Fálkinn


Fálkinn - 26.01.1940, Blaðsíða 9

Fálkinn - 26.01.1940, Blaðsíða 9
F A L Ii I N N hann kæmi of seint, (liún hafði yfirleitt aldrei verið nema ljúf og ástúðleg við hann), en það hrást ekki, að næstu dagana hafði liún altaf um svo margt að lmgsa, að hún gat ekki mælt sjer mót við hann. Með þessari sótt- kví kendi hún honum stundvísi á skömmmn tíma - að minsta kosti, þegar hún átti sjálf í hlut. Henni var skiljanlega ekki mikið um kunningjana hans, og þó að hún væri jafnan mjög alúðleg við þá fundu þeir það á sjer, að hún hafði skömm á þeim. Og þessvegna hættu þeir heimsóknunum innan skamms. Bæði i trúlofunarstandinu og eftir brúðkaupið hafði hann jafn- an haft það á tilfinningunni, að liann liefði verið uppnuminn af skýstrokk og fokið inn á ókunn- ugl land, þar sem hann skildi ekki málið. En vitanléga varð hann að læra málið og siðina í villuhverf- inu. Hann varð að vera vingjarn- legur við nágrannana, fara i kirkju á sunnudögum, raða deg- inum niður eftir klukkunni. Nú kom það ekki til mála framar að halda gildi með góðvinunum frá æskudögunum, flakka fram og aftur um Evrópu eða sitja uppi fram á morgun og rökræða um listina og lifið og hversvegna og livernig. Edith hafði engar mætur á gönguferðum. Hún pantaði ávalt lierbergi á Hotel Torquav, þegar sumarleyfið fór í hönd, og j)egar hún hjelt samkvæmi heima hjá sjer var rætt um nýjustu skáld- sögurnar, tennis, tiltektir ná- grannanna og vinnukonur. Honum fanst skrifstofustarfið jafn undarlegt og alt annað í hans nýju tilveru. En á þessu sviði hjálpaði Edith honum líka til að leggja sig fram og taka framförum, eyddi torfærunum og beitti öllum mannkostum sin- i:m og mælsku til þess að ávinna honum samúð og umburðarlyndi frænda síns. Og á liðnum árum liafði henni lekist með einhverju móti, að búa til úr honum talsvert góða eftirlíkingu af kaupsýslumanni. Það var eins og lífsþróttur henn- ar fleytti honum áfram, varnaði lionum að fleygja hlekkjunum eitt augnablik eða hvílast, hún hafði orðið svo fullkomið vald yfir honum, að húu þurfti sjaldn- ast að segja honum, hvað hún vildi að hann gerði. Hún jagaðist aldrei við hann og aldrei var liún hörð við hann, livorki til orðs nje æðis. En með viljanum ein- um hafði húu svo sterka stjórn á honum, að honum leið bein- línis illa, ef hann gerði henni eittlivað á móti. Alt það fíngerða og næma i eðli hans það sem hafði átt þátt i að gera hann að listamanni mátti sin einskis gegn hinni þögulu mótstöðu hins sterka vilja hennar. Stundum fanst honum helst, að hún mundi ekki hafa hug- mynd um, hvílík áhrif persónu- styrkur hennar hafði á liann, og að hún mundi ganga að því vísu, að það væri af frjálsum vilja og eftir eigin hugboði, sem hann hlýddi ónefndum óskum hénnar. Hann vissi ekki hvenær ást hans á lienni hefði sloknað. í rauninni hafði lionum ekki orðið ljóst fyr en á þessu augnahliki, að ástin var steindauð. Árlun saman hafði liann lifað eins og leikbrúða, sem dansaði þegar hún kipti í þræðina með hvítum og sterkum fingrunum. Lifað . . hann hafði alls ekki lifað. Lifið hafði numið staðai’ hjá honum um leið og haiin kyntist henni. Heiftarreiðin og tilfinningin um að vera ósjálfhjarga og yfir- gefinn, sem hafði gripið hann, þegai' hann las hrjefið hennár, hvarf smámsaman. Hann dró andann djúpt og leit kringum sig. Hún hafði valið húsgögnin i þessa stofu auðvitað, hún hafði valið húsgógnin í allar stof- urnar í húsinu. Og nú varð hon- um alt i einu ljóst, að þarna var ekki einn einasti hlutur, sem lianu mundi hafa kosið sjálfur. Þarna var alt sterkt og hagfelt og ljótt. Jæja, nú þurfti hann ekki að vera þarna lengur. Hann and- varpaði aftur. Það var húið. . . . Hann gat hætt að eiga heima i þessu liúsi, hætt að vinna á skrif- stofunni hjá frænda hennar. Hann gat horfið aftur til þess lífs, sem hauu hafði lil'að áðúr en liann kyntist henni, bvrjað að flakka á nýjan leik með bakpoka og teiknibók. Hann gal orðið frjáls og sæll á ný! Hann gat leitað gömlu kuim- ingjaua sína uppi aftur góðu vinina, sem hún hafði haft lag á að flækja frá honum, svo hægt og' stillilega — svo alúðlega! Hann gat tekið sama liægt göngulagið upp aftur, sem gaf honum tækifæri til að dreyma og hlæja og vera latur. Það fór hrollur um liann honnm fanst eins og hann væri að vakna eða lifna til nýrrar til- veru. Unglingurinn með áhyggju- lausa hláturinn og hakpokann á öxlunum virtist færast nær og fylla stofuna ókærni og andvara- leysi. Maðurinn grandskoðaði andlitið á þessum unglingi. Jú, það voru veikleikamerki í þvi, og veikleikinn stafaði af þeirri skap- gerð, sem hræðist árekstra og harðan veruleikann eins og helt- an eldinn og gerir alt, sem hann getur til að forðast það. Þetta stafaði vitanlega af liinni löngu og dyggu þjónustu lians á þessu heimili. . . . Bros unglingsins var glettið og lokkandi. Það heilsaði honum kunnuglega eins og það þckti hann frá gamalli tíð. „Jæja, ert það þú sjálfur,“ fanst honum það segja! „Komdu með mjer. Ennþá getnr alt orð- ið aftur eins og það var einu sinni. Það er ekki of seint enn- þá.“ Það er ekki of seint! Það var ekki einu siimi of seint fyrir listina hans. Hann fann sjálfur, að hann átti hæfileika ennþá. Virkileg gáfa deyr aldrei, þó að henni sje ekki beitt í nokkur ár. „Komdu með mjer,“ sagði unglinguriim aftur. „Við skulum fara hjeðan........ fljótt...... fljótt. Og á sama augnabliki vissi hann, hvað hann átti að gera. Hann ætlaði að yfirgefa þetta heimili i villuhverfinu og vinnu- konuna og eldakonuna og garð- yrkjumanninn og Ijótu liúsgögn- in og tandurhreinu gluggatjöld- iu. Hann ætlaði að fara þegjandi frá því öllu saman, án þess að gefa nokkurri lifandi sál skýringu. Eldastúlkau hennar Edith mátti sjóða miðdegisverðinn, en hann ætlaði sjer ekki að borða hann. Frændi Editli mátti bíða eftir honum á skrifstofunni á morgun, en hann ætlaði ekki að koma. Hann fann svo vel núna, hve innilega hann hataði þetta alt samán. Og nú setti að honum óumi-æðilega fagnaðartilfinn- ingu. Honum fanst hann heyra glamrið í hlekkjunum sinum, þegar liann þeyttj þeim út í liorn. En svo Iiann vissi, að lnin var þarna, áður en honum gafst ráðrúm til að líta við, án þess að nokkuð heyrðist lil liennar. Augu þeirra mættust í kyrðinni. Augu hennar voru róleg og föst. Það var hann, sem — eins og eðli- legt var varð vandræðalegur og virtist vera sökudólgurinn. „Þú hefir víst fengið hrjefið mitt?“ sagðí hún. Hann kinkaði kolli. Hún fór að taka af sjer hansk- ana handtökin voru æfð og sett. Hún hvarflaði augunum frá lionum og að opnum glugganum. Þetta og svo það, hvað hún talaði óvenjulega liægt, voru eimi merk in, sem hann gat sjeð um, að hún væri í geðshræringu. og ó- kunnugur maður liefði alls ekki getað sjeð nein geðshræringar- merki á henni. „Það er best, að jeg' gefi þjer skýringu undir eins,“ sagði hún „og svo ætla jeg að biðja þig að minnast aldrei á þetta framar. Mjer finst það sje okkur báðum fyrir bestu, að við gleymum því alveg.“ Hún þagði augnablik og hjelt svo áfram, eins og hún yrði að heita sjálfa sig þvingun. „Jeg geri ráð fvrir, að þetta hafi verið það, sem maður kallar „skyndiskot“. Það var karl- menskan og þrótturinn, sem jeg gekst fyrir. Hann var sterkari en nokkur annar maður, sem jeg' liefi þekt. Hann virtist hafa fult vald yfir mjer, strax frá hyrjun. Jeg hefi aldrei fundið, að SAGA EFTIR RICHMAL CROMTON 9 nokkur maður hefði slíkt vald- yfir mjer. Jeg er alls ekki að fullyrða, að jeg skilji það. En þetta vald glapti mig, og jeg gleymdi öllu öðru í veröldinni. .Teg fjelst á að fara burt með lionum. En auðvitað sagði jeg þjer frá þvi i brjefinu. . . .“ Hún þagnaði augnablik á nýj- an leik og lijelt svo áfram: „Jeg mætti honum á járn- brautarstöðinni, því að við liöfð- um mælt okkur mót þar. Það er erfitt að lýsa því sem skeði. En mjer varð alt i einu ljóst, að jeg hafði orðið vitfirt. Jeg veit ekki hvort jeg hætti að elska hann jafn snögglega og jeg byrjaði að elska bann, eða hvort mjer varð alt i einu ljóst, að jeg hafði al- drei elskað liann. Hann þarf mín líka síður með en þú þarft mín með. Og það var þetta, sem aftr- aði mjer frá að fara með hon- um. Hann getur komist af án mín, en það getur þú ekki. Þá skildi jeg, að þetta var búið. Og það eina sem jeg þráði var að komast aftur til þín. Nei, .... segðu ekki aukatekið orð. . . . “ Hún vafði hariskana kyrfilega sainan, eins og hún gerði altaf jiegar hún tók þá af sjer. „Mjer þykir þetta leiðinlegt og jeg veit, að jeg iðrast þess alla mína æfi að jeg hakaði jijer svona hræðilegt. . . . “ hún leit á úrið.... „liræðilegan stundar- fjórðung, en jeg flýtti mjer heim af stöðinni eins og jeg mögulega gat. Jeg skal aldrei gera þetta aftur. Mjer finst, að við hæði eigum að líta á Jjað eins og það hafi aldrei gerst og gleyma því fyrir fult og alt.“ Svo brosti hún alt i einu ánægjulegu hrosi, sem hann jiekti svo vel. „En nú verðum við að flýta okkur að hafa fataskifti við eigum að borða miðdegisverð lijá honum frænda, eins og jiú manst, og þú verður að muna að vera skelfing þægilegur við hanu, því að hann er að lmgsa um, að hækka við Jiig kaupið. .Teg horð- aði með lionum hádegisverð i fyrri vikunni og hann lofaði Jiví eiginlega.“ Hann sagði ekki neitt, stóð hara og góndi fram fvrir sig Iiann sá glaðlegan ungan pilt með hakpoka hverfa í fjarska. Hún horfði á hann og linykl- aði brúnirnar ofurlítið. Jafnvel á þessari örlagastundu ergði J)að hana að sjá Jietta dreymandi augnaráð hans, en liún levndi því undir vingjarnlegu hrosi, eins og hún var vön. Hún færði sig til hans og lagði hendina á hand- legginn á honum. „Elskan mín, vertu ekki með Jiennan svip,“ sagði hún. „Alt verður framvegis eins og það liefir verið undanfarið. Skilurðu það ekki?“ Hann svaraði henni og rödd- in virtist koma einhversstaðar úr fjarska: „Jú jú, jeg skil.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.