Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1940, Blaðsíða 11

Fálkinn - 30.08.1940, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Theodór Árnason: Nerkir tónlistarmenn lifs 09 liðnir. Jean Baptiste Lnlli. 1633—1687. Þa'ð eru ekki einsdæmi i sögu tón- listarinnar, að tónsnillingar hafi ver- ið fje- og metorðagjarnir, og þetta kemur fyrir enn í dag. En líklega er Lulli þó alveg einstakur í þessu efni, einkum vegna þess, að hann virðist tiafa verið ófyrirleitnari en aðrir og óvandari að meðölum til þess að koma ár sinni fyrir borð, og það jafnvel svo, að auðfundið er á sagnariturum, að þeim þykir hálf- gerð skömin að því, að nel'na hann með hinum miklu tónsnillingum. En með þeim á hann þó sæti, og það jafnvel á bekk með iiinum allra fjölhæfustu. Og brautryðjandi var lianii að því leyti, að hann var fyrsta söngleilcjaskáldið í Frakktandi, sem nokkuð kvað að. Jean Baptiste Lulli var kominn af bláfátækri aðalsætt ítalskri, og fædd- ur í Florence 1633. Sagt er, að á bernskuárunum hafi hann verið bald- inn og hrekkjóttur, en lmð þótti furðu sæta, að hann skaust ofl inn í kirkjur, sal þá prúður á meðan sungið var, en ilt hafði liann átt með það að vera aðgerðarlaus und- ir bænalestrinum. Hann fór snemma að glima við fiðlu og gítar upp á eigin spítur. En gamall munkur einn, sem veitt hafði dreng þessum athygli og mun hafa þósl sjá, hvað í honum bjó, varð til þess, að veita honum und- irstöðu-tilsögn á þessi hljóðfæri. Það, sem úrslitum rjeði um það, hvernig æfiferill þessa bráðgáfaða, en pörótta snáða mótaðist, var ]>að, að þrettán ára gamall flæktist hann til Parísar og komst í vist scm vika- drengur í eldhúsi Mademóiselle de Montpensier — ,,Le Grande Made- moiselle“ var hún annars jafnan kölluð, — systur Lúðvígs konungs fjórtánda. Fristundum sinum varði Lulli til þess að læra lögin, sem þá voru helst „í gangi“, og æfa sig á þeim á fiðluiia. En þegar eftir því var tek- ið, að þessi vikadrengur í eldhús- inn var talsvert slyngur fiðlari, var hann hækkaður i tigninni og látinn taka sæli í hljómsveit ungfrúarinn- ar. Þetta lileypti honum kapp í kinn. Hann tók nú að æfa sig af slíku kappi á fiðluna, að ekki leið á löngu þangað til hann bar af öllum hin- urn fiðlurunum í hljómsveitinni. En ekki 'gat hann lengi á sjer setið. Skopkvæði hafði verið ort um hús- móður hans og Lúlli gerði við það smellið lag, s'em brátt varð á hvers manns vörum í París. Og auðvitað komst M. de. Montpensier að ]iessu og rak hann úr vistinni. En nú var Lulli orðinn það kunn- ur fyrir tónlistarhæfileiká sína, að honum var hjálpað til frckari tón- listarmentunar og Lúðvíg fjórtándi rjeði hann í hina frægu hljómsveit sína, sem skipuð var 24 fiðlurum (Les 24 violons du roy). Varð hann brátt stjórnandi þessarar hljómsveit- ar, en síðar Ijel konungur koma up]> annari hljómsveit með 16 fiðlurum (les 16 petit violons), beinlínis handa Lulli. Bygði Lulli Jiessa sveit upp frá grunni, og var annálað. hversu frábærilega hefði verið vand- aður samleikur þessára fiðlara und- ir stjórn Lullis. Lulli var engu síður hygginn en hann var metorðagjarn. Og hann sá það, að enn varð hann að íæra mik- ið, til þess að lionum notuðust hæfi- leikarnir út í æsar. Keypti hann sjer nú tilsögn á „Harpiscord“ og í liinni æðri hljómfræði og komposition, hjá organistanum Metru, Gigault og Roherdel. En jafnframt ljet hann ekkert tækifæri ónotað til þess að koma sjer í mjúkinn hjá tignum mönnum. Hann var einkar laginn á þelta, og naut af því margskonar hagnaðar síðar. Hann var nú brátt kjörinn til þess að seinja „ballett“-dansana fyrir ým- isleg hátíðaliöld" við hirðina, — og dansaði þá sjálfur, jafnframt þvi að vera hljómsveitarstjóri. Sagt er, að Lúðvíg konungur hafi jafnvel sjálf- ur tekið þátt í þessum ballett-döns- um. Ennfremur sanidi Lulli dansa, sem feldir voru inn i gamanleiki Moliéres og dansaði þá sjálfur með mestu prýði, að því er sögur herma. Vegur Lullis við hirðina fór si- vaxandi, en tekjurnar munu ekki liafa verið að sama skapi miklar, eða svo að hann þættist geta við tinað. Og nú fer liann að beita hygg- indum sínum og stægð sjer til fram- dráttar, svo að um munar. Verður hjer aðeins skýrt frá því atriði, sem liklega hefir skift lianij sjálfan mestu máli, og' er í sjálfu sjer merkilegt atriði í sögu frakknesku óperunnar. Maður nokkur, Cambert að nafni, haf.ði um liessar mundir einkaleyfi „til þess að sýiiíi opinbera söngleiki á frakkneskri tungu“ (Akademie royale de musique). Með undirróðri og ýmislegum klækjum tókst Lulli að koma Cambert ]iessum í ónáð, svo að einkaleyfið var tekið af honum, — enda mun frammistaða hans hafa vcrið næsta ljcleg, ■— og veitt Lulli, árið 1672. Þegar til kom reyndist þetta ekki aðeins mikill hagur fyrir Lulli per- sónulega, heldur má segja, að með þessu væri lagður grundvöllurinn að hinni frakknesku óperu, og hefir Lulli siðan verið talinn hinn raun- verulegi upphafsmaður hennar og l'yrsti brautryðjandi. Nú fengu fyrst notið sín til fulln- ustu hinir frábæru tónleikahæfileik- ar hans, og um leið skipulagningar og ráðsmenskuhæfileikarnir. Sá hjet Qmnanlt, sem textana samdi fyrir Lulli og reyndist lionum ómetanleg- ur samvcrkamaður. En sjálfur var Lulli alt í senn: framkvæmdastjór- inn, tónskáldið, leikstjórinn og hljómsveitarstjórinn, og fórst alt vet úr hendi. Söngleikir Lullis eru í formi hinna fyrstu florentinsku „inúsik-sorgar- leikja,“ og voru upphaflega elcki nefndir „óperur“ lieldur „dramatisk- ir músik-leikir.“ Næstu 14 árin samdi Lulli hvorki meira nje minna en um 20 slikra tónverka, og er alveg furðulegt, hve fjölbreytileg viðfangsefni hann valdi sjer. En það er eins og að hann væri „alstaðar jafnvel heima“ og að öll viðfangsefni ljeku í höndum hans og huga. „Þegar liann hafði fengið umráð yfir leikhúsinu, sýndi hann það tví- inælalaust, að honum bar sess með- al hinna merkustu og fjölhæfustu tónlistarmanna, ]ió að hann verð- skuldaði annars hvorki samúð nje virðingu sem maður,“ segir einn sagnritarinn um Lull.i. Auk þessara söngleikja (sem lil- gangslaust er að telja hjer upp, þar sem nú eru þeir ekki viðfangsefni annara en tónlistarsagnfræðinga), sanicli Lulli fjölda annara tónsmiða, svo sein 20 balletta, danslög og ým- iskonar leiksviðstónsmíðar, sein feld- ar voru inn i sjónleiki ýmsra höf- unda, t. d. Moliéres, fiðlutónsmiðar, og jafnvel nokkuð af andlcgum tón- smíðum. GARÐYRKJUKJÓLL. Þessi kjóll er heppilegur til að vera í við garðyrkjustörf. Hann er úr rauðu organdy hvítrósóttu með hvítu hálsmáli. Vasarnir eru stórir og rúmgóðir. PRJÓNUÐ SPORTTREYJA kaffibrún með grænum og gulum þverröndum og því prýðilega lit- skrúðug. í sögulegri þróun tónlistarinnar er hann talinn frumherji, og braut- ryðjandi þeirra Glucks og Wagners. Hann var giftur dóttur söngvarans Lamberts, Madeleine að nafni, og eignuðust þau þrjá syni og þrjár dætur. Er sagt að þau lijón liafi átt vel skap saman, einkum þegar lil fjármála kom og var Lulli orðinn stórefnaður þegar liann ljest. Sagt SUMARFÖT. Skálmarnar á þessum buxuin eru miklu þægilegri en viðu skálmarnar, sein flaksast um leggina við livert fótmál. FALLEG STRANDFÖT. Undanfarið hefir allmjög dregið úr hinum stórkarlalegu og litauðgu baðfötum, sem tiðkast hafa, og ein- faldara kemur í staðinn. Hjer er t. d. einkar lagleg strandkápa, hvít ineð svörtum legginguin. er, að hann hafi meðal annars átt fjórar stórar húseignir á bestu slöð- um í Parísarborg og auk þess miklar upphæðir i ýmiskonar verðbrjefum. Hann naut mikillar hylli við hirð Lúðvigs fjórtánda til dauðadags, og notfærði sjer öll þau htunnindi, sem af því leiddi, út í æsar. Hann ljest i París 22. mars 1687.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.