Fálkinn


Fálkinn - 24.11.1939, Blaðsíða 11

Fálkinn - 24.11.1939, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 K vikmy ndaf r j ettir NÝASTA NÝTT f PARÍS. Margar sígarettuauglýsingar eru svo skemtilega og einkennilega sam- ansettar, að fundið hefir verið npp á því að nota þær sem fyrirraynd yið vefnað. Hjer sjest árangurinn; sjerkennilegur silkikjóll, þar sem öll husanleg merki eru samankomin i öllum regnbogans litum. ÞESSI FALLEGI KJÓLL, sem sýnist vera úr röndóttu efni, er saumaður úr silkiböndum og blúnd- um (milliverkum). Undirkjóllinn er að sjálfsögðu svartur. I 4 < < BLjjNDUR ERU ALTAF f TÍSKU. Þetta er einn af Madame Schiapar- ellis smekklegu eftirmiðdagskjólum. Hann er úr svörtu „marocain" með „bolero"-sniði, og er vestið kantað með hvítum kniplingum, sem fara sjerlega vel við kjólinn. DÖKKBLÁR FILTHATTUR MEÐ FJÓLUBLÁU BANDI. Hjer sjest einn^ af hinum klæði- legu hausthöttum. Hann er með há- um kolli, en það sem setur aðalsvip- inn á hann er slaufan í hnakkanum. En það er ekki nóg að bera klæði- legan hatt; takið eftir fallega háls- klútnum, svínaskinnshönskunum og Chamberlains-regnhlífinni. VALERIE HOBSON TEKUR TIL SINNA RÁÐA. Unga stúlkan, sem sýnd er hjer á myndinni, er enska leikkonan Val- erie Hobson, sem leikur í glæpa- myndinni „This man is' news". í þessari mynd á hún ekki aðeins að vera falleg og segja margt skemti- legt. Hún á líka að gera ýmislegí „verklegra" — berja glæpaþrjót i hausinn með hamri og láta brenna sig inni lifandi — eða þvi sem næst. í myndinni gerist það sern sje, að bófar, sem eru að eltast við mann- inn hennar, binda hana við stól og kefla hana. En hún sleppur úr öllu þessu. Á myndinni er hún sýnd ásamt manni sínum. LEIKKONA — Á MÓTI VILJA SÍNUM. Þýska leikkonan Heli Finkenzeller segir svo frá: „í lærða skólanum hafði jeg gamlan og skrítinn kenn- ara, sem við kölluðum „Litla púka". Það var hans mesta yndi að lesa ljóðalanglokur upphátt og láta ofck- ur gera það líka. En enginn gat gert „Litla púka" til hæfis. Hann var strangur, þegar hann var að leið- rjetta okkur og hreytti altaf ein- hverjum ónotum í mig. Loks varð jeg svo leið á þessu, að jeg einsetti mjer að gera honum til hæfis, og æfði mig timunum saman heima, undir upp- lesturinn. Svo þegar næst kom að mjer, varð „Litli púki" stórhrifinn. „Þjer hafið ágæta upplestrargáfu og það er synd ef þjer notið hana ekki i þarfir listarinnar, betur en jeg hefi gert." Jeg fór að ráðum hans, og undir eins og skólannum var lokið fjekk jeg mjer kenslu i framsagnar- list. Og skömmu siðar varð jeg kvik- myndaleikari. Og þetta á jeg alt „Litla púka" að þakka, enda geymi jeg altaf mynd af honum, sem er verndargrip- ur minn." Næsta myndin, sem Heli Finkenz- eller leikur í, heitir „Hjónaskilnað- arferðin" (Die Scheldungsreise). — Leikur hún þar á móti Victor de Kova. Drekkið Egils-fil V >„..„,,. „-^..~.-^.-^- KVENFÓLIKIÐ AÐEINS TIL AMA. Þetta er lögreglumynd, en þó gam- anmynd um leið, en sú tegund mynda á vaxandi vinsældum að fagna. Hefir Columbia gert myndina og heitir hún „There's that Woman again" og er er framhald af myndinni „Theres al- ways woman". Melvyn Douglas ieik- ur aðalhlutverkið og Virginia Bruce er konan hans. Sjást þau hjer á myndinni. Douglas er einkanjósnari. Nú er framið innbrot í borginni og hann fær málið til rannsóknar. Kemst hann von bráðar á sporið. En konan hans hefir orðið fyrri til. Og í á- kafanum flækist hún inn í morð- mál, svo að Douglas* fær nóg að hugsa. Fyrst að bjarga konunni sinni af höggstokknum og svo að ná sjer niðri á þjófunum. WINDSOR-HERTOGINN. Myndin er tekin á góðgerðadansleik í Cannes, þar sem verið var að safna inn fje til franskra örkumlamanna, og aðsóknin hefði auðvitað orðið minhi, ef það hefði ekki vitnast að hin frægu hjón yrðu á dansleiknum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.