Fálkinn


Fálkinn - 26.01.1940, Blaðsíða 5

Fálkinn - 26.01.1940, Blaðsíða 5
Finskur hermáður, sem hafði misl annað augað í orustu. Hann reikaði einn um skógana í sjö daga áður en hann fanst og fjekk hjúkrun. í Póllandi. En reyndin varð önnur. Að vísu komust Rússar alllangt inn i Finn- land á austurvígstöðvnnum, kring- um Salla og Toulajarvi (um 120 km.) og var ætlunin, að komast alla leið til Uleáborg við Norðurbotn og skifta Finnlandi þannig í tvo hluta. — Var þá hægurinn hjá, að leggja undir sig alt Norður-Finnland og einbeita sjer að vígstöðvunum beggja megin Ladogavatns. Jafn- framt sótti norðurher þeirra suður á bóginn og komst um miðjan des- ember til Salmijárvi, sem er bær, er bygður liefir verið á þremur síð- iislu áruin handa 3000 verkamönn- um í nikkelnámunum nriklu, sem byrjað var að starfrækja við Kolo- sjoki, þar skamt frá. Þessi bær ligg- ur nú í rústum, því að Finnar brendu all um leið og þeir ljetu undan síga, svo að auðn ein var þar, sem rússnesku herirnir sóttu fram, likt og var hjá Napoleon í Rús’slandi l'orðum. Rússar komust um 200 km. suður á bóginn svo langt sem landa- mæri Noregs og Finnlands liggja saman, en þá urðu þeir að stöðva framrásina vegna snjóa og vegna þess, að þeim varð erfitt um að- flutninga. — Sökum matvælaskorts hafa þeir nú dregið sig norður á bóginn aftur og voru um nýjár fyrir norðan Salmijárvi. Kuldinn var oft yfir 30 stig norður þar og aðbún- aður rússnesku liermannanna slæm- ur og þeir sjálfir deigir framaú af. En síðar kom betur búið og hraust- ara lið ú íshafsvígstöðvarnar og Það hefir verið kalt á Sallavígstöðv- imum undanfarið. Dœði riddarar og heslar eru vafðir þgkkum áklœðum. F Á L K 1 N N munu Finnar ekki hafa nein tök ú, að flæma það undan. Þvert á móti má búast við nýrri rússneskri sókn á jjessúm vigstöðvum, Jiegar veður batnar. Þó er ósennilegt, að stór- tíðindi verði þar i vetur vegna fann- kynginnar, sem gerir örðugt fyrir um sóknir. Á austurvígstöðvunum má lieita, að barist hafi verið á 700 kilómetra löngu svæði, en þó er einkum um tvær vígstöðvar að ræða: suðaustur- vígstöðvarnar á um 200 km. löngu svæði, með Tolvajárvi (um 80 km. fyrir norðan Ladoga) sem miðdepii, og norðausturvígstöðvarnar, en ])ar hafa mestir bardagar verið i Salla- hjeraði kringum Kuolajárvi. Rússar komust alllangt inn í landið ú þess- um slóðum, en um nýár hafði Finn- um tekist að lirekja þá til landa- mæranna. Blóðugustu orustur finsku styrjaldarinnar hafa staðið á þess- um slóðum og Finnar hafa þrá- sinnis tvístrað heilum herfylkjum Jiar og tekið ógrynni lierfangs. —» Heyja J)eir ])ar flokkavíg, senda fá- eina liópa með vjeibyssur og sprengj- ur inn í skógana á hlið við rúss- nesku fylkingarnar og brytja þær niður að óvörum. Þess eru dæmi, að 60—70 Finnar hafi brytjað niður yfir 500 Rússa á þennan hátt og ]>að er ekki eins dæmi, að Finnar geti tekið sjer í munn orð Egils: „Barðisk einn við átta‘„ — þannig er þess getið, að einn finskur njósn- ari varð fimtán Rússum að bana rjett fyrir nýárið. Á Kyrjálaeiði er baráttan híns- vegar háð með sama móti og t. d. á vesturvígstöðvum Frakka og Þjóð- verja, með þeim mun þó, að at- hafnir eru þar meiri. Rússar hafa lialdið uppi látlausri sókn á Kyrjála- eiði frá því, að styrjöldin hófst, og tókst að brjótast gegnum hinar tvær fyrstu víglínur Finna. En við hinar sterku víggirðingar Mannerlieimlín- unnar, sem sumir telja að sje litlu ósterkari en Maginot-linan franska, hefir Finnum tekist að hrinda af sjer öllum áhlaupum ltússa og drepa fyrir þeim fjölda manns og taka af þeim brynreiðar og skotvopn. ■— Mannerheimlínan er að meðaltali 20—30 km. frá landamærunum og síðustu dagana i desember var eink- um barist við Suvantovatn við La- doga, á austasta hluta linunnar. — — — Hin hreystilega vörn Finna liefir vakið athygli um allan heini og stórum aukið á þá samúð, seni ríkti í garð Finna í öllum lýð- ræðislöndum, er svo ómaklega var á þá ráðist. Finnar hafa hreinni skjöld en flest þau smáríki, sem Og hjer sjáum við inn í hús i Vi- borg, eftir að Rússar höfðu sveimað þar gfir. orðið hafa valdaránsmönnunum að bráð, það hefir lifað í friði við alla og hvergi ágirnst lönd nágranna sinna, eins og t. d. Pólland gerði gagnvart Lithauen og Tjekkósló- vakiu. En finska dæmið er sönnun þess, að það dugir stundum ekki að hafa hreinan skjöld. Og s'amúðin er víðar en i lýð- ræðislöndunum. ítalir scndu þegar 20 flugvjelar og flugmenn til Finn- lands og fjöldi ítalskra sjálfboða- liða voru komnir á vígstöðvarnar þar :— áður en nokkur sjálfboðaliði kom l. d. frá Svíþjóð. Einnig eru margir spánskir sjálfboðaliðar á víg- stöðvum Finnlands. ílalir hafa svo eindregið látið i ljós samúð sína með Finnum, að Rússar firtust við og kölluðu sendiherra sinn í Róm heim um nýjárið. Einnig liafa Ungverjar ótvírætt lýst yfir fylgi sinu við Finna. Um öll Norðurlönd og i Bandaríkjunuin eru fjársafnanir til mannúðarstarfsemi í Finnlandi, og fjölment lijúkrunarlið cr komið þangað frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. En hvað leggja Þjóðverjar til mál- anna, þegar hinir förnu samherjar þeirra úr síðustu styrjöld eru í neyð. Ekkert liðsyrði leggja þeir Finnum, heldur hafa þeir beinlínis fjandskapast við Norðurlandaþjóð- irnar fyrir það, að þær reyna að tjetta hörmungar særðra manna eða flóttamanna frú Finnlandi. Svo ríg- bundinn er Hitler rússneska birn- inuni, að honum leyfist ekki að segja vingjarnlegt orð í garð hinnar norrænu þjóðar — og vita þó allir liver hugur flestra Þjóðverja er. En það er vandleikið lilutverk að vera einkavinur Stalins og vinur Norð- urlanda um leið. Það getur jafnvet ekki Hitler sá, sem einu sinni gerði stórveldabandalag til þess að úl- rýma kommúnismanum drepa Stalin. Um manntjón Rússa og Finna þennan fyrsta mánuð, er þeir liáðu styrjöldina, verður ekki með vissu sagt. Sumir giska á, að þeir hafi mist um 100.000 manns — fallna og fanga — en líktega er sú tala of liá. En liitl mun sönnu nær, að þeir hafi mist alt að 40.000 fallna. Þrí- vegis hafa Finnar upprætt heilar herfylkingar Rússa, en i þeim eru 10—12 þúsund manns, þá síðustu Viborg er mjög nálægt eldlinunni á Kgrjálaeiði, enda er þar margt um varnarráðstafanir. Hjer sjást sand- pokavirki á strœti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.