Fálkinn


Fálkinn - 26.01.1940, Blaðsíða 14

Fálkinn - 26.01.1940, Blaðsíða 14
14 F Á L K 1 N N Hún hefir orðið að flijja, gamla kon- an. Býli hennar á Kyrjálaeiði var brent til kaldra kola. Því nauðsyn- legasta stakk hún niður í poka, snar- aði honum á bak sjer, og svo er ekki um annað að gera en ieggja land undir fót. Innrásin í Finnl. Frh. af bls. 5. á gamlársdag eftir tveggja sólar- hringa orustu. Og Finnar hafa náð ógrynnum af herfangi, m. a. er talið, að þeir hafi eyðilagt eða náð á sitt vald óskemdum nálægt 400 bryn- reiðum og fallbyssum og öðrum skotvopnum svo þúsundum skiftir. Flest af þessum skotvopnum telja þeir góð; þar á meðal eru riflar, scm Rússar tóku af Pólverjum í inn- rásinni í september, smíðaðir i Skoda-smiðjunum í Tjekkóslóvakíu. Það, sem einkum hefir orðið Rúss- um til falls er, að hermenn þeirra eru ekki nægilega æfðir og svo vantar þá algerlega þann vígahug, sem Finnar hafa i svo ríkum mæli. Þeir Rússarnir eru ekki að berjast fyrir frelsi sínu, heldur af því, að þeim er skipað það. Ennfremur er margt af rússneska liðinu algerlega óvant vetrarríkinu i Finnjandi og snjóarnir þar og kuldarnir hafa ver- ið Finnum góður liðstyrkur, það sem af er. En það er fávísleg bjartsýni að halda, að Finnar geti varist ofurefl- inu lengi. Ef þeim kemur ekki stór- kostlegur liðstyrkur fyrir vorið, þá Nálœgt þvi fjórði hluti af finsku þjóðinni hefir orðið að skifta um bústað vegna striðsins. Hjer eru tveir Helsingforsbúar að yfirgefa borgina með nauðsynlegustu pjönkur sínar. m verða þeir óhjákvæmilega Rússan- um að bráð. Hann hefir ótæmandi liðstyrk til að fylla í skörðin. Og ltússar eru sífelt að herða sóknina. Um nýjárið settu þeir nýjan yfir- hershöfðingja á Finnlandsvígstöðv- arnar, Stérn þann, sem undanfarið hefir stjórnað her Rússa í Mongólíu. Og jiegar þetta er skrifað, er verið að undirbúa nýja sókn á Kyrjála- eiði, jafnframt því sem flugárásum Rússa á borgir og bæi Finnlands fer sífjölgandi. En á þeim stutta tima, sem lið- inn er af styrjöldinni, hafa Finnar getið sjer ævarandi frægð með vörn sinni. — Finnar gœta þess vandlega, að sem minst af nýtilegu falli i hendur Bússum. Hreindýrin eru t. d. fhitt á brott úr landamærahéruðunum i Norður-Finnlandi. Hér sjest Lappi og hreinar hans. HLJÓML. H. H. Frh. af bls. 3. niðinn, berst hann okkur til eyrna i ákveðinni og óbreytilegri tónhæð. El' við gefum þessu nánar gætur komumst við að því, að hann syng- ur sitt lag í C-dúr. Sama máli gegn- ir um brimhljóðið við sjávarströnd- ina. En undir niðri heyrum við ó- glöggt djúpan og dimman undirtón, sem við nánari atliugun kemur i ljós að er tónninn F. Þennan tón hafa Japanir frá því fyrsta kallað „tón jarðarinnar“. En lydiska tón- tegundin byggir einmitt tónaröð sína frá F. til F. og þegar tónskáldin í verkum sínum leitast við að lýsa náttúrunni í sinni sönnu mynd, þá velja þeir gjarnan F-dúr, eins og Beethoven gerir i Pastorale-hljóm- kviðu sinni, þar sem hann lýsir sveitinni. Og það, að íslensku þjóð- lögin byggjast að mestu leyti á lyd- isku tóntegundinni, sannar, að þau eru frumleg og upprunaleg. — Eru ekki sum þeirra verka, sem flutt voru á síðustu hljómleikum yð- ar, að einhverju leyti samin yfir þjóðlög? — Jú, í sónötunni er annað temað í 1. kaflanum unnið úr gömlu ís- lensku þjóðlagi, „Gimbillinn mælti og grjet við stekkinn“, óg þar að auki er höfuðuppistaðan í 3. kafla, sem er íslenskur dans, gamalt kvæða lag, eða „stemma“, eins og það oft er kallað. „Fálkinn" þakkar Hallgrími Helga- syni fyrir þessi skýru og fróðlegu svör, sem mörgum mun þykja at- hyglisverð. Og það er oss ljúft að óska honum giftu og velgengni J hinu merkilega listastarfi hans. rj ♦CD4CD *C340Kr>*C=> | - Úr nátturunnai- ríki - f 5 8 i. Öll höfum við sjálfsagt eitthvað lesið um forsögulega tilveru mann- kynsins. Við höfum heyrt það haft eftir visindamönnunum, svona öðru hverju, að við sjeuin komin af ein- hverjum furðulegum, grófgerðum verum eins og Javamanniiium, Ne- anderdalsmanninum og svoleiðis pilt- um. Og okkur er meira að segja stundum sagt, að við sjeum í ætt við apana, en þá er okkur sumum nóg boðið og yppum öxlum yfir þessari dónalegu ættfærslu á drotn- ara jarðarinnar. En höfum við nú athugað J>að öll, að ýmislegt í líkamshyggingu okkar, Jiótt smávægilegt sje, bendir lil ]>ess, að við höfum endur fyrir löngu verið líkari öðrum ábúum jarðar- innar, en við erum nú. Lítum á ör- fá atriði. Ef til vill er einhver kunningi ykkar, sem er óvenju fimur að hreyfa eyrun. Slikir menn þykja mesta þing í samkvæmum og eru látnir sýna listir sínar við mikil fagnaðarlæti áhorfenda. En í raun og veru hefir J>essi kunningi ykkar til að bera hæfileika, sem maðurinn hefir haft i rikum mæli fyrir þús- undum ára og hefir J)á verið hon- um nauðsyn, þótt nú sje ekki lengur svo. Ennjiá hefir máðurinn nokkra vöðva, sem eru til ]>ess ætlaðir að hreyfa eyrun, en lijá flestum s'tarfa þeir ekki. En á þeim tímum, sem máðurinn var vanmátta vera, sem lifði á veiðum i hinum stóru skóg- um, þá var heyra hans næmari en nú, og þá þurfti hann að gela hreyft eyrum og beint þeim í þá átt, sem óheillavænlegt hljóð kom frá, eða þangað sem hann hugði veiðidýra von. Þetta dettur okkur e. t. v. ekki í hug, þegar við hlæjum að kunn- ingja okkar, sem getur hreyft eyrun i samkvæmi. Hafið þið ekki einhverntima brot- ið heilann um, til hvers við höfum um allan líkamann þennan fíngerða hárvöxt, sem við 'köllum líkhár? Ekki virðast þau vera til neins gagns. En samt er sjerstakur vöðvi undir hverju einasta svona hári, og sá vöðvi getur látið hárið rísa, enda þótt það sje til einskis. Fyrir dýr, sein er vel loðin, er það mjög nauð- synlegt að geta látið hárið rísa, þeg- ar kalt er, Þvi að þá myndast meira loftlag milli liáranna og tapast því minni hili. En við höfum ekki leng- ur með slíkt að gera, og þessi litlu líkliár okkar eru þvi vitagagnslaus. En þó reisa þau sig ennþá, ef okk- ur verður kalt, — ]iað köllum við að „fá gæsahúð." Við erum fæst miklir snillingar í því að hanga á höndunum og klifra þannig. En þótt nýfædd börn sjeu ekki beysin og kunni fáar iþróttir aðrar en orga, ])á geta þau þó citt, þau geta hangið á höndunum i fleiri mínútur, já, þeim nægir meira að segja að grípa annari liendinni um eitthvað mjótt. Eftir mánuð eða svo hverfur ]>essi eiginleiki og kem- ur ekki aftur, svo að hann sje hlut- fallslega jafnsterkur. Þessi gagns- lausi hæfileiki hvítvoðunganna er ieifar frá þeim tíma, er mennirnir lifðu i trjám og þegar unginn þurfti að halda fast í móður sína, þegar hún notaði báðar hendur til l>ess að fleygja sjer milli trjánna. *f» Alll með Islenskufn skipum1 *fi Esega ■ ELSTI MAÐUR HEIMSINS. Tyrkinn Zaro Agra, s’em miklar sögur fara af sefn elsta manni í heimi á sinni líð, dó af ergelsi. Hann stóð sjálfur á þvi fastar en fótunum, að hann væri yfir 100 ára, cn þegar læknar fóru að raniisaka hann og röntgenljósmynduðu í lion- um beinin, staðhæfðu þeir, að hann gæti ekki verið meira en 120 ára. Zaro Aga varð fokreiður, er hann lieyrði jietta. Hann sagði læknana Ijúga þessu, en þeir þóttust geta sannað það. Eftir það fór Zaro að hnigna. Það var eins og hann væri rændur allri lífslöngun eftir að læknarnir höfðu rænt hann Irægð- inni og yngt hann upp um 40 ár. Nú langaði hann ekki til að lifa og hann skorpnaði og gekk s'aman dag frá degi. Þegar hann dó var hann ekki nema bjór og bein. Við dánarbeð hans lá vegabrjef, sem sló þvi föstu að hann væri fæddur árið 1774. Það hafði hann notað fyrir þremur árum, er hann fór einu langferð æfinnar út i ver- öldina. Enskt-amerikanst fjelag hafði leigt hann í sýningarför til að græða á honum peninga. Hann vakti mikla athygli í Ameriku, sem „Metúsalem Múhameðstrúarmanna" og var mikið stáss gert að honum. Græddi hann meira fje á nokkrum vikum en áður á allri sinni löngu æfi. Vakti það athygli, að hann gat lýst þátttöku sinni i orustunni við Acre á móti Napoleon árið 1799. En þegar hann var spurður nánar sagðist hann ekki vera viss um, að þessi orusta hefði verið vjð Napoleon .....„en mað- urinn var að minsta kosti lítill og feitur“, sagði liann. Tólf sinnum hafði Zaro Agra verið giftur og átti að minsta kosti 30 börn. Hann var frónnir Múhameðstrúarmáður og reykti hvorki nje drakk. En hver er þá elsti maðu,r heirns- ins, úr því að Zaro er dáinn — og hefir máske aldrei verið elsti mað- ur heimsins. Rússneskar frjettir herma, að í Ufa í Úralfjöllum sje maður, sem sannanlega sje 142 ára. Hann lieitir Nikifor og tók þátt i stríðinu gegn Napoleon, er hann rjeðst inn í Rússland. Nikifor á enn hermannsskírteini sín, sem ekki er hægt að rengja og hann barðist sannanlega í orustunni við Leipzig sem kósakki 1813. Nikifor liefir ver- ið kvænlur 17 sinnum og eignast 98 börn. Læknar, sem hafa skoðað liann segja, að það sje ekkert því til fyr- irstöðu, að hann geti lifað ein fimm ár ennþá. Konsúlatið spilavíti. Lögreglan í Los Angeles hefir sent Cordell Hull utanríkismálaráðherra kæruskjal og beðið hann um að sjá til þess, að konsúllinn fyrir San Domingo verði sviftur rjettindum og embætti. Lögreglan staðhæfir sem sje, að konsúlatið sje notað sem spilavíti og samkvæmisklætt fólk, karlar og konur spili fjárliættuspil þar fram á morgun. Oft eru um hundrað gestir í konsúlatinu á nóttinni. En lögregl- an getur ekki tekið í taumana, því að konsúllinn nýtur rjettinda sinna og er ekki gefinn undir innlend lög.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.