Fálkinn


Fálkinn - 24.11.1939, Blaðsíða 9

Fálkinn - 24.11.1939, Blaðsíða 9
F A L K I N N gagnvart honum. Einu líkurnar, sem jeg hafði gegn honum voru særingar hans kvöldi'ð á'ður, en þær hefoi enginn hvítur dómari lekið sem sönnunargagn. Jeg gat enga skýringu fundið og varð þvi að líta svo á, að þetta væri a'ðeins einkennilega skrítin tilviljuii. Þegar jarðarförinni var lokið kom Umtonga til min, og bað mig um að ná í stafinn sinn, sem hann hefSi gleymt á skrifstofunni um kvöldið. Jeg var fremur stuttur í spuna, en ,jeg þekti staf karlsins eins vel og hárburstann minn, og fór þessvegna inn og sótti hann. Hann lá á gólfinu. Fjögra feta langur slöngustafur. Þið hafið eflaust sjeð þá, því að þeir eru líka skornir út og seldir í Evrópu. Þeir eru úr trje og handfangið útskorið sem nöðruhaus. Og á leggnum eru skornir hringir, sem eiga að tákna hreistur. Síafur Umlonga var sá fallegasti, sem jeg hafði sjeð af þessu tagi. Þveng- mjór, en þungur eins og blý. Hann var alsvartur — líklega úr íbenviði Ij TÍU dagana næstu sá jeg ekki A ekki Umtonga. Mary gamla tók saman pjönkur sinar og fór burt í einhverjum erindum. Bobby mun hafa sagt henni frá öllum sinum fyrirtækjum, því að hún vissi vel hvað öllu leið. Okkur kom saman um, að jeg yrði einskonar ráðsmaður hennar áfram, og tal okkar barst að Umtonga. Jeg gaf í skyn, að þetta væri flókið mál og maðurinn væri viðsjálsgripur. Væri ekki rjett að taka því, sem hann bauð? — Hvað gengur að yður, maður'? spurði hún. Jeg þarf á peningum að lialda. Jeg verS að tryggja framtið mína. Og látið hann svo borga. Mjer var nauðugur einn kostur. Sú gamla var ekki betri en Bobby, hvað þetta snerti. Morguninn eftir sendi jeg son Mary t'ú Umtonga og hann kom samdægurs. Jeg tók á móti honum á skrifstofu Bobbys, en sveinar hans biðu fyrir utan. Jeg sat í stól Bobbys — þeim, sem hann hafði dáið i — og við fórum þegar að tala um viðskiftin. Hann sat um stund og horfoi þegj- andi á mig. og skorpinn andlitsbjór- inn á honuni minti mig á þurkaoan ávöxt með myglu á,- Það var illúð- iegur glampi i kolsvörtum augum hans. Svo sagði hann hægt: — Jæja, ungi og efnilegi maður. Þjer vilið hvernig fór fyrir Bobby. Langar yður til að hitta andann mikla lika? Hann starðí svo hvast á mig, að jeg varð annars hugar, en jeg svar- aði því, að það eina, sem jeg mæltist lil væri að fá peningana, sem hann skuldaði eða jafngildi þeirra í öðru. — Þjer munið vist, að þjer eruð að tala við Umtonga? Yður langar þá til að deyja? Það voru ekki mínir peningar, sem h.jer var um að ræða, og jeg varð að gera eins og mjer var sagt. Jeg svar- aði honum þvi sama, sem Bobby hafði svarað. Svo sendi jeg honum byssu Bobbys og sagði honum, ao' ef hann reyndi nokkur undanbrögð eða særingar, þá mundi jeg skjóta hann eins og hund. Hann sagði ekki orð, en stóð upp og fór til lífvarðar síns, sem beið fyrir utan. Og nú endurtók sig alveg það sama og i fyrra skifti, með han- ana tvo, þulusöng og dans, þangað til karlskr.jóðurinn var borinn á burt meðvitundarlaus. Það var orðið dimt og mjer leið hálf illa. Jeg mintist starandi augn- anna i Bobby og grábleika andlits- ins og ehisetti mjer að sofna ekki um nóttina. Máske hafði einhver af sveinum Umtonga leynt sjer þarna um nóttina og drepið Bobby — helt eitri í glasið hans eða þvi um líkt. Jeg rannsakaði stofuna nákvæm- Jega, þangað til jeg þóttist viss 11111, Myndin sýnir, hvernig götuljósker- in voru klædd svörtum pappír, af hræðslu við loftárásirnar. RECYNSKI GREIFI var sendiherra Póllands í London, þegar stríðið var að hefjast. að engu hefði verið leynt þar inni. Svo lokaði jeg glugganum vandlega og setti stól fyrir, svo að enginn gæti komist inn án þess að velta honum. Þá mundi jeg vakna af ske kynni að jeg sofnaði. Jeg slökti Ijósið, svo að síður væri hægt að hitta mig með skotvopni utanfrá. Og svo settist jeg og beiS1 átekta. Þegar fór að lýsa af tunglinum inn í stofuna tók jeg eftir, að eitthvað hafði verið fært til á skrifborðinu fyrir framan mig. Jeg gat ekki sjeð hvað það var, en jeg þóttist viss um að eitthvað væri horfið, sem hafði veríð þarna rjett áður. Það leið ekki á löngu, þangað til jeg sá hvað það var, og jeg varð þvalur um hendurnar af svita. Um- tonga hafði aftur gleymt stafnum sínum. Hann hafði staðið upp að skrifborðinu og handfangið beint á móti mjer, i þessa þrjá tima, sem jeg hafði setið þarna, en nú var hann horfinn. Jeg hefði heyrt, ef hann hefði dottið. Og nú fanst mjer eitt- hvað geigvænlegt við þennan staf. Jeg fann hann aftur. Hann lá á gólfinu, þar sem tunglskinið lagði inn á það — með átta hlykkjum, alveg eins og jeg hafði sjeð hann svo oft áður. Mig hlaut að hafa dreymt, að hann stæði upp við borðið, — hann lilaut a'ð hafa legið á gólfinu frá byrjun — en samt vissi jeg, að mjer hafði ekki skjátlast. Stafurinn hafði flutt sig. Jeg starði á hann og hjelt niðri í mjer andanum, til að sjá hvort hann hreyfðist. En jeg skalf svo mikið, aö jeg gat ekki treyst því, sem mjer sýndist. Jeg lokaÖi augunum snöggv- ast — það var vant að bæta úr .— og þcgar jeg opnaði þau aftur hafði staf-naðran lyft hausnum. EnniS á mjer var löðrandi af svita. Nú vissi jeg hvað drepið hafði Bobby gamla og hversvegna grábleiki lit- urinn hafði komið á andlitið á hon- um. Stafur Umtongas var hvorki meira nje minna en eitraðasta naðr- an i allri Afríku — hún heggur með augnablikshraða og eitrið í henni er svo bráðdrepandi, að sá sem verður fyrir biti hennar er dauður eftir fjór ar mínútur. Þetta var svört mamba- naðra. Jeg hjelt skambyssunni i hendinni en það var vonlitið að jeg gæti hitt nöðruna. — Maður hefði getað skotið af henni hausinn með haglabyssu, en þær voru ekki á skrifstofunni og jeg hafði verið það flón, að læsa mig inni þarna. KvikindiS hreyfði sig aftur svo jeg horfði á, dró á eftir sjer halann og hlykkjaðist áfram. Þetta var engum vafa bundið. Umtonga var nöðru- temjari og hafði skiliS þetta hræ- kvikindi eftir — til þess að drepa mig. Jeg stóð sem steini lostinn. Hvað átti jeg að taka til bragSs? Það var tilviljun ein, sem bjargaði mjer. Þegar naðran reigði höfuðið til höggs, tókst mjer að sparka i papp- irskörfuna þannig, að heniii hvolfdi yfir hausinn á kvikindinu. Það er heljar afl, sem þær leggja í bithögg- ið: hausinn gekk þvert í gegnum Uörfuna og sat fastur milli flísanna. Hún gat ekki losað hann aftur. Jeg hafSi verið ótrúlega heppinn. Jeg hafði verið að taka til í skúff- um daginn, og fleygt heilmiklu af kvarts-molum í körfuna, svo aS hún var hálf af þeim og þeir eru nokkuð þungir í sjer. Nú lentu þeir á háls- .num á nöðrunni. Hún braust um eins og svipuól á hreyfingu, en losn- aði ekki. Jeg greip skammbyssuna, fór að nöðrunni og ætlaði að skjóta liana í hausinn á fárra sentimetra færi. En þá skeði það dularfulla. TunglsljósiS, sem hafði lagt inn i herbergið rjenaði alt í einu. Jeg gat ekki sjeð nöSruhausinn. Um leið fann jeg óþefinn, sem leggur af öllum svertingjum, leggja aS vitunum á mjer. Þar sem naSran hafSi verið fyrir örstuttu, lá Umtonga nú stein- sofandi. Jeg rjetti út hendina til að taka á honum, en þá var hann þar ekki. Og nú tók jeg eftir, að hann slóð þarna rjett hjá, með pappirs- körfuna í hendinni Hárin risu á höfði mjer. Jeg tók á þvi sem jeg átti til, og snaraði mjer undan, og í jsama bili heyrSi jeg þyt- inn af nöðrunni, sem þaut gegmuii loftið, þar sem jeg hafði haldið hend- inni áður. Jeg gat mjer það til, að naðran væri þar, sem jeg sá hausinn á Um- tonga þessa stundina. Ef jeg hefði getað þrýst stirSnu'ðum fingrunum á gikkinn, hefði líklega skorið úr "á þessu augnabliki. En þá skeSi aftur nokkuð'kynlegt: Umtonga fór að tala við mig i svefni, ekki með orðum en þó þa'nnig, að jeg skyldi hann samt. Jeg sá hann jafn greinilega og jeg sje ykkur núna, og hann bað mig um, að drepa sig ekki. Þessi nótt sannfærði mig um, að Umlonga og naðran voru eitt og saraa. Ef jeg hefði drepið nöðruna, hefði jeg orðið aað drlpá hann um leið. Hann hafði einsk»;iar yfirnáttúrlega hæfileika til að bregða sjer i líki þessa viðurstyggilega kvikindis. Jeg hefði máske átt að drepa það og Um- tonga þá um lei'S, en jeg gat ekki fengiS mig til þess. Jeg hafSi Um- tonga á mínu valdi og hann sagSi skýrt og greinhlega: — Alt skal jeg gefa þjer, ef þú þyrmir mjer. Svo varð hann óljósari. Dimman hvarf og tunglsbirtuna lagði aftur inn i herbergiS. Og nú sá jeg aftur hausinn á nöSrunni. Jeg stakk skammbyssunni í vasann fór út og aflæsti á eftir mjer og lagS- ist svo fyrir i rúminu minu. TsG VAKNAÐI seint morguninn eftir, en mundi greinilega alt, sem gerst hafði. Jeg hlóð haglabyssu og fór beint inn í skrifstofu Bobbys. Nú stóð stafurinn aftur viS skrif- borðið, en handfangið stóð gegnum pappírskörfuna. Jeg þóttist ekki viss, fyr en jeg hafði sannfært mig um það með byssuskeftinu, að þetta væri dauSur stafur en ekki lifandi naðra. Umtonga kom fyrripart dags, eins og jeg hafði búist við. Hann var afar hrörlegur þann daginn. Hann sagði svo litiS sem hann gat, en þegar talið barst að skuldinni grátbændi hann mig um, að gefa sjer eftir nokk- uð af henni — annars kæmist hann a vonarvöl. Selja konur sínar — þaS gæti hann ekki, vegna þess aS þá misti hann álit allra manna i ná- grenninu. Jeg sagSi honum, aS hann yrSi að tala við Mary um þetta, þvi að hún ætti peningana. Honum þótti þetta furðulegt. Svert- ingjarnir þarna sySra eru ekki vanir þvi, aS konurnar eigi nokkurn skap- aðan hlut. Hann sagðist hafa haldið, að jeg ætti peningana — og upp úr þurru bað hann mig um að bíða þangað til Mary væri dauð. Svo tók hann galdrastafinn sinn og fór leiðar sinnar. Viku seinna var jeg á ferð í Moha- bana. Jeg var aS heiman í tvo sólar- hringa og þegar jeg kom aftur var Mary dáin. Sonur hennar sagSi mjer að Umtonga hafoi komiS til hennar kvöldið, se.ni jeg fór. í það' skifti hafSi hann einnig haldiS særingar- athöfn á dyrapallinum og morguninn eftir var hún dáin. Jeg spurSi hann hvort Umtonga hefði gleymt stafn- um sínum um kvöldið og vissi svariS áði:r en þaS kom: — Já, hann kom og sótti hann daginn eftir. Sama daginn fór jeg aS rannsaka hirslur Bobbys. Jeg vissi, aS honum var lítiS um banka gefiS, svo aS mjer þótti liklegast, að hann hefði fólgið f.je sitt einhversstaðar í húsinu. Jeg leitaði þrjár vikur — og þá fann jeg peningana. ÞaS voru alls 1.0.000 dollarar. En síSan hefi jeg haft 100.000 dollara upp úr þessu — þá græddi jeg meS töfrabrögSunum, sem jeg lærSi. T)EGAB CABSTAIRS hafSi lokið sögu sinni leit jeg til Jocksons til þess að sjá, hvaða áhrif hún hafði haft á hann. Hann starSi á Carstairs eins og dáleiddur, en djöfullegur glampi skein út úr augunum. — Þjer heitið ekki Carstairs! hróp- aði hann alt í einu með ferlegri röddu. Þjer heitið Thompson — og jeg heiti Corham. Jeg er drengurinn, sem þjer rænduð og svikuð! Áður en jeg fengi ráft'rúni til að ganga á milli, hafði hann sprottiS upp — jeg sá hnif blika í loftinu og liann sökk á kaf í bringuna á Car- stairs, en Corham yngri hrópaði: — NíSingur — Þjer borguSuS svertingjadjöflinum fje, til ]iess aS drepa hana móSur mína!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.