Fálkinn


Fálkinn - 26.01.1940, Blaðsíða 8

Fálkinn - 26.01.1940, Blaðsíða 8
EGAR hann hafði lesið brjef- ið frá henni rúmaðist ekk- ert í meðvitund hans nema reið- in. Hún var farin á bak og burt með þessu viðbjóðslega skít- menni. Fyrir hugarsjónum sín- um sá hann manninn jafn greini- lega og liann hefði staðið þarna fyrir framan hann í stofunni: gljáandi iiárið og strokið, breiða og hólgna nefið og litla gerðar- lausa hökuna. Það var heinlinis óskiljanlegt, að ekki ásjálegri maður en W,ard skyldi geta for- skrúfað Edith. En það var stað- reynd. Hann las hrjefið aftur. Það var ekki snefill af vafa á þessu. Og nú fór hann að brjóta heil- ann um, hve lengi þau hefðu verið í þingum hvort við annað. Þau liöfðu þekt liann i tvö til þrjú ár. Jú, þegar hann fór að hugsa um það, þá mundi hann, að Edith liafði oftsinnis minst á, að hún hefði verið úti með W.ard og hann hoðið henni te eða hádegisverð. Það var senni- legt, að allir aðrir en hann hefðu haft nasasjón af þessu fyrir löngu. Eiginmaðurinn er oft síð- astur til að uppgötva, að konan hans dregur liann á tálar. En svona tiltektir voru svo ólíkar Edith. Hún var svo hreinskilin — það lá við, að hún væri lirotta- lega hreinskilin. Ef til vill var ekki nema stutt síðan að lnin uppgötvaði að hún elskaði Ward, og svo hafði hún ákveðið það í einu vetfangi að fara burt með honum. Hún var ekki vön að vera að tvínóna, þegar henni datt eitthvað í hug. Hann leit aftur á hrjefið. Þau mundu vera lögð af stað núna — vera á fleygiferð til Ítalíu. Þau mundu taka hraðlestina til Dover, sem var í sambandi við ferjuna til Calais. — Edith var farin frá honum ......... Reiði lians hreyttist smámsam- an í sára einstæðingstilfinningu. Hvað gat hann gert — hvernig gat hann lifað, lægar hann hafði ekki Edith? Hún hafði ávalt sjeð um alt og ráðið öllu. Sjálfur var hann einstaklega óhagsýnn, og hann hafði smámsaman vanist því, að hún tæki allar ákvarðan- irnar, sem snertu þau bæði. Og hún tók ekki aðeins ákvarðanir, heldur framkvæmdi hún þær út í æsar. Það voru til dæmis mörg ár siðan hann hafði flett upp i járnbrautaráætlun til þess að at- huga, hvenær lestir kæmu og færu. Honum var ómögulegt að bjarga sjer án hennar. En framvegis yrði hann til- neyddur að lifa án hennar, svo að það stoðaði liann ekkert að tvístíga þarna eins og flón og tönnlast á, að hann gæti það ekki. Það yrði ekki samskonar líf og hann hafði lifað með Edith — hagfelt og reglubundið — en einhvernveginn mundi hann þó hjarga sjer úr þvi að hann mátti til. Hann hugsaði til þess, hve á- hyggjulaus og fyrirhyggjulaus hann liefði verið þegar hann kyntist Edith fyrst, áður en hún fór að hafa umsjá með honum. Og þegar hann hugsaði um það, — hafði hann eiginlcga ckki átt miklu skemtilegri æfi þá en eftir að hann giftist henni? Hann liafði látið og lifað eins og honum líkaði best — liann hafði flakkað áhyggjulaus út um allar sveitir, lifað á gistihúsum og far- ið stað úr stað, ]>egar honuni bauð svo við að horfa. Fótgang- andi og með malinn á hakinu liafði hann farið um England, Rretagne og Sviss. Og þegar liann langaði til hafði hann dvalið lengur eða skemur á þessum staðnum eða hinum og málað myndir, sem ýmsir menn með listviti sögðu, að mundu gera hann frægan. Hann hafði verið mjög ófjelags- lyndur, nema þá sjaldan að hann hitti menn, sem voru líkt gerðir og hann — þá gat hann setið og rabbað fram á morgun — og jafnvel drukkið sig kengfullan þegar svo bar undir. Og unglingurinn virtist brosa gletnislega til hans, er hann rendi augunum yfir árin, sem liðin voru siðan. Já, svona hafði það verið einu sinni. En i nokkur síðustu árin hafði hann alveg gleymt æskunni; svo gjörsam- iega hafði Edith umbreytt hon- um. Hann hafði auðvitað ekkerl spornað á móti þessari hreyt- ingu. Hann hafði töfrast af hinni fingerðu fegurð Edithar (oft liafði hann furðað sig á, að kona með jafnsterkan vilja skyldi vera veikluleg og fíngerð útlits), hinn mikli og karlmannlegi lífsþrótt- ur hennar Iiafði gersigrað hann, og hann hafði eiginlega trúlofast henni áður en hann gerði sjer grein fyrir, hve innilega ástfang- inn hann var af henni. því að hann var ástfanginn af henni, svo ástfanginn, að hann átli ekki neina aðra ósk en þá, að hann gæti orðið eins og hún vildi láta liann verða. Og hún hafði hjálp- að honum á allan luigsanlegan hátt til þess að gera þetta. Með mestu nákvæmni og röggsemi hafði hún tekið til óspiltra mál- anna, að gera úr honum mann, eins og hún vildi hafa hann. Fyrst og fremst útvegaði hún lionum reglúbundna vinnu á skrifstofu frænda síns og gei’ði lionimi skiljanlegt, að jafnvel þó að tekjur hans af því, sem hann átti, gætu hrokkið til að fram- færa hann einan, þá nægðu þær hvergi nærri þegar hann eignað- ist konu og sómasamlegt heimili. Hún leigði stóra íbúð i villuhverf- inu og' rjeði til sín eldastúlku, stofustúlku og garðyrkjumann. Þau gætu komist af með þetta fólk þangað til liann fengi meiri tekjur, sagði hún. Jafnframt tókst hún það hlut- verk á hendur að gera úr hon- um nýtan borgara í siðmentu þjóðfjelagi. Þegar þau höfðu mælt sjer mót einhversstaðar, þá heið hún aldrei eina mínútu fram yfir tilskilinn tíma. Hún setti aldrei ofan í við hann þó

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.