Fálkinn


Fálkinn - 26.01.1940, Síða 6

Fálkinn - 26.01.1940, Síða 6
F A L K I N N Hans hægri hönd AlICE BURTON var gafuð, er hvað stoðaði það? Hún var vel vaxin, en í liöfði hennar komst að- eins einn draumur fyrir. Ilún hafði verið einkaritari Philips Marshail i fimm ár og tvo mánuði. Og live lengi hafði hún verið ásl- fangin af honum? Þjer eigið koll- gátuna, lesari góður: fimm ár og tvo mánuði! En hann var trúlofaður, og trú- lofunin hamingjusöm. Og eiginlega hefði honum víst aldrei skilist, að Alice var stúlka. Hún var ritari hans, afbragðs vjel, sem hlýddi öllum skip* unum jafnharðan og hann gaf þœr. Hún var skuggi, sem altaf kom með rjettu tillögurnar, þegar hann þurfti á þeim að halda. Hún var hans hægri hönd. Alice Burton hafði getað gifst öðr- um, því að nógir buðust biðlarnir. Til dæmis ungi og e.fnilegi lögfræð- ingurinn og gandi miljónamæringur- inn með gigtina, og þrír-fjórir aðrir. En hún hryggbraut þá alla. Hún sá ekki nema einn mann: Philip Mars- hall! Hávaxinn mann, sem var tek- inn að hærast ofurlítið yfir gagn- augunum, mann sem var kuldalegur eins og skurðlæknir. Hún yddi blýantana hans, fylti sjálfblekunginn hans, útvegaði hon- um morgunverð í símanum, hringdi til rakarans, þegar hann þurfti að láta klippa sig. Hún hjelt leyndustu viðskiftabækurnar hans. Hún keypti hálshnýtin hans. Hún var honum alt — á skrifstof- unni. En aldrei Ijet hún tilfinningar sínar í ljós við hann. Það liðu fimm ár og tveir mánuðir og hún var far- in að nálgast þrítugt, og ennþá hafði hún von. Hann var ekki giftur Evu enn, jafnvel þó búið væri að ákveða brúðkaupsdaginn. Og svo kom það einn góðan veð- urdag! Alice leit í dagblaðið og sá klausu með þessari fyrirsögn: Brúðkaupi uflýst. Brúðkaupi Evu Brown og Philip Marshall hefir verið aflýst. Lengra var það ekki, en það kom gljái á augun á Alice, þegar hún las það. Philip var frjáls. Nú gat hann orðið — hennar! Og sama morguninn fjekk Alice svar við qllum draumum sinum, þeg- ar hún kom á skrifstofuna. Hann starði á hana, kanske hálfa mínútu og hún heyrði lijarta sitt slá. Augun voru svo mild er hann horfði á liana — og svo fór hann að tala .... ákafur og stamandi í senn -— hkastur skólastrák, s'em loksins þyk- ist verða að meðganga, að hann hafi stolið ávaxtamauki. „Karlmönnum eins og mjer,“ sagði hann, „verður erfitt að lýsa tilfinn- ingum sínum. Jeg hefi aldrei getað haldið ræðu. En er ekki nægilegt að jeg segi, að jeg elski þig? Þau árin, sem liðin eru Iiefi jeg altaf talið þig eins og eitthvað sjálfsagt. . . . svo heimskur hefi jeg verið. Jeg veit ekki, hvernig jeg get hætt fyrir það.“ Alice sagði ekkert. Hún gat ekkert sagt, hún starði aðeins á hann og i augum hennar, sem smám saman fyllust tárum, var hægt að lesa hugs- anir hennar. Henni fanst kverkarn- ar herpast saman og hún kom ekki upp nokkru orði. Hann hjelt áfram: „Jeg þori ekki að spyrja, hvort þú elskir mig. Það veltur svo mikið á svarinu fyrir mig, að jeg þori ekki að eiga á hættu, að þú segir nei. En jeg vona, að þú fyrirgefir mjer blindni mína. Jeg liefi verið svo önnum kafinn við að græða peninga, að jeg hefi ekki um annað hugsað. Þú hefir staðið við hlið mjer öll þessi ár, án þess að jeg hafi eigin- lega tekið eftir því. En nú bið jeg þig um að sýna mjer miskunnsemi — í framtíðinni skal allur minn hugur beinast að þvi að gera þig hamingjusama.“ Alice svimaði. Orð hans ónniðu eins og lofsöngur í eyrum hennar. Hún kreisti nöglunum inn í lófana, svo að hún rankaði við sjer við sársaukann. Hún leit iipp og sá augu hans eins og í þoku. Hana langaði svo til þess að taka báðum höndunum um höfuð hans — þrýsta því að sjer. Langaði Ii 1 þess að segja honum, hve sælt sjer þætti að hlusta á þessi Ijúfu orð, sem hún liafði svo lengi þráð að heyra. Langaði ti) að gera lionum ljóst, að sál liennar fengi nýtt lif við jiessi unaðsorð. En það var eins og hann þyrði ekki að líta framan í hana. Hann gekk út að glugganum og horfði út á götuna. Svo hjelt hann áfram og talaði óskýrt og í hálfum hljóðum: „Þegar jeg hugsa um þessi ár, sem jeg hefi glatað — sem hafa liðið hjá i gagnsleysi. . . .“ Hann andvarpaði: „Þegar jeg hugsa til þessara ára, skil jeg hve ömurleg þau hafa verið fyrir þig. Mjer fanst lífið hafa gildi, ef jeg fiekk nýjan samning eða stóra ávís- un. Jeg get ekki fengið þessi ár aft- ur. iÞau eru horfin fyrir fult og alt.“ Nú brýndi hann alt í einu röddina: „En framtíðin blasir við okkur og hún skal vera öðruvísi!" Hann gekk til hennar og lagði hendina á öxlina á henni. Hún sat grafkyr, eins og liún væri úr vaxi, hún varð að stilla sig. að kyssa ekki á hendina. Hversu oft hafði hana ekki dreymt um, að hann gerði einmitt þetta? Henni fanst eins og það hefði skeð áður. „Enginn getur skilið. . . .“ sagði hann og þagnaði. „Jú. . . . jú, jeg skil,“ sagði hún. Fíún gerði sem hún gat til þess að röddin væri eðlileg. Hann tók i liendina á henni og þrýs'ti að. Svo slepti hann hendinni og fór aftur að ganga um gólf. Hann var þreytulegur, tók um ennið og sagði: „Jeg hefi þetta alt í huganum, en get ekki komið orðum að því. Jeg hefi aldrei upplifað þetta fyr. En eitt veit jeg, og það er, að tilfinn- ingar okkar hvors til annars hafa verið kaldur, en eiga eftir að verða öðruvísi og lilýrri. Jeg er glæpa- maður að jeg skuli ekki hafa skilið þetta fyr. Og ef til vill liefi jeg gert það. En ekki vitandi vits! Og liess- vegna bið jeg þig fyrirgefningar . .“ Hún horfði á hann með samúð, en hann sneri sjer frá og gekk út að glugganum. Hún skildi hve erfitt það hlaut að vera fyrir Philip Marshall að segja þessi orð, en í eyrum henn- ar hljómuðu þau unaðslega. Hann spenti greipar i einhverju fáti og slepli tökunum aftur. Alice grunaði ekki, að hann ætlaði ekki eða hefði ekki tök á að segja meira. í líkingum talað var hann nú að hnipra sig inn i skel- ina sina aftur. Alt í einu kom hann lil hennar og leit á hraðritunarblokkina, sem lá á hnjenu á henni. Hann klappaði henni á öxlina. Og nú endaði draumur Alice Burlon, því að Philip Marshall sagði: „Það er best, að þjer hreinskrifið strax þetta, sem jeg var að lesa yð- ur fyrir. Þjer þekkið utanáskriftina unnuslunnar minnar — sendið þjer hrjefið strax. Og svo skulum við vona og óska, að hún fyrirgefi mjer og taki mig í sátt aftur.“ 60» SAMTÍÐARINNAR LeDn JDuhaux Þó að Leon Bluni komi mest fram úl á við sem foringi franskra jafn- aðarmanna, er þó annar maður í flokknum, sem ræður öllu meira en hann. Þessi maður er Leon Jou- haux, forseti franska verkamanna- samhandsins. Og það er voldug sveit, sem hann stjórnar. Því að í frönsku verka- mannafjelögunum eru rúmar 5 mil- jönir manna (til samanhurðar má nefna, að í ensku verkamannafje- lögunum eru ekki nema 3,5 miljón- ir). Og Jouhaux kann að fara með völd þau, sem honum hafa verið gefin. Hitt er annað mál, að honum hefir ekki tekist að koma fram vilja sínum gagnvart frönsku stjórnunum, t. d. í Spánarmálunum — en þar krafðist hann þess, að Frakkar hjálpuðu Spánverjum. Jouhaux átti, jafnframt Daladier, mestan þáttinn í því, að skjaldborg vinstriflokkanna var stofnuð og að Blum komst til valda. Hann stjórn- aði undirróðrinum fyrir sameining- unni og kæfði niður allan mótþróa innan flokks síns, af hálfu þeirra manna, sem þótti sameiningin koma um of í bága við grundvallarreglur Marx og jafnaðarmanna yfirleitt. En Jouhaux liefir aldrei hangið í fræði- setningum og kenningum. Hann er veruleikans maður fyrst og fremst, og liefir víst ekki lesið bækur Marx, eins grandgæfiega og margir aðrir. Hinsvegar telur hann sig byltinga- sinnaðan og sparar ekki að minna menn á, að hann eigi marga ágæta byltingarsinna í ættinni. Afi hans fjell í Parísaruppreisninni 1849 og faðir hans var kommúnardi og varð að flýja árið 1871 eflir up])þotið í París. Og frændi móður hans var einn i „Parísar-kommunen" og var skotinn fyrir hlutdeild sína í þeim fjelagsskap. Jouhaux knúði það fram, að Blum var falið að mynda stjórn í Frakk- landi eftir að vinstri-samsteypan l'æddist. En stjórn Blums varð inörg- um vonbrigði og ekki síst jafnaðar- mönnum sjálfum. Hún reyndist van- niáttug þess, að koma fótum undir þær umbætur sem flokkurinn hafði krafist og fjárhagsmálunum náði hún engum tökum á, enda er það mála sannast, að bandamenn Blums í hinum flokkunum fylgdu honum ekki nema hálfir og gerðu homini örðugt fyrir. Því er lialdið fram, að Jouhaux myndi hafa orðið betur ágéhgt, er hann hefði myndað stjórnina. Og það er sennilegt, að hann fái að reyna sig síðar.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.