Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1940, Blaðsíða 13

Fálkinn - 25.10.1940, Blaðsíða 13
F Á L Ií I N N 13 KROSSGÁTA NR. 353 Lúrjett. Skýring. 1. eyja, 5. skraut, 10. reitum, 12. burt, 14. númer, 15. svar, 17, hafrót, 19. stúlka, 20 rithöfundur, 23. drykki, 24. býli, 26. skeri, 27. tímabilið, 28. tuska, 30. hviift, 31. sól, 32. veiki, 34. eldfjalli, 35. samruna fljóta, 36. skyndilega, 38. tóma, 40. sönglag, 42. kinda, 44. strá, 46. vambir, 48. brúkuðu, 49. leikfang, 51. tútta, 52. maður, 53. bætti, 55. ríki, 56. búska, 58. á í Þýskalandi, 59. sveimir, 61. skaga, 63. heill, 64. Asíuríkis, 65. hendi. Lóffrjett. Skýring. 1. stjörnuþykkninu, 2. hreyfing, 3. góðmálmur, 4. forsetning, 6. frum- efni„ 7. mynni, 8. neyðarmerki, 9. athugunarstöðvunum, 10. reiði, 11. fjárgeymsla, 13. verkfærin, 14. líkur, 15. maður, 16. mann, 18. skelfur, 21. viðureign, 22. frumefni, 25. skinu, 27. aðfengiðs, 29. kolvitlausa, 31. gorti, 33. óhreinka, 34. kona, 37. dýr, 39. spönginni, 41. trylltar, 43. óhrein, 44. skáldá, 45. skelin, 47. hellir, 49. býli, 50. forsetning, 53. hanga, 54. slæma, 57. nálægt, 60 tryllt, 62. úttekið, 63. ryk. LAUSN KROSSGÁTU NR.352 Lárjett. Ráffning. 1. Tyrki, 5. íshaf, 10. aular, 12. Baula, 14. efnin, 15. ost, 17. drafa, 19. ydd, 20. Indland, 23. til, 24. raul, 26. ódaun, 27. anni, 28. Alúrn, 30. int, 31. efinn, 32. stút, 34. einn, 35. Akur- ey, 36. ótrega, 38. Eglu, 40. anis, 42. skyri, 44. brá, 46. athug, 48. kúti, 49. hrætt, 51. angi, 52. ala, 53. þrótt- ur, 55. ill, 56. nabbi, 58. kúa, 59. ölfus, 61. náinn, 63. erjur, 64. tonni, 65. ilsár. Lóðrjett. Ráðning. 1. tundurskeytabát, 2. yli, 3. rani, 4. kr., 6. S.B., 7. hadd, 8. aur, 9. flatningshnífur, 10. afdal, 11. ís- land, 13. afinn, 14. eyrar, 15. Oddi, 16. taut, 18. alinn, 21. no., 22 NN., 25. lútugri, 27. afneita, 29. nurli, 31. eirna, 33. Teu, 34. eta, 37. Æskan, 39. grætur, 41. Egils, 43. kúlan, 44. brók, 45. átta, 47. uglur, 49. hr., 50. Tu, 53. þinn, 54. rörs, 57. bíó, 60. ljá, 62. NN, 63. el. „Það lítur lielst út fyrir, að allir skoði þetta sem grin,“ sagði Padgham. „ En því meira sem jeg liugsa um þetta mál, því meiri ráðgáta verður mjer það hvað eiginlega vak- ir fyrir þessum mönnum.“ „Jeg skal segja yður að hverju þeir eru að leita,“ sagði Roger Ferrison. „Jeg frjetii það þegar jeg var að horða morgunverð í City í dag. Þeir vilja klófesta gimsteinaræningjana frá Burlington Gardens.“ „Hvernig dettur yður í lntg, að þeir liafi verið að leita að þeim hér?“ spurði Luke. „Blöðin segja, að þessir gimsteinaþjófar sjeu úr alræmdum bófaflokki, sem hafi aðalað- setur sitt í nálægri borg.“ „Evening Standard segir, að glæpamenn- irnir hafi reynt að sleppa burt eftir Hammer- smith Road, og þar skildu þeir vagn sinn eftir ljóslausan, svo að lögreglan ók á hann. Það var áreksturinn, sem við heyrðum hing- að inn,“ sagði Roger. „Jeg held, að þetta sje rjett hjá Ferrison," sagði Barstowe. „Jeg held, að ræningjarnir frá Burlington Garden hafi reynt að flýja um þessa götu og að það hafi verið vagninn þeirra, sem ekið var á hjer við hornið. Jeg er viss um, að Rudlett lögregluforingi og menn hans voru að leita að þeim, en hvers- vegna þeir leituðu hjer er mjer torskilið. Þann tíma, sem jeg hefi búið hjer hefir aldrei verið leigjandi, sem verið hefir tor- tryggilegur á nokkurn liátt.“ Nú kom frú Dewar inn, — líka nokkrum mínútum fyr en vant var. Hún ávarpaði fólk- ið rólega en alvarlega. „Jeg veit að mjer ber að biðja yður afsök- unar,“ sagði hún og leit á Luke fyrstan allra. ,.Það er 'mikil lineisa fyrir mig, að liúsið skuli vera þannig rannsakað og allir leigj- endurnir ónáðaðir að nóttu til. Jeg veit ekki hvort lögreglan veitir mjer nokkrar bætur eða afsökun, en jeg bið yður að vera þolin- móð.“ „Kæra frú Dewar,“ sagði Luke. „Jeg veit að mjer er óhælt að votta yður dýpstu samúð fyrir hönd okkar allra, sem hjerna erum stödd. Jeg er sannfærður uin, að innan skamms biðja yfírvöldin yður afsökunar.“ „Jeg held, að frú Dewar óttist, að við flytj- um hurt vegna þessarar dularfullu rann- sóknar svona rjett eftir dauða Dennets offursta“, sagði' Flora Qayne. „Jeg lýsi þvi yfir sjálfrar mín vegna, að jeg verð kyr.“ „Eins jeg,“ sagði Luke. „Jeg líka,“ sagði Bernascow. „Og ég og konan mín,“ kvað Padgham. „Mjer mundi aldrei detta til hugar að flytja,“ sagði Ollivant. „Heldur ekki mjer,“ sagði Lashwood.“ „Hvað okkur systrunum viðvíkur," sagði jómfrú Clewes, „þá vonumst við eftir að fá að vera kyrrar þar til að aflokinni yfirheyrsl- unni á föstudaginn. Úr því er ekki gotl að vita hvað við gerum, enda fer það eftir kringumstæðunum.“ Roger og Audrey litu snöggvast livort á annað. „Má jeg svara fyrir okkur ungfrú Packe bæði, frú Dewar?“ sagði Roger. „Af sjer- stökum ástæðum verðum við að flytja. En það kemur ekkert þessum sorgarathurðum við. 'Við ætlum nefnilega að gifla okkur og ungfrú Packe hyggst að flytja til frænku sinnar hjer í London og fær þar aðstoð við nauðsynlegasta undirbúning.“ Nú hófust liamingjuóskir. Josepli bar sherry-glös á milli, Jkurtéis en ófimlegur. Luke hafði pantað sherryið. Allir drukku hjónaefnunum til. Nú tók frú Dewar aftur til máls. „Jeg* þakka ykkur öllum saman fyrir. Jeg leyfi mjer að taka undir heillaóskirnar til ungfrú Packe og herra Ferrisons. Hefði öðfuvísi staðið á liefði jeg óskað þess, að þau dveldist hjer áfram. En þar sem þetta er fyrsta trúlofunin hjerna í húsinu vildi jeg mega bjóða ykkrfr í smáveizlu eitthvert kvöldið i næstu viku.“ Audrey Packe varð sem snöggvast gripin af tortryggni og hefði helst kosið að afþakka boð frú Dewar. En svo sá hún að jiað gat ekki gengið, enda engin ástæða til þess að móðga frú Dewar. Auk þess var Roger mjög ánægjulegur á svip. „Við erum bæði mjög glöð ýdir þessu vin- gjarnlega boði yðar, frú Dewar,“ sagði hann, „og tökum þvi fúslega. Ekki satt, Audrev?“ „Jú, auðvitað,“ sagði hún. XXII. Frida Medlincott gekk niður Shaftesbury Avenue og var í versta skapi. Það rigndi ög hún var með nýjan hatt hatt, en regnhlíf- arlaus. „Sælar verið þjer.“ Hún hrökk við. Ókunn, þægileg rödd á- varpaði liana. Það var ungur og myndarleg- ur maður með stóra regnhlíf í hendinni. Hann var gletnislegur á svip og henni fanst hún kannast við andlitið. „Jeg er smeykur um, að þjer þekkið mig ekki aftur,“ sagði hann. „Mjer finst jeg hafa sjeð yður nýlega,“ sagði hún. „Við sátum saman i rjettarsalnum um daginn,“ sagði hann, ,„Munið þjer ekki eftir þegar gamla konan stóð upp og bauðst til að vísa á morðingja Dennets ofursta?“ „Ó, nú man jeg,“ sagði hún og henni Ijetti fyrir brjósti. „Þjer voruð einmitt svo þægilegur og hjálpsamur." „Má jeg ekki halda því áfram núna?“ sagði liann. „Jeg hýð yður skjól undir regn- hlífinni minni. Eða á jeg að ná í hifreið? Hvert ætlið þjer?“ Hún hrosti við honum. Svona vildi Frida Medlincott einmitt hafa ungu mennina. „Jeg ætla ekkert sagði hún. „Jeg var að reyna að kóma mjer að við leikliúsið, en það gekk ekkert. Bara að jeg komist ein- hversstaðar í skjól, svo að hatturinn minn eyðileggist ekki. Jeg vif komast einhvers- staðar inn þar sem hægt er að fá eitthverl eiturhras að drekka.“ „Sldnandi hugmynd,“ sagði hann. „Jeg þekki einmitt stað, þar sem hægt er að fá alveg skínandi gott eiturbras. Það er á Ronnies Bar. Jeg var einmitt að hugsa um hvað jeg gæti fundið mjer til afsökunar fyr- ir þvi að fá mjer einn cocktail svona snemma dags. En svo drykkfeldur er jeg /

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.