Fálkinn


Fálkinn - 24.11.1939, Síða 12

Fálkinn - 24.11.1939, Síða 12
12 F Á L K I N N | SUNDRUÐ HJORTU Skáldsaga zíííp Blank Eismann Enn var það Sonja sem liafði forustuna. Hún hrinti upp hurðinni að herbergi Natösju, en staðnæmdist á þröskuldinum og sagði lafmóð: — Burtu -— ekki nokkur sál! Hjerna er kjóllinn hennar. Þau eru flúin! Osinski sneri öllu upp í loft í herberginu, bölvandi og skjálfandi. Svo opnaði hann gluggann og kallaði til manna sinna: — Hestana út úr hesthúsinu! Beitið fyrir sleðana! Og svo af stað eflir flóttahyskinu. Hann hljóp út um gluggann niður á hlað- ið. Kvenfólkið veinaði, en liann hafði lent á fönn og komst von hráðar á fætur aftur og hljóp út í hesthúsiii. Á eftir honum kom Sonja Jegorowna. Kinnar liennar voru eldrauðar eins og af sótthita og' augnaráðið djöfullegt. Hún leysti sjálf hest af básnum og vatt sjer á bak hon- um, berbakt. — Flýtið ykkur, annars vinna þau tíma, svo að við náum þeim ekki aftur. Eftir fáar mínútur voru tveir þríeykis- sleðar tilbúnir. Hestarnir voru liræddir og ið- uðu, svo að varla var liægt að hafa stjórn á þeim. Skipunarliróp heyrðust í sífellu. Osin- ski skoraði á bestu og djferfustu menn sína að fylgja sjer. Svo greip hann taumana og ljet þunga svipuólina dynja á lend liestanna, svo að þeir tóku viðbragð og þutu af stað. En á undan sleðanum reið Sonja i spretti á berbakaða hestinum. Hún æpti og hrópaði og eggjaði lögeggjan. Um leið og hún tók í herðatoppinn og leit um öxl hrópaði hún til Osinski: — Tunglið kemur upp bráðum og sýnir okkur leiðina! Osinski stóð upprjettur í sleðanum og barði hestana áfram, svo að þeir lögðu fram það sem þeir gátu. Á eftir honum kom liinn sleðinn. Sonja starði út í myrkrið. Augu hennar loguðu eins og glóðarkögglar. Og alt í einu heyrðist glymja í henni: — Þarna eru þau! Getið þið sjeð sleðann þarna ? Osinski kinkaði kolli. — — Nú eru þau í gildrunni. Þau sleppa ekki hjeðan af. Og aftur ljet hann keyrið dynja á laf- hræddum hestunum, svo að þeir prjónuðu og lá við að þeir veltu sleðanum. En Osinski þreif járnhart i taumana og kallaði til sinna manna: — Þegar við komum í skotfæri þá skjótið á hestana. En vei vkkur, ef þið liittið barón- essuna eða Boris Petrovitsj, þá. . . . Niðurlagið á hótunaryrðum lians heyrðist ekki. Allir einblíndu á sleðan framundan. Osin- ski lamdi hestana eins og hann gat, en fjar- lægðin á milli minkaði ekki. Alt í einu kallaði Sonja sigri hrósandi: — Þau hafa tekið eftir okkur. Þau vita, að við eltum þau. Sjáið þið, þau líta aftur! Osinski laut fram eins og hann gat. Með annari hendinni hjelt hann í taumana en keyrði hestana með liinni. — Sjáið þið! kallaði Sonja hæðnislega. - Hann tekur um herðarnar á lienni og þrýst- ir lienni að sjer. Já, haltu vel um hana, Boris Petrovitsj, það líður ekki á löngu, þangað til við náum í ykkur. — Vertu ekki of sigurviss, lirópaði Osinski á móti, — þau hafa bestu hestana. Afbrýðissemi Sonju blossaði upp. Þó Boris liefði neitað því, að liann elskaði dóttir hús- hónda síns, þá vissi hún, að það var ekki satt, og þessvegna hataði hún barónessuna. Hataði hana enn meira en ella, þegar hún sá, að Boris lagði líf sitt í sölurnar til að hjarga lienni. — Hann krækir kringum vatnið, heyrði hún að Osinski sagði við menn sína. — Þá náum við þeim, — við förum beint yfir vatnið. — Það er ekki þorandi, sagði einn þeirra. Isinn heldur ekki. — Jú, vist heldur liann, hrópaði Sonja. — Jeg skal ríða á undan og sýna ykkur að hann heldur. Einn af mönnunum reyndi enn að vara við þessu fyrirtæki. — Það verður okkar bani, Osinski. Sunn- anvindurinn þessa siðustu daga, hefir gert ísinn viðsjálan. Osinski barði hestana og hvæsti: — Sjertu ragur þá geturðu orðið eftir — jeg ek yfir vatnið. Margir af mönnunum fleygðu sjer af sleð- unum og gerðu síðuslu tilraun til að koma vitinu fyrir Oisnski. En hann liló. Og þeysti út á isinn, næstur á eftir Sonju Jegorowna. 5. KAPÍTULl. Boris! Boris! Þeir hafa sjeð slóðann okkar í tunglsljósinu. — Jeg veit það. — Þá er úti um okkur. — Jeg er ekki vonlaus ennþá. — Dreptu mig, Boris. Það eru enn marg- ar kúlur í skammbyssunni þinni — ein af þeim er handa mjer. Ef þú hefir snefil af samúð njeð mjer, þá skjóttu mig, svo að jeg lendi ekki lifandi i höndunum á Osinski. Natasja barónessa (irýsti sjer að unga ráðsmanninum, og rödd liennar var svo sár, að hann tók handleggnum utan um liana og reyndi að hugga hana. Jeg treysti á hestana okkar, ungfrú- Þeir finna á sjer, að við erum í hættu og laka á því, sem þeir eiga til, að forða okkur undan. Heldurðu að þeim takist það? IJún leit angistarfull aftur fyrir sig. En Boris horfði hinsvegar fram í sífellu i átt- int til landamæranna. — Treystið mjer, barónessa. Ef við höld- um þessum spilum á undan ofsækjénd- unum, þá er okkur horgið. Og undir eins og við komum \ fir landamærin erum við und- ir vernd þýsku landamæralögreglunnar og Osinski getur ekki gert okkur mein. Hvað lieldurðu, að hafi orðið um föð- ur minn, Boris. Jeg er hrædd um liann. -— Hver veit, nema baróninn sje þegar kominn á óhultan stað fyrir handan landa- mærin, harónessa. — Það held jeg ekki, það væri ólíkt hon- um. Jeg er viss um, að hann hefir reynt að komast heim í höllina aftur. Máske hefir hann komið að öllu í rústum — og að mjer hefir hann leitað árangurslaust. - Undir eins og jeg hefi komið yður á óhultan stað fer jeg lieim í höllina aftur til að segja föður yðar frjettirnar eða sýna honum dvalarstað yð,ar. En hvað þú ert vænn, Boris Petrovitsj. Ósjálfrátt klappaði hún ráðsmanninum á hendina. Blóðið örfaðist í honum við snert- inguna, en ekki var liægt að sjá nokkurn vott þess, sem hann hugsaði, i andliti lians. Hann slepti handtakinu af öxl Natösju og hafði nú allan hugann við hestana. Svo sagði hann, alveg eins og honum stæði á sama og heldur kuldalega: Jeg geri ekki annað en efna það, sem jeg lofaði honum föður vðar, náðugum hús- bónda mínum. Natösju fanst eins og ískaldur vindurinn á móti stingi Iiana með nálum og dró loð- úlpuna betur fyrir andlitið, og reyndi að orna sjer á kinnunum með báðum hönd- um. Boris Petrovitsj var hreyfingarlaus, eins og myndastytta, og starði framundan. Hvor- ugt þeirra mælti orð frá munni. Sleðinn flaug áfram fönnina, eins og þann hefði vængi. Hestarnir hlýddu, hvað lítið sem Boris tók í taumana og svipuna notaði hann alls ekki. Natasja leit livað eftir annað til baka. Hún stundi í örvæntingu: — Ef Osinski nær í okkur, þá er úti uiii okkur. Ofsækjendur okkar eru margir og eflaust vel vopnaðir. Boiús hafði verið svo önnum kafinn, að hann tók ekki eftir, hvað hún sagði. Loks hrópaði hún upp: — Þeir aka út á vatnið! Þá fór hros um andlitið á Boris og hann varp öndinni. Guði sje lof! Þá erum við frelsuð. Frelsuð? ál Natasja eftir og starði á Iiann, eins og hún lijeldi að hann væri að tala óráð. — Sjerðu ekki, að þá komast þeir fram fyrir okkur? Jeg get ekki litið aftur, barónessa. Ef jeg slaka á taumunum eitt augnablik, þá hægja hestarnir á sjer. Við ökum beint á þá, Boris. Hvers- vegna ókstu ekki beint yfir ísinn? Af þvi að isinn heldur ekki um miðjuna. Húh leit fljótt við aftur. Með öndina í hálsinum horfði hún á svarta dílinn, sem hreyfðist niðri á ísnum. — Nú eru þau komin liálfa leið, Boris, kveinaði hún. — Þá fer illa fyrir þeim! Nei, isinn lieldur. Fremst er kvenmað- ur ríðandi. Hesturinn hennar fer eins og gandreið á undan. i %

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.