á kosið, og er hann spurði mig í fullri alvöru hvort jeg tryði á dularöfi, þá hló jeg ekki, en Ijet mjer nægja að neita því afdráttarlaust. — Jeg held yður skjátlist eigi að siður, sagði hann. — Jeg skal segja yður, að það er dulrænum öflum að kenna, að jeg er staddur hjerna. — Yður er ekki alvara! sagði jeg. — Jú bláköld alvara. Jeg hefi ferð- ast um Suður-Afríku í þrettán ár og tekið hverju því starfi, sém jeg átti kost á. Og jeg býst við, að jeg væri þar enn, ef jeg hefði ekki komist í kynni við svörtu listina. Jeg græddi fje á henni, og úr þvi að jeg hafði kynt mjer hana á annað borð, hjelt jeg á- fram að sýsla með hana. Það eru 22 ár síðan og jeg er orðinn rikur maður og er kominn heiin til að taka mjer hvíld. — Carstairs var auðsjáanlega alvara með það sem hann sagði, og jeg verð að játa, að orð hans höfðu áhrif á mig. — En jeg er jafn vantrúaður þrátt fyrir jietta, sagði jeg. — Kanske er það’ af því, að jeg hefi aldrei heyrt neitt um þetta áður. Viljið þjer segja okkur dálítið nánar frá því? Hann horfði bláum augunum hvast á mig um stund. — Já, jeg skal koma yður og vini yðar á aðra skoðun, ef þið kærið -kkur um. Við heltum í glösin og liann hóf máls: — Þegar mjer lá við að segja áð- an: „Þessi leðurblaka er kölski sjálf- ur“, þá var það ekki eiginlega það, sem jeg meinti. Það kunna að vera til menn, sem geta sært fram kölska sjálfan, jeg veit það ekki og hefi aldrei sjeð það gert. En það er til illur kraftur í heiminum. Maður skyldi halda, að hann væri í sjálfum ljósvakanum, og ýms kvikindi eru nijög næm fyrir þessum krafti. Þau safna honum í sig, alveg eins og út- varpstæki dregur ósýnilegu öldurn- ar að sjer. Þessi kvikindi eru meinlaus meðan þau eru ekki undir áhrifum annara, en komist þau undir áhrif manns- viljans, geta þau orðið hættuleg. Eins og jeg gat uríi áðan, hefi jeg flækst um Suður-Afríku í jirettán ár, frá Durban til Damaralands, frá Oranje til Matabel, sem garðyrkju- maður, námumaður, farandsali, af- greiðslumaður — jeg tók, i stuttu máli, við því, sem mjer bauðst. Loks komst jeg til Portugalsný- lendunnar í Austur-Afríku, við Lor- enzo Marques og Delagoaflóann. — Viðfeldnara land er tæplega unt að hugsa sjer. Að vísu liefir það nú verið gert að griðastað innborinna .naniia, en þá voru margir livítir menn þar á strjálingi. — Það var á veitingahúsi þar, sem jeg iiitti Bobby Gorham, og liann bauð mjer at- vinnu. Jeg var á hvínandi hausnum um liær mundir, svo að jeg tók boð- inu, þó að Bobby væri sá þorpara- legasti maður, sem jeg hefi nokkurn- tíma sjeð. Hann var hærri en jeg, með svart, þjett og hrokkið liár og afar kinnbeinamikill. Hann var rauð- ur í framan, eins og blótneyti, og lymskuleg augun í honum skiftu lit- uirí, eins og kameleón. Sagði hann mjer, að pakkhúsmaðurinn hans væri nýdáinn —- og sagði það á þá leið, að mjer datt í iiug, að hann mundi ekki hafa dáið eðlilegum dauðdaga. Við fórum nokkrar mílur inn í land, þangað sem svonefnd pakkhús hans voru, en í þeim pakkhúsum var ekki annað en ein dauð rotta og tvær niðursuðudósir — og var mjer ljóst, að Bobby gat ekki bygt atvinnu sína á jiessu. Jeg efast ekki um, að hann muni liafa gengið að því vísu, að jeg mundi ekki fara að hnýsast um það og spyrja. Jeg gætti þess vel, að láta ekki bóla á neinni forvitni, því að jeg hafði óljóst hugboð um, að fyrir- rennari minn liefði beðið bana af forvitni einni saman. Bobby virtist verða mjög ánægður með mig, þegar fram í sótti, og fór nú ekki eins dult með sín eiginlegu slörf og í fyrstu. — Hann smyglaði vopnum til innfæddra manna og seldi brennivín á laun, í stórum stíl. Auð- vitað voru allir grannar okkar svert- ingjar — þarna var engin hvitur maður í dagleiðar fjarlægð, nema Mary, kona Bobbys. Jeg var bókari hans — vitanlega voru allar bækurnar falsaðar. Rauð- ur kandis þýddi tvær öskjur. af skot- hylkjum, en hvítasykur þýddi þrjár. Yfirleitt fór hann ekki illa með mig. Eilt kvöldið í svækjuhita, rjett eftir að jeg kom til hans, barði hann mig niður með einu einasta hnefa- höggi. Eftir það var jeg altaf vanur að ganga dólítinn spöl, ef jeg var hræddur um, að jeg misti stjórn á sjálfum mjer i bræði. Þegar jeg kyntist öllu betur komst jeg að þvi, að Bobby lánaði líka pen- inga með okurvöxtum. Og i þessari grein var það, sem honum lenti ó- þyrmilega saman við svertingjana. TEG VEIT EKKI hvernig Bobby ^ komst i kynni við særingamann- inn Umtonga í fyrstunni. Hann kom til okkar öðru hverju og Bobby fag i- aði honum ávalt eins og höfðingja. Svo "sátu þeir saman liðlangt kvöldið og drukku glas eftir glas af besta brennivininu, sein til var í bæiium, þangað til sveinar Umtonga báru Iiann heim dauðadrukkinn. Mig grun- ar, að særingarmaðurinn hafi selt Bobby alt það kvenfólk, séln afstans var þarna í nágrenninu, og hann hafi svo flutt það til sjávar og selt það um borð i skip. Þetta var átta mánuðum eftir að jeg kom, sem alt komst í uppnám þarna. Umtonga gamli var mesti eyðsluseggur og það var farið að niinka um kvenfólk í bygðinni. Svo fór hann að talca út til lóns hjá Bobhy og gat vitanlega ekki borgað. Og nú urðu viðræður þeirra ekki eins vinsamlegar og þær liöfðu verið; Umtonga fór stundum frá Bobby ó- fullur og otaði stundum stafnum sín- uin um leið og hann fór. En Bobby ljet það ekki á sig fá. Hann sagði Umtonga, að ef hann gæti elcki útvegað sjer kvenfólk af öðrum bæjum, þá yrði hann að láta sig fá eiltlivað af konunum sinum, því að hann átti margar. Og svo kom hann einn góðan veð- urdag með þrjár konur — þær áttu auðsjáanlega að nægja fyrir því, sem hann skuldaði — en Bobby vildi nú hafa sitt lag ó endurgreiðslunni. Um- tonga átti að greiða mun meira, en liann hafði fengið tii láns, og því eldri ‘ sem skuldin varð, þvi meira álti hann að horga. Nú heimtaði Bobby þrjátíu stúlkur lii þess að jafna skuldina — og þær yrðu að vera laglegar og vel vaxnar. Særingamaðurinn tók þessu rólega og ltuldalega. Hann kom seinna um kvöldíð en Iiann átti vanda til, og stóð ekki við neina tuttugu minútur. Þilin voru svo þunn, að jeg gat heyrt mest af því, sem þeir skröfuðu sam- an. Hann bauð Bobby þrjár lconur — eða dauðann fyrir næstu aftur- elding. Ef Bobby liefði verið forsjáll mað- ui', hefði hanii þegið konurnar þrjár, en það var hann ekki. Hann sagði Umtonga að fara fjandans til og Um- tonga fór. Sveinar hans höfðu beðið fyrir ut- an að vanda — tólf alls — og nú hóf hann særingar sínar. Þeir fengu hon- um tvo iifandi hana, hvítan og svart- an, og Umtonga setlist ó dyrapall- inn og drap hanana á óvenjulegan hátt. Hann grannskoðaði í þeim lifrina og siðan fór hann að vagga sjer og sveigja sig urrí mjaðmirnar og raulaði ámátlega einhverja langlokuþulu með hálfbrostinni og annarlegri raust. — Sveinarnir sátu flötum beinum kring- um hann á hlaðinu. Svona sat hann raulandi i hálftima, þangað' til hann fór að dansa. Jeg sje enn glögt beltið lians, í huganum — með lafandi apa- rófurnar dinglandi í takt við lireyf- ingar hans. Enginn skyldi hafa ætlað, að þessi gamli skorpni skrjóður hefði orku og úthald til að dansa eins og liann gerði. Alt í einu var eins og liann hefði fengið slag: liann ná- fölnaði og hneig niður á grúfu. Þeg- ar sveinar hans sneru honum við, sá jeg að froðan stóð út úr vitun- um á lionum. Þeir tóku hann upp og báru hann á burt. Eins og þið vitið, þá dimmir álcaf- lega fljótt i hitabeltinu. Umtonga liafði byrjað særingar sínar í fullri dagsbirtu, og þó þær tæki ekki lang- an tíma, þá var komið svartamyrkur áður en hann var búinn. — Við átum kvöldverðinn, Bobby, Mary og jeg. Hann virtist vera dá- litið viðutan, en þó ekki frekar en jeg mundi liafa verið undir slíkum kringumstæðum. Eftir kvöldverðinn fór hann inn á skrifstofu sína til liess að gera yfirlit um viðskiftin þann daginn, eins og hann var vanur, en jeg fór að hátta. Um klukkan tvö um nóttina fann jeg að tekið var i mig. Það var Mary gamla. Hún sagðist vera nývöknuð og hafði þá sjeð, að Bobby var ekki kominn í bólið ennþá. Við fórum um húsið og fundum hann. Hann sat i hnipri i skrifborðsstólnum sínum með augun starandi og galopin, eins og hann væri að fela sig fyrir ein- hverjum. Fallegur liafði hann aldrei verið, en nú hafði eitthvað djöfullegt bland- ast því sem fyrir var í gljábleiku andlitinu. Hann hafði verið dauðúr í svo sem tvo tíma. Mary lagði rýju yfir andliið ó lion- um og fór að gráta. Þegar jeg hafði komið lienni á burt úr skrifstofunni, fór jeg að rannsaka, hvað hefði orð- ið Bohby að aldurtila. Jeg var þó alveg eins og þjer eruð nú — jeg vildi ekki trúa, að Umtonga gamli hefði drepið hann — hvergi nálægur. Jeg rannsakaði húsið grandgæfi- lega, en hvergi sást þess merki, að nokkur hefði brotist inn eða yfirleitt verið á ferli í húsinu. Jeg horfði leiigi á Bobby. Hann hafði auðsjáan- lega dáið af slagi, en af hverju hafði liann fengið slag? Hann hlaut að liafa sjeð eitthvað ferlegt. Jæja, við grófum Bobby daginn eftir. Venjleg útför — með grátandi konum og körlum, sem þömbuðu o- keypis whisky, og þarna var hálf Afríka saman komin. Umtonga var þarna líka og sýndi hvorki á sjer hrygð nje gleði, en stóð og horfði á athöfnina. Jeg vissi ekki hvernig jeg skyldi liaga mjer DENNIS W. HEATLEY: SVARTA-MAMBA-NAÐRAN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.