Fálkinn


Fálkinn - 26.01.1940, Blaðsíða 4

Fálkinn - 26.01.1940, Blaðsíða 4
r Af Sallavígstöðvuiuim. Þcir umkringdu Finnar 600 Rússa og enginn þeirra slapp lifancli. Finnar mistu 30 manns. Ilolsti, umboðsmaður Finna talar í Genf, þegar Rússar voru reknir úr sambandinu, þann Í4. desember. INNRASIN I FINNLAND Engin tíðindi munu hafa gerst í heimsstyrjöldinni 1914 —18, sem eins djúp áhrif hafi haft á Islendinga og tíð- indin, sem gerðust 30. nóv. síðastliðinn, er Rússar rjeðust inn í Finnland. Innrás Þjóðverja í Belgiu 1914 þótti ger- ræði, en þar var þó um hernaðarlega nauðsyn að ræða, frá Þjóðverja sjónarmiði. En innrás Rússa í Finnland á enga afsökun. Rússar áttu ekki í hernaði, og vináttu- samningar voru í gildi milli þeirra og Finna. Þar ræðst stærsta þjóð Evrópu á eina af þeim minstu, sagan um ljónið og lambið endurtekur sig. En fyrsta mánuðinn varð þessi saga endurtekning á sögunni um Davíð og Golíat. Hve lengi getur það haldist? 17 IMTUDAGSMORGUNINN 30. nóv- ember rjeðust Rússar inn í Finnland. Sendu þeir þá her manns inn í finskt land á Fiskinesi, seni er norður í íshafi, skamt fyrir aust- an norsku landamærin, og jafnframt gerðu þeir flugárásir á Viborg (Vii- puri) og Helsingfors (Helsinki) og drápu sprengjur þeirra um 100 manns, ílesta í Helsinki, og eyði- lögðu fjölda bygginga, þar á meðal hinn stóra verkfræðingaskóla borg- arinnar. Þannig hófst finsk-rússneska styrj- öldin. Þann 7. október höfðu Rúss- ar gert Finnum orð, að senda til Moskva fulltrúa til þess að semja við stjórnina um „ákveðin mál“. — Samskonar orðsendingar liöfðu áð- ur verið sendar Lithauum, Leltum og Eistlendingum með þeim árangri, að þessar þjóðir urðu að láta af hendi við Rússa hafnir og flug- stöðvar og taka við rússneskum setuher, svo að enginn gekk að því gruflandi, hvert erindið var við Finna. Eigi að siður sendu þeir Paasikivi, fyrv. forsætisráðherra og núverandí sendiherra í Stokkhólmi til Moskva og síðar Vaino Tanner, fyrv. forsætisráðherra og formann verkamannaflokksins finska. Fóru þeir margar ferðir á milli liöfuð- borganna, en ekki gekk saman. Rúss- ar fóru fram á landamærabreyting- ar á austurlandamærunum, vildu fá landauka á Kyrjálaeiði (Kyrjálanes er óviðfeldið heiti, því að þetta er ekki nes, lieldur eiði milli Kyrjála- botns og Ladoga, en nafnið stafar af þvi að á sænsku þýðir Nds bæði nes og eiði) en láta i staðinn land fyrir norðan Ladoga. Um það gátu sættir tekist og eins um hilt, að Rússar fengi nokkra hólma í Kyrjála- botni (Hogland, Seiðsker o. f 1.). En hinsvegar vildu Finnar ekki ganga að þeirri kröfu Rússá, áð láta af hendi „um stundarsakir." Hangö og fleiri hafnir fyrir vestan Helsinki, því að þá gátu Rússar lokað sigl- ingaleiðinni til höfuðborgarinnar og liöfðu í raun rjettri alt ráð Finn- lands í hendi sjer. Samningar fjellu því niður, en Rússar hjeldu áfrarn æsingum gegn Finnum. Ekkert hafði verið gert uppskátt um samninga fyrr en Molotov sagði frá efni þeirra i ræðu þ. 31. okt. án þess að spyrja finsku fulltrúana. Hinn 13. nóv. fóru þeir í síðasta sinn heim frá Moskva, án þess að samningum væri þó formlega slitið og að skilnaði gáfu þeir Molotov og Stalin i skyn, að þeim mundi verða haldið áfram. Hinn 26. nóv. krefjast Rússar þess, að Finnar dragi her sinn á Kyrjála- eiði 25 km. frá landamærunum og gefa þá ástæðu fyrir, að Finnar hafi skotið þrjá Rússa. Þetta reyndist tilhæfulaus uppspuni, en var notað sem átylla til ófriðar af Rússa hálfu og til þess að æsa lýðinn. — — Rússar liafa ekki enn sagt Finnum strið á hendur. Það er geng- ið úr tísku, en japanska ‘aðferðin, sem notuð hefir verið gegn Kin- verjum i nokkur ár, var tekin upp af Hitler, sem rjeðst fyrirvaralaust inn í Pólland, svo að Stalin hafði gott fordæmi. Þeir samherjarnir eru ekki í stríði, heldur eru þeir að „endurskoða og leiðrjetta". Aldrei hefir nokkur þjóð í Evrópu háð stríð við jafn mikið ofurefli og Finnar gera nú. Þjóðin telur 3.630 sálir, en á móti eru 169 miljónir. Ofureflið er nær fimtugfalt. 47 á móti einum! Og það hefir lÖngunt verið til þess vitnað, hve rússneslci herinn væri fullkominn, sjerstaklega að því, er vígvjelar snerti — bryn- reiðar, vópn og flugvjelar. Ilerinn liefir verið stolt rússnesku 'stjórn- arinnar og alt var látið s'itja á hak- anum fyrir vígbúnaðinúm. Hinn 1. desember sagði finska stjórnin af sjer og þjóðstjórn vár mynduð. Aðalmenn gömlu stjórnar- innar, Cajander forsætisráðherra og Krkko utanríkisráðherra eiga hvor- ugur sæti í þeirri nýju. Risto Ryti |jjóðbankastjóri varð forsætisráð- herra, en Vainö Tanner utanríkis- ráðherra. Allir flokkar í landinu eiga talsmenn í nýju stjórninni. Mannerheim marskálkur, hin fræga hetja borgarstyrjaldarinnar 1917, var skipaður hæstráðandi hersins. Nú rjeðust Rússar með her inn í landið á Kyrjálaeiði og fyrir norðan Lad- oga á tveimur stöðum og munu ekki hafa búist við alvarlegri fyrirstöðu. Það var ætlunin að leggja undir sig landið í einu vetfangi, á sama hát! og Rússar og Þjóðverjar höfðu gert Finsk flóttabörn í Tornea. I'jöldi flóttafólks er í Svíþjóð -og Noregi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.