Fálkinn


Fálkinn - 26.01.1940, Blaðsíða 2

Fálkinn - 26.01.1940, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N - GAMLA BÍÓ - Á maður að trúa sínum eigin aug- um, að það sje Rudolph Valentino, sem ieikur aðalhlutverkið í næstu mynd í Gamla Bíó? Þetta mikla eft- irlætisgoð „fagra kynsins", elskaður af öllum konum, hvort sem þær iitu hans fögru ásjónu í skammdegishúmi norSurhjarans eða undir suðrænni sól, — er hann ekki iöngu liðiiin og kominn undir græna torfu? Jú, reyndar, en menn verða að vera þess minnugir, að snillingarnir deyja aldrei. Og þótl kvenhylli sje stopul og hjörtu meyjanna sköpuð á hverf- anda hveli, þá nýtur þó Rudoiph Valentino enn þann dag í dag, 14 árum eftir dauða sinn, svo mikillar kvennaástar, að þessi myrid, sem nú á að sýna hjer, Sheikinrt, með lion- um í aðalhlutverki, —- hefir farið enn á ný sigurför um heim allan. Og reyndar er það ekki nógu mikið sagt, að Valentino njóti eingöngu kvennaástar, því að þó að það sje altaf fyrst og fremst kvenfólkið, sem dáir hann, þá hafa og margir karlmenn mætur á hónum. Rudolph Valentino dó 25. ágúst 1926, og hafði þá öðlast svo mikla almenningshylli sem kvikmyndaleik- ari, að ])að er jafnvel talið, að liann hafi verið allra leikara vinsælastur — einkunt hjá konum („Damehei!1', — „Alle Tiders störste Filmchar- mör“ o. s. frv.). En þó voru það ekki nema fimm ár, sem honum auðnað- isl að standa á hátindi frægðar sinnar. 1921 vann hann sinn fyrsta stóra sigur, og einkum var það með kvikmyndinni „Sheikinn“, sem hann vann sig upp. Hann ljest svo 1926, eins og áður var sagt. En lýðhyllin var svo óskapleg, að enn í dag eru til í Ameríku klúbbar, sem bera nafn hans og eru helgaðir minningu lians og lienni haldið þar við. Auð- vitað átti þó Valentino andstæðinga, —- eins og allir þeir, sem miklum vinsældum eiga að fagna hjá kven- fólkinu, — og þessir afbrýðissömu andstæðingar sögðu, að Valentino ætti hylli sína eingöngu þvi að þakka, að hann hefði sjerkennilegt útlit og dreytnandi „flauels“-augu. En lík- lega hefir afbrýðin hlindað þessa n'enn, því að hin varanlega lýðhylli Valentinos, löngu eftir dauða hans, sýnir, að hann hefir hlotið að vera óvenjulegum gáfum gæddur og sterk persóna. í þessari mynd leika með honum þau Agnes Ayres og Adolphe Men- jou. Myndin var auðvitað þögul, en var gerð að hljómmynd, þó á þann hátt, að undirleikurinn er aðeins ó Það mætti virðast svo við fyrstu sýn, að maðurinn ú myndinni væri í hættu staddur í gini ferlíkisins, sem hausinn sjest af. En þetta ferlíki er ofurmeinlaust, það er eftirlíking úr steini, sem stendur við Crystal Palace í London og sýnir löngu útdauða eðlutegund. Maðurinn hefir klifrað upp í ginið á henni að gamni sínu Frú Guðborg Eggertsdóttir verð- ur 70 ára 28. þ. m. Guðmundur Sigurðsson, skip- stjóri, Lauganesveg, verður 60 ára 30 þ. m. Búlgarar verða gamlir. Öldungiir er rjettnefni á þann mann. sem verður aldar gamall og al' slíkum mönnum er meira til í Búlgaríu en nokkru öðru landi heims. Af miljón Búlgörum verða 426 manns hundrað ára, — eða eru það eftir síðustu skýrslum — og eru sumir þeirrá langt yfir hundrað ára. Næst Búlgaríu kemur Columbía í Suður- Ameríku með 311 „öldunga“ á miljón íbúa og þá Brasilía með 140. I Svíþjóð eru aðeins 65 menn hundr- að ára á hverja miljón en í Þýska- landi og Sviss aðeins einn. eitt píanó, rjett eins og var oftast i bíóunum, þegar þöglu myndirnar voru, og var þá oft viðkunnanlegt og skemtilegt í salnum, þegar góð mynd var á boðstólum. Þegar við sjáum þessa mynd í Gamla Bíó má búast við, að margar lilýjar minning- ar hvarfli að okkur frá þeim „gömlu, góðu dögum“. Vigfús Ásmundsson frá Haga í Gnúpverjahreppi, nú til heimil- is að Seli í Grímsnesi, varð 80 ára 23. des. síðastliðinn. - NÝJA BÍÓ - Frændur vorir Svíar eru duglegir kvikmyndaframleiðendur, og þeir eru meira, þeir eru smekklegir, og okkur íslendingum falla sænskar myndir sjerstaklega vel í geð. í þeim er allajafna einhver liressandi andblær, eðlilegl æskufjör, sem hríf- ur hugann. Og ekki er það sísl hin unga og glæsilcga leikkona Ingrid Bergmann, sem eykur þessi góðu á- hrif, en það er einmitt liún, sem leikur i myndinni, sem Nýja Bíó mun hal'a á takteinum núna á næstu dögum og heitir „lionan meff örið“. Efni þessarar myndar er reyndar ekki eingöngu um sólskin og æsku, lieldur líka um harma og alvöru og jafnvel glæpi, enda er aðalpersónan, hin unga Anna Holm (Ingrid Berg- man) í fyrstu alveg á takmörkum að vera hættulegur kvenmaður, og fer jafnvel öðru hverju yfir þau tak- takmörk — öfugu megin. Hún er Iíka ógæfusöm stúlka, í fyrri hluta myndarinnar. Enda þarf ekki mik- inn nje skarpan skilning á mann- legu eðli til þess að skilja það, að það liefir ekki hætandi eða mýkj- andi áhrif á hugarfar ungrar stúlku, að hafa Ijótt og fráhrindandi ör i andliti, sem ella mundi vera fagtirl og aðlaðandi. En þannig liafa ör- lögin leikið Önnu Holm. Brunasár, sem hún lilaut i æsku hafa lýtl and- lit hennar og spilt útlitinu. Á Önnu Holro, sem var annars mild og til- finningarík, hefir þessi ógæfa þau áhrif, að hún vill storka hinum grimmu örlögum og setja hart gegn hörðu. Hún verður beisk í skapi, hörð og kuldaleg. Hún umgengst grunsamlegar persónur, sem ekki víia fyrir sjer að gera sjer mat úr veik- leika og hugsunarleysi annarra. Anna leiðist líka út á þessa braut og hún lendir í spennandi æfin- týrúm, sem eru hættuleg. En „þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst". Á eftir skuggalegum atburðum kem- ur hjálpin, umskiptin og ástin. Og þó fyrst og fremst það, sem breytir Önnu Holm hið ytra og innra og gerir hennar göfuga eðli fært að njóta sín. Myndin er áhrifarík og hrífandi og undir ysta yfirborði hennar finnum við hinn hlýja und- irstraum mannlegra tilfinninga. Egils ávaxtadrykkir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.